Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Laugardagur 16. apríl 1966 Landshöfn í Þorlákshöfn f GÆR var lagt fram á Alþingi stjrónarfrumvarp um landshöfn í Þorlákshöfn. Er með því frum- varpi gert ráð fyrir að ríkis- stjórninni heimilist að gera samn lng við eigendur hafnarmann- virkja í Þorlákshöfn um að rik- issjóður taki við eignum og skuldbindingum hafnarsjóðs Þor- lákshafnar <>g láti síðan starf- rækja og auka hafnarmannvirki í Þorlákshöfn á sinn kostnað. Til greiðslu kostnaðar, er af þessu Ieiðir gerir frumvarpið ráð fyrir að ríkisstjórninni heim ilist að taka Ián fyrir hönd rik- issjóðs, allt að 100 millj. kr. A3 öðru leyti greiðist kostnað- urinn úr ríkissjóði, eftir þvi sem fé er veitt til þess á fjárlögum. Hafnargjöld á hverjum tíma skal miða eftir því sem fært þykir, við það, að tekjur hafnarinnar nægi til þess að greiða vexti og afborganir að 2/3 hlutum stofn- kostnaðarins, auk árlegs rekstr- arkostnaðar. Framvarpið gerir ráð fyrir að i stjórn hafnarinnar eigi sæti fimm menn, kosnir af sameinuðu AJþingi. Ráðherra sá ,sem fer með hafnarmál, skipar formann hafnarstjórnarinnar úr hópi stjórnarmanna. í greinargerð er fylgir frum- varpinu kemur m.a. eftirfarandi fram: Þegar núverandi framkvæmd- ir hófust í Þorlákshöfn, var þar ein 140 m. lóng bátabryggja, svo- nefndur Norðurgarður, með dýpi meira en 2 m. yztu 25 m. og einnig brimbrjótur, svonefndur Suðurgarður um 200 m. langur, með dýpi yfir 2 metra á yztu 85 m. og var þar rúm fyrir eitt lítið flutningaskip. Að undangengnum undirbún- ingsrannsóknum á vegum vita- málaskrifstofunnar, var stækkun Þorlákshafnar boðin út á árinu 1961. Tekið var tilboði Efrafalls s.f. og hófust framkvæmdir um mitt ár 1962. Árið 1963 var svo gerður viðbótarsamningur og var með honum ákveðið að verk- sali skyldi hafa lokið Suður- garði eigi síðar en 1. janúar 1965 og Norðurgarði eigi síðar en 1. janúar 1966. Af tæknilegum á- stæðum var ákveðið að auka breidd Suðurgarðsins úr 12,5 m. í 14,5 m. strax í upphafi og síð- ar var legu Norður- og þver- garðanna breytt, breidd þeirra einnig aukin í 14,5 m. og Norð- urgarður lengdur í 115 m. og þvergarður í 95 m. og hafnar- svæðið stækkað þannig um 2000 ferm. Var sú breyting gerð með tilliti til breytinga þeirra, er orðið höfðu á bátaflotanuan hin seinni ár. Var Suðurgarður orðin not- hæfur fyrir skip 10. marz 19*65 og formlega afhentur hafnar- stjórn í nóvember sama ár. — Einnig var það sumar hafizt handa með byggingu Norður- garðs, og var ákveðið að fram- lenging á 1. áfanga skyldi vera 53 metrar. Byggingarkostnaður 1. desem- ber 1965 nam tæplega 50 millj. kr. að frádregnu seldu efni. Það væri því mikil verkefni óleyst við hafnarframkvæmdir í Þor- lákshöfn og kostnaður við þær skiptu tugum milljóna króna. Að ljúka þeim áfanga, er boð- inn var út 1961 telur vita- og hanfarmálastjóri að muni kosta um 30 millj. kr. miðað við nú- gildandi verðlag. Það hefði reynzt heimamönn- um ofviða að standa undir greiðslum vaxta og afborgana af þeim lánum, sem tekin hefðu verið til byggingarinnar. Þannig hefðu verið greidðar af ríiksfé afborganir og vextir vegna eldri framkvæmdanna, sem næmu lið- lega 10 millj. kr. og vegna síðari áfangans 19,7 millj. kr. ýmist með sérstökum fjárveitingum eða úr ríkisábyrgðasjóð. Eftir- st.