Morgunblaðið - 23.03.1966, Síða 27

Morgunblaðið - 23.03.1966, Síða 27
Miðvikudagur 25. tnarz 1966 MORGU N BLAÐIÐ 27 —Alþingi Framhald af bls. 8 in um að flytja þetta frumvarp. Alþingi hefði samþykkt þings ályktunartillögu, Sverris Júlíus- sonar og hefði með henni /er- ið óskað þess að stjórnin á stofh- lánasjóðum út- vegsins yrði sam rýmt, en það væri einmitt meigintilgangur frumvarps þessa. Segja mætxi, að með frumvarpinu væri skemmra gengið heldur en marg ur hefði óskað. Ríkisstjórnin hefði á vissu stigi málsins hugs- að sér, að fiskimálasjóður féili einnig til Fiskveiðasjóðs og ríkis stjórnin hefði fyrir sitt leyti mik- — Helga R.E. Framhald af bls. 28. fékk sama og ekkert. — Nokkurt magn af fiski hefur verið ekið hingað inneftir frá Þorlákshöfn af bátum, sem þar leggja upp. Loðnubátarnir hafa aflað vel í þessum mánuði og oft verið með fullfermi eða upp í 2000 tunnur. Hafa þeir lagt aflann á land fyr- ir vestan, í Reykjavík, og nokk- uð í Hafnarfirði, en þar (í Lýsi og mjöl) hefur ekki verið hægt að taka á móti eins miklu og æskilegt hefði verið sökum manneklu. Fjórir trillúbátar biða nú eftir að gefi á sjó, en þeir munu verða með línu og á handfærum. Akranesi. — Akranesbátar hafa aflað mjög sæmilega að und anförnu, þeir sem hafa sótt vest- ur að Jökli. Það versta er hins- vegar, að aflinn er yfirleitt orð- inn gamall, þegar hann berst á land vegna þess hve gæftir hafa verið stopular. Er hann mest unninn í skreið. Bátarnir hafa mest sótt vestur á Breiðafjörð. Hinsvegar virðist vera kominn allgóður fiskur á svæðið sunnan úr Miðnessjó og vestur á Breiða- fjörð, en það vantar gæftirnar til að hægt sé að nýta hann. Vestmannaeyjum. — Afli hér hefur verið mjög lélegur að und- anförnu og gæftir samfara því stopular. Bátar voru á sjó héðan í gær, en þeir, sem þá fengu eitt- hvað að ráði, voru með gamlan fisk úr netum. Um miðjan þenn- an mánub var afli orðinn um 40% af því sem hann var á sama tíma í fyrra. Ekki er útlit fyrir sjóveður í nótt, því veður er hvasst. — Bj. Guðm. í Reykjavík munu nú leggja upp nær 50 bátar með öllu og öllu. Hafa stærri bátarnir verið að veiðum á Breiðafjarðarmiðum og fengið þetta frá 20—50 tonn og allt upp í 70 tonn. Helga kom hingað til Reykjavíkur í gær- morgun með 70 tonn. Þeir bátar sem verið hafa að veiðum út af Skaga hafa fengið 8—15 tonn í veiðiferð. Þess skal í þessu sambandi getið að Helga hefur nú farið 9 veiðiferðir og fengið alls 460 tonn. — Vegir lokast Framhald af bls. 28. Súðavíkurveg, en komin voru nokkur snjóflóð á vegina. Að undanförnu hefur verið sæmilega greiðfært um Húna- vatnssýslur og Skagafjörð, en í gær var gert ráð fyrir að þar yrði allt ófært, enda var þar iðu- laus stórhríð. Á Austurlandi var orðin sæmi- leg færð fyrir daginn í gær og Fagradalsvegur fær og allt til Eskifjarðar, ennfremur nokkuð um Fljótsdalshérað. Hins vegar skall stórhríðin þar yfir í gær- morgun og lokuðust vegir því nær á augabragði. Á suðausturhorni Iandsins var veður bjartara, en þar hafa veg- ir verið allgóðir í vetur og fært oftast frá Hornafirði til Djúpa- vogs. inn