Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur f. apríl 1966 M0RGl*U8LAÐIÐ 17 BIRGIR CUDCEIRSSON SKRIFAR UM HLJOMPLOTUR „Die Form muss klar sein, diirr, trocken, ohne allen íjberschwang. Aber das Feuer, der feurige Kern, der muss bleiben und muss diese Form durohleucht- en". (Wilhelm Furtwángler) -#¦: BINS og mörgum mun í fersku minni, hóf His Masters Voice útgáfu á nýjum hljóm- plötuflokki síðastliðið haust, sem ber heitið „Evryman Qpera Series". I>ar riðu beir á vaðið með því að senda frá sér eina dýrmætustu eign, sem E.M.I.-samsteypan ræður yfir. Óperu Wagners „Tristan og Isold" stjórnað af Wilhelm Furtwangler. Nýlega tilkynnti His Mast- ers Voice, að næsta óperuút- gáfa í þessum flokki verði önnur ópera eftir Wagner, „Valkyrjan", sömuleiðis undir stjórn Furtwanglers. Þessi hljóðritun á „Valkyrj- unni" er hin síðasta, sem Furtwangler gerði, en hún fór fram í októbermánuði árið 1954 í Musikvereinsaal í Wien. Furtwangler lézt um það bil mánuði síðar 'þann 30. nóvember 1954 í Baden-Bad- en, og var jarðsettur í Heidel- berg. -x Þar sem margar fyrir spurn- ir hafa borizt varðandi endur- útgáfu H.M.V. á „Tristan og Isold" og þá fyrst og fremst hvort um venjlega endurbót á tóngæðum sé að ræða, er rétt að geta þess, að það er endurbót, sem nánast nálgast kraftaverk Þó að ekki sé um stereo-hljóðritun að ræða, gleymist sá annmarki fljótt og það þótt notuð séu full- komnustu tóntæki við hiust- un, sem miskunarlaust af- hjúpa alla galla í hljóðritun- um. Þess vegna var talsvert raujialegt að heyra „Ríkisút- varpið" notast við slitna þrettán ára „pressu' af þess- ari hljómplötuútgáfu (hún kom fyrst út 1953), þegar flutt var um daginn í sunnu- dagsmorguntónleikum for- leikur fyrsta þáttar og „Ástar- dauði" ísoldar. Eins og kunn- ug_t er, 'þá er þetta upphaf og endir óperunnar og algengt að flytja á tónleikum af hljómsveit eingöngu. Kirsten Flagstad sösg að sjálfsögðu „Ástardauðann" þar eð þetta var „tengt saman" úr heildar- útgáfunni, og var það þar að auki fremur illa gert, að því er bezt varð greint. Það er ekki úr vegi að geta þess um leið, að fyrir síðustu heimsstyrjöld, gerði Furt- wangler hljóðritun með Phil- harmóníuhljómsveit Berlínar á forleiknum og „Ástardauð- anum" í konsertbúningi og skipar sú hljóðritun enn í dag sérstakan sess í „grammófón- littertatúrnum". Það hefur verið yfirlýst takmark og tilgangur sumra hljómsveitar- stjóra, er þeir hafa gert hljóð- ritanir á „Vorspiel und Liebestod" Wagners að ná sömu hæðum og Furtwángler náði á sinum tíma. En' allir hafa viðurkennt; að það hafi hvergi tekizt. Eitt sinn sagði hinn frægi bandaríski gagn- rýnandi, Irving Kolodin, að einasta vonin, að slíkt mætti ske, væri, að Toscanini stjórn- aði tónsmíðinni á hljóðritun. Svo gerði Toscanini það, og niðurstaða Kolodins var, að því miður, þótt hljóðritun Furtwarlglers væri þá ófáan- leg í Bandaríkjunum (Banda- ríkjamenn áttu þá í grimmi- legu stríði við Þjóðverja) væru yfirburðir Furtwángl- sendi eru þær margfald- lega boðlegar og últrastutt- bylgjusendi einnig, a.m.k. séu hljómplöturnar vel með farn- ar. Til nánári glöggvunar skul- um við lauslega rifja upp hvað fáanlegt er í dag af hljóðritunum Furtwánglers, eða hefur verið undanfarin tíu ár eða svo, og er þá nær eingöngu átt við hæggengar hljómplötur. Ber þá fyrst að geta allra sinfónía Beethov- ens að undanskildum no. 2 og no. 8 og sumar þeirra eru í fleiri en einni útgáfu. AJlar sinfóníur Brahms þriðja og „Egmont" forleikur Beethov- ens, Leonora forl.' no. 2 í tvr,:m útgáfum. Óperurnar „Fidelio" eftir Beetlhoven, og „Tristan" og „Valkyrjan" eftir Wagner. £>vo er hægt að telja upp sinfóníur eftir Schubert, Schumann, Moz- art og Haydn. Forleiki eftir Wagner og Weber, Mozart, Cherubini o. fl., hluta úr „Ragnarökum" Wagners, sin- fóníur eftir Tohaikovsky og Cesar Franck og ýmislegt fleirra. Á þessu sést, að af nógu er að taka, og síðast en ekki sízt skal þess getið, að fáanlegt er a.m.k. þessa stundina í „Fálk- anum" vandað albúm, sem hefur að geyma áður ófáan- legar hljóðritanir á sjöundu og áttundu sinfóníum Bruck- ners. Þær eru gefnar út af Elektrola í Þýzkalandi og skornar með tækniaðferð, sem Elektrola nefnir „Breitklang" en hún framkallar nokkurs konar stereo, að vísu ekki hreinan