Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 19
Föstudaglir 1. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 SKÝRT var frá því í Mbl. á laugardaginn, að fyrir tveim- ur mánuðum hafi 19 ára göm- ul stúlka úr Reykjavík, Guð- ný Grendal Magnúsdóttir, sem nú stundar mjólkurfræðinám í Noregi, hefði af misskiln- ingi verið kvödd í her- inn þar í landi. Er rangri göt- un spjalda í rafreikni kennt um mistökin. í skeyti, sem blaðið fékk frá Noregi í gær, er þannig skýrt frá herkvaðningu Guð- nýjar: „Allur Noregur hlær — og hlær mikið. Og sagan er stutt og laggóð: Hin 19 ára gamla íslenzka stúlka, Guðný Gren- dal Magnúsdóttir frá Reykja- vík, sem nú stefnir að því, að verða fyrsti kvenmjólkurfræð ingur á íslandi í mjólkurstöð Sunnmæri í Álasundi, er nú komin í spjaldskrá hersins. Nýlega fékk hún bréf frá hernaðaryfirvöldunum, þar sem hún var kvödd í herinn og ásamt því fékk hún bækl- ing með reglum og fyrirmæl- um, sem hverjum norskum hermanni ber að virða og hlýða. Er að undra, þótt henni hafi orðið hverft við? Að sjálfsögðu er herkvaðn- ingin á vangáningi byggð. Hvers vegna vita menn ekki Guðný Grendal Magnúsdóttir hefur sýnilega tekið þátt í spauginu af heilum hug. Hér situr hún „grá fyrir járnum“, með riffil og hjálm, á mjólkurbíl fyrir utan mjólkurstöð- ina í Álasundi. Rafreiknir ber ábyrgðina — en sem stendur er gata- spjöldum og rafreiknivélum um kennt.“ Eins og sjá má af norska skeytinu hefur herkvaðning Guðnýjar vakið þjóðarathygli þar í landi, énda mun það einsdæmi, að stúlka, og þess utan af erlendu þjóðerni, hafi verið kvödd til herþjónustu þar í landi. Guðný hefur verið 8 mán- uði við undirbúningsnám hjá „Sunmöre Meieri", en í sumar ætlar hún til Þrándheims og stunda nám þar við „Statens Meieriskole“, en það tekur á annað ár. Mun hún verða fyrsta íslenzka stúlkan, sem lýkur jafn alhliða námi í m j ólkurvísindum. Kammerhljómsveit Pauls Kuentz INNAN skamms er væntanleg hingað til lands ein kunnasta kammerhljómsveit Frakklands, Parísarsveit Pauls Kuentz. Kem ur sveitin hingað á vegum Péturs Péturssonar — Skrifstofu skemmtikrafta — og heldur tón- leika í Austurbæj arbíói sunnu- daginn 3. apríl. Parísarsveit Pauls Kuentz skipa auk stjómandans, fjórtán hljóðfæraleikarar, sjö konur og sjö karlar. auk þess sem með henni leika oft frægir einleikarar á ýmis hljóðfæri. Fyrstu hljómieikum kammer- sveitarinnar í apríl 1951 var af- bragðsvel tekið og síðan hefur hún haldið meira en 700 hljóm- leika heima og erlendis, m.a. heimsótt flest lönd Evrópu og far ið a.m.k. tvær hljómleikaferðir um Bandaríkin og Kanada. Auk þess hefur hljómsveitin viða kom ið fram í útvarpi og sjónvarpi og leikið inn á fjölmargar hljóm plötur. Hljóðfæraskipan sveitarinnar er í meginatriðum þannig, að fiðlur eru sjö, víólur tvær, celló tvö, einn bassi og síðan annað hvort píanó, cembalo eða orgel. í ýmsum verkum svo sem Brand- enborgar konsertum J. C. Bachs er bætt við ýmsum blásturhljóð færum, flautu, óbó, fagott, tromp et eða horni. Verkefnaval sveitarinnar er afar víðtækt — má segja að það spanni þrjár aldir, allt frá verk- um fyrirrennara Bachs, svo sem Couperins, Leclairs og Vivaldis til nútímatónverka, svo sem Benjamíns Brittens og André Prevost. Hvað frægust er París- arsveitin þó fyrir flutning sinn á Brandenborgarkonsertunum og öðrum verkum Badhs. Kammersveit Pauls Kuentz hefur hvarvetna hlotið mikið lof gagnrýnenda. Umboðsmaðuf Loft- leiðu í Jórdun — staddur hér á landi Eins og kunnugt er, þá hafa Loftleiðir umboðsmenn víða um heim. Blaðið hafði spurnir af því, að hér væri staddur um- boðsmaður félagsins í jórdanska hluta Jerúsalem og brá blaða- maður sér til fundar við hann. Maður þessi heitir Maurice Saad og rekur hann ferðaskrifstofu í Jerúsalem. Saad og kona hans sem er frá Chile, eru hér í boði Loftleiða. Eins og títt