öðvar þeirra lána, sem þegar hefðu verið tekin næmu nú lið- lega 32 millj. kr. og með vöxt- um til greiðsludaga mundu greiðslur þessar vera um 40 millj. kr. Væru þá ótalin þau lán, sem taka þyrfti til að ljúka hafnargerðinni. Af þessu væri Ijóst, að byggingarmál Þorláks- hafnar yrðu ekki leyst, nema fyrir atbeina og beina forgöngu ríkisvaldsins og þætti því rétt að gera Þorlákshöfn að lands- höfn. —Alþingi Framhald af bls. 1 aðeins í eitt ár. Þá er eiimig lagt til með frumvarpinu að í verð- lagsgrundvelli skuli tilfæra árs- vinnutima bóndans, skylduliðs hans og hjúa á búi af þeirri stærð, sem miðað er við hverju sinni, og virða vinnutíma til sam ræmis við kaupgjald verka- manna, sjómajma og iðnaðar- manna, eins og það er við upp- haf hvers verðlagstímabils. Eigi skal þó taka til viðmiðumar ákvædLsvinnu verkamanna og iðnaðarmanna né aflahlut sjó- mantita. Til kaupgjalds teljast hvers kona'r sammingsbundin fráðindi. Þá koma einnig nýjar greinar imi er lúta að því, að Búreikn- ingaskrifstofa ríkisins skuli afla árlega rekstursreikninga frá bændum og skulu þeir vera til afnota fyrir Hagstofu íslands og Sexmannanefnd. Sexmannanefnd getur og á- kveðið að efna til sérstakra ranm sókna í því skyni að fá betri upplýsingagrundvöll fyrir þau atriði, er máli skipta fyrir verð- lagningu Iandbúnaðarafurða, svo sem framleiðslu- og dreifingar- kostnað vinnutíma og fl. Skal nefndin í því efni leita samstarfs við Hagstofu fslands, Búreikn- ingaskrifstofu ríkisins og aðrar opinberar stofnanir, a3 Þvi leyti sem rannsóknir þessar snerta starfssvið viðkomandi stofnana. Eins og kunnugt er var starf sexmannanefndar þeirrar er ákvað verðlagsgrundvöll land- Ibúnaðarvara gert óvirkt í fyrra sumar, er Alþýðusamabnd Is- land.s afturkallaði fulltrúa sinn úr nefndinni. Þar seni verðlags- i grundvöllur til ákvörðunar af- urðaverði gildir frá byrjun hvers verðlagsárs 1. sept. reyndist óhjá kvæmilegt að skipa þessu máli imeð bráðabirgSalögum s.l. haust Við umræður um þau bráða- bixgðalög á Alfþingi lýsti land- búnaðarráðherra, Ingólfur Jóns- eon, því yfir að það væri vilji ríkisstjórnarinnar að aftur yrði komið á samstarfi milli fraimleið enda og neytenda um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða og í framhaldi af því skipaði ráonerra 7 manna nefnd í nóv. s.l. með það verkefni að leita eftir sam- komulagsgrundvelli milli fram- leiðenda og neytenda, sem af- urðasölulöggjöfin yrði byggð á, og koma fram með tillögur í því efni. Var prófessor Ólafur Björne son skipaður formaður nefndar- innar, en aðrir nefndarmenn voru tilnefndir af samtökum framleiðenda og neytenda. í þess ari sjö manna nefnd náðist ekki samkomulag um sameiginlegar tillögur um breytingar á lögum um framleiðsluráð og fl. í febrú- ar s.l. sendi nefndin landbúnaðar ráðuneytinu tillögur sínar í frumi varpsformi, en Hannibal Valdi- marsson stendur ekki að þeim til lögum sem aðrir nefndarmenn hafa gert um skipan og störf Sexmannanefndar, og hefur hann samið sérálit um afstöðu sína og tillögur. Er fruimvarp það er lagt var fram á Alþingi 1 gær að mestu samhljóða fruimvarpi sjö manna nefndarinnar. Eins og áour segir gerir frum- varpið ráð fyrir því að á ný verði skipuð sexmannanefnd sem í eigi sæti fulltrúar tilnefndir af sam- tökum fraimleiðenda og neytenda. Skal nefnd þessi ákveða afurða- verðið til framleiðenda og verð landbúnaðarvara í heildsölu og smásölu. Af hálfu framleiðenda hefur stjórn Stéttarsamibands bænda rétt til þess að tilnefna tvo menn, en Framleiðsluráð landbúnaðarins einn maim, en af hálfu neytenda hafa Allþýou- sainiband íslands, Landsamiband iðnaðarmanna og Sjómannafélag Reykjavikur hvert uni sig rétt til að tilnefna einn martn. Ef ein hver aðili notar ekki rétt sinn til tilnefningar skal landbúnaðarráð herra tilnefna í stað þeirra sam- taka framleiðenda sem ekki not- ar rétt sinn, en félagsmálaráð- herra á sama hátt í stað samta/ka neytenda. Þá skulu og Hagstofu- stjóri og forstöðumaður búreikn- ingaskrifstofunnar vera nefnd- inni til aðstoðar. Sexmannanefndin skal síðan leitast við að ná samkomulagi um verðlagsgrumdvöll, þar sem kveðið verði á um framleiðslu- kostnað og magn afuxða og um verð til framleiðenda á einstök- um landbúnaðarvörum. Náist um slíkan verðlagsgrundvöll saim- komulag, er