Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ i Föstudagur 1. april 1968 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR — Ég hef boðið þessiun gamla vini mínum, Pierre, heim í hádegisverð. — Já, sagði ég. — Hann fór til Comwall í gærkvöldi. Hún var ekki heima og hann var farinn, þegar hún kom aftur, og skildi bara eftir skilaboð. Gaf ekkert heimilisfang. Hún segist vera talsvert áhyggjufull. Hr. Firth er venjulega svo nákvæmur með allar ráðstafanir sínar. — Þú ert búin vel að gera. —í*ú vissir ósköp vel, að þetta var Firth, sem við sáum í kvöld. — Það spillti ekki að vita vissu sína. , — Hvað mundi gerast ef ráð- herra hyrfi svona? — Ég býst við, að það mundi verða vandlega þagað yfir því fyrst um sinn, sagði hann. ■— Með öðrum orðum, að þetta kemur til okkar kasta? — Einmitt. Þessi martraðar-ræningjaleik- ur var nú að smáhverfa úr huga mínum og heita kaffið lífgaði mig við, og sama gerði nauðsyn- in á því að gera ráðstafanir fyr- ir morgundaginn. Allt í einu brcxsti ég með sjálfri mér við hugsunina um, að þarna sátum við Rod, hlið við hlið á stóru himinsænginni. Þetta var í fyrsta sinni, sem ég hafði setið á rúmi hjá karlmann, hvort heldur var í samkvæmum, eða heima hjá mér, án þess að karlmaðurinn gerði sig líklegan til einhverra athafa. Ekki vegna þess, að ég væri svona sérlega aðlaðandi. Hversvegna hélt maður alltaf þegar maður lenti svona ein með karlmanni, að .... en Rod starði bara á skóna sína, eins og við- utan, og hvorki ég né rúmið gat haft nein áhrif á hann, né held- ur það, að klukkan var fjögur að morgni. Við vorum bara eins og tvö börn í einhverju ævin- týri, sem ég hafði lesið þegar ég var lítiL Drengur og stúilka, sem lentu í allskonar hættum og mót læti, og áttu ekkert sameiginlegt nema skipbrotið. Hann leit upp, sá augnatillitið mitt, og brosti ofurlítið. — Ég skal segja þér, hvað við gerum .... Hér er min hug- mynd .... Enginn hafði nokkumtíma lýst spenningi fyrir mér. Ég hafði ■haldið, að hann væri þreytandi □-------------------------D 17 □—■—----------------------□ og reyndi á taugarnir, svipti mann matarlyst en gæfi skjálfta í staðinn. Ég hafði enga hug- mynd haft um, hve drepleiðin- legur hann gat verið. Við Rod sátum í bílnum við forugu grasröndina á hliðar- brautinni, þar sem við höfðum leynzt kvöldinu áður. Við höfð- um ekkert sofið. Strax eftir ráð- stefnu okkar á rúmstokknum, höfðum við tekið saman föggur okkar, greitt syfjaða næturverð- inum reikninginn og haldið út í þessa leiðinlegustu stund sólar- hringsins, dögunina, ti'l þess að skríða í felur, og koma Jagúarn- um hans Rods fyrir á heppileg- um stað í nánd við Goldenhurst Court. — Hvað fær þig til að halda, að þeir séu ek!ki farnir? sagði ég við Rod, þegar hann ók bíln- um 'svo langt aftur á bak, að varla sást til aðalvegarins. — Það, að það stendur stór, lokaður bíll við framdymar. Láttu nú ekki eins og bjáni. Ég veit alveg, hvað ég er að gera. Hann glotti. Hann hafði rakað sig með þessari sniðugu rafhlöðu vél frá Ameríku, og við höfðum bæði þvegið okkur, áður en við yfirgáfum gistilhúsið. Við vorum í hiýjustu fötunum okkar. Við vorum föl og með bauga kring- um augun, en litum nú samt út eins og atmennilegt fólk. — Mér þykir þú ilma vel, Virginia. Schiaparelli er víst góð á fastandi maga. Morguninn leið. Við fengum engan mat. Eitthvert rykugt súkkulaði hafði Rod fundið í bíln um sem legið hafði þar í nokkrar vikur og vatn höfðum við verið svo forsjál að taka með okkur á hitabrúsann. Og fáeina vindl- inga áttum við. En það, sem við höfðum í ótakmörkuðum mæli var .... tími. Hann var eins og heilt stöðuvatn af hafragraut. Öðru hverju dottuðum við. Stutti vetrarmorguninn silað- ist rólega áfram. Ofurlítill roði litaði gráa, þunga himininn. Fuglar ílugu framhjá bilnum og kvökuðu hver til annars. Þetta hefði eins vel getað verið bíll með dauðu fólki