Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 2
MORGUNBLADID I Föstudagur 1. apríl 1960 , „Ég hugsaði heim ( og bað bænir" ia r :: Spjallað við Vilberg Agústssc-n : SEM KUNNUGT er af fréttum, skeði það atvik sl. ; mánudag, að 17 ára gamall ; piltur Vilberg Ágústssön 2 grófst undir þriggja metra ; lag af grjóti í sílói frá grjót- 2 mulningsvél, og slappp ó- ; meiddur úr þeirri raun. Er Z það einróma álit þeirra sem 3 til sáu og þekkja, að hér hafi ; gerzt kraftaverk. Blaðamaður Mbl. brá sér ; í heimsókn til Vilbergs, þar ; sem hann býr hjá foreldrum * sínum að Hólmgarði 13. 2 — Hvernig varð þér innan- 1 brjósts er ósköpin dundu yf- ; ir? ; .— Mér brá nú dálítið fyrst 2 í stað, en ég hafði alltaf svo- ; litla birtu og fékk því ekki 2 innilokunarkennd. ; — Fannst þér ekki langur 2 tími líða þar til þú heyrðir ; í björgunarmönnum? I — Nei, ekki svo mjög, ég ; vissi allan tíman að þeir voru I svo nálægt mér. Mér brá dá- * lítið þegar þeir byrjuðu að ; grafa frá mér að neðan, en • ég gat kallað til þeirra og ; sagt þeim að stoppa, því að ; annars var hætta á að þau ; tonn sem eftir voru í vél- ; inni hryndu yfir mig, og þá • væri ég líka steindauður. Ég ; fann líka að það hrundi tvisv ! ar aftur, því að það þyngdi ; talsvert á mér, en ég var alltaf viss um að mer yrði bjargað. —Hvað hugsaðir þú þarna undir öllu þessu fargi. Baðstu til Guðs? Ég hugsaði heim og fór með bænir. — Ertu t.|iaður? — Já. — Heldurðu að það hafi veitt þér styrk þann sem gerði þig jafn rólegan og þú varst. Já, tvímælalaust. — Hvenær ætlarðu að byrja aftur að vinna? — Á morgun. Ég vildi byrja strax daginn eftir, mér leiðist að vera svona að- gerðarlaus, en pabbi og mamma vildu ekki leyfa mér það. — Er þér ekkert illa við að fara að vinna aftur á þess um stað þar sem dauðinn var svona nálægur þá? — Nei nei, en ég vil nú helzt ekki byrja að vinna við sílóið alveg strax. Ég fór inn eftir í dag, og mér fannst dálítið skrítið að sjá staðinn þar sem ég lá. 1 þessu kom litla systir Vil- bergs, Þuríður Jóna og sett- ist í fangið á bróðurnum og virtist ósköp feginn að hafa stóra bróður hjá sér heilan á húfi. — Brezku kosningarnar Framhald af bls 1 ftokksins hélt sínu þingsæti í kjördæminu Bexley í Kent, en vann aðeins með 2000 atkvæða meirihluta. í kosningum 1964 vann hann, með 4.589 atkv. meiri hluta. Þrír fyrrverandi ráðherrar íhaldsflokksins höfðu fallið kl. 2 í nótt. þeir Henry Brooke, fyrr- verandi inranríkisráðherra, — Christopher Soames, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra og Julian Amery, flugmálaráðherra. Enoeh Powell, talsmaður flokks- ins í landvarnamálum hélt sínu þinigsæti, en naumlega. • Harold Wilson, forsætisráð- herra vann í Huyton í Liverpool með 20.950 atkv. mun og bætti við sig 1500 atkvæðum. Aðrir ráðherrar stjórnarinnar sem end- urkjörnir höfðu verið kl. 2 í nótt voru Barbara Castle, samgöngu- málaráðherra, Anthony Green- wood, Michael Stewart, utanríkis ráðherra Frank Cousims, tækni- málaráðherra o gDenis Healey, landvarnaráðherra. Forseti Neðri málstofunnar, dr. Horace King var endurkjörinn í Itchen í Sout hampton, þar sem hann bauð sig fram utan flokka, samkvæmt brezkri erfðavenju. • Þegar kjörstaðir voru opnað- ir í morgun kilukkan sjö að stað- artíma var veður allgott um allt Bretland Víðast var þó skýjað en er á leið daginn birti upp sunnan til í landinu en dimmdi því meir sem