Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 31
Föstudagur 1. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 — Karl Friðriksson \ Framhald af bls. 5 unurn upp eftir Bjarnarfjarð- ará. Bftir frekar óværan svefn lögðum við svo af stað með hesta og kerrur að brúar stæðinu, en vegurinn iþangað var ekki betri en það, að við urðum að byrja á að byggja veg yfir eina keldu til að koma vögnunum yfir. Þá er komið var á leiðarenda sner- ist allt um það að koma upp tjöldum og skála til að elda í og var unnið við það, svo og að ná upp timfori og járni, alla þessa nótt, daginn eftir og alla næstu nótt, án þess að tala um að sofa. Á þeim tíma þekktist það ekki hjá 1 Vegagerð ríkisins að greiða eftir- og næturvinnu. Þarna i held ég að ég hafi orðið syfjað astur á æfinni og allt að því þreyttastur. Þess vegna er mér þetta svo ríkt í minni. j Ofurlitla gamansögu get ég líka sagt þér frá árinu 1930. f Ég byggði þá brú á Dalsá í Blönduhlíð í Skagafirði. Það — Iðnsýning Framhald af bls. 32 Mikill áhugi Tilkoma hins nýja og glæsi- lega sýningar- og íþróttafoúss ger ir það kleift að efna tiil Iðnsýn- ingarinnar 1966, og kvaðst sýn- ingarnefndin fyrir sitt leyti þakka borgarstjórn Reykjavíkur, sýningarsamtökum atvinnuveg- anna h.f. fyrir að hafa staðið að byggingu þess. Þar eð iðnsýningin verður fyrsta sýningin í sýningarhöll- inni eru ýms verkefni, sem fram kvæmdanefndin fær við að glíma, eins og t.d. innréttingar. Verða þær líklega byggðar í ákveðnum einingum, þannig að hægt verði að byggja upp með litlum fyrivara hvaða stærð af sýningarbásum sem er, og auð- velt sé að fjarlægja innrétting- ar. í upphafi hafði verið rætt um sameiginlega sýningu land- búnaðar og iðnaðar, en svæðin utan'húss sem landibúnaðarsýn- ingin þyrfti verða ekki orðin nægilega tilbúin. Undirbúningur að sýningunni hófst fyrir síðustu áramót og hef ur þegar komið í ljós, að mikill áhugi er fyrir þátttöku sagði Björn. Hver þátttakandi fær af- markað svæði, sem ætlað er að verði í fyrirfram ákveðnum ein- ingum. Minnsta sýningarsvæði verður um 2 fermetrar, en gera má ráð fyrir að takmarka þurfti hámarksstærð. Þeim, sem þurfa á sérstaklega stóru sýningar- svæði að halda, verður gert kleift að koma þeim fyrir utan húss eftir nánara samkomulagi. Síðustu iðnsýningar á ísilandi voru með tuttugu ára mil'libili, 1932 og 1952. Iðnsýningin 1952 var haldin í tilefni 200 ára afmæl is „Innréttinga" Skúla Magnús- sonar. Var hún haldin í Iðnskól- anum dagana 6. september til 19 október. Sýnendur voru 209, en alils komu 73.377 gestir á sýn- inguna. Að Iðnsýningunni 1952 stóðu Félag ísl. iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Samband ísl. samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Reykjavíkurbær. 250 aðilar geta sýnt Eðlilegt hefði verið, að tvær til þrjár sýningar hpfðu verið haldnar á þeim 14 árum, sem lið in eru frá því iðnsýning var síð- ast haldin. Það hefur þó farizt fyrir af ýmsum ástæðum, en ekki sízt sökym þess að hentugt sýningarhúsnæði hefur ekki verið Vrir hendi. Úr því hefur nú verið bætt með byggingu Sýningar- og íþróttahallarinnar. f henni verð- ur sýningarsvæðið rúmlega 3000 fermetrar og má gera ráð fyrir að þar geti sýnt um 250 aðilar á IÐNSÝNINGUNNI 1966. Skrifstofa sýningarnefndar er hjá Landssambandi iðnaðar- manna, Iðnaðarbankahúsinu við Lækjargötu. skeður svo, þegar við ætlum að fara að byggja brúna, að hún lenti samkvæmt teikn- ingunni á þurru, en áin rann öll öðru megin við hana. En við byggðum brúna eftir verk fræðilegum fyrirmælum. Síð- an kom vegamálastjóri til okkar og spurði hverju þetta sætti. Ég sagði að ég hefði nú loks byggð eftir teikningu, en hins vegar hafði ég orð fyrir að leita stundum að því, er mér fannst betra brúarstæði, en ráð var fyrir gert á teikn- ingum. Hins vegar var litið ver-k að veita ánni undir brúna þegar hún hafði verið byggð. Vegamálastjóri fór nú að skoða umhverfi árinn- ar og sagði að gera þyrfti stóra garða til fyrirhleðslu. Fer hann síðan að mæla þarna á bökkunum og ræðir málið fram og aftur en ég legg lítið til. Loks snýr hann sér að mér og segir: „Nú hvað er þetta Karl. Þú segir ekkert. Þú ert þó vanur að hafa skoð- anir ó hlutunum og ferð ekki dult með. Ég sagðist svo sem geta sagt hvað ég legði til ef hann vildi, en ég væri ekki viss um hvort hann myndi fallast á tillögu mína. „Hvað viltu þá gera?