Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 21
ySstudagur 1. april 1966 MOHGU HBLAÐIÐ 21 Kristniboftsins minnzt á páimasunnudag 1 PÁLMASUNNUDAGUR er í nánd. Hann hefur um margra ára skeið verið helgoður kristni- hoðinu. Er kristniboðsins þá minnzt í mörgum kirkjum og tekið á móti gjöfum til kristni- bðosins. Enn fremur gengst Kristniboðssambandið fyrir sam komum á nokkrum stöðum, þar sem sérstaklega er sagt frá is- lenzka kristniboðinu í Konsó og einnig tekið á móti gjöfum til starfsins þar syðra. Kristniboðsstarfið í Konsó er í sífelldum vexti. Gísli Arnkels- son, kristniboði, segir í nýlegu bréfi frá Konsó, að um áramótin hafi 360 manns verið í söfnuði kristinna manna í Konsó, karlar konur og börn. Á síðast liðnu ári voru 105 manns teknir inn í söfnuðinn. Vaxandi starf. Innlendir starfsmenn safnað- arins eru milli lö og 20 og hafa aldrei verið jafnmargir og nú. Flestir eru þeir staðsettir úti í þorpunum, þar sem þeir halda uppi guðsþjónustum og kristi- legri fræðslustarfsemi, auk lesar- arskóla á kvöldin. Hafa margar strákirkjur risið í Konsó á und- anförnum árum. Á kristniboðsstöðinni er starf- andi skóli með sex bekkjum, en auk þess eru fcvær bekkjardeild- ir úti í þorpum, í fyrsta sinn í vetur. Kennarar eru allir inn- lendir og hafa h'lotið menntun sína hjá kristniboðum, íslenzk- um og öðrum, sem starfa í land- inu. I>á sækja margir til sjúkra- skýlisins á íslenzku kristniboðs- stöðinni, enda er ekki sjúkra- Shj'álp að fá annars staðar í Konsó Rúmlega fimmtán þúsund sjúk- — Eyða þarf Framhald af bls. 14 fangsmikið starf sem hér er ver- ið að ráðast í? —Þetta er svo umfangsmik- ið, að það er reiknað með að slík rannsókn verði stöðug starf- semi, og muni þurfa á æ fjöl- mennara sérhæfðu starfsliða að halda eftir því sem á líður . —Hvenær má búast við að lín urnar fari að skýrast? — Fyrsta árið verður aðal- lega ætlað til frumrannsóknar, sem svo yrði undirstaða nákvæm ari rannsókna á sérstökum þátt- um fræðslukerfisins. T.d. kemur til greina lenging skólaskyldun- ar, endurskoðun námsefnis og námsbóka, kennslufyrirkomulag og skipun í bekki, menntun kennara og fleira. — Nu er mikið misræmi milii dreifbýlis og þéttbýlis. Hafa ein- hverjar áætlanir verið gerðar til að leysa þanri vanda? —Það er einmitt tilgangurinn með þessari rannsókn, að veita þessum málum sérstaka athygli. Þetta misræmi er einn stærsti veikleikinn í okkar námskerfi eins og það er I framkvæmd og hann verður að reyna að upp- ræta eftir því sem unnt er. — Vildirðu segja eitthvað að lokum Andri? — Ég treysti mér ekki til að segja nákvæmlega fyrir um fram kvæmd og árangur þessarar rann óknar. enda er vinna að henni ekki raunverulega hafin ennþá. En ég lít á það sem megin til- 'ganginn með þess háttar rann- sókn, að fræðslulöggjöf og fræðlukerfi geti fyrir tilstuðlan hennar orðið jafnfætis eða helzt ó undan vexti þjóðlífs og breyt- ingum. En til þess að rannsókn sem þessi geti tekist vel, þarf samstarfsvilja allra þeirra sem þátt eiga að fræðslumálum, að ógleymdum sjálfum. Það er von mín að þetta samstarf muni tak- ast sem bezt. — ihj. lingar leituðu aðstoðar hjá hjúkrunarkonunni íslenzku, Ing- unni Gisladóttur, á s.l. ári. Að- sókn hefur oft verið meiri, en þá hafa farsóttir geisað. Álgeng- asti sjúkdómurinn, sem þjakar fólkið, er malaría eða köldusótt, enda mun það vera úbbreiddasti sjúkdómur í Afríku. Ingunn skrifar. Hér fer á eftir stuttur kafli úr bréfi frá Ingunni hjúkrunar- konu. Gefur hann góða hugmynd um það, sem við ber á sjúkra- skýlinu í Konsó: „Hún Gete, konan hans Asfá, trúboða hér á stöðinni, eignað- ist stærðar telpu klukkan hálf- ellefu í