Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.04.1966, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. apríl 1966 lllfflQQMtlfrlflfrÍfe Útgefandi: Hf. Árvakur, Keykjavík. ^ Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. NIÐ UR GREIÐSL UR ¥Tm langt skeið hafa hér á landi tíðkazt niðurgreiðsl- ur á verðlagi, og hafa ýmsar vörutegundir verið greiddar niður. — Tilgangur niður- greiðslnanna hefur verið sá að halda verðlagi í skefjum, og það orð hefur legið á, sjálf- sagt ekki að tilefnislausu, að seilzt hafi verið til þess að greiða helzt niður þær vörur, sem mest áhrif hefðu á vísi- tölu, til þess að halda kaup- gjaldinu niðri. Morgunblaðið hefur aldrei talið niðurgreiðslur æskileg- ar. Þær eru eitt af þeim tækjum, sem notuð voru á tímum vinstri stefnu til að skrumskæla efnahagslífið. — Viðreisnarstjórnin hefur stefnt að því að minnka — og helzt afnema — niður- greiðslur. Erfitt hefur þó ver- ið um vik í því efni, þar sem afnám niðurgreiðslna leiðir óhjákvæmilega til hækkaðs verðlags, en nokkur árangur hefur þó náðst. Nú hefur ver- ið ákveðið að hætta niður- greiðslum á fiski og smjör- líki. Er þetta gert til að létta af ríkissjóði byrðum vegna aðstoðar við sjávarútveginn. Ríkisstjórnin vildi ekki leggja á nýja skatta í þessum til- gangi, heldur fór þá leið að afnema þessar niðurgreiðsl- ur og er það vel. Að sjálfsögðu hækkar fisk- ur og smjörlíki í verði vegna afnáms niðurgreiðslnanna, en það hefur þó ekki áhrif á lífs- kjör manna, því að vísitalan hækkar sem því nemur, og þar með kaupgjaldið. En báð ar þessar vörutegundir hafa veruleg áhrif á vísitöluna. Um niðurgreiðslurnar á fiski er það að segja, að vit- að er, að um talsverð misferli hefur verið að ræða, líkt og var hér áður ,þegar kartöfl- ur voru niðurgreiddar, segja nlá, að ógjörlegt sé að hafa eftirlit með því, að niður- greiðslur á slíkar vöruteg- undir séu ekki misnotaðar. Varðandi aftur á móti niður- greiðslurnar á smjörlíki, þá má segja, að ástæðulaust sé að greiða það niður og örva neyzlu þess, þegar miklar og óseljanlegar birgðir af smjöri eru í landinu. Þess vegna var einmitt ástæða til að afnema niðurgreiðslur á þessar tvær vörutegundir. Sjálfsagt verður reynt að nota afnám þessara niður- greiðslna til að telja mönn- um trú um að þar sé um lífs- kjaraskerðingu að ræða. En slíkar fullyrðingar eru gjör- samlega úr lausu lofti gripn- ar eins og áður segir, því að þessar hækkanir fá menn að fullu bornar uppi með hækkuðu kaupgjaldi vegna vísitöluhækkunarinnar. K'isilgúrverksmiðjan við Mývatn ¥ Tmræðurnar um byggingu kísilgúrverksmiðju við Mývatn eru nú komnar á loka stig, og má gera ráð fyrir að málið komi fyrir Alþingi næstu daga, en nauðsynlegt mun vera að gera nokkrar breytingar á lögunum um kísilgúriðjuna. Kísilgúrverksmiðjan er ekki mjög stórt fyrirtæki, en er hins vegar talin mjög arð- vænlegt félag, sem gefur tals verðar gjaldeyristekjur, og getur orðið undirstaða þorps- myndunar við Mývatn. Um byggingu kísilgúrverksmiðj- unnar hefur ekki verið jafn mikill ágreiningur og bygg- ingu álverksmiðjunnar, þótt hugmyndin sé að hafa sam- starf við útlendinga um þetta fyrirtæki. Er þess því að vænta að mál þetta fái skjóta afgreiðslu. Eitt er það þó, sem menn hafa borið nokkurn kvíðboga fyrir, þ.e.a.s. að náttúrufeg- urð og dýralíf yrði fyrir hnjaski vegna þessara fram- kvæmda. Morgunblaðið hefur kynnt sér það, að forgöngu- menn um byggingu kísilgúr- verksmiðjunnar hafa gert sér ljósa grein fyrir því, að til slíks mætti alls ekki