Morgunblaðið - 19.04.1966, Page 17

Morgunblaðið - 19.04.1966, Page 17
Þriðjudagur t®. apríl 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 1 i Jónas Pétursson, alþm.: Lagarfoss- virkjun RAFORKAN er mikilvægur þátt ur í nútímalífi. Framfarir síðustu 30 ára byggjast meðal annars á notkun hennar. Gildi raforkunn- ar mun þó enn vaxa stórlega á næstu árum, verða vaxandi þátt- ur í því velferðarríki, sem við ís- lendingar erum að skapa. Ekki verður um það deilt að orka fall- vatnanna íslenzku sé mikill auð- ur. En sá auður byggist á því, að við breytum orkunni í raforku. Á síðasta Alþingi voru sam- Iþykkt lög um Landsvirkjun og Laxárvirkjun. Þessa dagana er verið að ganga frá undirbúningi Búrfellsvirkjunar og fram- kvæmdir að hefjast. Sú orkuöfl- un er fyrir svæðið frá Vík í Mýr- dal til Borgarfjarðar, a.m.k. í fyrstu, þótt væntanlega komi síðar samtenging við aðra lands- hluta. Virkjun við Laxá er einn- ig í undirbúningi. En það landsvæði, þar sem ftukning raforkunotkunarinnar ihefir verið hlutfallslega mest nú um skeið, er Austurland. Fylgir hér tafla, er sýnir mesta álag og heildarorkunotkun á ári hverju frá 1960—1965 og aukningu í hundraðsihlutföllum Ihvert ár. Sýna þessar tölur gleggst hina gífurlegu aukningu. í orkunotkun. Núverandi Austurl. frá Grímsár- Bakkaf.— svæði Djúpav. ÁR MW GWH MW GWH 1960 2,4 8,8 3,1 9,7 1961 2,7 9,7 3,4 10,8 1962 3,0 10,7 3,9 12,3 1963 3,6 13,1 4,5 14,7 1964 4,4 15,6 5,4 17,8 1965 5,5 19,5 6,5 22,3 Aukning orkuvinnslu Grímsársvæðið ................ Austurland ................... Hinni stórauknu orkunotkun Jiefir verið mætt með díselafli. En díselaflið er ekki sá orku- gjafi, sem nota ber til raforku- framleiðslu í landi fallvatnanna, ef annars er kostur, þótt það sé hagkvæmt til öryggis, sem vara- afl og toppafl. Á Austurlandi er hagkvæmur virkjunarstaður, þar sem er Lagarfoss. Liggur fyrir áætlun tim 6.250 kw. virkjun þar, gerð af Ásgeiri Sæmundssyni. Sigurð- ur Thoroddsen hefir endurskoð- að hana og einnig gert áætlun tun nokkru stærri virkjun. Þess- ar áætlanir sýna að Lagarfoss- virkjun er ein hin hagstæðasta, sem völ er á með kostnað á virkj að kw. En höfuðkostur hennar er þó öryggið, vegna hinnar miklu vatnsmiðlunar í Lagar- fljóti. Er Þarna, hvað það snertir, txm að ræða einn af þremur hag- kvæmustu virkjunarstöðum lands ins. Hinir eru Sogið og Laxá. Tvær leiðir virðast koma til greina til að fullnægja orkuþörf- inni á Austurlandi: Lagarfoss- virkjun og lína frá Laxá. Raf- orkumálaráðherra, Ingólfur Jóns son, skrifaði raforkumálastjóra í vetur og lagði fyrir hann að láta fram fara fullkomna rannsókn, tæknilega og hagkvæmnislega um, með hverjum hætti raforku- mál Austurlands verði bezt leyst, og lagði áherzlu á í bréfi þessu, að rannsókninni yrði lokið fyrir næstkomandi haust. í erindi, sem Knútur Otter- stedt, framkvæmdastjóri á Akur- eyri, flutti á aðalfundi Sambands ísl. rafveitna sl. sumar, sýndi hann fram á, að Lagarfossvirkj- un ætti að ganga á undan línu. Raforkumálastjóri virtist þar vera á annarri skoðun. Er því líklegt, að svo fari, að sérfróða menn greini á um rök og leiðir til að leysa raforkuþörf Austur- lands. En þetta er ekki aðeins reikningsdæmi. í málið blandast líka óbein atriði, sem Austfirð- ingar kunna að meta nokkurs. Orkuver við Lagarfoss skaþar styrktarpunkt fyrir Út-Hérað. Með virkjuninni skapast verð- mæt eign í fjórðungnum. Síðar mundi svo koma að sam- tengingunni við Laxá. Ég hefi áður, í blaðinu Þór á Austurlandi, birt greinar um raf- orkumálin þar og Lagarfossvirkj un. í 1. tbl. Þórs ’66, er út kom 13. jan., birti ég grein um þessi efni. í niðurlagi þeirrar greinar segir svo: „En í sambandi við orkumál Austurlands vakna einnig fleiri spurningar. T.d. hvort sjálfsagt sé eða æskilegt, að Rafmagnsveitur