Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 7. april 1968 FRAKKLAND DREGUR EINS OG SEGULL STÁL ALLIR EIGA sér tvö föðurlönd, sitt eigið og Frakkland, segir evrópskt orðatiltæki. Ef til vill hefur það orðið til fyrir allan þann fjölda fólks frá öllum löndum, sem áratugum saman hefur sótt til Frakklands og orð ið snortið af landinu og því andrúmslofti sem þar ríkir. — Þetta land, sem er um það bil 5 sinnum stærra en ísland, er fagurt og frjósamt, og alls stað- ar gefur að líta stórbrotin verk. sem minna á söguríka og glæsta fortíð. Frakkland á sér langa og viðburðarríka sögu. Þar stóð vagga miðaldamenn- ingar, þar var upphaf lýðfrels- is og þar ber nútímalistir einna hæst á okkar öld. Sem ferðamannaland er Frakkland eldra í hettunni en flest önnur Evrópulönd. Þetta hefur sína kosti og ókosti. Einn af ókostunum er sá, að íbúarn- ir hafa svo lengi orðið að þola yfirþyrmandi straum erlendra manna inn í land sitt, að þeir hafa lært að umbera þá með því að leiða þá hjá sér. T.d. er - Danmörk Framhald af bls. 5 að fara með lest frá Kaup- mannahöfn til Stokkhólms er lítill sem enginn, þegar um framhaldsflug er að ræða — eins og í þessu tilviki. ★ HÓTEL OG MATUR Þótt segja megi, að verðlag á Norðurlöndum sé svipað, þeg ar á heildina er litið, er það þó breytilegt á einstökum vöru- flokkum. Flestir eru sammála um, að dýrtíð sé meiri í Sví- þjóð, einkum í Stokkhólmi — en hinum löndunum tveimur. Ferðaskrifstofur hér telja þó muninn ekki það mikinn, að orð sé á gerandi hvað fæði og húsnæði varðar og þessvegna er vísað til þess, sem sagt er um verðlag í Danmörku og Noregi. Ekki er maturinn lakari í Svíþjóð en í Danrrýjrku, enda erum við hér komin til rík- ustu og ^tærstu þjóðar Norður- landa, sem á geysimikinn fjölda góðra hótela og veítingastaða — við allra hæfi. ★ DVÖLIN. Meirihluti þeirra ferðamanna sem sækja Svíþjóð heim og skoða vilja landið, ferðast um suðurhlutann, um vatnasvæðin. Völ er á fjölmörgum skipu- nær óhugsandi að ókunnugum útlendingi sé boðið inn á franskt heimili, þó hann kynn- ist einhverjum Frakka. Ferða- fólkið verður því gjarnan ein- angrað innan um aðra ferða. menn og hittir mest þá Frakka, sem hafa túrisma að atvinnu — og reyna að sjálfsögðu að hafa sem mest upp úr starfinu. Á móti kemur sá kostur, að alls staðar eru hótel og skipulagn- ing til að taka við fólki og veita því viðeigandi þjónustu. Og auðvitað á það fyrrnefnda mest við í borgunum og fjölmenn- ustu ferðamannastöðunum, en þeir sem víkja úr hinni troðnu braut, mæta elskulegu, fjör- legu og opnu fólki og fá að kynn ast hinum „sjarmerandi" Frökk um. Nú seinustu árin hafa yfir völdin gert talsvert til að auka þjónustu við ferðamenn, bæta viðmótið við þá og draga úr kostnaði, en hátt verðlag varð um tíma til þess að margir höfðu stutta viðdvöl í Frakk- landi og héldu svo áfram til ó- dýrari ferðamannalanda. Fáir lögðum ferðum og er verðið á þeim sambærilegt við verð á ferðum á hinum Norðurlöndun um, þegar miðað er við daga- fjölda. Færri halda norður á bóginn, en leikur einn er að fara þangað — alla leið norð- ur í Lappahéruðin. Sarna gildir um Stokkhólm og aðrar borgir varðandi skoð- unarferðir innan borgarmark- anna. Slíkar. ferðir eru dag- lega og kosta tiltölulega lítið fé, en eru sjálfsagðar fyrir þá, sem komnir eru til þess að skoða sig um. Ýmsar ferðaskrifstofur skipu leggja ferðir til allra þriggja Norðurlandanna, einnig íslenzk