Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 17
LaugartöagUT 18. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Margrét Helgadóttir Minningarorð Til moldar er borin í dag mæt ofsögum sagt að hún var dálítið kona Margrét Helgadóttir frá Sæborg á Stokkseyri. Hún var fædd aS Tóftum í Stokkseyrar- hreppi 12. april árið 1866 og aðeins tveir dagar skildu, svo að hún ekki náði sínu áttugasta afmælisdegi, hún lézt 10.4 1966. Það er svo ótalmargt að minn- ast á, en læt öðrum það eftir. Ég get ekki látið hjá líða að rifja upp örlítið brot úr langri í/jgu. Margrét var í orðsins fyllstu merkingu elskuleg kona. Hiún hafði það til brunns að foera eem ég álít að góð persóna þurfi að hafa. Hún var ylrík, vel gef- in og gestrisin fram yfir annað eem ég hefi kynnst, að öðru ó- löstuðu. Á heimili. heiðurshjóna, Margrétar og Einars Ingimundar sonar, manns henar sem lézt árið 1950, nutu ákveðið, allir eem þangað komu hinar ágæt- ustu rausnar og elskulegheita. Þótt aldrei byggju þau í glæst- um sölum, þá var samt meiri elska innan þeirra veggja en víðast tíðkast. Mér er í fersku minni er ég eitt sinn sem oftar kom með móður minni til Mar- grétar og Einars, þá var ég 14 ára og bjuggu þau þá að Lauga- veg 38 í Rvík. Ég átti helzt að dvelja í sjúkra húsi 2-3 daga eða ef hægt væri að búa vel itm mig heima. Ég var ekki Reykjávíkurbarn, svo þar af leiðandi varð ég að kom- ast inn á heimili eða sjúkrahúsi ella. Er blessuð Margrét frétti þetta, var ekki annað viðkom- andi en að við værum hjá þeim. íbúðin var ekki stór, en full af velvilja og ekki hefði ég getað haft það betra þó ég hefði verið á bezta sjúkrahúsi. Það tíðkaðist ekki í þá daga ef utanbæjar- fólk kom til Reykjavíkur, að það fengi inni á gististöðum. Alltaf var guðað á glugga hjá vinum. Eitt sinn komum við fjögur. Ég vissi fyrirfram að ekki var plás fyrir okkur öll hjá Margréti og Einari á Týs- götu 1, því þar bjuggu þau í fallegum tveim herbergjum. Ég ætlaði að fá inni þar sem plássið var miklu stærra, að flatarmáli, en það brást, því þar vantaði bjarta hlýjuna. Ég reik- aði ókunn í Reykjavík en enda- stöðin var að Týsgötu 1 efstu hæð. Ég hringdi dyrabjöllunni hálf skömmustuleg. Húsfreyj- an Margrét kom til dyra. Vertu velkomin vina mín, sagði hún um leið og hún bauð mér inn. Mér varð að orði: „Má ég vera hér bara í nótt?“ Hún hélt nú það og þar með var ég inni á heimilinu ásamt þrem öðrum af minni fjölskyldu. Við höfum oft rætt þetta í seinni tíma, hvernig þetta bökstaflega var hægt og alltaf fáum við sama svarið í lokin, ef viljinn er með, þá er flest hægt. En hrædd er ég um að í dag sé andinn annar, hjá okkur sem höfum stærra og um- fangsmeira. Fallega stofan henn- ar Margrétar var orðin að einni flatsæng. Þetta var ekki í fyrsta íkipti og ekki það seinasta. Alt- af var i)im hjá Margréti, hún sagði alltaf. „Það er nú líklega ekki nema sjálfsagt, þó að þið verðið nú hér“. Eftir að ég var uppkomin, þá kom ég sem betur fer, að meta þessa öndvegis kosti sem Margrét átti, þeir eru hluti af miínu veganesti. Það er ekki AVALT TIL REIÐU. Sími: 40450 sérstök mannpersóna, sem ég mundi óska að sem flestir fet- uðu í fótspor .Hún var kát og glöð, kímnigáfu að ég held með- fædda átti hún, hún hafði sínar ákveðnu skoðanir í lífinu, en gat samt dregið skoðanir sínar til baka ef það skaðaði hvorki einn eða neinn. Mér fannst Margrét kunna manna og kvenna bezt að stilla sína strengi og aldrei, held ég að hún hafi skaðað neitt með fjilsku umtalsefni. Mér fannst hún altaf hrein og bein, þó aldrei særði hún nokkurn mann. Margrét var gæðakonan góða, gáfuð pg glögg. Margrét og Einar Ingimundar- son hinn ágæti maður hennar eignuðust þrjár dætur, Sigþrúði gifta Stefáni Thoroddsen bakara meistara Ingunni gifta 3rynjúlfi Árnasyni deildarstjóra og Önnu sem býr með syni sínum og tengdadóttur og barnabarni, prýðisgóðu