Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 27
Laugardagtir 18. apríl 1966 MORCUNBLAÐID 27 Jlthuffasemd viS Staksteinaffrein MÉR hefur verið bent á, að í StaSfsteinum Morgunblaðsins frá 23. marz sl. sé afstaða mín inn- an Barna'heimila- og leikvalla- nefndar til mæðraheimilis hér í borg gerð að umtalsefni. í grein þessari tekur höfundur sér fyrir hendur að ófrægja Öddu Báru Sigfúsdóttur borgar- fulltrúa. Telur hann málflutning hennar bæði „kynlegan" og „ó- skammfeilinn“. Sem dæmi um það segir hann, að á borgar- stjórnarfundi 10. marz sl. hafi Adda Bára í umræðum um mæðraheimili, sem hún flutti til- lögu um, fullyrt að afstaða mín til þess máls sé allt önnur en fram hefði komið í Banraheim- ila- og leikvallanefnd. Segir höf- undur, að ég hafi tekið afdráttar- lausa afstöðu sem fyrir liggi „skjalfest í gögnum borgarinn- ar.“ Hér er málum greinilega mik- ið blandað í áróðurs- og blekk- ingaskyni. Á umrædddum borgarstjórnar- fundi lýsti Adda Bára samþykki sínu við þá samþykikt Barnaheim ila- og leikvallanefndar, sem við er átt, nefnilga að starfrækt verði dagvöggustofa 'í háhýsi borgarinnar við Austurbrún. Hún benti hins vegar á, að það íeysti ekki þörf borgarinnar á mæðra'heimili. Auk þess sem þessi samþykkt Barnaheimila- og leikvallanefndar hefði ekki ennlþá fengið staðfestingu borg- aryfirvalda. Allt er þetta sannleikanum samkvæmt. Hafi Adda Bára tal- ið, að gefnu tilefni, að mín af- staða til mæðraheimilis væri sú að nauðsynlegt væri að koma því é fót, þá er það einnig rétt. Þegar það lá fyrir til athugun- ar í Barnaheimila- og leikvalla- nefnd, hvort tiltækilegt væri að reka slíka stofnun í háhýsi borg- arinnar við Austurbrún, kom því miður í Ijós við nánari at- tiugun, að aðstæður voru ekki að öllu leyti heppilegar, og ég taldi ekki rétt að mæla með staðsetningu slíkrar starfsemi, þar sem fyrirsjáanlegt var að ytri aðstæður myndu valda erf- iðleikum. Það markaði mína af- Stöðu, en breytti ekki því, að — Hlánar Framhaild af bls. 28. þeim. Þó vegir séu færir, sagði fréttaritarinn að enn væri mi'kil fönn á landi . Snjór er farinn að síga mikið á Norðausturlandinu, að sögn fréttaritarans á Raufarhöfn. Bftir Stórhríðarkaflann, sem staðið hef ur nær óslitið frá nýjári skipti nú vel um og kom vorbldða og dásamlegt veður. Er nærri logn og í fyrrdag var 4—5 stiga liiti. Verið var að opna síðasta kafl- ann á veginum milli Raufar- hafnar og Kópaskers í gær, en ekki byrjað að moka veginn til Þórslhafnar. Verður því að minnsta kosti jeppafært til Kópa skers, en vegirnir eru ek'ki góð- ir, því krap og vatnselgur kem- ur fljótt í þá. Hlýja og sólskin var á Hér- aði í gær og snjór farinn að bráðna, að sögn fréttaritarans þar. Þó eru skaflar víða í haug- um meðfram vegum, þar sem ýtur þjöppuðu snjónum saman í vetur. Úr þessum sköflum vill svo renna á vegina og má búast við mikiili for á þeim, einkum ef rigningar bætast við. Annars staðar var snjórinn laus og víða er orðið autt. Fært er orðið um Hérað og til Reyðarfjarðar, en ekki til Seyðisfjarðar eða Norð- fjarðar. Rétt í þessu voru að koma heybílar frá Reyðarfirði. Sólskin og hiti var á Eskifirði, er Mbl. talaði við fréttaritara sinn