** segir hann. „Lengja brúna um helming" svara ég. Þessu er tekið fjarri í fyrstu nema hvað vegamálastjóri segir að líklega sé vert að athuga þetta. Hann biður mig að skilja eftir við brúna verk- færi til niðurreksturs. Það varð svo að ráði að ég lengdi brúna um helming síðar um sumarið. Þegar þetta var, var verkfræðingur hjá vegamála- stjóra er Jón hét Isleifsson. Hafði hann mælt fyrir brúnni og gert það að sumri til er Dalsá var lítil sem bæjar- lækur. En eins og kunnugt er getur hún flætt hreint út um allt að vori og vetri og hefur oft valdið stórskemmdum. Nokkrum árum seinna eru þei-r þarna á ferð vegamála- stjóri og Gústaf PáLsson verk fræðingur. Yar Dalsá þá í sínum versta • ham. Er hann kemur suður segir hann við Jón, sem orðið hafði á sínum tíma hinn versti yfir leng- ingu brúarinnar: „Ekki hefði nú farið vel, éf Dalsárbrúin hefði verið eins og í upphafi var ákveðið". Þá svarar Jón: „Það er eins og þessum manni verði allt til ágætis, hvaða helvítis vit- leysu, sem hann gerir“. Var þetta haft að orðtaki á Vegamálaskrifstofunni lengi eftir það. Að síðustu ræðum við Karl ofurlítið um félagsmálastarf hans. Hann var formaður Verkstjórafélags Reykjavíkur og Verkstjórasambands ís- lands um langt skeið. Norður á Akureyri sat hann í ýmsum nefndum fyrir bæjarfélagið og átti margvíslegan þátt í féiagsmálastarfsemi Sjálfstæð isflokksins þar í bæ, m. a. drjúgan þátt að byggingu Sjálfstæðishússins. Þá stjórn- aði hann uppbyggingu skíða- hótelsins í Hlíðarfjalli. — Að síðustu, Karl. Eina vísu. — Ég hef ekki gert mikið af vísum um æfina, en ég get svo sem lofað þér að heyra síðustu vísuna mána. „Þegar kveldar held ég heim horfinn veldi kífsins. Þakkir geld ég guði þeim, sem gaf mér elda lífsins". Þar með ljúkum við þessu rabbi við gamlan og farsæl- an starfsmann fyrir íslenzkar samgöngur. Hann verður á heilsuhælinu í Hveragerði nú í dag, enda bæði hann og kona hans ekki gengið heil til skóg- ar að undanförnu. — vig. bjarni beinteinsson LÖGFRÆOINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (silli & VALOII SlMI 13536 Ragnar Jónsson og Steinar Sig urjónsson við málverk eftir Steinþór Sigurðsson í nýjum mynda og bókasal hjá Helgafelli. Fjórar bækur koma út hjá Helgafelli Gullna hliðið, 2 ljóðabækur og skáldsaga f GÆR komu út fjórar bækúr hjá bókaútgáfunni Helgafell, tvær ljóðabækur, skáldsaga og leikrit. Ung ljóð heitir fyrsta ljóðabók ungrar skáldkonu, Nínu Bjarkar Árnadóttur. Höfundur, sem nefnir sig Bugða Beyglusón, gefur út ljóðabókina „Fellur að“ Nína Björk Árnadóttir og skáldsöguna „Skipin sigla“. Og fjórða bókin er Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í útgáfu Matthíasar Johannessen. í ljóðabók Nínu Bjarkar eru 23 ljóð. Skáldkonan byrjaði barnung að semja ljóð. Frá 15 ára aldri hefúr hún ort mikið og hafa kvæði eftir hana birzt í Lesbókum Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins. Nína Björk hef- — Isinn Framhald af bls. 32 í allan dag og ákaflega silæmt veður, hefur gengið á með norð- an dimmubyljum og ekkert upp- rof verið. Ekki hefur sézt til íss héðan, enda ekkert skyggni verið, en ísjakar hafa ekki komið inn á pol'linn. — Fréttaritari. Akureyri, 31. marz. KLUKKAN 5 í morgun skall hann á með einn stórhríðarhvell- inn enn með miklum skafrenn- ingi, afahríð, frosthörku og norð- an bálviðri. Varla sást út úr augum fyrr en komið var undir hádegi, en þá rofaði til og hægði, þar til að hann skall saman aftur með kvöldinu. Götur eru flestar sæmilega færar, en þar sem traðir eru þvert á vindstöðu