systrum og mönnum þeirra og öðrum ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Ég veit að það er soknuður ekki sízt þegar svo mæt kona, sem Margrét Helgadóttir var, kveður okkur mannanna börn hér á jörðu. Eins og hinn ágæti prestur komst að orði, þá erum við mannanna börn, aðeins í reynsluskóla Guðs hér á jörðu. Margrét mín, kveðja frá móð- ur minni, góðri vinkonu þinni. Blessuð veri minning þín kæra Margrét mín. Sigríður Bjarnadóttir. * • Ingimundur Ogmunds- son, ísafirði 85 ára f DAG er Ingimundur Ögmunds- son, Hlíðarvegi 12, ísafirði, 85 ára. Hann er fæddur að Fjarðar- horni í Hrútafirði, 16. apríl 1881. Hann fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum, Ögmundi Kristjánssyni og Sigurbjörgu Sigurðardóttur, að Hálsi á Skóg- arströnd og ólst þar upp. Fimmtán ára gamall fór hann að stunda sjómennsku, fyrst við Breiðafjörð og síðar frá Reykja- vík um árafoil á skútum, togur- um og vélbátum. Ingimundur kvæntist 1911 Auðbjörgu Árnadóttir og eignuð- ust þau 9 börn og eru 3 þeirra látin. Hann missti konu sína ár- ið 1926. Ingimundur fluttist til ísafjarðar árið 1929 og hefur bú- ið þar síðan. Hann kvæntist þar síðari konu sinni Jðhönnu S. Jónsdóttur frá Arnardal og eiga þau 3 dætur. Afkomendur Ingi- mundar munu nú vera um 40. Ingimundur hefur stundað margs konar störf á ísafirði m.a. útgerð um tíma og síðar húsa- smíðar og stóð fyrir byggingu margra 'húsa þar í bæ og víðar. Ingimundur hefur ávallt verið 'heilsugóður og var hraustmenni mikið á yngri árum, smiður góð- ur og fengsæll fiskimaður. Mun hugur hans hafa staðið til skip- stjórnar, en af því gat ekki orð- ið sökum sjóndepru, sem mun hafa háð honum frá fyrstu tíð. Ingimundur Ögmundsson er enn vel ern ,fróður og minn- ugur og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja frá langri ævi. Ingimundur hefur lesið mik ið, einkum íslenzk ljóð hinna eldri skálda og er þar vel heima, enda hagmæltur sjálfur. Hann hefur fylgzt með hinni öru fram þróun á öllum sviðum þjóðlífs- ins frá því fyrir aldamót. Hann dáði mjög hina sterku einstakl- inga aldamótakynslóðarinnar, sem brutust áfram með framtaki og dugnaði. Hann fylgist enn af lifandi á'huga með atburðum líð- andi stundar. Börn Ingimundar, vinir hans og kunningjar senda honum og konu hans á þessum tímamótum beztu árnaðaróskir og kveðjur. Vinur. HALLAM4LSTÆKI FRÁ ERTEL Beztu kaupin í dag eru þýzku hallamálstækin frá Ertel. — Athugið vel verð og tæknilega kosti áður en þér kaupið hallamálstæki og stengur. Allir kíkjar fáanlegir með réttri mynd. Sjálfvirkir kíkjar, ný gerð, eru hallamálstæki framtíðarinnar. Verð ótrúlega lágt, lægra en á sambæri- legum kíkjum af gömlu gerðinni. GERÐ BNL. Hallamálstæki er stækkar 18 sinnum. 360° gráðubogi, sem hægt er að stilla á 0° stytta að vild. Verð, öfug mynd Verð, rétt mynd Góðir fætur, sem hægt er að kr. 9.612,00. kr. 11.392,00. GERÐ BNL GERÐ BNA og INA Einkaumboð á íslandi: VERK hf Skólavörðustíg 16. Reykjavík. .oiuskattur innifalinn. — Með fæti og leðurtösku. GERO BNA. Sjálfvirkur hallamælir. Stillir sig sjálfur. — Rétt mynd. Stækkun 24 sinnum. Góðir fætur, styttanlegir. Verð án gráðuboga kr. 16.235,00. Verð með innbyggðum gráðuboga kr. 18.800,00. Söluskattur innifalinn. — Með fæti og hylki. GERÐ INA. Sjálfvirkir hallamælar gerðir fyrir nákvæmnisvinnu. — Rétt mynd. Stækkun 32 sinnum. Með eða án gráðuboga. Verð án gráðuboga kr. 22.430,00. Verð með gráðuboga kr. 28.035,00. Hallamálsstengur, sem hægt er að brjóta saman svo lítið fer fyrir þeim — Breidd 5 cm og 8 cm. Verð með .sölusk.: 3 m kr. 1.330,00. 4 m kr. 1.720,00. 5 m kr. 2.175,00. Mælistikur, 6 í búnti, þríhyrndar. — Verð kr. 860,00. Málbönd, ryðfrítt stál. Tölur báðum megin. Núll punktar á enda. Verð með sölusk.: 10 m kr. 495,00. 25 m kr. 930,00. 50 m kr. 1.790,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.