áhuga á því, að hægt yrði að koma þeirri breytingu - á, að atvinnuleysistryggingasjóður, sem lánað hefði töluvert til sjáv- arútvegs á einstöku stöðum, ián- aði heldur gegnum stofnlána- sjóði sjávarútvegsins heldur en ti'l hinna einstöku framkvæmda. Ráðherra sagði að þingsálykt- unartiHaga sú er hér um ræddi og væri frá 1964 hefði gert ráð fyrir að stofnuð yrði 5 manna nefnd til að kanna stofnlánamál sjávarútvegsins. Af skipun þess- arar nefndar hefði ekki orðið, en ríkisstjórnin hefði sjálf haft til athugunar eflingu stofnlána- sjóðanna og samræmingu þeirra. Veruleg efling stofnlánasjóða hefði orðið á því ári síðan tillag- an var samþykkt og ríkisstjórn- in hefði einnig átt rikan þátt í því að afla fyrirtækjum lánsfjár til stofnlána í sjávarútvegi. Mál- in stæðu nú þannig, að útlán Fisikveiðasjóðs hefðu aukizt um 24% á árin 1964—1965. Stafaði það m.a. af því að útfflubnings- gjaldið hefði orðið meira en gert hefði verið ráð fyrir. Sjávarafl- inn hefði einnig orðið meiri og Fiskveiðasjóður hefði þanuig haft meiru úr að spila. Þá hefði ríkisstjórnin einnig, í samvinnu við bankana greitt fyrir mönnum að taka erlend lán til fiskiskipa kaupa. Síðar í ræðu sinni vék ráðherra að því að í sambandi við aukin stofnlám til sjávarútvegs- ins og þá fyrst og fremst til upp- byggingar og viðhalds væri það að segja, að ríkisstjórnin heíði lagt áherzlu á, að hér á landi efldist stálskii>asmíði og við gæt um að verulegu leyti orðið þess megnugir að byggja okkdr fiski skip sjálfir. Ríkisstjórninni væri það Ijóst, að eftir því sem slík stálskipasmíði ykist hér innan- lands yrði fjárþörf Fiskveiða- sjóðs meiri en hún hefði verið að undanförnu, þar sem menn hefðu getað tekið lán til 7 ára í sambandi við kaup á fiskiskip- um erlendis. Ef þær lánveiting- ar myndu. dragast saman hefði ríkisstjórnin í huga, að eðlilegt væri að afla í staðinn lánsfé til handa Fiskveiðasjóði, annaðhvort innlendis eða erlendis. Gert væri ráð fyrir því, að víða hérlendis kæmu upp stálskipasmíðastöðv- ar er byggðu báta af þeirri stærð er menn kysu helzt nú, það væri 3—400 tonna skip, sem myndu kosta um 20 npillj. kr. Eftir reglum Fiskveiðasjóðs til lá/na út á innlenda skipasmíði væri gert ráð fyrir að lána 75% upphæðar og mundi það svara til 15 millj. kr. á bát. Ek'ki væri ólíklegt að innan skamms tírna yrðu smíðaðir margir slí'kir bát- ar á ári hérlendis og sæu menn því að hér væri um mikla fjár- upphæð að ræða. Ríkisstjórnin hefði hugsað sér að mæta þeim með því að aðstoða Fiskveiða- sjóð til lántöku og endurlána til þessarra fiskiskipa. Sem betur færi, væri aðstaða Fiskveiðasjóðs þannig, að hann væri mjög öfl- ugur sjóður, sem ætti auðvelt með að útvega lánsfé. Eigið fé sjóðsins mundi nú vera um 600 millj. kr., og meðan að við yrð- um ekki fyrir neinum verulegum skakkaföllum í sjávarútveginum væri sjóður sem svo tryggilega hefði verið uppbyggður, að sjálf- sögðu vel til þess fær að taka lán og það mundi hann þurfa að gera langt umfram það, sem eig ið lánsfé hans mundi duga hon- um, ef við hefðum að verulegu leyti sjálfir