ríkislns einar annist alla orkuframleiðslu. Eða hvort setja eigi á fót Austur- landsvirkjun eða Lagarfossvirkj- un — fyrirtæki, sem væri t.d. hliðsætt Laxárvirkjun, þar sem heimaðilar ættu verulegan hlut í, eða segjum að hálfu leyti. Kæmi þá til greina að kaupstað- irnir tveir og Múlasýslur yrðu þarna eigendur. Stofnuðu fyrir- tæki með ríkinu, sem annaðist orkuöflun fyrir Austurlands- svæðið, í fyrstu a.m.k. frá Vopna firði til Djúpavogs. Að því hníga sterk rök, að það sé á margan hátt styrkur héraðanna sjálfra, að eiga aðild og ábyrgð að slíku fyrirtæki, auk þess, sem öðrum en okkur sjálfum er sjaldan bet- ur trúað fyrir okkar hagsmuna- ’60/61 '61/62 ’62/63 ’63/64 ’64/65 10% 10% 22% 19% 25% 11% 14% 20% 21% 25% málum. Þessu máli þarf að gefa sterkan gaum næstu vikur. Þetta er eitt af sjálfstæðismálum Aust- urlands; eitt hið þýðingarmesta fyrir framtíð fjórðungsins". Eftir þvi, sem ég virði þetta mál meira fyrir rnér, verður mér ofar í huga stofnun Austurlands- virkjunar eða Lagarfossvirkjun- ar, stofnun fyrirtækis um virkj- un Lagarfoss, sem Austfirðingar ættu frmukvæði að. Til þess þarf samstillt átak. En það öryggi, sem við sköpum fyrir framtíð- ina, já og'eign, er e.t.v. ómetan- legt. Eins og nú er ásatt í raf- orkumálum hér eystra, er hamlað á móti aukinni noktun af því að díselaflið er svo dýrt. Nauðsyn- legt er að jafnan sé til sú orka, sem ýtir á aukna orkunotkun, vegna hagsmuna orkuversins, svo að hún verði sem mest notuð og sem víðast. Á þann hátt verð- ur raforkan til mestra hagsbóta. Á þann hátt þarf auður Lagar- foss að breiðast um byggðarlög á Austurlandi. Virkjun Lagarfoss þarf að komast á dagskrá á Austurlandi og á þann hátt, sem ég hefi vak- ið máls á. Á sýslufundum Múla- sýslna á þessu vori og í bæjar- stjórnum á Seyðisfirði og Norð- firði þarf að ræða þetta mál. Þörf er á að gera sér grein fyrir aðild að Austfjarðavirkjun, á hvern hátt hún gæti orðið, kost- um hennar og göllum. Ekki er ólíklegt, að Grímsárvirkj un beri á góma. En Austfirðingar eiga ekki nú að gjalda mistaka, sem þá voru gerð. Ber að læra af mis Ánægjuleg skólahátíð1 Jónas Pétursson Borg í Miklaiholtshreppi, 3. apr. Síðastliðinn laugardag var haldin árshátíð nemanda í Lauga gerðisskóla. í tilefni af þessari fyrstu árshátíð skólans, var öll- um foreldrum barna, sem eru í skólanum boðið þangað. En vegna óhagstæðs veðurs gátu ekki allir mætt. Dagskrá árshátíðarinnar önn- uðust börnin að öllu leyti. Var þar margt til skemmtunar; upp- lestur, leikrit, sjónleikur og söngur. Fórst börnum þessi skemmtiatriði prýðilega vel, enda öll dagskráratriði auðsjá- anlega vel undirbúin, undir stjórn kennara skólans. tökur og ánægjulega kvöldstund. En eitt er víst að þessi skoli, Laugagerðisskóli, sem er einn fullkomnasti skóli sinnar tegund ar, er mikið menningarafrek. Þar hefur börnum liðið frarnúr- skarandi vel, enda er ’tjórnsemi og kennsla til fyrirmyndar, því allt það fólk sem þangað hefur ráðist, bæði kennarar og annað starfsfólk, er sérlega vel þjálf- að til slí-kra hluta. Með tilkomu Laugagerðisskóla er hér mennta- setur, sem um langa framtíð mun verða aðall í mennta- og menningarstarfi snæfellskra byggða. — Páll. Eftir að dagskrá var lokið var öllum foreldrum, sem þar voru mættir boðið • til kaffidrykkju. Þar flutti skólastjórinn, Sigurður Helgason ræðu, þakkaði gestum komuna og skýrði í stórum dráttum frá skólastarfinu í vetur. En gat þess jafnframt að ýmislegt vant- aði ennþá til þess að skólinn gæti fyllilega sinnt öllu náms- efni, sem krafizt væri. En þetta stæði þó allt til bóta. Heislufar hefur verið gott í skólanum í vetur, og nemendur stundað sitt námsefni af samvizkusemi og dugnaði. Þar sem skólinn byrj- aði starfsemi sína seinna en aðr- ir skólar, vegna þess að hann var ekki fullbúinn fyrr