kvöld. Það stækkar hóp- urinn hjá þeim. Þau áttu dreng og fcvær tvíburatelpur fyrir . . . í gær var komið með mann, sem var særður ti'l ól'ífis. Hann andaðist snemma í morgun. Þegar ég gekk frá honum í gær- kvöldi, var ekki hægt að sjá, að bann mundi lifa af nóttina, enda dó hann í morgun. Samt heyrði ég engan grát í morgun. Það er þó vant að hljóða svo afskaplega við slík tækifæri, ekki sízt þegar um ungt fólk er að ræða, sem deyr af slysförum. Ég spurði eina skólastúlkuna hérna, hvernig á þessu stæði. „Hann hefur ef ti'l vill verið fátækur og vinalaus. Kannski manngerð, sem enginn hefur Ingunn Gísladóttir hjúkrunarkona kært sig um að eiga að vini“. — Nú hef ég komizt að því, að hann er vellauðugur. Mér kemur oft í hug, þegar svona stendur á, vísa, sem ég lærði, þegar ég var ung: Þegar dauði að dyrum ber, döpru á nauðakvöldi, dugar auður eng- inn þér, eða sauðafjöldi. Það er mikið satt í þessu. Mér hafa fundizt þessar línur eiga svo vel við hér í Konsó, en þær eiga ef til vill við viðar. Maður varð bráðkvaddur eina — Vínlandskortið Framhald af bls. 10 anna en ekki algerlega að neinni þeirra, til dæmis væri ekki ósennilegra en hvað ann- að að einhver kortagerðarmað- ur á þessum tímum hefði haft spurnir af ferðum víkinganna, heyrt það af vörum einhvers pílagrimsins eða að öðrum leið- um — „og bara skellt því inn á kortið". Sir James sat fund þann í „Society of Antiquaries" er áður greinir frá, þar sem deilt var um leturgerð á kort- inu og Tartarafrásögninni. Að- spurður hver væri skoðun hans á Vínlandskortinu, anzaði Sir James því til að ekki gæti hann viðurkennt að kortið sann aði neitt eða breytti neinu um það sem vitað hefði verið áður. Allt virðist því benda til þess að deilan uim það, hvort allt sé með felldu ur Vín- landskortið verði .okk- uð langlíf og augljóst ex að yfirlýsing útgefenda Vínlands- bókarinnar um að þar sé kom- inn merkasti kortafundur ald- arinnar á enn langt í land að hljóta almenna viðurkenningu fræðimanna. nóttina. Hann hafði verið á mark aðnum daginn áður, selt þar og keypt sem manna er siður og auðvitað drukkið. En það var ekkert að honum, þ.e. hann virt- ist vera heilbrigður. — Ég veit, að þetta talaði til margra, og það talaði til mín. Mér kom í hug hendingin: „Hver veit nema nú í nótt sé náðin á burtu tekin“ . . . Slysfarir. Ég er búin að vera á sjúkra- skýlinu allan fyrri hlyta dagsins (bréfið er skrifað í áföngum), og er langt síðan ég hef þurft að vera svona lengi hér á sunnudegi Það kom telpa, sem bitin var af slöngu, og svo var komið með aðra telpu, sem hafði dottið mjög illa á hötfuðið, svo að mik- ið þurfti að sauma. Einnig komu nokkrir aðrir, sem ég er ekki að telja upp. Klukkan er nú sjö að kvöldi. Mér hafði borizt boð um, að læknirinn á norsku kristniboðs- stöðinni 1 Gidole, Aarsland, væri væntanlegur. Hann kemur hing- að við og við. Nú er hann kom- inn og farinn, þetta er ritað. Hann leit á nokkra sjúklinga og gaf mér góð ráð. Og hann kom reyndar færandi hendi: Gaf mér jarðarber, sultu og blóm; . . . Tveir slasaðir menn voru bom ir hingað í morgun. Þetta voru Konsómenn, sem Bóranar höfðu ráðizt á. Það hafur löngum verið grunnt á því góða milli Konsó- manna og Bórana. Bóranar eru hirðingjar og eiga heima hér fyrir sunnan. Annar maðurinn. var særður banasári. Hinum líður sæmilega. Múgur og margmenni voru í fylgd með mönnum þessum, og söfnuðust þeir í kringum ok'kur. Lögreglustjórinn kom í eigin persónu og tók skýrslu af mönn- unum. En á meðan fór ég og skrifaði bréf til Aarslands lækn- is og bað ég hann að koma svo fljótt sem hann mætti. Það var bíll hér skammt fyrir ofan og var hamn á