norðar dró. Og á Orkneyjum þar sem Jo Grim- mond, leiðtogi Frjálslyndra, greiddi atkvæði var veður hið versta, hvassviðri og snjókoma. Fjöldi verkamanna lagði leið sína árla á kjörstaði áður en þeir færu til vinnu, en kjörsókn var þó heldur dræm fram undir há- degið. Á kjörskrá voru 35.908.335 Listmálararnir Steinþór Sigur ðsson og Kritján Davíðsson í nýja sýningarsalnum á efri hæð- inni í Unuhúsi. í baksýn sést eitt af listaverkum Kristjáns. Nýstárleg mynda- og bóksala í Unuhúsi Steinþór og Kristján opna þar sýningu HELGAFELXi hefur komið upp mynda- og bóksölu í nýjum húsakynnum í Unuhúsi við Veg- húsastíg. Þar í bakhúsinu hafa verið innréttaðir tveir stórir sýningarsalir og hefur Kagnar Jónsson, forstjóri boðið tveim- ur listamönnum að koma þar fyrst upp sýningum sínum, en það eru þeir Kristján Davíðs- son, sem sýnir í efri salnum, og Steinþór Sigurðsson, sem sýn- ir í neðri salnum. Þarna verður einnig bóksala, allar útgáfubæk- ur Helgafells, þær nýju í neðri salnum og gamlar í efri shalnum. Verður húsið opið á búðartím- um alla virka daga og til kl. 22 á kvöldin á laugardögum og sunnudögum, þegar sýningar eru þarna. Verður opnað í dag kl. 10, fyrir almenning, og er engum boðið sérstaklega. Ragnar sýndi blaðamönnum þessi nýju húsakynni, sem eru mjög vistleg, gott veggrými fyrir listaverk og aðgengilegir bóka- kassar fyrir bækur. Mun hann sjálfur hafa innréttað þetta að mestu, en tók til við það í janú- ar, þegar Sápugerðin Frigg flutti úr húsinu. Kristján Davíðsson á þarna 27 myndir í efri salnum. Eru það aðallega gamlar myndir, sú elzta frá 1943, ein frá 1965. En Kristján opnar sýningu í Boga- salnum 30. apríl og sýnir þar nýjar myndir. 1 kynningarriti, sem útbúið hefur verið fyrir þessa sýningu, skrifar Kristján Karlsson ritgerð um Kristján Davíðsson og verk hans og rekur hann málaraferil listamannsins frá því hann hóf nám í myndlist- arskóla og fór vestur um haf til náms 1945. Þar er -einnig gerð grein fyrir hinum fjöln lirgu sýn ingum, sem Kristján hefur efnt til á ferli sínum, bæði á íslandi og erlendis. Steinþór Sigurðsson sýnir 17 myndir í neðri sýningarsalnum í Unuhúsi. Eru þær flestar ný- legar, þær elztu fjögurra ára gamlar. í kyningarriti um Stein- þór ritar Thor Vilhjálmsson um listamanninn, sem er upprunn- inn á Snæfellsnesi. Hann hóf myndl istarnám í Handíðaskól- anum 1949 og var í listaháskól- anum í Stokkhólmi 1950-1955 og eftir það tvö ár á Spáni. Stein- þór hefur sýnt verk sín í Reykja- vík, Stokkhólmi og Spáni og tekið þátt í fjölda samsýninga, heima og erlendis. Síðasta sjálf stæða sýningin hans í Reykja- vík var 1953, en 1964 bauð Kol- oristerne í Kaupmannaihöfn hon- um að sýna þar. Myndir beggja listamannanna verða, eins og myndir þær sem framvegis verða sýndar í þess- um sýningarsölum, allar til sölu, verða þær seldar með afborgun- arfyrirkomulagi, þannig að fjórð ungur greiðist við kaupin og eftirstöðvaunar á næstu 12 mán- uðum. kjósendur og frambjóðendur 1707 í 630 kjördæmum. Síðustu skoðanakannanir, sem birtar voru í gærkveldi, bentu til þess, að Verkamannaflokkur- inn mundi vinna stórsigúr í þess um kosningum, fá allt upp í 175 þingsæta meirihluta, sem yrði mun glæsilegra en árið 1945, er fiokkurinn fékk 146 þingsæta meirihluta. Framibjófimdur flokksins voru því sigurvissir mjög, er þeir tóku á sig náðir í nótt. Þrjár helztu skoðanakannanir í gær voru á þessa leið: • Gallup-könnunin sagði: Verkamannaflokkurinn fær 51%, íhaldsflokkurinn 40%, Frjálslyndi flokikurinn 8% og aðrir 1%. • Könnun dagblaðsins Daily Express sagði: Verkamanna- flokkurinn fær 54.6%, íihalds flokkurinn 37.7% og Frjáls- lyndir 7.7%. • Þjóðarkönnunin sagði: Verka mannaflokkurinn fær 50.6%, íhaldsflokkurinn 41.6% og Frjálslyndir 7.4%. • KOSNINGASPÁR OG VEÐURSPÁR Meðal hinna fyrstu, sem komu á kjörstað í Soho í London í morgun, var Edward Heath. Kom hann gangandi frá heimili sínu og var hinn hýrasti og hressileg- asti að sjá. Minnti hann kjósend- ur á, að ekki væri alltaf mark takandi á veðurspám veðurfræð inga, þótt vísir væru, — og eins væri um kosningaspár, þær gætu engu að síður brugðist. Harold Wilson leiðtogi Verka- mannaflokksins og kona hans heimsóttu kjörstaði í kjördæmi hans, Huyton í Iiiverpool og var þeim hvarvetna vel fagnað. Hann hafði áður sent atkvæða- seðil sinn til Hfendon í London, þar sem hann átti að greiða atkv. í kvöld ætlaði Wilson að fylgjast með talningunni í sjónvarpi í Liverpool en halda til London snemma í fyrramálið. Þess má geta, að meðal andstæðinga hans í Liverpool var dægurlagasöngv- arinn Lord Sutdh, sem taldi sig talsmann táninga Bretlands. /ílaut söngvarinn 585 atkvæði Sem fyrr segir var kjörsókn dræm fyrst í stað, I London og Suður-Englandi var hún mest, en minnst I iðnaðarhéruðunum í Mið-Englandi, í Skotlandi og Wales. Það vakti nokikra athygli, að í Birmingham og nágrenni, þar sem mikill fjöldi innflytj- enda frá samveldislöndunum er búsettur, voru þeir fáséðir við kjörstað. Samtök innflytjenda höfðu hvatt þá til þess að sitja heima í mótmælaskyni við stefnu beggja stóru flokkanna í inn- flytjendamálunum. í Norður-írlandi höfðu trúar- brögð töluverð áhrif á kosning- arnar. Haft var eftir talsmanni Verkamannaflokksins, Gerald Fitt, að allmargir kjósendur flokksins hefðu fengið þær upp- lýsingar, er þeir komu á kjör- staði, að þeir væru búnir að kjósa.. Höfðu þá aðrir kosið í þeirra stað og enginn möguleiki var að fá þetta leiðrétt. Sagði Fitt, að sérstaklega ‘hefði borið á þessu, þar sem kaþólskir eða lúterskir væru sterkastir. UNNU EXETER 1 FYRSTA SINN Kjörstöðum var lokað klukkan I níu í kvöld að staðartíma. Var þá talning þegar hafin og bárust fyrstu úrslit frá Cheltenham. íhaldsflokkurinn hélt kjördæm- inu en missti þó 2,8% atkvæða til Verkamannaflokksins. Næst bárust úrslit frá Wolverhamip- ton, sem Verkamannaflokkurinn hafði — og hélt með 6% atkvæða aukningu. Þegar úrslit voru kunn úr sex kjördæmum var atkvæðaaukning Verkamannaflokksins orðin 4,2% og var honum þá, að sögn AP fréttastofunnar spáð 120—157 þingsæta meirihluta. Fyrsta nýja kjördæmið, sem flokkurinn vann að þessu sinni var Exeter í Vestur Englandi og var það í fyrsta sinn í sögunni sem flokkurinn sigraði þar. At- kvæðaaukningin var 5,5% og kjördæmið vannst með 3.576 at- kvæða meirilhluta. Einnig vakti mikla athygli er flokkurinn vann bæði Oxford og Cambridge, sem verið hafa með öruggustu kjör- dæmum íhaldsflokksins. Vélhjóli stoli^ að húsbaki í FYRRINÓTT var stolið vél- hjólinu R-895 (skellinöðru' if gerðinni Tempo, árgerð 1962. Hjólið er svart og hvítt að lit. Vélhjólið stóð á bak við húsið nr. 16 við Þorfinnsgötu. Þeu, sem kynnu að geta gefið lög- reglunni upplýsingar um þjófn- aðinn, eru beðnir að hafa sam- band við hana sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.