koma, og víðtækar varúðarráðstafanir verða gerðar. Þessi ótti á þess vegna að vera ástæðulaus, og því sjálfsagt að hrinda mál- inu í framkvæmd. Vinaheimsókn ¥¥er eru nú staddir góðir gestir frá Grimsby, borg- arstjóri Grimsby og kona hans af íslenzkum ættum, borgarritari og varaborgar- stjóri Grimsbyborgar, svo og fjórir borgarfulltrúar og þrír togaraútgerðarmenn. Sendi- nefnd þessi kemur hingað í boði borgarstjórnar Reykja- víkur, en borgarfulltrúar héðan og fulltrúar útgerðar- innar heimsóttu Grimsby á síðastliðnu sumrL Viðskipti íslendinga við Grimsbyborg og Grimsbybúa hafa verið svo mikil, að fyllsta ástæða er til þess að undirstrika vináttubönd þau, sem við höfum tengzt við þessa borg. Þess vegna er komu sendinefndarinnar frá Grimsby fagnað hér í höfuð- borginni. Alex Storm (lengst til vinstri) og félagar hans með hiuta af fjársjóðnum, sem þelr fundu á hafsbotni. fær gullið? Hver I AFTAKAVEÐRI þann 26. ógúst árið 1725, strandaði franskt herflutningaskip á rifi skammt fyrir utan strönd þess landsvæðis, sem nú heitir Nova Scotia. Skipið var á leið til Louisbourg, þar sem Lúð- vík XV. Frakkakóngur var að byggja öflugasta vígi sitt í Norður-Ameríku. Skipið, sem bar nafnið Le Chameau, sökk til botns og fórust með því á fjórða hundrað manns. Meðal varnings skipsins var fjár- upphæð í gulli og silfri, sem nægja átti í árs launagreiðsl- ur til frönsku hermannanna. í meira en 200 ár lá þessi fjársjóður falinn á hafsbotni. í marga mannsaldra hafa menn reynt að koma höndum á þennan fjársjóð, en hafa orðið frá að hverfa vegna kulda sjávarins á þessum slóð- um og sömuleiðis vegna hinna sterku strauima, sem þarna eru. Undantekning er þó til- raun, sem gerð var fyrir skömmu af full'huganum Alex Storm. Maður þessi er 28 ára gam- all, fæddur á Jövu. Þegar hann var 4 ára settu Japanir hann í fangabúðir og sat hann þar í fimm ár. Storm átti síð- an um langt skeið heima í Indónesíu, en fór síðar til náms í Hollandi. Þar lærði hann að kafa og ásamt nokkr- um félögum sínum sigldi hanm á smábát kringum hnöttinn. Árið 1959 flutti Storm sem innflytjandi til Kanada og fékk vinnu sem kafari hjá björgunarfyrirtæiki í Nova Scotia. Eitt sinn, er hann var að kafa, kom hann auga á nokkrar fallbyssur á botnin- um. Hann fékk þá vitneskju síðar, að byssur iþessar myndu vera úr hinu franska skipi Le Chameau. í næstu köfunar- ferð fann hann silfursikiMing, sem bar ártalið 1724, og þá var ekki að sökum að spyrja; Storm fékk óslökkvandi löng- un til að krækja sér í meira silfur og gull. Til að geta dvalið á þessum slóðum, réði Storm sig sem teiknara hjá rikisfyrirtæki, sem hugðist endurbyggja her- virkið við Louisbourg. Fyrir u.þ.b. ári síðan fékk Storm tvo félaga sína í lið með sér til að leita að fjársjóðnum. Fyrsta verk þeirra var að rannsaka gamlar skýrslur, sem veittu þeim nokkuð ná- kvæmar upplýsingar um það hvar Le Chameau hafði strandað. Þeir byrjuðu sam- stundis að kafa og það var ekki fyrr en í september sl. að þeir félagar duttu í lukku- pottinn. Þeir fundu urmul af silfurpeningum. Framhald á bls. 12 i i I I I l I I I I I I 1 I Á þessari mynd sjáum við hvernig fiugkostur næsta áratugar verður. Boeing verksmiðjumar vinna nú að smiði nýrrar þotu Boeing 747, sem ætlunin er að verði tekin í notkun siðia árs 1969. Á hún að taka 490 farþ ega og verða tíu sæti í hverri röð. Pan American World Air- ways hefur, að sögn ÁP pantað 25 slíkar vélar, sem eiga að kosta samtals 525 milljón dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.