stálskipasmíði. Væri þetta einn þátturinn í því sem stjórnin hefði -haft á prjónunum með því að auka stofnlán, — að vera reiðubúin til þess, að hlaupa undir bagga og aðstoða Fiskveiða sjóðinn til verulegra stórra lán- veitinga til þess að stuðla að því að innlend stálskipasmíði yrði efld. — Berlingur Framhald af bls 1 verða. Sjálfa. skiptinguna á að framkvæma af dansk-íslenzkri nefnd, sem mun nota hinn danska forsætisráðherra, sem oddamann í þeim málum, sem ekki næst samkomulag um. Menn geta séð af því hve lögin eru á reiki varðandi afhendinguna, að slík vandamál muni verða óhjá kvæmileg. Menn mega ekki vona vegna forsætisráðherrans sjálfs, að starfsemi slíks oddamanns með þessum skilyrðum verði yf- irleitt að veruleika. Það kynni að íþyngja dansk-íslenzkum sam skiptum með enn frekari beiskju en einkennt hefur þau alla deil- una um handritamálið. Við þett.a bætist, að ekki hafa allir aðilar á fslandi skilið hver alvara býr að baki hinni samningsbundnu skyldu landsins að falla frá öll- um frekari kröfum á íslenzkum menningarminjum í Danmörku". „Meira að segja áður en af- hendingarlögin hafa öðlazt rétt- arlega staðfestingu á gildi sínu hefur varaformaður íslenzku handritanefndarinnar, Sigurður Ólason, hæstaréttarlögmaður, brennt sig á því að ljóstra því upp að langt sé frá því að lög- in, að íslenzku mati, gangi nógu langt“. Þessu næst eru endurtekin í ritstjórnargreininni nokkur um- mæla Sigurðar Ólasonar eins og þau voru eftir honum höfð af Viggo Starcke, fyrrum ráðherra, í grein í Berlingske Tidende fyr ir nokkru. Ritstjórnargreininni lýkur síðan með þessum orðum: „Undir öllum kringumstæðum er það dálítið snemma af stað farið að tala um að handritamál- ið hafi verið leyst á meðan Hæsti réttur hefur ekki fengið tækifæri til að segja álit sitt. En ef gert er ráð fyrir því, að dómurinn muni ganga gegn Árnasafni, vaknar sú spurning — á grund- velli þeirra skoðana, sem fram koma 1 áðurnefndu íslenzku blaðaviðtali — hvort afhending- arlögin séu yfirleitt til þess fall- in að gera ísland ánægt. Landið hefur vissulega að þessu sinni skuldbundið sig til þess með samningi, en samningum er hægt að breyta og hér í þessu landi getur það naumast virzt hug- hreystandi að nýjar afhendingar- kröfur, þótt óopinberar séu, eru uppi hafðar af ábyrgum íslenzk- um aðila á þeim tíma er sú hand ritasending, sem átti að vera hin síðasta, er ekki enn lögð af stað“. ■— Rytgaard. Mbl. sneri sér í gær til Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráð- herra, og spurði hann hvað hann vildi segja um ofangreinda for- ystugrein í Berlingske Tidende. Ráðherrann sagði: „Handritanefndin svokallaða, sem í áttu sæti fulltrúar þing- flokkanna undir forsæti prófess- ors Einars Ólafs Sveinssonar, var mynduð til þess að vera rík- isstjórninni til ráðuneytis í við- ræðunum við dönsku ríkisstjórn ina á sínum tíma. fslenzka ríkis- stjórnin lýsti 1961 yfir fullu sam- þykki sinu á þeirri lausn, sem fólst í handritafrumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar. Öll handrita- nefndin hafði mælt með þessari