Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBIAÐIÐ F5studagur 1. aprfl 1988 Er ekki allt með felldu um Vínlaradskortið? ELLEFTA dag októbermán- aðar í fyrra, daginn áður en haldinn yrði hátíðlegur dag- ur Kólumbusar í Bandaríkj- unum og minnzt Ameríku- fundar hans, kom út á veg- um Yale-háskóla, samtímis í Bandaríkjunum og Bret- landi, bók ein stór í sniðum og glæsileg er bar heitið „The Vinland Map and the Tartar Relation“. Bók þessari var af ýmsum fagnað sem „merkasta korta fundi aldarinnar11, enda tal- ið að kort það af landafund- um norrænna manna vestan hafs sem hún hafði að geyma færði loks á það sönnur að Kólumbus hefði ekki orðið til þess fyrstur manna að finna Ameríku. Sumir urðu þó til þess að bera á það brigður að allt væri með felldu um Vín- Prófessor Eva Taylor, er telur Vinlandskortið vera snjalla föls un, gerða á 20. öld. landskort það er bókin er eftir heitin og fjallar um (auk Tartarafrásagnarinnar er kortinu fylgdi) og eink- um var hatröm andstaða margra ákafra Kólumbusar- sinna af rómönskum upp- runa, bæði í heimalöndum þeirra og þó ekki síður með- al rómanskra innflytjenda í Bandaríkjunum. Vísindamenn létu ekki mikið á sér bera í þessum fyrstu deilum og blaðaskrif- um, sem urðu vegna Vín- landsbókarinnar, þeir voru önnum kafnir við að kynna sér efni hennar, sem farið hafði verið mjög leynt með þau sjö ár sem fram fóru rannsóknir heimilda, upp- lýsingasöfnun og annar und f 't *£ j irbúningur að útgáfu bókar- innar. En nú eftir áramótin eru farin að heyrast hljóð úr horni þar sem vísindamenn- irnir eru og einkum frá Bretlandi. — Brezka blaðið „The Sunday Times“ segir nokkuð frá þessu í grein, sem þar birtist snemma í marzmánuði og verður hér á eftir rakið lauslega það sem þar segir: Fyrstir fræðimanna til að láta í ljósi efasemdir sínar varð andi Vínlandskortið voru brezk ir kortasérfræðingar og reið þar á vaðið G. R. Crone, safn- vörður og umsjónarmaður korta við Royal Geographical Society í Bretlandi. Þótti hon- um það með ólíkindum að trl- vera þessa korts hefði getað farið fram hjá öllum kortasér- fræðingum allt fram til ársins 1957. „Með fullri virðingu fyr- ir þeim, sem lagt hafa vinnu í að rannsaka þetta kort“, sagði Crone, „tel ég að þeir hafi met- ið kortið framar verðleikum". Crone hélt því fast fram að kortið hlyti að vera gert eftir daga Kólumbusar. Nokkrar blaðadeilur spunn- ust af grein þessari, er birtist í tímaritinu „Encounter" í febrú- ar sl., og varð R. A. Skelton, forstöðumaður kortadeildar British Museum, einn fræði- mannanna sem unnu að rann- sóknum á Vínlandskortinu og útgáfu bókarinnar um það, fyrstur til að svara Crone og var ekki blíður á manninn. „Þar sem við höfum án efa all- ir áhuga á að komast að hinu rétta í málinu", sagði Skelton, „vona ég að hann (Crone) leggi niður þann hátt að munn- höggvast og tileinki sér fram- vegis þann heiðarleik og þá góðu dómgreind sem hann er annars kunnur að, en örlar ekki á í þessari fyrstu grein hans um Vínlandskortið“. Ekki urðu skrif Skeltons til þess að lækka blóðþrýsting hörundssárra fræðimannanna og Crone varð skjótur til svars: „Það getur ekki talizt fræði- mannlega að farið“, sagði hann í umkvörtunartón, „að væna mann um skort á heilbrigðri dómgreind án þess að færa nokkrar sönnur á mál sitt. Eg hef andstyggð á persónulegum skætingi þegar rætt er um viðfangsefni á borð við Vín- landskortið". Rétt er að geta þess, að gagn- rýni Crones er eingöngu korta- fræðilegs eðlis. Aðrir fræði- menn hafa aftur á móti lýst yfir efasemdum í sambandi við rithöndina á kortinu og bera brigður á þá kenningu Yale- manna að sama rithöndin sé á Tartarafrásögninni og á kort- inu, en það er ein meginundir- staða ályktana þeirra um upp- runa körtsins. Skelton hélt fyrirlestur um Vínlandsbókina á lokuðum fundi „Society of Anfiquaries“ 24. februar sl. og