Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAOIÐ Laugardagur 16. apríl 1966 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓRAR: SIGURÐUR HAFSTEIN OG VALUR VALSSON Öflug og fjölþætt starfsemi Varðar FUS, Akureyri Viðtal við öía Ð. Friðbjörnsson formann Varðar TlÐINDAMAÐUR síðunnar var fyrir skömnvu staddur á Akur- eyri og greip þá tækifærið að spjalla við Óla D. Friðbjörns- son formann Varðar, F.U.S., en starfsemi Varðar hefur verið mjög blómleg í vetur og þar fbryddað upp á ýmsum nýjung- ura. — Hvað viltu segja um starf- semi félagsins í vetur? — Við tókum upp alveg nýjan þátt í starfseminni í febrúar, er við stofnuðum „Klúbb unga fólksins". Hér á Akureyri hafði lengi vantað stað, þar sem unga fólikið gæti skemmt sér og vín er ekki haft um hönd. Ýmsar tilraunir höfðu verið gerðar í þessa átt og sumar gefizt mjög vel. Við ákváðum því að reyna að leggja okkar skerf af mörk- um og náðum samkomulagi við stjórn Sjálfstæðishússins um að þar yrðu haldnar skemmtanir fyrir ungt fólk á miðvikudögum. - Síðan höfum við haldið skemmt anirnar reglulega einu sinni í viku og ég verð að segja, að árangurinn er miklu betri en nokkur þorði að vona. Með því að öil vinna í kringum þetta er innt af hendi endurgjaldslaust, hefur okkur tekist að stilla öllu verðlagi mjög í hóf, og niður- staðan er sú, að hátt á fimmta hundrað manns hafa komið, þeg- ar mest var. Skemmtanirnar fara þannig fram, að húsið er opnað kl. 8 og þá geta menn setzt að spilum eða tafli, spilað „ís-hocky“ eða knattspyrnuspil, farið í ,,billjard“ eða blaðað í blöðum og tímarit- um, sem þarna liggja frammi, svo að nokkuð sé nefnt. Síðan eru sýndar kvikmyndir og nú á hæstunni verður sýnd kvikmynd af skemmtikvöldi í „Klúbbi unga fólksins" sem tekin var fyrir skömmu. Loks er svo dansað til klukkan hálf tólf. £g vil taka það mjög skýrt dfram, að við höfum alltaf mætt skilningi og góðvild hjá þeim, sem við höfum þurft að leita tíi, enda höfum við einsett okk- ttr oð halda allri pólitík utan við þessa starfsemi. Og það er ótrúlega mikil vinna, sem liggur á bak við hvert kvöld. Fjölmarg ar nefndir eru starfandi og alls munu milli 40 og 50 manns vinna að undirbúningnum hverju sinni og sjá um, að allt fari fram eins og til er ætlazt. — Býztu við að þetta verði fastur liður hjá Verði í fram- tíðinni? — Ég bæði vona að svo verði og að svo verði ekki. f>að er brýn þörf á því, að bærinn byggi hér viðunandi hús fyrir æsku- lýðsstarfsemina, þar sem hægt verður að skipuleggja hana alla á einum stað. Og eftir að sú bygging verður komin upp, reikna ég ekki með, að Vörður haldi áfram starfsemi „Klúbbs unga fólksins" a.m.k. ekki í því formi. sem hún er núna. En fram að þeim tíma vona ég, að Klúbb- urinn starfi áfram. Við höfum mörg ný áform í huga til að efla Klúbbinn og búa hann betri starfa, en við höfum not fyrir. Og ég held. að þetta gangi allt saman svona vel vegna þess, að unga fólkið hefur miklu meiri ánægju af að skemmta sér, ef það getur sjálft lagt eitthvað af mörkum, til þess að skemmtunin fari vel fram. — Hvað um aðra þætti félags- málanna? — Fyrir nokkrum árum var byrjað að halda kvöldverðar- fundi reglulega fyrsta föstudag hvers mánaðar og hefur verið reynt að fá úrvals fyrirlesara, eftir því sem hægt hefur verið. Þessir fundir hafa alltaf átt vin- sældum að fagna og orðið til þess að tengja félagsmenn betur sam- an. Á síðasta fundinum mætti Birgir ísleifur Gunnarsson borg- arfulltrúi í Reykjavík, og ýmsir aðrir forustumeran ungra Sjálf- stæðismanna hafa talað þar. Þá eru bingóin alltaf fastur liður hjá okkur. Þau eru alltaf jafn vinsæl, svo að venjulega er uppselt á þau á fyrsta klukku tímanum. í fyrrasumar íór Vörður í skemmtiferð til Ásbyrgis, þar sem slegið var upp tjöldum. Síð- an var farið um Hljóðakletta að Dettifossi og um Mývatnssveit til Akureyrar. Tókst þessi ferð í alla staði hið bezta og nú er ákveðið að efla þessa starfsemi enn meir og verður skipuð sér- stök nefnd í því skyni. Við höf- um hugsað okkur að fara þrjár ferðir í sumar. Ekki er þó Nýjasta hljómlistin er leikin fyrir dansinum tækjum. Það verður dýrt að koma þessu öllu upp, en sann- leikurinn er bara sá, að nú á tímum vilja menn hafa hlutina fyrsta flokks. Það verður að horfast í augu við það. — Er erfitt að fá fólk til að vinna að þessum skemmtunum? — Síður en svo. Eins og ég segi eru miklu fleiri fúsir til að Setið við spilaborðin ákveðið