er um fólk frá suðlægari löndum, voru hjón in undrandi yfir landi og þjóð. Hjónunum gafst kostur á að aka um Hveragerði til Þingvalla um síðastliðna helgi og áttu þau engin orð til að lýsa undrun sinni yfir gróðurhúsunum í Hvera- gerði og gosholunum. Saad sagði, að augljóst væri, að Island ætti eftir að verða mikið ferðamanna land, því það hefði upp á svo margt óvenjulegt að bjóða. — Hvenær gerðust þér um- boðsmaður fyrir Loftleiðir? — Það var fyrir rúmu ári. Ég rek ferðaskrifstofu í jórd- anska hluta Jerúsalem og er um- boðsmaður fyrir mörg erlend fé- lög. Ég tók við skrifstofunni eftir föður minn. Fjölskylda mín bjó í ísraelska hluta borgar- innar, er stríðið brautzt út ár- ið 1948. Faðir minn rak þá veit- ingastað en við urðum að hrökkl ast í burtu og tvipuðúm öllu sem við áttum. Við fluttum til jórd- anska hlutans og faðir minn setti á stofn ferðaskrifstofuna. Eftir óeirðirnar 1948 fór ég fyrst til Ástralíu, en síðan til Bandaríkj- anna og þar vann ég í fjögur ár. — Hvernig er ástandið í Jeisi- salem í dag? íbúarnir í sátt og sarhlyndi. Hagur Jórdaníubúa hefur mjog batnað á síðustu 10 árum og hefur starfsemi ferðaskrifstof- unnar mjög aukist. Nú orðið er það algengt að landsmenn fári í sumarleyfi til Evrópu, en um ísland veit fólkið lítið sem ekk- ert. Ég hef mikinn hug á að bæta nokkuð úr þessu og því er ég kominn hingað til að kynnast landinu af eigin raun. Á skrifstofu minni hef ég haft ýmsa bæklinga um ísland og ég hef hug að koma hingað síðar með hóp af forstjórum annarra ferðaskrifstofa. Sjón er sögu rík- ari og það er ómetanlegt fyrir okkur, sem rekum ferðaskrifstof- ur, að þekkja eitthvað til lands- ins, sem fólk vill fræðast um. — Hafið þér orðið var við íslenzka ferðamenn í Jórdaníu? — Nei, ekki persónulega. En ég hef heyrt, að þangað hafi farið ferðamannahópur. Ég er hinsvegar sannfærður um, að ferðamannastraumurin héðan mundi aukast, ef íslendingar vissu meira um landið. Ég. hef jafn mikinn áhuga á að kynna Jórdaníu á íslandi og ísland í Jórdaníu. Ég mun hafa samband. við ferðaskrifstofur hér og láta þeim í té allar upplýsingar um landið. Einnig geta þeir sem á- huga hafa á að fræðast um Jórd- aníu, skrifað beint til skrifstofu minnar: Saad Tourist & Travel Bureau, P.O Box 90 Jerusalem, Jordan. Það er tiltíilulega ódýrt að ferðast um Jórdan. Til dæm- is eru eins manns herbergi á „lúxus“ hótelum um 400 ísl. kr. á dag og eru allar máltíðir inni- Maurice Saad og frú. — Það verður að teljast nokk- uð gott. Jerúsalem er sem kunn- ugt er skipt í tvo hluta, en nú orðið kemur sjaldan til átaka á borgarmörkunum.. Ferðamenn eiga greiðan aðgang milli borg- arhlutanna og hefur straumur ferðamanna mjög aukizt á siðari árum. Mörgu fólki er það ekki ljóst, að flestir hinna helgu staða, eru einmitt í Jórdaníu. Þar er helzt að nefna Bethlehem og gröf Krists. Flestir Jórdaniubú- ar eru Múhameðstrúar. — Hvað getið þér sagt mér um land og þjóð? — íbúar landsins eru um 1.7 milljón, þar af búa 80 þúsund í Jerúsalem. Gyðingarnir eru aftur á móti um 200 þúsund í borg þessari. Flestir Jórdaníubú- ar eru Múhameðstrúar. Um 15% þjóðarinnar er kristin og erum við hjónin í þeim minnihluta hópi. Tiláarbrögðin hafa ekki , orðið tilefni til átaka og búa faldar í því verði. Við skipu- leggjum ýmsar ferðir um landið notum bandaríska 5 manna bíla og er verði á slíkum kynningar- ferðum mjög í hóf stillt. Að lokum sagði Maurice Saad: Það er von mín, að mér megi takast að stuðla að gagnkvæm- um skilningi milli landa vorra. Lönd okkar eru vaxandi ferða- mannalönd, sem hafa upp á margt að bjóða. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að fræða landsmenn mína um ykkar undarlega land. Rauða myllan Smurt brauð, neilar og nálfar sneiðar. Opið frá kl. 8—23,30. Simi 13628

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.