urðu þær ó- færar. — Sv. P. Blönduósi, 31. marz. HÉR hafur verið mikil hríð í dag en með kvöldinu hefur henni létt. Snjókoma hafur verið mikil í dag, en allar götu reru færar. — Björn. ur lokið námi í leiklistarskóla L. R. og komið fram á leiksviði. Höfundurinn Bugði Beygluson er skáldið Steinar Sigurjónsson, sem hefur áður gefið út 3 bæk- ur á undanförnum árum. Hér er um við 1955, Ástarsögu 1958, Hamingjuskipti 1964. Hann bætir nú við ljóðabókinni „Fellur að“ og skáldsögunni „Skipin sigla“. Veigamesta bókin af þeim fjórum, sem Helgafell sendi frá sér í gær, er Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson með formáls- ritgerð eftir Matthías Johannes- sen, þar sem hann fjallar um Gullna hliðið og Davíð Stefáns- son. Sagði útgefandinn, Ragnar Jónsson, fréttamönnum að hann hefði lofað Davíð Stefánssyni áður en hann dó að gefa út bækur hans og láta unga menn skrifa með þeim. Er Gullna hlið- ið önnur bókin með ritgerð Matthíasar. Áður var komin Svartar fjaðrir með ritgerð eftir Steingrím Sigurðsson, og næst verður bókin kvæði með ritgerð Jóns frá Pálmholti. — Skiðasambandið Framhald af bls. 30 afmælis. Er mjög til mótsins vandað. Strax að mótinu loknu þarf að velja hóp skíðafólks, og hefja undirbúning fyrir Vetrar-Olym- píuleikana 1968. í dag er mjög vaxandi áhugi fyrir skiðaíþróttinni og sóknar- hugur í skíðamönnum. Ég tel því, að líta megi með bjartsýni til framtíðarinnar. Á 23. flokksþingimi: Ráöist á ritstjóra ,Novi Mir‘ og .Junost' — frjálslyndustu tímarita í Sovétríkjunum’ Moskvu, 31. marz. NTB. • Svo virðist sem ritstjórar tveggja sovézkra tímarita, sem talizt hafa tiltölulega frjálslynd, eigi við meiriháttar andróður að etja. Var veitzt að þeim harð- lega á flokksþinginu í Moskvu í gær og sagt, að tímaritin birtu oft skaðlegar' ritsmiðar og skáld verk, er hlytu að teljast hug- sjónalega veik eða lítils virði. Það var leiðtogi kommúnista- flokksins í Hvíta Rússlaindi, Pjotr Masjerov, sem réðst á ritstjóra umræddra tímarita. Ekki nefndi hann nöfn þeirra, en ljóst var, að hann átti við ritstjóra „Novi Mir“ og „Jun- ost“, þá Aleksander Tardovski og Boris Polevoj. Var hvorugur iþeirra kjörinn af hálfu rithöf- unda til setu á yfirstandandi flokksþingi. „Novi Mir“ og „Junost“ hafa verið talin frjálslyndustu rit í Sovétríkjunum. Bæði hafa þau verið harðlega gagnrýnd af eldri og íhaldssamari rithöfundum og ýmsum emfoættismönnum flokks ins. Sergei Pavlov, leiðtogi æsku lýðssamtakanna KOMSOMOL hefur til dæmis nokkrum sinn- um sakað Junost um að breiða út stjómleysisstefnu meðal æsku fólks. Masjerov sagði í árásarræðu sinni, að menn þeir, er stjórn- uðu umræddum tímaritum væru kommúnistar . . . en það væri ekki alltaf■ sjáanlegt. „Hvar eru hinar flokkslegu grundvallar kenningar þeirra . . . hvar er ábyrgð þeirra gagnvart flokkn- um og þjóðinni“ spurði ræðu- maður. Svo virðist sem á flokksþing- inu nú séu algerlega ríkjandi sjón armið hinna afturhaldssamari og flokksþægari rithöfunda undir forystu Vjatsjeslavs Kotsjetovs. A flokksþinginu 1961 áttu þeir Kotsjetov og Tvárdovski í hörð- um orðræðum. Barðist Tvardov- ski þar ákaft fyrir auknu frjáls- lyndi í sovézkum bókmenntum, — og síðustu árin hefur hann reynt að fylgja þeirri stefnu sinni eftir. Tvardovski hefur á undanförnu verið á skrá yfir þá sem til greina kemur að kjósa í miðstjórn kommúnistaflokksins og kann hann því að eiga sæti á þinginu sem slíkur. Hins vegar er á það bent, að leikrit eftir Tvardovski, sem að undanförnu hefur verið sýnt í Moskvu fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir áhorfenda, hefur nú skyndilega verið tekið af skrá leikhússins. Stóð til að sýna leik ritið meðan flokks'þingið stæði yfir en við það hefur verið hætt. Þykir því heldur ólíklegt, að Tvardovski verði meðal þeirra, sem kjörnir verða í miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins, í lok 23. flokksþingsins. ( \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.