ar. í slíkum ferðum er hægt að fá nasasjón af höfuðborgunum og ýmsu öðru, sem viðkomandi lönd bjóða ferðamönnum. Sjálf- sagt er fyrir þá, sem hyggja á utanferðir (ekki sízt ef það er fyrsta utanförin) að ráðfæra sig við íslenzka ferðaskriístofu, fá bæklinga um þau lönd og borgir, sem áhuginn beinist einkum að — og yfirvega mál- ið rækilega áður en endanleg ákvörðun er tekin. I kynnisför til útlanda ætti fólk ekki að fara nema með a.m.k. 1-2 mán. undirbúningi. Þvi betri sem und irbúningurinn er, þeim mun meira fæst út lír ferðinni — og þar af leiðandi fær fólk meira fyrir peninga sína en ella. hafa þó staðizt þá freistingu að koma þar við, því Frakkland dregur ferðamenn eins og seg- ull stál. Og hvar á að byrja? Sá á kvölina sem á völina. Á að halda til hins sólríka Suður- Frakklands, þar sem vínviður- ínn grær og bændurnir eiga sína appelsínu- og olívulundi, og alla leið til Blástrandarinn- ar með röð af þorpum og ferða mannabæjum með fram hlýju, bláu hafi, eins og perlur á festi? Eða á að fara vestur í Alpafjöll in með hæsta tind Evrópu, Mont Blanc? Eða norður. á Bretagne skaga, þar sem enn er óspillt og sérkennilegt mannlíf? Eða á að heimsækja skógana og hinar gömlu veiðilendur kon- unganna kringum París? Eða allar hinar fögru hallir frá 16. og 17. öld í Loire-dalnum? Eða eina stærstu og glæsilegustu konungshöll heims, Versali? — Eða . . . Nei, upptaíningin verð- ur óendanleg, og það fer eftir áhugamálum og skaplyndi hvers og eins hvað hann óskar að sjá í Frakklandi. Fyrir þá, sem áhuga hafa á sögu og byggingarlist, er Frakk land hreinasta gullnáma. Frakk land á sér langa fortíð. í Las- caux má skoða hellismálverk, sem talin eru 20 þúsund ára gömul. Þó við förum ekki nema aftur til fyrstu Frakkakonunga, erum við komin aftur í 5. öld. Ekki er hægt að rekja sögu Frakklands í svo stuttu máli, en þeir sem ætla að skoða sig um í Frakklandi, þurfa þó að hafa í huga nokkra atburði sem hæst ber úr glæstri fortíð þess. Þeg- ar um miðja 13. öld var konung ur Parísar voldugasti konungur Evrópu og höfuðborg hans menningarmiðstöð meginlands- ins. Frá þeim tíma eru einhverj ar glæsilegustu byggingar, sem nú eru til, svo sem dómkirkjan í Chartres, og á þeim tíma þekktu menn á íslandi Svarta skóla. í 100 ára stríðinu við Eng lendinga á 13. og 14. öld kom fram á sjónarsviðið bóndadótt- irin Jeanne d’Arc og gerðist frelsishetja Frakka og samein- ingartákn. Síðan höfum við röð af konungum, Körlum, Hinrik um, Filipusum og síðast en ekki sízt Loðvíkum, en á stjórnartíð Loðvíks 14., 1643 til 1715, náði dýrð konungsdóms og þjóðar há marki. Höll hans í Versölum og líf- ið við hirð hans bar af um glæsi mennsku, franska var mál menntamanna um allan heim og frönsk menningaráhrif drottnuðu. Þá kemur stjórnar- byltingin árið 1789, þegar múg- urinn réðist á Bastilluna í Par- ís og batt enda á guðlegan rétt konunganna. Það var upphaf lýðfrelsis í álfunni, en franska byltingin var blóðug borgara- styrjöld. Á það minnir aðaltorg ið í París sem allir ferðamenn skoða, hið glæsilega Place de la Concorde við endann á breið- götunni Champs Elysées, sem upphaflega var byltingartorgið, þar sem fallöxin hjó af höfuðin. Þá kemur fram á sjónarsviðið Napoleon Bonaparte, en þegar veldi hans stóð sem hæst árið 1812 voru franskir herir sam- tímis í Moskvu og Madrid og Róm, Amsterdam og Hamborg töldust hlutar Frakklands. — Tveimur árum seinna hrundi stórveldið