Alþýðublaðið - 19.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.07.1920, Blaðsíða 2
2 Afgreiðsla felaðsins er í Alþýðuhúsinu við ingólísstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða I Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. £r það mikið því að kenna, að atvinnurekendur vilja ekki greiða mönnum það kaup, er þeir vilja «g þurfa að fá. 8 stunda vinnu- dagur er nú kominn á víðast hvar. Karlmenn hafa nú hér á staðnum (Helleland) 14 kr. á dag fyrir 8 stunda vinnu og konur 10 kr., en það reynist of lítið og mun bráðlega hækka. [Hér í Reykja- vík höfðu karlmenn 13 kr. á dag íyrir xö stunda vinnu og konur 8,50 kr., þegar svo þar við bæt- ist, að dýrtíðin er hér að minsta kosti þriðjungi meiri en í Norcgi — jafnvel helmingi, sbr. sykur- verðið, — þá er síst að undra, þó verkamenn hér eigi erfitt upp- dráttar og krefjist hærri launa.’— Ritstj.]. Eldiviðarskortur er nú í öllu landinu. Kol eru afar dýr og birki- viður ekki síður, og er útlitið því mjög slæmt. Vörubirgðaráðið og bæirnir, vilja ekki taka neinn þátt i eldiviðarsölu þetta árið, og segja sem svo, að hver geti bjálpað sér, sem bezt hann getur. Hafa því myndast félög víðsvegar um landið, sem hafa keypt stórar mómýrar og skera þar mó. Selja þau kubrikmeterinn í mónum flutt- um til bæjanna fyrir 25 kr. Tvyggvi 6rran til Nordurpólsins. Tryggvi Gran sá er fyrstur manna flaug yfir Norðursjóinn til Noregs, hefir nú í hyggju, að fijúga til Norðurpólsins. Tryggvi var löjtenant í enska flughernum i stríðinu mikla. Særðist hann eitt sinn á fæti, er hann var að fljúga yfir herstöðvum Þjóverja. Var skotið á hann. Komst hann þó undan en féll niður innan Iherlínu Frakka. Gat hann sér hinn bezta orðstýr hjá Englendingum sem flugmaður, fyrir vaskleikasakir og dyrfsku. Gera menn sér góðar vonir um, að hann komist til . pólsins, ef hann getur fengið nógu •sterka flugu til fararinnsr, ALÞYÐUBLAÐIÐ €r!enð síraskeyti. Khöfn, 19. júií. Stjórnbyltingin í Bolivín er um garð gengin, og hefir tek- ist, Eolsmkar og Litháar. Símað er frá Kovno, að her Litháa sé líka kominn ti! Vilna. Hafa Bolsivíkar lofað að halda burtu úr bænum og láta Litháum hann eftir. Nýr landfnndur. Símað er frá Kristjaníu, að leið- angur Amundsens hafi fundið nýtt land í námunda við Czar Nikolaj II. land. KínTerjastríðid. Stórorusta stendur nú í námd við Peking. Iid daginn og yeginn. Kanpliækktin, lítilsháttar, hef- ir nú orðið hjá verkamönnum, samkvæmt gildandi samningum við atvinnurekendur. Er lágmarks- kaup nu kr. 1,48. Finst mörgum það kynlegt, að það skyldi ekki verða 2 aurum hærra. lianskur snmargestur. Einn af farþegunum á Botníu var stud. med. N. C. Lunding, sem ætlar að dvelja hér sér til skemtunar í sumar (sem gestur hjá biskupnum dr, Jóni). Hr. Lunding segir, að sér lítist ágætlega á sig hér, bæði land og þjóð, og er hann þó stór- dani, sem þótti miður þegar Dannebrog þurfti að víkja fyrir Blároðanum. Fiskiskipín. Undanfarandi daga hafa komið frá Englandi, Vínland, Leifur h'epni og Skúli íógeti. Ti! Hjalteyrar fóru á laugarSaginn: Egill SkaHagrímsson og Snorri goði, stuada þaðan síláveiðar í sumar. Fjöldi íarþega auk verka- fólks er við skipin winna, fóru á togurunum. Rán íór og norður til Siglufjarðar, Huginn, skonnorta Kveidúlfs, fór til Spáuar i gær, fermdur þurkuðum fiski. Þorleifur H. Bjarna- son kennari tók sér fari á skip’ inu til Spánar. NjSrðnr fer til Englands kvöld. Er það fyrsta ferð hans og hefir hann aflað vel eftir at- vikum. Sterling fór í morgun í hring’ ferð vestur um land. Margt far- þega. Anne Kristine, skonnorta, kons í fyrrinótt með salt til Geo Cop- lands. Gnnnar Benediktsson, settur prestur í Grundarþingurn, fór á Rán í fyrrudag til brauðs síns, á- samt fjölskyidu sinni. Hjónabönd. Síðastliðna vikis voru gefin saman í hjónaband, ung- frú Jóhanna Eiríksdóttir, verzlun- armanns, og Eiríkur Kristófersson stýrimaður á Hauk. Sömuleiðis ungfrú Ingibjörg Gísladóttir (Kristjánssonar trésmiðs,. Vesturg. 57) og Einar Magnús- son stýrimaðar (áður á Munin). Ennfremur ungírú Ástríður Vig- fúsdóttir og Erlendur Hjartarso® skipstjóri. Bókajregn. Fylkir. Um atvinnumáf„ verzlun og réttarfar. Ritstj, °g útgefandi: Fr. B. Am- grímsson, 5. árg., maf 1920. Eins og fyrri daginn hefir Fylk- ir frá mörgu áð segja því, sem til þjóðþrifa horfir. Þreytist Frí- mann aldrei á því, að sýna möan- um fram á það og sanna, að ís- Jand er kostaland, eí vér að eins vildum og nenturn að hagnýta oss þau þægindi, er það hefir að bjóða. Alla tíð hefir rafmagns- málið verið hjartans mál hansB og hefði nú hag Reykjavíkur- bæjar verið betur komið, ef þeir óforsjálu menn, er hér sátu við stýrið fyrir 25 árum, hefðu verið nógu framsýnir til þess, að fara að ráðum hans. En brautryðjand- inn á ætíð erfitt uppdráttar og þeir sem eru á undan samtíð sinni,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.