Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 3
í'östudagUT ?. ítpríl 1968 MORCUNBLAÐIÐ 3 REUBEN MONSON, fulltrúi í Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna, hélt heimleiðis í gær ásamt fjölskyldu sinni með flugvél frá Pan Ameri- can. Monson hefur verið á ís- landi nálægt 3y2 ári og hefur aflað sér margra vina enda vinsæll ekki sízt af blaða- mönnum. Monson var í Noregi áður en hann kom hingað í 4% ár og kvæntist þar norskri konu sinni, Inger Marie. Þau eiga tvö börn, tvíbura, 2V2 árs gamla, sem hér voru fæddir. Áður en Monson fór til Monson með fjölskyldu sinni úti fyrir dyrum Hótel Sögu Fer héðan til S-Vietnam Monson, blaðafulltrúi Bandaríkjanna, kveður Island Noregs á vegum bandarísku upplýsingaþjónustunnar, var hann blaðamaður í St. Paul, Minnesota og starfaði þar m. a. með Valdimar Björns- syni við „St. Paul Pioneer Press“. Næsta ár verður Monson í Bandaríkjunum en síðan er ráðgert að hann fari til S-Vietnam. „Þegar tvíburarnir eru orðn ir nógu gamlir til að vita, í gær. — Ljósm.: Ol. K. M. hvar þeir eru fæddir, ætlum við að koma hingað aftur að sýna þeim fæðingarland þeirra“ sagði Monson í stuttu samtali skömmu áður en hann fór af landi brott í gær. Hann bað Mbl. fyrir beztu kveðjur til vina og kunningja hér á landi. Kort Sigurðar skólameistara Stefánssonar í Skálholti, frá 1590 — Nýtt miðaldakorl Framhald af bls. 1. Hið nýja kort er gert á perga- ment, nokkuð stórt ummáls og xnjög vel varðveitt. Það fannst fyrir nokkru í áður ókönnuðum skjalabunka í kjaillara ríkis- skjalasafnsins í Kaupmannahöfn. Danskir vísindamenn segja að bér sé um hinn merkasta korta- fund að ræða og skemmtileg til- viljun að ihið nýfundna kort skuli koma svona í kjölfar Vín- landskortsins. Skjalaverðir ríkisskjalasafns- ins hafa farið dult með fund þennan, en sögðu þó í samtaili við fréttaritara Mlbl. í gær, að kortið yrði athugað gaumgæfilega hið bráðasta en voru ekki fáanlegir til að láta neitt uppi um hverjar getgátur gerðar hefðu verið um uppruna kortsins umfram það sem áður segir, að líklegt væri að kortið væri gert á fyrri h'luta sextándu aldar og þá sennilega á þriðja eða fjórða tug aldarinn- ar og að margt benti til þess að það hefði verið gert á íslandi. Mtol. tókst að fá símsenda mynd af korti þessu og birtist hún bér með fréttinni. Sýnir bún vel að kortið hefur orðið fyrir litlu hnjaski oger sízt ólæsílegra en Vín'landskortið eða kort Sig- urðar Stefánssonar. Lýsing kortsins Kort það er nú hefur komið í leitirnar, er 38x41% cm. að stærð, gert á-pergament o.g er mjög vel varðveitt. Þetta er kort af Norðurálfu og má á því greina Víniland vestan- hafs (sem er meginland á kort- inu en ekki eyja eins og á Víi» landskortinu fræga), Grænland og ísland, Færeyjar og Hjalt- landseyjar, Orkneyjar, írland og Brebland og Noreg austast en Bjarmaland þar norðuraf og tengt mi'klu meginlandi er teyg- ir sig í vesturátt í átt tiil Græn Jands. Korti þessu virðist svipa mjög til korts þess er gerði Sigurður skólameistari Stefánsson um 1590 og nær yfir sem næst sama svæði, en er því þó frábrugðið í ýmsu og ber um sumt saman við Vínlandskortið umdeilda, s.s. um Grænlandstei'kninguna, sem er mjög áþekk. Landöxull- inn hefur þar rétta legu eins og á Vínlandskortinu og