þar í gær. Sagði hann að fært væri til Reyðarfjarðar og í EgiLsstaði, en vegir væru orðnir blautir og sums staðar iltíærir venjuleguen biluiu. /• ég tel vanda fjölmargra mæðra hér í borg gera mæðraheimili nauðsynlegt. Mig undrar, að aðalmálgagn borgarstj órnarmeirihlutans skuli draga störf einstakra nefndar- manna í nefndum þeim, sem borgarstjórn hefur sér til ráðu- neytis í sérmálum, eins og Barnaheimila- og leikvallanefnd, inn í rætin pólitísk skrif, sem alls ekki eru málefnaleg. Ég hef hald ið, að heppilegast væri fyrir alla aðila, að að þeim málum, sem til kasta slíkra nefnda koma, sé unnið án þess að til pólitískrar togstreitu komi, og hef ég reynt að haga störfum mínum í Barna- heimila- og leikvallanefnd sam- kvæmt því. Hef ég ekki orðið annars vör, en að formaður nefndarinnar og aðrir fulltrúar líti eins á. Það er hins vegar ljóst, að Staksteinahöfundi Morgun- blaðsins þykir það ekki rétt að- ferð. Margrét Sigurðardóttir. ★ Athugasemd frú Margrétar Sigurðardóttur staðfestir einung- is það, sem sagt var í Stakstein- um Mbl. 23. marz sl. Tillaga Kvenréttindafélags íslands og Bandalags kvenna um mæðra- heimili í Reykjavík þróaðist við meðferð máisins í hugmyndir um dagvöggustofu í háhýsi borgar- innar við Austurbrún, þar sem einstæðar mæður munu eiga kost á íbúðum. Frú Margrét Sig- urðardóttir féllst á þessa hug- mynd í barnaheimila- og leik- vallanefnd og sat sjálf í undir- nefnd, sem gerði tillögu um þetta fyrirkomulag. Nefnd fyrr- nefndra kvc*-*asamtaka féllst einnig á það. Frú Adda Bára neitaði hins vegar að viðurkenna þessar staðreyndir á fundi borg- arstjórnar hinn 10. marz sl. Það er alveg rétt hjá frú Mar- gréti Sigurðardóttur að ekki beri að draga slík störf sem þessi inn í pólitískar deilur. Það er hins vegar ekki sök Mbl. heldur frú Öddu Báru Sigfúsdóttur, sem tók sér fyrir hendur á borgar- stjórnarfundi að gefa yfirlýsingu um afstöðu nafngreindra aðila, sem gengu i berhögg við það, sem fram kom í gögnum borgarinnar. Ritstj. — Kaupa Framh. af bls. 1 haifi verið flutt inn 5ö6 tonn, en framleidd í landinu 336 tonn. Upp frá því hafi inniflutningur- inn stöðugt farið minnkandi, en innlenda framleiðslan vaxið. Mest hafi þó stökkið orðið á ár- unum 1960—1961, en það ár jókst innflutningsfrelsi á öllum sviðum. Gunnar sagði, að árið 1961 haifi innflutningurinn verið kom- inn niður í 280 tonn, en innlenda framleiðslan upp í 541 tonn. Ár- ið 1963 hafi innflutningurinn verið í lágmarki með 197 tonn, en þá hafi innlenda framleiðsl- an numið 634 tonnum. Þá gat forstjórinn þeas, að nokkrar tæknilegar breytingar hafi orðið á frá þessum tíma og hefði innlenda framleiðslan heldur minnkað af þeim sökum, en innflutningur aukizt að sama skapi. Nú síðustu árin hafi notk- un á svokölluðum þvottalegi aukizt mjög mikið og segja mætti, að þar sé nær eingöngu um innlenda framleiðslu að ræða og haifi framleiðslan á þvotta- legi numið 537 tonnum árið 1964. Af framangreindum upplýsing um má ráða, að íslenzkir hrein- lætisvöruframleiðendur haifa get-, að mætt hinni erlendu sam- keppni eftir að þeim gafst tími til að laga sig að breyttum að- staeðum. - Þrettán búsund Framhald af bls. 12 að þau komist