Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 26
26 MORCU NBLAÐIÐ Laugardagur 16,.apríl 1966 Hótelgestir á Akur- eyri i skíðakeppni Reykjavíkurmótið í badminton í dag Á PÁSKADAG var efnt til mikils móts sem gestir skíða- hótelsins í Hlíðarfjalli við Akur- eyri tóku þátt í. Var mót þetta toæði í gamni og alvöru — aðal- lega gamni og höfðu margir gaman af. Til þessa gestamóts var mjög vandað og undirbúningur og mótsstjórn heimamönnum til mikils sóma. Mótsstjóri var Guðmundur Tulinius. Keppt var í einni grein, stór- svigi og var brautarlengd um 2 km og hlið mörg auk tveggja gilja. Rásmark var við Stromp. Mótið setti einn af „Hermönn- um“ heimamanna með snjallri ræðu og við góðar undirtektir rúmlega tvö þúsund áhorfenda. Undanfari átti að vera hótel- stjórinn Frímann Gunnlaugsson, en hann átti ekki heimangengt végna veikinda kokksins. f hans stað fóru Guðmundur Rósmunds son faðir Karolinu íslandsmeist- ara og 6 ára sonur hennar Karl Frímannsson. Keppendum var skipt í tvo MOLAR Real Madrid vann Inter Milan 1—0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppninnar um Evrópubikarinn. Leikur- inn fór fram í Madrid. Inter Milan er handhafi Evrópu- bikarsins frá því í fyrra. Síð- ari leikurinn verður á heima- velli lnter. flokka. í B-flokki (betri) voru þeir hótelgestir sem keppt höfðu áður, en A-flokki (aular) þeir sem aldrei höfðu keppt. Úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur stúlka 1. Ragnheiður H. Reynisd. ÍR 2. Elín H. Thorarensen ÍR 3. Irma Obereder Austurríki B-flokkur (einn keppandi) Emmi Krámma Austurríki A-flokkur karla 1. Hermann Isebarn Rvik 2. Reynir Sigurðsson ÍR 3. Birgir ísleifsson ÍR B-flokkur karla 1. Hörður Þorleifsson Akranesi 2. Björn Bjarnason ÍR 3. Þráinn Þórhallsson ÍR Þar sem mót þetta fór fram á páskadag og öll samkomuhús staðarins lokuð varð að hafa verðlaunaafhendingu og hóf í skíðahótelinu. Var mjög vandað til verðlauna og á eftir sunginn sálmur. V í 5a va ng shlaup Hafnarf jar5ar VÍÐAVA NGSHLAUP Hafnar- fjarðar fer að venju fram sum- ardaginn fyrsta og hefst kl. 4 síðdegis. Keppt verður í fjórum flokkum; 13 ára og yngri, 14— 16 ára, 17 ára og eldri og í stúlknaflokki. REYKJAVÍKURMÓT i badmin- ton verður háð í Valsheimilinu nú um helgina. Hefst mótið kl. 3 í dag og verða undanrásir leiknar en á morgun sunnudag kl. 2 fara fram úrslitaleikirnir. Um 40 keppendur taka þátt í mótinu og meðal þeirra er allt bezta badmintonfólkið í Reykja- vík. Keppt verður í öllum greinum þ.e.a.s. einliða og tvíliðaleik karla og kvenna og í tvenndar- keppni. ; Þessi skemmtilega mynd er ! : tekin á dögunum af hinum • • árlega kappróðri milli ensku Z Z háskólanna Oxford og Cam- ; ■ bridge. Oxford vann í 50. Z Z sinn og var 314 bátlengd á ; ■ undan. Tími sigursveitarinn- : ; ar var 18 mín. 56 sek., en ; ■ vegalengdin er 4(4 míla. Ox- ; ; ford hefur þegar tekið for- 5 : ystuna er þessi mynd er tekin ; ; snemma í keppninni. Tennis- og badmintonfélagið sér um mótið og hvetur alla er badminton unna að koma og horfa á góða og skemmtilega leiki. íslandsmeistarar 1966 Rabbað við Gunnar Gunnarsson, skákme istara Islands og Hall Símonarson, Islandsmeistara í bridge NÝLEGA eru afstaðin tvö fs- landsmót — annað í sveita- keppni í bridge, en hitt í skák. Keppnin í bridge varð m | jg hörð og tvísýn, en fjór- ar sveitir höfðu möguleika á fyrsta sætinu, þegar ein um- ferð var eftir. En sveit Halls Símonarsonar, hins góðkunna íþróttafréttamanns, reyndist sterkust á lokasprettinum, og varð hún fslandsmeistari. Önnur varð sveit Benedikts Jóhannssonar, þriðja veit Gunnars Guðmundssonar og fjórða sveit Agnars Jörgen- sonar. Keppnin í fslandsmótinu í skák varð ekki síður skemmti leg og spennandi. Þar höfðu þrir skákmenn, þeir Gunnnar Gunnarsson, Jón Hálfdánar- son og Björgvin Víglundsson, allir möguleika á því að hreppa íslandsmeistaratitilinn þegar síðasta umferðin var eftir. Eftir miklar sviptingar á skákborðinu og tauga- spennu keppenda fóru Ieikar svo að Gunnar Gunnarsson tryggði sér sigurinn með jafn tefli, og er hann vel að hon- um kominn, því að Gunnar hefur verið í fremstu röð skákmanna okkar síðasta ára- tuginn. Mbl. hitti þessa tvo nýbök- uðu fslandsmeistara, þá Gun-n ar og Hall að máli, og rabbaði