stýrði þeim fundi helzti fornletursérfræð- ingur Breta, prófessor Francis Wormald frá Lundúnaháskóla. Ekki hefur verið skýrt frá því opinberlega hvað fram fór á fundi þessum, en þar munu kenningar Skeltons um rithönd ina á kortinu og Tartarafrá- sögninni hafa sætt harðri gagn- rýni. Var m.a. bent á breyti- lega stærð stafa og mismun- andi bil milli orða og dregið mjög í efa að sama rithöndin væri á hvorutveggja, kortinu og frásögninni, þótt ekki væru bornar á það brigður að sam- tímaverk væru. Það mun hafa orðið að ráði á fundi þessum að rétt væri að bíða niðurstaða efnarannsókna á pappír og bleki áður en samþykktar yrðu kenningar Skeltons og þeirra félaga er að rannsóknunum unnu. ER KORTIÐ FALSAÐ? Harðasta gagnrýni sem fram hefur komið í máli þessu eru þau ummæli prófessors Evu Taylor, sem talin er einn helzti miðaldakortasérfræðingur heims, að kortið sé falsað, verk nútímamanns. Prófessor Taylor er kona komin töluvert til ára sinna og farin að heilsu. Hún sá endurprentun af Vínlands- kortinu fyrir rúmum fjórum ár um, er Skelton vann að rann- sóknum á því og fór ekki dult með það álit sitt að kortið gæti ekki verið frá 15. öld, eins og Skelton og þeir félagar héldu. Tók prófessor Taylor sig til og ritaði ýtarlega grein um hið „falsaða" kort og lagði svo fyr- ir að hún skyldi birt er Vin- landábókin væri komin á mark- aðinn. Um áramótin sl. veikt- ist prófessorinn — áður en lok ið var frágangi greinarínnar og undirbúningi undir prentun hennar — og liggur nú i sjúkra húsi. Hún afhenti þó áður sam- starfsmanni sínum, Michael Richey, starfsmanni „Institute of Navigation“, (Siglingastofn- unarinnar brezku) öll gögn sem hún hafði unnið að áður en hún veiktist og birtist útdráttur úr grein prófessorsins í vísinda riti stofnunarinnar (sem kemur út ársfjórðungslega) síðasja hefti, en sjálf greinin, svo og myndir allar sem henni eiga að fylgja, bíða enn prentunar og bata prófessorsins. Eins og áður sagði, telur pró- fessor Taylor að kortið geti ekki verið gert á 15. öld og þyk ir sennilegast að það sé verk 20. aldar manns, er hafi haft fyrir sér ýmis kort forn og ný. Bendir hún á hugsanlegar heim ildir í „Elements of Map Projec tion“ (sem gefin er út í Banda- ríkjunum), „Imago Mundi“, fræðilegt tímarit sem einkum fjallar um forn kort, Diercher’s Schul-Atlas (nútíma landa- kort), Ijósprentun af heims- korti Maggiolos frá 1511 auk annars, sem „falsspámannin- um“ hefði ekki reynzt mjög erfitt að komast yfir. Gagnrýni Evu Taylor á Vín- landskortinu byggist fyrst og J 4 * í --X 'l ■■■ ■'■:’’■ k- ^ • •; & ■ Norður-Atlantshafið á Vinlands kortinu með hinni furðu-nakvæ mu Grænlandsteikningu og ey- landinu Vínlandi vestast. fremst á staðsetningu landanna svo og á lögun Grænlands. — Segir hún, að sé Grænland Vín- landskortsins borið saman við 20. aldar uppdrátt í sama hlut- falli verði þar ekki greint á milli við fyrstu sýn. Ennfrem- ur segir hún að sé Vínlands- kortið ófalsað, sé það fyrst korta fyrir 19. öld er sýni allt landið. „Þær heimildir sem við höfum yfir að ráða nú“, segir prófess- orinn, „benda til þess að norð- urhluti Grænlands hafi ekki verið kannaður fyrr en á 19. öld. Ef Vínlandskortið er ó- falsað, gefur það aftur á móti í skyn að norrænir víkingar hafi siglt hringinn í kringum Grænland á opnum skipum sín- um, svo nærri Norðurheim- skautinu að ekki muni nema 6 gráðum. Nýjustu rannsóknir á norrænum heimildum", segir Taylor, „gefa aftur á móti til kynna að víkingarnir hafi ekki komizt lengra norður en að 76° norðlægrar breiddar". Þá bendir hún einnig á ranga staðsetningu eyjarinnar Krít ■suður í Miðjarðarhafi, gallaða teikningu Eyjahafs og Marmara hafið, sem vanti með öllu, og segir það gjörsamlega óskiljan- legt að þetta gæti átt sér stað á fimmtándu aldar korti, því til hafi verið þá mjög nákvæm kort af Miðjarðarhafinu austan verðu