ekki í andlegt upp nám við að horfa á hryllinginn. Þegar tilfinningarnar hafa ver ið kældar er skammt til leiðans yfir tilbreytingarleysinu og víta- hringurinn lokast. Nauðsynlegt verður því, að næsta sýning verði enn hrottalegri, svo hún verki á kaldari tilfinningar eins og sú fyrri gerði, og þeim sem á horfa finnist eitthvað til um það, sem þeir sjá á sjónvarpsskermin- um. Er hægt að fá þessu breytt? Er hægt að fá eitthvað í stað ofbeldisskemmtunarinnar? Sum- ir foreldrar halda það og þeir reyna að vinna skoðunum sínum fylgi með því að leita samstarfs við samtök kennara og foreldra. Þeir hafa einnig snúið sér per- sónulega til ábyrgðarmanna sjón varpsdagskráa, sjónvarpsstöðv- anna sjálfra eða þingmanna sinna og látið í ljósi óánægju sína með ofbeldissýningar sjón- varpsins. En mestu máli skiptir þó, að þessir sömu foreldrar gefi sér tíma til að setjast niður hjá börn um sínum til að sjá með eigin augum hvað þau eru að horfa á og velji svo dagskrárefni sjón- varpsins við hæfi barnanna og sjái síðan um, að út af því verði ekki brugðið. Þetta gerir að sjálfsögðu kröfur til foreldr- anna, en enginn á meira í húfi en þau. Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri. — Bóluefni Framhald af bls 1 kjarnorku í framtíðinni. Eins og kunnugt er, þá eru geislar mikið notaðir við lækn- ingu á krabbameini. Vísinda- mennirnir lögðu áherzlu á, að með tilkomu þessa bóluefnis, yrði í framtíðinni hægt að nota mun stærri geislaskammta í þessu sambandi en hingað tll. Til þessa hafa læknar mjög orð- ið að takmarka geislanotkun við lækningar, þar sem of stórir skammtar geta valdið skemmd- um á heilbrigðum vefjum líkam- ans. „Ef áframhaldandi rann- sóknir eiga eftir að leiða í ljós, að bóluefnið er skaðlaust mönn- um, þá verður notagildi þess stór kostlegt, hvort heldur verður í stríði eða friði“, sagið dr. Visek. Skíðamdt Mennlaskólants SKÍÐAMÓT Menntaskólans í Reykjavík verður haldið á sunnu daginn 17. apríl kl. 3 síðdegis við skíðaskála Í.R. í Hamragili, eða strax eftir Steinþórsmótið. Keppt verður í svigi karla, nafnakall verður kl. 2. Ferðir verða frá Menntaskól- anum kl. 10 f.h. og 1 e.h. Nýja slökkvistöðin NÝJA slökkvistöðin í Reykjavik er að verða tilbúin og er gert ráð fyrir að slökkviliðið flytji í hana fyrri hluta næsta mán- aðar, ef veðráttan leyfir. En áður en það geti orðið, þarf að lag- færa lóðina og malbika, til að hafa greiðan akstur út. Búið er að taka palla af byggingunni, svo sjá má hvernig hún litur út. Á efri hluta mynd- arinnar er aðalhlið byggingar- innar, cn á þeirri neðri norður- hliðin, sem snýr að götunni, en þar aka slökkvibílar út. Þó slökkvistöðin flytji starf- semi sina alla í nýja húsið, verð- ur samt líka að hafa símavörzlu á gamla staðnum til bráðabirgða, því hið nýja og fullkomna að- vörunarkerfi, sem setja á upp, er ókotnið frá Svíþjóð. ■ Skákin Framhald af bls. 26 Benedikts voru sýnd á töfl- unni, en á því tímabili jafnað ist spilið mjög og lauk með alg|öru jafntefli eða 3-3. Aft- ur á móti vorum við á eftir, og virtist manni í síðustu 16 spilunum, sem þeir Þorgeir og Símon, sem spiluðu í opna salnum hefðu heldur betur gegn þeim Agnari og Ingólfi