hvert farið verður né hvenær. Það þarf miklu meiri athugunar við, en mér er óhætt að segja, að innan skamms mun liggja fyrir hvernig þessum ferða lögum verður hagað. Loks er svo mikið starf fram- undan til undirbúnings kosning- unum. Sá undirbúningur er raun ar þegar hafinn og ég verð að segja, að ég er bjartsýnn. Stöðugt bætast nýir meðlimir í Vörð og hann er nú tvímælalaust sterk- asta stjórnmálafélag ungra manna hér á Akureyri. — Hver mundurðu segja að væri höfuðbaráttumál ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri í dag? — Annað höfuðmálið er æsku- lýðsmálin og allt er að þeim lýtur. Það gladdi mig því mikið, þegar stjórn ÍSÍ tók þá ákvörðun að gera AkUreyri að miðstöð vetrarílþrótta á íslandi. Og ég er sannfærður um, að það var vel ráðið. Hér er aðstaða mjög góð til skíðaiðkana, sérstaklega eftir að skíðalyftan verður kom- in upp, og segja má, að vagga skautaíiþróttarinnar sé hér á Akureyri. Höfuðnauðsyn er að taka æsku lýðsmálin öll miklu fastari tök- um en gert hefur verið og gera fasta áætlun um, hvernig þau beri að leysa. Þar á bæjarfé- lagið ekki eitt að koma til, held- ur öll hin mörgu æskulýðsfélög hér í bænum, líka stjórnmála- félögin. Hitt höfuðmálið er húsnæðis- málin. Það er draumur allra ungra manna og kvenna að eign- ast þak yfir höfuðið. Akureyri verður að gera allt, sem í henn- ar valdi stendur til þess að hjálpa þeim til að ná þessu takmarki, efla þarf Byggingalána sjóðinn enn meir en orðið er, jafnframt því sem ríkisstjórnin verður að halda áfram eflingu Húsnæðismálastofnunarinnar. —. Leikvalla- og barnaheimilamál- in blandast líka mjög inn í þessi mál, þar sem mörg húsmóðirin verður að vinna úti hluta úr degi eða allan daginn, meðan verið er að komast yfir örðug- asta hjallann. Þess vegna verður Akureyri að gera stórt átak í þessum efnum, og létta undir með unga fólkinu ,i viðleitni þess til að ná þessu takimarki. Fremri röð frá vinstri: Aðalheið ur Sigurðardóttir, Matthias Sveinsson, form., Sveinbjörn Renediktsson. Aftari röð frá vinstri: Helgi Jónsson, Jón Ólafsson. Aðalfundur FUS í Kjósursýslu Matthlas Sveinsson endurkjörinn form. Aðalfundur „Félags ungra Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu“ var haldinn að Hlégarði í s.l. mánuði. Fráfarandi formaður Matthías Sveinsson flutti skýrslu stjórnar yfir s.l. ár, sem er fyrsta starfs- ár félagsiras, en það var stofnað 11. des. 1964. Starfsemi félagsins hefur ver- ið fjölbreytt og þwáttmikil og hlotið góðar undirtektir á fé- lagssvæðinu. Á fundinum gengu 11 nýir félagar í félagið, nálgast félagatalan nú eitt hundrað fé- laga. Efnt var til málfundánám- skeiðs, 7 funda alls. Voru þar flutt framsöguerindi um ýmis efni. Þátttaka var góð og um- ræður fjörugar. Félagið efndi til tveggja 9kemmtikvölda á árinu. Efnt var til hópferðar á sum- armót S.U.S. í Húsafellsskógi. Þá sendi félagið fulltrúa sína á Landsfund Sjálfstæðisflokks- ins og þing S.U.S. á Akureyri. Ásamt „Þorsteini Ingólfssyni" efndi félagið til héraðsmóts í Fé- lagsgarði í nóv. Var það fjölsótt og hin glæsilegasta samkoma. Að lokinni skýrslu formanns las gjaldkeri reikninga félagsins fyrir starfsárið. Voru þeir sam- þykktir atíhugasemdalaust. Á aðalfundinum mætti Axel Jónsson alþingismaður og flutti hvatningarræðu til unga fólks- 1 ins. Einnig mætti þar Svavar B. Kolbeinsson framkvstj. S. U. S. og flutti kveðjur og árnaðar- óskir frá Sambandi ungra sjálf- stæðismanna. Pétur Hjálmars- son iýsti ánægju sinni yfir starf- inu á sl. ári og hvatti til au'k- innar starfsemi á nýbyrjuðu starfsári. Nýkjörin stjórn er þannig skipuð: Form. Matthías Sveins- son, sveitarstjóri, Mosfellssveit, varaform. Helgi Jónsson bóndi, Felli, Kjós, ritari Jón Ólafsson bóndi, Brautarholti, Kjalarnesi, gjaldkeri Sveinbjörn Benedikts- son, bóndi, Bjargarstöðum Mos- fellssveit, spjaldskrárritari Aðal- heiður Sigurðardóttir, Hlaðhömr- um Mosfellssveit. í fulltrúaráð voru kjörnir: Guðmundur Jóhannesson, Dælustöð, Mosifellssveit. Helgi Jónsson, Felli Kjós. Jón V. Jónsson, Lykkju, Kjalarnesi. Sveinbjörn Benediktsson, Bjargarstöðu, Mosfellssveit. í kjördæmaráð voru kjörnir: Matthías Sveirasson og Jón Ólaifsson. Að lokum tók nýkjörinn for- maður til máls og þakkaði hann traust það sem sér og meðstjórn- endum sínum hafi verið sýnt og hvatti félagsmenn til samstöðu og aukinna starfa á komandi starfs- 1 ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.