og löndum þar. „Eins og við má búast“, segir prófessor Taylor, „kemur falsari einatt upp um sig með því að hann er ekki nógu fróður um það er hann falsar“. Meðan prófessorinn liggur í sjúkrahúsinu og bíður bata síns er haldið áfram að deila um Vínlandskortið í ræðu og • riti. Skelton hefur t.d. ritað grein sem birtast mun í næsta hefti tímarits Siglingastofnunarinn- ar, þar sem hann fjallar um staðhæfingar Evu Taylor og segir þar m.a .að víst sé lögun Grænlands á Vínlandskortinu mjög íhugunarverð, en gagn- rýnir annars mjög skoðanir pró fessorsins og kenningar.Um sum atriðin er það að segja að þar virðist ráða mjög persónulegt mat vísindamannanna, því t.d. um Eyjahafið er það skoðun Evu Taylor að það sé mjög ó- nákvæmt að allri gerð en Skelt on heldur því fram að svo sé alls ekki. Dr. Thomas E. Marston, vís- indamaður sá er vann að rann- sóknunum vestanhafs á vegum Yale-háskóla, kveðst hafa heyrt ávæning af gagnrýni Evu Tayl- or, þó hann hafi að vísu ekki séð grein hennar í heild, en segir að hún breyti engu um skoðanir sínar á kortinu og vissu sína um að það sé ófalsað. Marston styður skoðanir sín- ar nokkuð öðrum rökum en Skelton og segir m.a. að korta- fræðilegur ágreiningur og óná- kvæmni í teikningu skipti ekki meginmáli, þar sem Vínlands- kortið sé aðeins afrit, gert árið 1440 eða þar um bil, af öðru korti enn eldra. Hann telur mjög litlar likur á að hægt verði að rekja uppruna Vín- landskortsins lengra aftur í tímann og segir það m.a. hafa verið ástæðuna fyrir því að kortið var birt í fullri stærð að menn hefðu vonað að fræði- menn eða fornbóksalar austan hafs bæru á það kennsl og gætu veitt upplýsingar um fyrri feril þess, því „mér skilst“, segir Marston, „að sá er við fengum kortið frá, hafi með öllu gleymt hvaðan honum kom það í fyrstu“. Mjög hefur verið rætt um það í Englandi að láta fram fara efnarannsóknir á kortinu sjálfu og blekinu sem notað er, til þess að freista að ákvarða aldur þess. Skelton ræðir þetta í grein þeirri sem áður sagði frá að birtast myndi í næsta hefti vísindarits Siglingastofn- unarinnar, og segir að niður- stöður slíkra efnarannsókna myndu taka af allan vafa um gildi kortsins og aldur ef þær yrðu gerðar án þess að skadda kortið. Marston segir aftur á móti að efnarannsóknir myndu ekki svara kostnaði, skemmdir á Samanburðarmyndir af íslandi, írlandi, Hjaltlandseyjum og Færeyjum á þremur kortum, fyrst á nútíma landakorti, síð- an á Vínlandskortinu og loks á eftirmynd af korti Mercators frá 1569, sem tekið er úr „Im- ago Mundi“. Prófessor Taylor segir nákvæmlega sömu skekkj una á horninu BAC á Vínlands- kortinu og korti Mercators og stærðin sé hin sama og á eftir- prentun „Imago Mundi“. Einnig sé það likt með kortunum að þar séu ekki dregnar útlínur Hjaltlandseyja og Færeyja, heldur útlinur landgrunnsins er eyjarnar standi á. Þá segir hún og að ekki gæti hjá því farið að vitnast hefði ef Merca- tor hefði notað Vínlandskortið við uppdrátt sinn og gefur í skyn að „falsari" Vínlandskorts ins hafi m.a. stuðzt við þessa eftirprentun á korti Mercators. kortinu yrðu það miklar að ekki réttlætti þær auknu upp- lýsingar sem fást myndu fyrir bragðið, en að sjálfsögðu yrði að taka sýnishorn af bleki a.m. k. af fleiri en einum stað á kortinu ef að gagni ætti að koma og slíkt væri ekki hægt án þess að skadda það veru- lega. Einn maður hefur lagt hér orð í belg auk sérfræðinganna er um getur í grein „The Sun- day Times“ og er sá Sir James Marshall Cornwall, fyrrum for- maður „Royal Geographical Society", sem lét þau orð falla í marzbyrjun að víst væri hann enginn sérfræðingur í fornum kortum en sér þætti mjög um- deilanleg kenningin um að Vín- landskortið byggðist á fornu korti norrænu. Kvaðst Sir James ætla að hið rétta í mál- inu myndi fara bil kenning- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.