stereofónískan hljóm, þar sem hljóðfæri og hljóð- færahópar eru staðsettir á afmörkuðum stað í herbergi ers enn sem fyrr óhaggaðir og óvéfeng j anlegir. Ennfremur er oft spurt: Hvernig stendur á því hve tiltölulega sjaldan hljóðrit- anir Furtwánglers heyrast í Ríkisútvarpinu? — Því get ég að sjálfsögðu ekki svarað, en það er ekki vegna þess, að ekki sé til nóg af þeim á heimsmarkaði, né heldur það, að tóngæði þeirra séu að öllu jöfnu svo léleg, að hlustend- um sé ekki boðlegt. Megin þorri þeirra hljómar ákaflega vel á góð tæki og langibylgj u- Wilhelm Furtwángler fjórða hljóðritaðar á tónleik- um. Fimmti píanókonsert Beethovens með Edwin Fischer. Tvær hljóðritanir á fiðlukonsert Beethovens, ann- ars vegar með Menulhin og hins vegar með Wolfgang Schneiderhan og er hún hljóðrituð á konsert. Tvær útgáfur á „Ugluspegli" og „Don Juan" eftir Richard Strauss „Metamorphosen" eft ir sama. „Stóra fúgan" eftir Beebhoven. Sinfóniakar metamorfósur um stef eftir Weber eftir Paul Hindemith. við hlustun, heldur, eins og nafnið bendir til breiðist hljómurinn milli hátalaranna tveggja í stað þess að hnapp- ast mitt á milli þeirra eins og þegar leiknar eru mono- hljómplötur þ.e.a.s. einnar rásar hljómplötur á stereó- fóniskt kerfi. Eins og öllum er kunnugt, sem eitthvað til þekkja, er álitið, að Furtwángler hafi engan jafnoka átt í "búlkun verka Bruckners, og gildir sú skoðun raunar um mörg önn- ur tónskáld. Svo talað sé í líkingamáli má segja, að gagnrýnendur vestan hafs hafi sett hljóða, er þeir fengu þessar hlióðritanir í hendur á siðastliðnu ári. Voru þeir þó vanir að heyra þessi verk í túlkuhum „risa" eins og t.d. Bruno Walters, Otto Klemp- erers, Karajans o.fl. ' Sinfóníur Bruckners eru mörgum ásteitingarsteinn, enda langar og geysi vand- fluttar. Eitt er það af mörgu, sem orsakar, að Furtwangler ber ægishjálm yfir öllum hljómsveitarstjórum öðrum, er hversu aúðveld honum var yfirsýn á hvert verk í heild sinni allt frá fyrstu nótu til síðustu. Hann leit heldur ekki á nótur þær og merki, sem tónskáldin festu á pappír, sem þeirra endanlegu öS aí- gerandi niðurstöðu varðandi túlkun verka þeirra. Miklu fremur tók hann þá afstöðu til tónsmíða, að reyna að standa í sömu sporum og tón- skáldið, sem var að tjá sinar hugsýnir með bleki. Sagt er að hann hafi oft gengið um gólf langt fram eftir nóttu og Jjugsað og mótað í huga sér þau tónverk, sem hann hafði til viðfangs í það og það skiptið Á æfingum krufði hann þau til mergjar lið fyrir lið og part fyrir part. Þess vegna kom það mörgum, sem til þekktu, á óvart, þegar á hólminn var komið í hljóm- leikasal að verk þau, sem Furt wangler stjórnaði, hljómuðu sem væru þau flutt í fyrsta sinn. Furtwangler sagði líka einu sinni eitthvað á þá leið, 'að ekki mætti „improvisera" of mikið á tónleikuqa, en held- ur ekki of lítið. >f Það er í rauninni tómt mál að ætla sér að lýsa list Furt- wánglers og á hvern hátt hann er gerólíkur öllum öðr- um tónlistarmönnum, sem við getum kynnzt af hljóðritun- um. Vonandi gefst tækifæri til þess að fjalla um væntan- lega endurútgáfu His Masters Voice á „Valkyrjunni" eftir Wagner, sem ætti að vera væntanleg alveg á næstunni og það á um það bil þriðjungi lægra verði en áður. Hún kom fyrst út árið 1955 og var til muna betur hljóðrituð en „Tristan", svo ekki er láandi þótt við gerum okkur miklar vonir um endurbót á tóngæð- um, þar sem framfarir ¦ í skurðartækni . í hliómplötu- iðnaði hafa verið ótrúlegar frá því að frumútgáfan kom á markað. En eins og áðan var sagt, er erfitt að gera grein fyrir eða lýsa listsköpun Furtwanglers með orðum. Ég get sagt, að litauðgi og tónfegurð sú, sem hann laðaði fram hjá hljóm- sveitum minni á fegurstu málverk Rembrandts. Ogbygg ing hans á tónsmíðum á högg- myndir Miohelangelos. Og víðfeðmi andans á himininn og hafið. X- Fiðluleikarinn heimskunni, Yehudi Menuhin, sagði um listsköpun Furtwanglers með- al annars: . . „Ég held því fram, að það sé til annað til- verusvið, við getum kallað það alheims víðáttu (cosmic space), tilverusvið algjörs lífs og algerrar orku, og inn á þetta svið hafa fáar manmleg- ar verur komizt. Þetta er svið Furtwánglers, og þar var hann í senn prins og prest- ur . . . ." Birgir Guðgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.