vi ðþá lítillega um mótin tvö og sigurinn. Gerði sér engar gyllivonir. — Því verður ekki neitað, að þetta var erfitt mót, sagði Gunnar Gunnarsson, hinn ný- bakaði skákmeistari íslands 1966, þegar Mbl. hafði sam- band við hann í gær. Keppn- in var allan tíimann hörð og jöfn, lengi vel mjög tví- sýnt, hver myndi vinna þetta mót. En svona mót eru alltaf erfið, stundum tefldar tvær skákir á dag, og maður veit aldrei hvernig hver skák muni fara, því að styrkleiki skákmannanna er svo áþekk- ur. — En frómt sagt, þá gerði ég mér engar gyllivonir í byrjun, því að þarna voru ýmsir skákmenn, t.d. eins og þeir ungu — Björgvin Víg- lundsson, Jón Hálfdánarson og Guðmundur Sigurjónsson, — sem hafa staðið sig mjög vel að undanförnu. En mað- ur hafði þó alltaf sína stóru drauma, og það setti óneitan- lenga nokkurt kapp í mann að reyna að ná fyrsta sæt- inu, að núna í október verður Olympíumótið haldið á Kúbu, og miklir möguleikar á því að fyrsti maður á mótinu komist á það. — Jú, þetta er i fyrsta skipti sem ég verð íslandsmeistari þ.e.a.s. í skák, en það vill einmitt svo til að núna eru liðin 10 ár síðan ég varð ís- landsmeistari í fótbolta með Val. — Það var dálítið sérstakt á þessu móti, að skákmeistar- inn frá í fyrra, Guðmundur Sigurjónsson, lenti nú í fjórða sæti. Hann byrjaði mjög illa, t.d. vann ég hann mjög snemma á mótinu, og við það náði ég mér vel á skrið. Sama er að segja um Jón Kristinsson, hann lenti í 5-7 sæti á þessu móti, en hafði staðið sig mjög vel í vetur — unnið tvfö erfið mót. Sennilega hefur þar verið um að kenna skákþreytu hjá hon- um, en hann hefur tekið þátt í öllum skákmótunum hér í vetur. Annars má segja það u.m ungu skákmennina, þá Jón Hálfdánars., Björgvin Víg lundsson og Guðmund, að þeir eru allir mjög vel heima í skákbyrjunum sem er auð- vitað mjög æskilegt, en þó ekki einhlýtt. Mér finnst þeir tefla of mikið eftir „teorí- unni“. og semja því oft of snemma um jafntefli. Aftur á móti hafa byrjanir aldrei verið mín sterkasta hlið, en ég hef miklu fremur flotið á kappinu. — Jú, seinasta umferðin var Gunnar Gunnarsson skákmeist- ari tslands 1966. Það er skemmtileg tilviljun að Gunnar, Símon og Þor- geir eru bekkjarbræður úr Verzlunarskólanum, braut- skráðir 1952. mjög skemmtileg. Ég, Jón Hálfdánar og Björgvin höfð- um allir möguleika til þess að sigra á mótinu, ég og Björg- vin vorum jafnir með 7(ú en Jón var með 7 vinninga. En það var eins og tauga- spennan væri fullmi'kil fyrir ungu mennina, .BJórgvin tap- aði sinni skák gegn Hauk Angantýssyni, sem hafði geng ið fremur illa á mótinu en Jón Hálfdánarson gerði hins vegar jafntefli. Staðan hjá mér var að vísu ekkert glæsi- leg heldur, en Bragi Kristj- ánsson, sem sem ég tefldi við, var kominn í svo mikla tima- þröng að hann þáði jafntefli, þegar ég bauð honum það. Og þar með var sigurinn feng inn. — Ég byrjaði að tefla 14 ára gamall, og hef teflt að meira eða minna leyti síðan. Að vísu gerði ég miklu minna af því hér á yngri árum, þá átti fótboltinn hug minn all- an, en þegar ég var valinn í Olympíuliðið er keppti í Leip zig 1960, fór ég að taka þetta fastari tökum, og síðan stöð- ugt snúið mér meira að því. Olympíumótið varð mér þörf eldskírn — ég fór að lesa mér meira til um leikfléttur o.fl., og hef ég síðan getað beitt mér miklu meira á sviði skáklistarinnar. Og ég vil að endingu aðeins segja það, að það var mjög ánægjulegt að hljóta loks þennan titil. Eftirminnilegt og spennandi mót. — Þetta var skemmtilegt mót sagði Hallur, er Mbl. ræddi yið hann í gær, — ég held að þetta sé skemmtileg- asta íslandsmótið af þessum 16 sem haldin hafa verið. Þeg ar síðasta umferðin var eftir, var staðan þannig að sveit Benedikts Jóhannssonar og mín voru jafnar með 17 stig sveit Gunnars Guðmundsson- ar var með 16, og sveit Agn- ars Jörgenssonar var með 15 stig. Og svo skemmtilega vildi til að í síðustu umferðinni spiluðu þessar sveitir innbyrð is, þ.e.a.s. mín sveit spilaði við Agnar og Benedikt spilaði við Gunnar. — Þetta voru okkuð langir leikir , eða 48 spil, og voru leikirnir mjög jafnir. Eftir 32 spil var Agnar tveimur EBL stigum yfir, en Gunnar hafði 14 EBL stig yfir Benedikt. 16 síðustu spil Gunnars og Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.