Morgunblaðið - 19.04.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 19.04.1966, Síða 10
10 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 19. apríl 1966 GÓÐ umgengni, fögur borg, þetta voru fyrstu kjörorðin sem Hafliði Jónsson reyndi * að innprenta Reykvíkingum, þegar hann tók til starfa sem garðyrkjustjóri borgarinnar fyrir 10 árum. — En það hef- ur stundum gengið dálítið brösótt að fá Reykvíkinga til að tileinka sér þetta, sagði Hafliði, þegar við ræddum við hann um gróðursvæðin í borginni fyrir skömmu. Við tókum þegar upp skemtilegra umræðuefni en umgengni borgarbúa, og spurðum hve stór opnu ræktuðu svæðin í Reykjavíkurborg væru orðin. — Öll svæðin eru nú um 90 hektarar lands, svaraði Hafliði. Aukningin hefur ekki verið svo mjög mikil á görðum síðasta áratuginn, en grænu svæðin hafa aukizt gífurlega. Alls voru opin ræktuð svæði 15 hektarar fyrir 10 árum. Enda tel ég ekki eins nauðsynlegt að gera stóra garða. Mest liggur á að loka öllum sárum, rykbinda ógróin svæði og gera þau að Úr Xjarnargarðinum, einum aí almenningsgörðunum í Reykjavík. — Þetta er allt i áætlun- um, en hve langan tíma það tekur þori ég ekki að segja. Ég held samt að það sé of mikil bjartsýni að ætla að öll útivistarsvæðin verði kom in 1983, á því tímabili sem nýja skipulagið miðast við. — Þegar við tölum um þessi samfelldu opnu svæði, eru það þá mest grænir vell- ir? — Ræktunarsvæði borgar innar skiptast í skrúðgarða og opin svæði. Mörkin þar á njilli eru mjög óljós. Þó er óhætt að segja, að Miklatún verður það sem flokkast und- ir almenningsgarð. Og það verður Laugardalurinn einn- ig. í honum er m.a. kominn vísir að botaniskum garði, sem er nú þegar merkari en margir gera sér grein fyrir. Það eru til sýnis hátt á þriðja þúsund tegundir af plöntum. En nú er svo aðþrengt orðið þarna vegna bundinna lóða, að við getum ekki aukið meira við safnið fyrr en rýmkar um það. Að auki er ákaflega dýrt að halda þessu plöntusafni við, ef það verð- ur aukið mikið. Góð umgengni, fögur borg Spjallað um garðana og grænu svæðin við Hafliða Jónsson, garðyrkjustjóra grasvöllum, til að skapa hreint loft í borginni og fyrir byggja moldrok. Eflaust er engin borg í heimi eins mikið í umróti og Reykjavík og sárin því mörg. Við höfum oft haft þann hátt á að girða til bráða birgða kringum þessa bletti, en tekið girðingarnar niður, eftir að rót er komin. — Ef til vill kjósa margir að meira sé gert af regluleg- um görðum. En garðrækt er ákaflega dýr hér. Svo mikið af framkvæmdunum liggur grafið í jörðu. Til dæmis er framræslan á Miklatúni orðin geysidýr, ég held að unnið hafi verið fyrir á aðra millj. þar á sl. ári. Skurðanetið þar er hátt á 7. km. Allar okkar mýrar eru ákaflega blautar. Tjarnargarðurinn er t.d. geipi lega blautur. Þar er mikið búið að ræsa fram, en alltaf eru að koma up ný vandamál í því sambandi. Þær eru margar uppspretturnar í holt unum í kring um borgina. — Gróðurinn okkar hér 1 Reykjavík er langt á eftir gróðri í öðrum borgum hvað aldur snertir. Elztu trén í borginni, sem eru í gamla kirkjugarðinum eða Sher- becksgarði, eru rúmlega 80 ára gömul. Að vísu er eldri garður til, bak við Hressingar skálann, en ég held að ekkert tré sé enn lifandi í honum frá fyrstu tíð. Og sá vöxtur, sem við getum vænzt að verði á tré á 5 árum, fá trén í Kaup- mannahöfn t.d. á einu ári, ef ekkert óhapp verður. Þó er almenningur hér miklu skeyt ingarlausari um sinn gróður en fólk annarra þjóða, þar sem meira er um hann. Fólk virðist bera meiri virðingu fyrir gróðri eftir því sem það hefur vaxið lengur upp með honum. Hér hefur þetta lagast mikið síðan 1940. tel að umgengnismenning og háttvísi ætti að vera liður í kennslunni í skólunum. Það er einhver skortur í uppeldi þjóðarinnar, hve hún kann illa almenna umgengni. ;a þó 3. Ég Löng gönguför um graen svæði — Er