til grunna með or- ustunni við Waterloo. Alls staðar þar sem ferðafólk fer um Frakkland, er það minnt á þessa þrjá glæsitíma í sögu Frakklands, tíma síðustu Loð- víkanna, byltinguna og veldi Napoleons, svo nauðsynlegt er að vera búinn að lesa sér svo- litið til um það áður en lagt er upp í ferðina. Ósigurinn í fransk-prússneska stríðinu 1870—71 batt í rauninni enda á veldi mikillar þjóðar. Og svo, þegar Frakkar tala um lýðveld in sín fimm, þá þarf að hafa i huga, að það fyrsta var eftir stjórnarbyltinguna eða 1792— 99, annað lýðveldið eftir bylt- inguna 1848—53, þriðja lýðveld ið milli fransk-prússneska stríðsins og fyrri heimsstyrjald arinnar 1870—1914, fjórða líð- veldið 1946 og þar til de Gaulle stofnaði til fimmta lýðveldis- ins 1958. Hvað sem ferðamaður ætlar að sjá í Frakklandi í sinni fyrstu ferð, hlýtur hann að koma til Parísar, sem er dýr- mætasti gimsteinninn í kórón- unni. Af myndum og frásögn- um þekkja flestir ýmsa merkis staði í borginni, sem ekki þykir hlýða að láta fram hjá sér fara svo sem Sigurbogann á Stjörnu torginu, hina frægu gottnesku Notre Dame kirkju frá 12. öld og Saint-Chapelle, litlu kapell- una með steindu gluggunum frá sama tíma þar rétt hjá, Eff- elturninn með útsýni yfir borg ina, Louvresafnið í einhverri stærstu höll í heimi og með tugi herbergja full af lista- verkum, þar á meðal Venus frá Milo og Monu Lisu, Invalides með rauðri marmaragröf Napo leons, hið glæsilega Óperuhús með sýningar á hverju kvöldi, Sacré Coeur kirkjuna á Mon- matre hæðinni og svo ótal margt fleira. Allir vita líka að í hinni „kátu París“ eru næt- urskemmtanir nægar, strípal- ingasýningar á næturklúbbum og fljótandi kampavín. Út í slík næturævintýri ætti þó enginn að leggja með takmörkuð aura ráð, að minnsta kosti athuga vel verð á hlutunum áður en þeir eru pantaðir. En töfrar Parísar eru nok'' uð, sem ekki er hægt að festa hendur á. Hvað er það sem hrífur? Er það hið gamla en þó síunga yfirbragð? Er það Signu fljót, sem hlykkjast milli steyptra bakka sinna? Eru það Parísarbúarnir á götunum, glæsilegu búðargluggarnir, vina legu garðamir, ójöfnu stein- lögðu göturnar eða þetta vak- andi andrúmsloft staðar, þar sem listamenn og andans menn hafa kosið að leggja til atlögu við viðfangsefni sín? Senni- leg allt þetta og svo fjölmargt annað. Þó ferðamaður gæti haft nóg að gera í margar vikur við að skoða söfn, minnismerki og annað markvert, kemst hann sennilega nær því að kynnast borginni og skynja hana með því einu að rölta um göturnar á fögrum vor- eða sumardegi, setjast öðru hverju á bekk und ir tré eða við borð á gangstétt inni framan við eitthvert kaffi- húsið og líta í kringum sig. París er ekki ein samfelld stór borg, heldur 20 samhangandi minni bæir. í hvert hverfi safn ast fólk með mismunandi kjör og áhugamál og setur svip sinn á viðkomandi hverfi. Því eru kaffihúsin eins og allt annað mismunandi eftir hverfum og fastagestirnir einnig. Og svo má líta inn á einhverja listasýn- ingu, skoða í bókakassana á Signubökkum og eyða löngum tíma að kvöldinu í að borða i litlum veitingastað og fá sér vínglas með matnum, því franski maturinn á sér engan líkan. Til að komast á milli staða er auðveldast fyrir ókunn uga að finna næstu neðanjarðar stöð, því Metroneðanjarðarkerf ið er svo einfalt og vel merkt, Götumynd frá París. Breiðgat an Avenue des Champs-Elyssées.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.