í — fugl- arnir tóku ekki meira eftir okk- ur en svo. Þeir settust á bílinn, snyrtu á sér fiðrið og flugu svo burt aftur. Ég var löngu hætt að finna til hungurs, og var hálfsofandi þeg- ar Rod þreif í handlegginn á mér. — Þarna eru þeir! Eg var samstundis vakandi, rétt eins og hann hefði gefið mér löðrung. Neðst á mjóu brautinni var stóri Daimlerin að fika sér nið- ur á aðalveginn. Rod beið í mín- útu eða svo, en þá fór hann af stað. Stóri bíllinn hafði snúið inn á veginn til Banbury og Rod sneri líka, svo að lítið bar á í aillri um- ferðinni. Stundarkomi síðar sneri Daimlerinn í áttina til Coventry, og Rod elti í hæfilegri fjarlægð. Það er leiðindaverk að elta annan bíl. Rod gat hvorki ekið fram á hann né farið fram úr honum, og mátti ekki herða á sér. Daimlerinn ók jafnt og þétt á 45 mílna hraða, en Jagúarinn blóðlgngaði til að fara 80. Og hann brást illa við, ef hemillinn var notaður. — Við erum á leið til Leicest- er, sagði hann, eftir ofurlitla stund. — Hverskonar andskotans akst ur er þetta? Og svo erum við auk þess alltof áberandi. Hvítur Jagúar. Við getum eins vel geng- ið með skilti á okkur. — Vertu ekki með þessa vit- leysu, Virginia, það eru margir með hvítan Jagúar. Hafa hann á ferðakostnaðinum. Það gera forstjórarnir mínir. Ég róaðist vjð þessa rólegu rödd. Rauð sól, rétt eins og Jaffa- appelsína skein á þorp, full af krökkum og á vetrarrauða akra, sem höfðu g,erið plægðir og sánir og síðan látnir frjósa. Rod horfði á skottið á Daimelernum, sem var alltaf að hverfa. Ég leit út um gluggann og á litlu kirkjurn- ar, sem voru svo eyðilegar og á kaffistofurnar með gufunni á gluggarúðunum. Þegar við nálguðumst Ne- wark, fór Daimlerinn að hægja á sér, og loks stanzaði hann við gistihús eitt við aðalgötuna. Rod stanzaði spölkorn fyrir aftan hann, en ók síðan að al- mennings-bílastæði og stanzaði þar. Hann sneri sér að mér. — Jæja, hvað nú? spurði hann. — Annað okkar ætti að fara og hafa auga með þeim. Maður gæti kannski komizt að ein- hverju. — Jæja, þú getur að minnsta kosti ekki farið. Þeir hljóta að kannast við andlitið á þér síðan 1 gærkvöldi. Ég efast um, að þeir hafi nokkurntíma séð framan f mig. Og ég ætla að binda klút yfir hárið á mér. — Er sem mér heyrist, að ein- hvern langi í mat? Ég skammaðist min fyrir eigin girnina. — Auðvitað getur þú farið Rod, og ég skyldi vera feg- in, en Rophel kynni að .... — Góða mín, ég held, að þú meinir þetta. Ég kunni ekki al- mennilega við þessa drafandi rödd. Það var eins og ég hefði komið með tiilboð mitt af ein- tómri feimni. — Komdu með svolítið brauð og ost handa mér, sagði hann og kveikti sér í vindlingi. Ég klifraði út og hann veifaði snöggt til mín. Ég var orðin stirð af þessari Iþngu ökuferð og fegin að mega ganga þessi fáu skref eftir götunni og snúa að gistihúsinu, sem var gömul en nýuppgerð póstvagnakrá. Þarna var hreinlegt og ég kunni vel við myndirnar á veggjunum, sem voru gamlar og skrítnar. Maður með refsandlit vísaði mér inn I borðsailinn. Ég stiikaði inn. Það geri ég al’lt af þegar ég er feimin. Það er miklu betra en að hika og renna sér á rönd. Ég var í gulri kápu, með hvítan hreysikattarkraga, og mér tókst að bera þessa flík eins og tízkudama, eins og ég hafði verið að kenna sýningar- stúlikum að gera, í auglýsinga- myndunum. Og svo geispaði ég ofurlítið, þannig að ég gat sýnzt vera veraldarvön og vandfýsin tízkukona. En silkiklútinn hafði ég kyrran á höfðinu ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN 1500 Rúmgóður og þœgilegur 54 ha. vél, loftkœld, sparneytin staðsett afturí, Diskahemlar að framan. — Endurbœttur fram- öxull og gírkassi. — Tvœr farangurs-geymslur Frábœr vandvirkni á öllum innri og ytri búnaði Sýningarbíll á staðnum S'imi 21240 HEILDmZLUNm HEKLA hf Laugavegi 170-172 lanáezta OSTA OG SMJORSALAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.