Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 28
MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1966 28 TYRKLAND ÞAR ER ÖRKIN HANS NÓA FÁ LÖND eiga nú jafn vaxandi vinsældum að fagna, sem ferða mannland og Tyrkland og ber þar margt til. Landslag þykir mjög fagurt, veðursæld mikil og Tyrkir eru mjög gestrisnir. Tyrkland er að langmestu leyti í Litlu-Asíu, en nokkur hluti landsins er í Evrópu, milli Grikklands og Búlgaríu. Sæ- viðarsund (Bosporus) skilur landshlutana að. H Tyrkland er lýðveldi og eru íbúarnir um 28 milljónir tals- ins, en landið er rúmlega 300 þúsund fermílur að stærð. Höf- uðborgin er Ankara, sem er all langt inni í Litlu-Asíu. þar eru um 650 þúsund. Þekktasta borgin í landinu sm. er líklegast Istanbul, sem stend '"•'Si' ur við Sæviðarsund, og var köll || uð Mikligarður á íslandi hér áður fyrr. Flugfar frá Reykja- vík til Istanbul fram og til baka » kostar um 21 þúsund krónur. §»£■ íbúar í Istanbul eru •— 1 K milljón. Að sjálfsögðu er einnig unnt ||j að sigla til Istanbul og það gera margir, enda þykir siglinga- leiðin um Eyjahaf og Marmara- haf sérlega skemmtileg og fög- ur. Skemmtiferðaskipin koma gjarnan við í hinni fornu og frægu borg Izmir, sem talin er góður fulltrúi Litlu-Asíu. Flestir ferðamenn leggja leið sína meðfram ströndr landsins við Eyjahafið, enda eru þar WjfL víða baðstrendur og margt að sjá. Ferðalög um Litlu-Asíu eru hins vegar nokkuð erfiðar, en sumir fara þó alla leið til Arar- at-fjalls, skammt frá þeim stað er landamæri Tyrklands, írans og Rússlands mætast. Það hef ur verið trú manna um aldir, að Örkina hans Nóa sé að finna á Ararat og hafa margir leið angrar verið gerðir þangað til að leita hennar. Höfuðborgin Ankara þykir ekki sérlega „spennandi" fyrir ferðamenn, enda er borgin ung og einkennist af stjórnarbygg- ingum og skrifstofubyggingum. Þeim, sem fara þangað, er ráð- lagt að sjá sólarlagið við Akk- ale, skoða forsetahöllina í Can- kaya, fara í tyrkneska þjóðleik húsið, snæða í Karpic og skoða grafhýsi Kemal Atatúrks. í Istanbul er margt að sjá. — Sofíukirkjan er af arkitektum talin' vera eitt af sjö undrum veraldar, en hún er þúsund ár- um eldri en St. Péturskirkjan í Róm. í borginni eru um 400 moskur, sem allar þykja skemmtilegar að skoða og þá ekki sízt moska Ahmets sold- áns, sem kölluð er Bláa mosk- an. Þá þykir sjálfsagt að allir dvelji einn dag í Topkapi höllinni, en þar hefur kvenna- búrið verið opnað til sýnis fyr- ir ferðamenn. Stór og mikill bazar er í Ist- anbul og er hann yfirbyggður. Þar er unnt að fá alla þá hluti, sem ferðamenn langar til að hafa með sér heim, skartgripi, Sofíukirkjan í Istanbul. Jústiníanus lét byggja hana og var hún vígð árið 537. koparvörur, vefnað og hvers konar handunna hluti. Á baz- arnum er prúttið í heiðri haft og enginn skyldi borga umyrða- laust fyrstu upphæðina, sem nefnd er, jafnvel þótt ferða- manninum þyki hann gera góð kaup. Ellefu eða tólf kílómetra lang ur fjörður, sem kallast Gullna hornið, gengur inn í landið, þar sem Istanbul stendur. Þykir þar mjög fagurt og keppast hótel og alþjóðleg fyrirtæki við að byggja við fjörðinn. Það sem þykir mest einkennandi fyrir Istanbul er Gullna hornið, mín- aretturnar og hvolfþökin. Frá Istanbul er hægt að fara með ferju til heilsuræktarstað- arins Yalova og til Bursa, sem er við rætur Olymps-fjalls. í Tyrklandi eru margar minjar úr sögu kristninnar. Sagt er að María mey hafi síðast átt heima 2 Efesos, en þangað er stutt ferð frá Izmir. Og Páll páfi var fæddur í Tarsus. í Tyrklandi mætist nýi og gamli tíminn, hið austurlenzka og hið evrópska. Ferðamaður- inn nýtur þar allra þæginda nú- tímans og verðlag er lágt. Að sjálfsögðu er verð alls staðar svipað, þegar dvalizt er á al- þjóðlegum hótelum eins og Ist anbul Hilton, en unnt er að búa á ódýrari hótelum, sem eru hreinleg og þægileg. Tyrkir eiga sér marga góm- sæta þjóðarrétti, sem sjálfsagt er fyrir ferðamanninn að bragða á. Þeir framleiða einnig ágæt- an bjór, sem líkist þýzkum. Þjóðardrykkurinn er raki, en Tyrkir eiga einnig ágæt rauð og hvít vín og vodkað er talið sér: staklega gott. Gjaldmiðill Tyrkja er lira, sem skiptist í 100 kursus. Ferða menn þurfa ekki vegabréfsárit- un, Enska og franska skilst víða. BlLLINN SEM BYGGÐUR ER FYRIR (SLAND. Hann sameinar styrkleika, mýkf og aksturshæfni befur en nokkurt annað fararfæki sem flutzt hefur til landsins. Lótið reynzlu annarra verða yðar reynzlu. BROIVCO LANDBÚNAÐARBIFREIÐIN MEÐ DRIFI Á ÖLLUM HJÓLUM SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SlMI 22466 Steypuhrœrivélar Fjölvirkjun Kópavogi. Símar 40-450 og 40-770. Nýjasta nýtt í kaffilögun FILTROPA kaffisíur Mjög hagstætt verð. Heildverzfunin Amsterdam Sími 31-0-23. "■W ,l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.