rétt er far ið með helztu sérkenni í útlínum landsins, eystri strandlengjan bogadregin með áberandi skoru eða rauf inn í hana miðja og hallar í suðvestur í átt til syðsta oddans og á þeirri vestari hvasst horn þar sem hún breytir stefnu frá S—N til SE—NE. Þó er Grœnlandsteikningin á þessu korti ónákvæmari að því er virð- ist í fljótu bragði en teikningin á Vinlandsikortinu. ísland er nokkuð nærri lagi á kortinu og nær en á Vínlands- kortinu og sama er að segja um vesturströnd Noregs. Um Færeyj ar, Hjaltlandseyjar og Orkneyjar skakkar ekki ýkjamiklu varð- andi staðsetningu, þótt útlínur séu handahófslega dregnar að því er virðist. írlandi svipar meir til Vínlandskortsins, er vogskorn ara en á korti skólameistara, og sama er að segja um Bretiland, einkum að norðan (Skotland) en suðvestan ganga út úr því tveir skagar eins og á Vínlandskortinu en þó minni. Vesturströnd Noregs er áþekk- ari korti skólameistara en þó ná- kvæmari og syðst sézt glitta í Danmörku en sund á milli. Norð ur af Noregi liggur Bjarmaland og mikið land upp af því og í vesturátt og teygir sig í átt til norðausturstrandar Grænlands. Vímland er meginland á kort- inu eins og fyrr segir og er þrí- skipt og heitir Helluland nyrzt en þá Markland og Vínland syðst. Töluverður svipur er með korti þessu og Vínlandskortinu að því er varðar firði þá er sker ast inn í landið að austanverðu og það er miklu nær Grænlandi og sundið er á mil'li skilur ekki ýkja breitt. Er sunnar dregur og suður fyrir Vínland má greina suðvesturhalla á ströndinni og þar sund eitt eða fjörð en sér í land sunnan þess. Eins og áður sagði er kort þetta nýkomið í leitirnar og rannsókn þess' skammt á veg komið. Það er hald vísinda- manna sem um það 'hafa fjallað að það muni gert á fyrri híuta sextándu aldar og þó að iíkind- um fyrir 1530. Getgátur eru uppi um að kort þetta kunni að vera íslenzkt að uppruna og jafnvel að hér sé komið frumkort að korti Sigurðar skólameistara, sem talið var byggt á fornum heimildum („ex antiquitatibus islandicis"). Með forvitnilegri atriðum á korti þessu er eyjan Brasil, sem sett er niður nokkuð austur í haf út frá sundi því er sker megin- landið vestanhafs suður af Vín- landi. Sé kortið íslenzkt eins og vísindamönnum býður helzt í grun, er vandséð hvaðan eyju þessa ber að, nema ef rekja mætti til Bristolmanna, sem stunduðu 'fiskveiðar og kaupskap hér við land fram eftir fimm- tándu öld. Bristolmenn höfðu mikinn hug á landaleit í vestur- átt og fóru margar könnunar- ferðir yfir hafið um og eftir 1480 og er haft fyrir satt að nokkru fyrir 1494 hafi þeir fund- ið meginland eitt vestanhafs er þeir nefndu Brasil. Flest landa- og staðaheiti á kortinu eru rituð á latínu að hætti lærðra manna fyrr á öld- um en þó bregður fyrir norræn- um nafngiftum, einkum norðan NORÐAN hríðarveður með 5 til 10 st. frosti var norðan lands í gær, og á Hveravöll- um var fárviðri, blindbylur og og vestan á því. Við Grænland stendur: „Terra viridis quod dix it Gronlandia“, sem þýðir „Hið græna land, sem kallað er Græn land.“ Meira veit Mbl. ekki um kort þetta að svo stöddu og verður frekari fróðleikur því að bíða unz fyrir liggja niðurstöður vís- indamanna þeirra er fengið hafa kortið í hendur til rannsóknar. 