förum til Gidole. En þegar ég kom aftur niður á sjúkraskýlið með bréfið í hend inni, sá óg, að tilgangs'laust væri að senda boð til Gidole. Piltur- inn var skilinn við. Og nú kveinaði fólkið. Lætin og ósköpin voru fram úr öllu hófi. Það fór í gegnurn merg og bein og heyra óhljóðin. Oft er eins og allt ætli um koll að keyra, þegar fólkið harmar þá, sem dánir eru, en þetta fannst mér yfirgnæfa alit, sem ég hef áður heyrt . . . Tabú. Hún Gújí, konan hans Gals- ímó, predikara í Nagú'llí, var að eignast telpu, frumiburð sinn. Allt gekk það með eðlilegum hætti. Gújí er „fareida", kona, sem má ekki eiga börn um sinn samkvæmt ævagömlum reglum reglum Konsómanna. Negúllí- menn voru þeim hjónum sár- reiðir, er þau giftust og ekki síður, er hún átti von á sér, og gerðu aðsúg að þeim um tíma. Hjátrúin veldur ótta og kvíða, ef farið er í bága við forna hefð og siði. En þetta hjaðnaði . . . Enn er komið með meidda menn. Þetta er nú fjórða helg- in í röð, sem slikt ber við. Þeir hafa meiðzt í slysförum, lent í áflogum, hlotið sár af spjótum, hnífum eða byssukúlum. Sá, sem bar hér að garði um sáðustu hélgi, hafði fengið spjót í kvið- inn, og lá mikill mör úti. Sárið var þó ekki mjög stórt, og hon- um líður eftir öllum vonum. En mann, sem fékk skot í kviðinn, um þessa helgi var komið með og sat kúlan inni. Maðurinn var aðframkominn, og ég býst ekki við, að hann lifi. þetta af . . . Óvenjulegur skírnardagur. í dag er sunnudagur, og nú ríkir hér mikil hátíð: Þrjátíu og sex manns voru skírðir hér á stöðinni og teknir þannig inn í söfnuðinn. Það var stórkostlegt. Gísli predikaði. Þegar verið var að hlýða skírn þegum yifir í kristnum fræðum svo sem venja er, kom Katrín, kona Gisla, til mín og sagði, að komin væri kona í barnsnauð. Ég stóð þegar upp og hélt upp á sjúkraskýlið. Konan var mjög þjáð, og al'lt benti til þess, að barnið væri dáið í kviði henn- ar. Það kom á daginn, að svo var. Ég bað túlkinn minn að tala við honuna og svo við fólkið. Allt varð að fara fram svo fljótt sem auðið var. Konan fór ekki að gráta, er henni var sagt, að engin von mundi vera til þess, að barnið væri á láfi. Hún kvaðst ekki geta búizt við öðru. „Þetta er fimmti sólarhringurinn, sem ég hef ver ið fárveik, en ekki getað fætt“. — Að lokum náðist barnið. Það var farið að rotna. Ég man eftir öðru slíku atviki, er barnið var dáið og illa farið. Það eru mörg ár síðan. Þá dó konan. En þessari konu virðist ætla að heilsast eftir öllum von- um. Hún hefur mikinn hita, en ég held, að hún muni brátt hress ast“. — Þess má geta, að Gísli Arn- kelsson, kristniboði, og kona hans, Katrín Guðlaugsdóttir, eru væntanleg heim til íslands nú í sumar, ásamt börnum sínum fjór um. í Reykjavík gengst KrLstniboðs sambandið fyrir almennri sam- komu á pálmasunnudag í húsi KFUM við Amtmannsstíg. Ræðu menn verða kristniboðarnir Halla Bachmann. sem starfað hefur á Fílabeinsströndinni, og Jóhannes Ólafsson, læknir, sem verið hefur fylkislæknir í Eþíópu. Öllum er heimill aðgangur að samkomu þessari. Ingunn Gísladóttir, hjúkrunarkona SONY fermingagjafir Segulbandstœki Útvarpstœki 4 gerðir. ★ Ábyrgð. ★ Viðgerðarþjónusta. Luktin hf. Snorrabraut 44. Sími 16242. Sildarsaltendur °9 Utgerðarmenn Höfum til sölu á Austfjörðum síldarsöltunarstöð með öllum áhöldum. — Góð lán hvíla á eigninni. — Skilmálar hagstæðir. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Austurstræti 12. Simi 14120. — Heimasími 35259. Starfsstúlka óskast að Farsóttahúsinu í Reykjavík. — Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 14015 frá kl. 9—16. Reykjavík, 30. marz 1966. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.