stutt er af meiri- hluta nefndarmanna, sikal verð það til framleiðenda sem í hon- um felst, gilda við verðlagningu landbúnaðarvara frá byrjun við- komandi verðlagsárs. Þegar rætt er í nefndinni um álagningu á búvöru í smásölu, ebr að gefa fulltrúum Kauip- mannasamtaka íslands kost á að sitja fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétti. Náist ekki meirihluti í Sex- mannanefnd varðandi ákvörðun verðlagsgrundvallar, eða varð- andi verðlagningu söluvara skal vísa ágreiningnum til sáttasemj- ara ríkisins. Skal hann leitast við að finna málamiðlun í ágreinings atriðum og leggja fram tillögur þeim til úrlausnar. Beri sáttaum leitanir ekki árangur, skal sikip- uð yfirnefnd er felli fulinaðar- úrskurð. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugav. frá 33 - 80 Laugarteig Hverfisg. 1 frá 4 - 62. Þingholtsstræti Skólayörðustígur Arni Kristjánsson Minning ÁTTUNDA apríl, föstudaginn langa, lézt Árni Kristjánsson frá Bræðraminni á Bíldudal. Andlát hans bar brátt að og óvænt, þótt hann hefði kennt lasleika nokkra hríð. Árni var fæddur að Bræðra- minni 7. nóvember 1901, fimmta barn hjónanna Rannveigar Árna dóttur og Kristjáns Jónssonar ug hið fimmta sem fer héðan af þeirra tíu barna hóp. Árni ól allan sinn aldur á Bíldudal, að undanteknum nokkrum vertíð- um, sem hann var á tegurum hér syðra. Árni kvæntist Guðrúnu Snæ- björnsdóttur frá Tálknafirði og eignuðust þau 14 börn, af þeim lifa 13 föður sinn, hið yngsta tæpra tíu ára. Eru þau öll hin mannvænlegustu, dæturnar ó- venju fríðar og vel af Guði gerð- ar, synirnir hraustir og dugleg- ir. Tveir þeirra hafa þegar lokið prófi frá Sjómannaskólanum og sá þriðji stundar þar nám. Árni var hin góða forsjá barna sinna og heimilis. Engin orð ná að lýsa umhyggju Árna er börn hans og eiginkona áttu í hlut. Frístundir átti hann fáar, hann stundaði alla þá vinnu er verka- manni bauðst pg rak bú að Bræðraminni að auki. Lund hans var létt og vinnugleðin takmarka laus og líf hans þrátt fyrir þungt heimili, hamingjusamt. Átti kona hans ekki minnstan þátt í því, enda mat hann hana að verð- leikum. Með Árna er genginn góður drengur, elskaður og virtur af ættingjum og vinum og öllum sem við hann kynntust. Nýtur þegn, sem skilað hefur þjóð sinni góðum arfi er horfinn t sjónarsviðinu. Eljumaanni er unnað hvíldar að erfiði loknu. Hans er minnst með þakklæti og sárt saknað, sárast þó af eigin- konu og börnum, sem aldrei máttu missa hann, en eigi má sköpum renna. Fjölskyldu hans vottum við dýpstu samúð, megi minningin um elskulegan eiginmann og föður létta harm þeirra. Guð blessi ykkur öll. Eiríkur Einarsson. Skrifstofuaðstoð Lítið iðnfyrirtæki í Holtunum óskar eftir skrif- stofuaðstoð hálfan daginn. Nokkur bókhaldskunn- átta, annars almenn skrifstofustörf. — Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir 25. apríl, merkt: „Vandvirkni — 9048". Bókarastaða Opinber stofnun óskar eftir að ráða bókara nú þeg- ar. Nokkur vélritunarkunnátta nauðsynleg. — Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 20. apríl nk., merktar: „Framtíð — 1966". Bifreiðaeigendur á Suðurnesjum Bifreiðaverkstæði okkar að Vesturgötu 12, Keflavík, tekur að sér ljósastillingar á bifreiðum. Verkstæðið verður fyrst um sinn opið, sem hér segir: Mánudaga til fimmtudaga kl. 7,30—12 og kl. 1—7 e.h. Föstudaga kl. 7,30 til 12 og kl. 1—3 e.h. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Sími á verkstæði: 1782. Mföstöðvarofnar til sölti 165 el. notaðir miðstöðvarofnar eru til sölu í Landa- kotsspítala Stærð á elem. er lmx22cm — Seljast mjög ódýrt, ef samið er strax. Sendiferðabíll U.S. Ford 1959 til sölu og sýnis við Slökkvistöð Reykjavíkur. Tilboð sendist Reykjavíkurdeild R.K.Í., pósthólf 872.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.