13 st. frost í gærmorgun, en lægði síðar. í Reykjavík var 11 st. frost í fyrrinótt, en 17 st. í Síðumúla. STAKSTHNAR Niðurrifsstefna BLAÐIÐ Suðurland birti rit- stjórnargrein hinn 26. marz sL og segir þar m.a.: „Það hefur víða komið fram, að kjósendur Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalagsins eru mjög óánægðir með þá niður- rifsstefnu, sem stjórnarandstað- an vinnur eftir. Frá stjórnarnnd- stöðunni örlar ekki á neinu jákvæðu, sem gagn mætti vera að. Allt tal og skrif stjórnarand- stæðinga einkennist af yfirboð- um og ábyrgðarleysi. Þótt ótrú- legt sé gengur Framsóknarflokk- urinn mun iengra en kommún- istar í lýðræðisskrumi og hræsni. Það vita flestir, sem fylgzt hafa með stjórnmálum, að Framsókn- arflokkurinn hefur tileinkað sér tvær stefnur. Önnur stefnan, sem flokkurinn notar, þegar hann er í ríkisstjórn er mörkuð þröng- sýni og afturhaldssemi. Sú stefna boðar höft, skömmtun, minni framkvæmdir og kyrrstöðu. Samkvæmt því berst flokkurinn ekki aðeins gegn kauphækkun- ■um almenningi til handa, heidur jafnvel lækkun kaupgjalds. Allir stjórnmálaflokkar háfa reynt samstarf við Framsóknar- flokkinn. allir hafa þeir gefizt upp á því samstarfi og verið þeirri stundu fegnastir þegar því hefur verið lokið.“ Viðvörunarmerki Síðan segir: „Þegar Framsóknarflokkurinn hefur haft stjórnarforustu sýnir reynslan, að ráðleysið og þröng- sýnin hefur leitt til uppgjafar áður en kjörtímabilinu var lok- ið, og stundum áður en það var hálfnað. Síðast veittu Fram- sóknarmenn ríkisstjórn forustu á árunum 1956-1958. Munu flest- ir muna viðskilnaðinn, þegar þá- verandi forsætisráðherra, Her- mann Jónasson, lýsti uppgjöf- inni á Alþingi 4. desember 1958. Orð fyrrverandi formanns Fram sóknarmannsins eru geymd og greipt inn í þjóðarvitundina. Þau eru viðvörunarmerki í ís- lenzkum stjórnmálum og leið- beining fyrir kjósendur að ljá Framsóknarflokknum ekki fylgi um langa framtíð. Þegar Fram- sóknarflokkurinn er í stjórnar- andstöðu tekur hann upp aðra stefnu, sem er ekkert betri en sú sem hann notar, þegar hann hefur valdastöðu. í stjómarand- stöðu þykist flokkurinn vilja vinna gegn dýrtíð og hækkunum verðlags. En í reyndinni gengur hann feti lengra en kommúnist- ar í kröfugerð um framkvæmdir, aukin útlán og hækkað kaup til launþega. Á síðastliðnu hausti, þegar bændur sættu sig vel við afurðaverðið, reyndu þingmenn Framsóknarflokksins að kynda undir óánægju vegna þess, að verðlagið væri ekki nógu hátt. Þessi tvennskonar stefna, sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið eftir í áraraðir hefur orðið til þess, að enginn hugsandi mað- ur treystir honum. Kreppustjórn Framsóknar Og að lokum segir Suðúrland: „Launþegar vita hvað að þeim snýr frá Framsókn, ef þeir kæm- ust í ríkisstjórn. Útgerðarmenn og sjómenn hafa einnig bitra reynslu af stjórnarfari þess flokks. Bændur muna einnig krepputíma Framsóknarvaldsins. Kaupsýslumenn muna skömmtun ina og höftin, sem bitnuðu á öll- um almenningi..... Þótt núverandi rikisstjórn hafi ekki leyst allan vanda, dylst engum, að hún hefur unnið björg unarstarf og komið þjóðinni ' úr því efnahagsöngþveiti, sem hinir svokölluðu vinstri flokkar höfðu komið henni í undir stjórnarfor- ustu Framsóknar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.