lausn. Auk þess hafði ég samráð við leiðtoga stjórnarandstöðu- flokkanna um málið og var um það full samstaða við þá. Ég get því fullýrt, að almennur stuðn- ingur var og er á íslandi við þá endanlegu lausn á handritamál- inu, sem í frumvarpi dönsku stjórnarinnar fólst“. „Ég lít þannig á, að handrita- nefndin hafi lokið störfum 1961, enda hefur hún aldrei komið saman síðan", sagði menntamála- ráðherra að lokum. GtJSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. Sími 11171. Ingi Ingimundarson hæstarettarlömaðui Klapparstig 26 IV hæð Simi 21753. • Jo Cals, forsætisráðherra Hollands, lýsti því yfir á kjós endafundi í gær, að erlend „sensation" blöð hefðu að nokkru leyti staðið að baki látunum, sem urðu við brúð- kaup Beatrix prinsessu og Þjóðverjans Claus von Am- bergs. Kvaðst Cals hafa undir höndum upplýsingar er sönn- uðu þessa staðhæfingu hans. Bolsévikkar vilja Stalín ærulausan áfram Moskvu 19. marz, NTB. ÓEINKENNISKLÆDDIR lög- reglumenn tóku nýverið höndum fjölda fólks sem safnast hafði saman á Rauða torginu til þess að mótmæla tilraunum til þess að veita Josef Stalin uppreisn æru, að því er hermdi í Moskvu í dag. Meðal þeirra sem teknir voru höndum var ritihöfundurinn Vasilij Aksenov. Allir hinir handteknu voru þó látnir lausir aftur eftir heimsókn á lögreglu- stöðina. Fyrr í vetur sendu gamlir bolsévikkar — þ.e.a.s. úr hópi þeirra ar börðust í októberbylt- ingunni 1917 út boð til manna að safnast saman á Rauða torginu til þess að mótmæla því að Stal- in hlyti uppreisn æru. Fjöldi þeirra sem send voru slík boð Hillary vill klífa Jasamba • Hinn kunni fjallagarpur, Sir Edmund Hillary, er kominn til Nepal til þess að reyna að fá heimild stjórnarvalda þar til þess að klífa fjallið Jasamba, sem er 7.315 metrar á hæð. Hyggst Sir Edmund gera út leið- angur þangað næsta haust, fáist lcyfið. Einnig er hann að reyna að fá leyfi til þess að opna lítið sjúkraskýli í þorpinu Khunda í nágrenni Everest fyrir leiðsögu- menn fjallamanna — hina svo- nefndu Sherpa. Gerir hann ráð fyrir byggingu sex rúma skýlis. • Stjórnin í Nepal hefur tekið fyrir fjallgöngu leiðangra á þeirri forsendu, að hún hafi ekki bolmagn til þess að tryggja nauð synlegar vistir og samgöngur í fjallahéruðunum. Hfavinekla á Eyrarbakka SUÐVESTAN átt og foráttu hrim hefur verið hér undanfarna daga. Tveir bátar liggja nú hér í höfninni og komast ekki á sjó vegna brimsins, og hinir tverr, sem héðan eru gerðir út eru í Þorlákshöfn. Eftir helgina er vonazt til að fimmti báturinn bætist við flot- ann hér, og er það v.b. Fjalar, 40 tonna bátur, keyptur frá Vest- hingað 18-20 Færeyingar, sem vinna munu að verkun fisksins. — Óskar. Fjárveiting til Vietnam Washington, 22. marz (NTB) ÖLDUNGADEILD Bandarikja- þings samþykkti í dag með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða 13 milljarða dollara fjárveitingu til styrjaldarrékstursins í Víetnam. Mun stærsti hluti fjárveitingar þessarar renna til þess að fjölga í bandaríska liðinu í Víetnam, til aukinna vopnakaupa og fleiri herstöðva. Verulegum hluta verður þó varið til