ísebarn, enda þótt ekki mætti út af bregða. En leiikurinn fór þannig að við unnum með nákvæmlega þeirri stigatölu sem þurfti til þess að hreppa titilinn eða 4-2. — Þetta er í fjórða skipti, sem sveitin vinnur íslands- meistaratitilinn, enda þótt ekki hafi alltaf verið sömu menn í henni. T.d. hafa þeir Eggert Benónýsson og Stefán Guðjohnsen orðið 7 sinnum Islandsmeistarar, og hafa þeir þó ekki tekið þátt i öllum þessum 16 mótum. Á hinn bóg inn hafa þeir Þorgeir og Sím- on orðið fjórum sinnum ís- ladsmeistarar, en sveitin varð fyrst íslandsmeistari 1958, og það má geta þess til gamans að þá voru þeir Símon og Þorgeir aðeins 23 og 24 ára gamlir, og eru yngstu íslandis- meistararnir í bridge. En þeir hafa haldið vel áfram, og auk þess að hafa orðið íslands- meistarar í sveitakeppni þrisv ar sinnum síðan, hafa þeir oft sinnis orðið íslandsmeist- arar í tvímenningskeppni. Um Þóri Sigurðsson er það að segja, að þetta er í annað skiptið sem hann verður ís- landsmeistari í sveitakeppni. — Jú þau eru orðin mörg Islandsmótin, sem manni eru minnistæð, enda þótt þetta sé kannski það minnistæðasta. Ég man t. d. eftir því, þegar mótið var haldið á Siglufirði 1960, að þá unnum við mótið með jafnri stigatölu og Sigl- firðingarnir, en með hagstæð- ari hlutfallstölu. Og það var endurtekning á því sem gerð- ist á Siglufirði 1954, þegar sveit Harðar Þórðarsonar vann mótið með jafnri siiga- tölu og Siglfirðingarnir, em hagstæðari hlutfallstölu. — Um Norðurlandamótið, sem hefst hér 22. maí, eða á sjálfan kosningadaginn vil ég segja það, að þetta á að geta orðið jafnt og skemmti- legt mót. Okkar menn hafa æft með ágætum undanfarið og eru því vel undir það bún- ir. Norðurlandaþjóðirnar eru með sterkustu þjóðum í bridge á Evrópumælikvarða, enda þótt þær standi auðvit- að ekki eins framarlega og ítalir og Bretar, sem eru eig- inlega í sérflokki. En þetta mót er geysilegt fyrirtæki — hingað koina um 80 erlendir keppendur auk þess sem marg ir hafa konurnar sínar með sér. Er það því mesta íþrótta- mót sem hér hefur nokkru sinni verið haldið, ef tekið er tillit til þess, hve margir útlendingar eru meðal kepp- enda. - Kristján Framhald af bls. 28. sýnt verk eftir mig, en hann hefur sérstakt gallerí í Edin- borg. Nú tek ég t.d. þátt í sýningu á hans vegum í York, ásamt enskum málurum. Þar sýna m. a. Patric Heron og Brian Winter, sem mega telj- ast meðal beztu brezku mál- aranna í dag. Sú sýning hefur staðið yfir frá því í marz og verður fram undir apríllok. Árlega hefur þessi félags- skapur sýningu í sambandi við Edinborgarhátíðina, fékk t.d. stórt sýningarrými í Há- skólamum í fyrra, þar sem fyrr nefndir Brian Winter og Pat- ric Heron sýndu sín verk. Og að auki voru aðrar sýningar frá Traverse út um alla borg. Og nú er verið að ganga frá samningum um að ég Sendi verk til þeirra, sem sýnd verði meðan Ediraborgarhátíð in stendur yfir. Þau verða á sérsýningu í leiguplássi, sem listafélagið tekur og ég býst við að geta komið þar fyrir 15—20 myradum. Já, það verða þá nýjar myndir, reikna með að eittihvað af þeim málvenk um, a.m.k. sem verða til sýnis í Bogasalnum, fari þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.