ekki gert ráð fyrir miklu af opnum svæðum í borginni í framtíðinni? — Jú, það er framtíðar- verkefnið. Borgarbúar eiga að geta tekið sér göngu eftir samfelldum grænum svæðum í kílómetravís. Ef við t.d. leggjum upp hér úr Morgun- blaðshúsinu og byrjum í gamla Scheírbecksgarðinum á næsta götuhorni, þá getum við í framtíðinni lagt leið okkar yfir Austurvöll og svo gegnum ráðhússvæðið, sem á að verða garðtorg. Þá förum við suður með Tjörninni og á grænu belti um Háskólasvæð ið, meðílam Umferðarmið- stöðinni og upp á Öskjuhlíð. Eða ef við viljum heldur, þá förum við út að Nauthólsvík, þar sem á að koma sjóbað- staður og útisundlaug. í gömlu Vatnsmýrinni á að vera grænt svæði. Þaðan má fara með ströndinni út á Sel- tjarnarnes og ganga á grænu belti með sjónum. Einnig má velja leiðina eft ir Öskjuhlíðinni, sem verður opið grænt svæði, og inn eftir botni Fossvogsdals, sem verð ur samfellt útivistarsvæði, er Skógræktarfélag Reykjavík- ur mun væntanlega sjá um að græða upp. Þá má halda áfram gönguferðinni inn að Elliðaám og velja síðan m leiðir, annað hvort upp eftir Rjúpnahæð um nýja Breið- holtshverfið og suður að Víf- ilsstaðavatni, eða fara upp með Elliðaánum og fram hjá nýja skeiðvellinum, sem verð ur grasi gróinn, og þaðan að Elliðavatni. í báðum leiðum lendum við í Heiflmerkur- landinu. — Við getum einnig tekið aðra stefnu við Elliðaárnar, haldið til sjávar og hinnar nýju Sundahafnar. Þar verð- ur útivistarsvæði á uppfyll- ingunni við árósinn og jafn- vel veitingahús, þar sem hægt verður að fá sér hress- ingu. Þarna má snúa við, ef vill, og ganga til baka heim — Úr því við erum að ræða um áformuð gróðursvæði í borginni, þá verður að geta þess, að innan hinna ein- stöku hverfa er reiknað með gróðursvæðum, bæði barna- leikvöllum, unglingasvæðum og minni trjá- eða blómagörð um, bætir Hafliði við. Hafliði Jónsson sýnir á kortinu útivistarsvæði Reykjavikur i framtiðinni. í skólagörðunum rækta krakkarnir suntrin. sitt eigið grænmeti á eftir Laugardalnum, yfir sam fellt útivistarsvæði. Eða fara meðfram Miklubrautinni eft ir grænu túni. Og á allri þess ari gönguleið höfðum við hvergi þurft að óttast umferð ina. —Þetta er nú enginn smá vegarspo'tti. Hvað ætli þessi gönguleið okkar sé orðin löng? —Það veit ég ekki. Bara hringurinn frá Austurvelli inn Fossvogsdal með Elliða- ánum og niður Laugardals- svæðið væri líklegast nálægt 10 kílómetrar. Má það teljast góð sunnudagsganga. Þá er kvöldið eftir. Á fögru sum- arkvöldi mætti t.d. horfa á sólarlagið frá Laugarnestanga þar sem áformað er gott úti- vistarsvæði og þar sem gera má ráð fyrir veitingahúsi. Þaðan er gott útsýni yfir inn siglinguna i nýju Sundahöfn- ina og einnig í gömlu Reykja víkurhöfnina. Skrúðgarðar og opin græn svæði — Þú sagðir að þetta væri framtjiðarverkefni. Hvað er langt þangað til það verður að veruleika? 150-160 þús. plöntur á ári —Eruð þið farnir að rækta blómin í skrúðgarðana í sum ar? — Já, já, við erum komnir í fullah gang með blóma- ræktina fyrir vorið. Hins veg ar er ég ekki bjartsýnn núna. Búast má við að allur gróður verði seinn til í ár vegna þess hve mikill klaki er í jörðu. Gróðurhúsin okkar í Laugar- dalnum eru nú orðin full af plöntum og við þurfum að fara með þær út í reiti til herzlu. Og þyrja svo að rækta nýjar plöntur í húsun- um í þeirra stað. Hvað við þurfum að hafa mikið af plöntum til gróðursetningar? Ég hugsa að við þurfum ár- lega 150-160 þúsund plöntur í almenningsgarðana, eins og þeir eru núna. Ekki verður hægt að leggja svo mikla á- herzlu á blómaræktina, þeg- ar öll hin áformuðu ræktuðu svæði eru komin. Við gerum þetta núna, af því blómin ylja manni þessa fáu sumar- mánuði. Ef meira væri af runnum og trjágróðri, þyrfti ekki að leggja svona mikið upp úr blómunum. Framhald á bls. 25 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.