efnahagsaðstoðar, að mestiu í Víetnam, en einnig að nokkru annars staðar í Asíu og í S-Ameríku. Öldungadeildin samþykfkti fjár veitinguna með 7 atkvæðum gegn tvéimur. Þeir, sem atkv. greiddu á móti, voru demókratarnir Wayne Morse og Ernest Gruen- ing. Fulltrúadeildin samþykkti fjárveitinguna fyrir viku með 387 atkvæðum gegn þremur. komu ekki af ótta við að um ögrar.ir væri að ræða. Mótmælaaðgerðir þessar áttu að fara fram 5. marz en ekkert varð af því. Fjöldi óein- kennisklæddra lögreglumanna og manna úr öryggislögreglunni var þó þar á verði og^ tóku þeir fólkið höndum. — Erhard Framhald af bls 1 Indlands og Pakistan, sem dæmi um þetta. Lágvært muldur frá hinum furðu lostnu áheyrendum voru einu viðbrögðin við þessum um- mælum hins níræða Adenauers. Mikið lófatak kvað hinsvegar við í dag, er Erhard kanzlari skoraði á Sovétríkin að láta friðarvilja sinn í Kasmírdeilunni einnig ná til Þýzkalands og ann- arra Evrópulanda. Erhard og Adenauer hafa jafn- an verið andstæðingar, og var Adenauer mjög andsnúinn því að Erhard yrði eftirmaður' hans í kanzlaraembættinu. Erhard sagði í ræðu sinni í dag, að vissulega bæri að bera virðingu fyrir því, sem sovézku leiðtogarnir hefðu fengið áorkað í Tashkent. „En málamiðlunar- tilraunirnar grundvallast fyrst og fremst á hagsraunum Sovét- ríkjanna í sambandi við varnir þeirra gegn Kínverska alþýðu- lýðveldinu", sagði hann. Þá skoraði Erhard á Sovétrík- in að sýna friðarvilja sinn í verki með því að stuðla að því að endi verði bundinn á skipt- ingu Þýzkalands, og að leggja niður valdbeitingu eða nótanir um valdbeitingu gegn Þýzka- landi. — Stórhrið Framhald af bls. 28 ferðir á togveiðar og fengið 70 tonn á 12 dögum. — Jakob. Siglufirði, 22. marz — HÉR ER NA hríð og mikil fann- koma og allhvasst. Mikill ófærð er á götum bæjarins. Drangur átti að koma hingað í dag en sneri við inn á Eyjafirði til Ak- ureyrar aftur. — Stefán. Sauðárkróki, 22. marz: — ÓVEÐRIÐ hefir verið svo glóru laust hér í dag að gersamlega hefir verið ófært til og frá bæn- um nú síðari hluta dagsins. Hér stendur yfir sæluvika og átti söngflokkur að koma framan úr Blönduhlíð og skemmta hér í kvöld, en hann gat ekki komið. Hér verður leiksýning í kvöld, en allt er óvíst um framhald sæluvikunnar ef veður helzt svo slæmt. — Jón. - Prins Framhald af bls. 28 söfnuðust um 95 þúsund doll- arar, til hjálpar fátækum og fötluðum börnum í umhverfi Toronto. Þá kom prinsinn til Ottawa og úthlutaði verð- launum úr sjóði þeim, er við hann er kenndur, en þau eru veitt drengjum, sem skara fram úr í íþróttum, frístunda- störfum og útilífi. Prinsinn heldur frá Goose Bay að morgni fimmtudags og kemur við í Syðra-Straumi á Grænlandi og mun fiugvél hans taka þar eldsneyti, en fljúga síðan hingað til íslands. Flugvél hans, sem er úr kon- unglega flughernum, er vænt- anleg hingað á fimmtudags- kvöld kl. 18.30. Héðan heldur prinsinn á föstudagsmorgun til Bretlands. Hann er hér í einkaerindum, en mun sitja miðdegisverðarboð forsætis- ráðherra hér og búa í ráð- herrabústaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.