en um miðjan nóv., þá væri lagt hart að nemendum að ljika sínu námsefni á skemmri tíma en ætlað væri til við flesta skóla aðra, er sKörfuðu lengri tíma. Óskaði síðan skólastjóri börn- um og gestum góðrar heimferð- ar, og gleðilegrar páskahátíðar. Fyrir hönd gesta þakkaði Stef- án Ásgrímsson skólastjóra mót- „Bærinn okkar“ á Akureyri Akureyri, 18. apríl. LEIKFÉLAG Akureyrar hefir nú sýnt sjónleikinn „Bærinn okkar“ eftir Thornton Wilder 5 sinnum við mjög góða aðsókn og prýðilegar undirtektir leikhús- gesta. — Sýningum verður hrað- að, og ættu þeir, sem ætla sér að sjá leikinn, bæði Akureyring- ar og utanbæjarfólk, ekki að draga lengi að fjölmenna í leik- húsið. Næstu sýningar verða á mið- vikudag (síðasta vetrardag) og ifimmtudag (sumardaginn fyrsta). Myndin er frá hjónavígslunni. Fremst á sviðinu eru frá vinstri: Sigurgeir Hilmar, Guðlaug Her- mannsdóttir, Björg Baldvins- dóttir, Marinó Þorsteinsson og Sunna Borg. Aftast fyrir miðju er „leikhús£tjórinn“, Haraldur tökunum, en láta þau ekki draga úr sér kjark. Ýmsir munu ætla að ekki sé auðvelt um fjárútvegun, þegar stórlán þarf í Búrfellsvirkjun. En rök fyrir ál’bræðslunni eru m.a. þau, að þær framkvæmdir allar muni fremur auðvelda láns- möguleika okkar en torvelda og valda því að við eigum kost betri kjara á lánamarkaði en ella. Vert er svo að minna á strjál- býlissjóðinn, sem stofnaður verð ur. Það er kjörið viðfangsefni hans, ef þörf er á, að tryggja framkvæmd slíka, sem Lagarfoss virkjun er, sem er eitt hið stór- felldasta jafnvægismál, öruggt fjáíhagslega og flestum fjárfest- ingum betra, þegar horft er nokk uð fram fyrir tærnar. Nú reynir á samheldni, fram- sýni og félagshyggju Austfirð- inga. Ef þetta mál er undirbyggt vel heima og sótt af festu og ör- yggi, þá mun með þessu ein bezta framkvæmd lögð í lófa framtíðar á Austurlandi. Jónas Pétursson. Helfrosinn í háloftunum? Laumufarþegi bíður bana í hjólalægi C aravelle-þotu f MORGUN fundu vélamenn Air France á Orly-flugvelli við venjubundna skoðu á lend ingarútbúnaði einnar Cara- velle-þotu félagsins lík ungs manns í hjólalægi vélarinar. Eftir öllum ummerkjum að dærna virtist maðurinn hafa frosið í hel. Vél þessi sem hér um ræð- ir, kom til Parísar frá Moskvu á sunnudagskvbld og var það fyrst hald manna að laumu- farþeginn myndi hafa komið þaðan eða frá Varsjá í Pól- landi þar sem vélin hafði millilendingu á leið til París- ar. Síðari rannsóknir hafa aftur á möti leitt i ijós að Caravelle-vélin fór frá París til Barcelona og aftur til Par- ísar þegar á laugardag og var lendingarútbúnaðurinn ekki skoðaður þá áður en hún færi til Moskvu og Varsjár, þannig að laumufarþeginn hefði allt eins vel getað komið um borð í París eða jafnvel í Barce- lona. Stoðum undir þá kenningu, að maðurinn hafi komið að sunnan rennir m.a. það, að hann var mjög léttklæddur, aðeins í skyrtu og buxum og skólaus, en í Moskvu er mjög kalt um þessar mundir. Hann hafði allt útlit Spánverja að sögn og skyrtan sem hann var í var spænsk, gerð í Barce lona. Hann bar ekki á sér nein skilríki eða neitt það er gefið gæti- vísbendingu um hver hann væri. Hugsanlegt er einnig að maður þessi hafi verið á Orly á sunnudag þeirra erinda að reyna að komast þaðan sem laumufarþegi til Spánar, með áætlunarvélinni til .Barcelona, en hafi af vangál aumazt um borð í vélina sem fór til Moskvu í staðinn, en á brott- farartíma vélanna tveggja var klukkutíma munur. Enn er ekki fullvíst með hverjum hætti maðurinn lézt, en lögreglan segir hann muni annaðhvort hafa frosið í hel í ógnarkulda háloftanna elleg- ar kafnað í loftleysinu innan í lokuðu hjólalæginu. Til þess að lifa af ferð þessa um há- loftin í hjólalægi þotunnar hefði maðurinn orðið að þola ailt að 55 stigá frost.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.