Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27. aprfl 1966 MORGU N BLAÐIÐ II lega að byggja flugvöll á Álfta- nesi. En meðan sá flugvöllur er ekki byggður, þá er nauðsynlegt að hafa Reykjavíkurflugvöll, a.m.k. fyrir innanlandsflugið og fyrir þær flugvélar í eriendu flugi, sem geta athafnað sig hér á flugvellinum, miðað við að fyllsta öryggis sé gætt við borg arbúa' og farþega. Við verðum í aðalskipulaginu að miða við ákveðinn tíma, og við höfum tal ið raunhæft að miða við að flug vallarsvæðið verði ekki til ann- arra nota fyrr en árið 1983. Eins og ég gat um áðan, var fþað sér- staklega rannsakað, hvort æski legt væri að koma fyrir Miðbæj arbyggð á flugvallarsvæðinu. En þó að það væri autt, þá þykir jþað ekki æskilegt, vegna þess að það myndi draga of mikla lumferð vestur eftir Nesinu. Það var líka rannsakað hvort heppi- I iegt væri að nota þetta svæði fyrir íbúðarbyggð, og komizt var að sömu niðurstöðu, að slikt væri ekki æskilegt. Ef svæðið væri laust til afnota og flugvöll urinn væri farinn og kominn annars staðar hæfilega nálægt Reykjavík, þá er sennilegast, j samkv. áliti því, sem birtist í a ðalskipulaginu, að þetta svæði | verði notað til opinberra bygg- j inga, annars vegar til þess að Háskólinn — og stofnanir hans -— hefðu aukið atihafnarými fyrir einstakar byggingar, og hins vegar ýmsar opiwberar stofnan- ir aðrar, kennslustofnanir, rann eóknarstofnanir o.s.frv. Og slík- ar byggingar yrðu þá byggðar á svæði, þar sem ræktaður yrði upp trjágróður og gerður ekemmtigarður. 2. Er það ófrávíkjanleg áætlun eð staðsetja ráðhús borgarinnar við Tjörnina? I Borgarstjóri: f Ég tel mig hafa svarað þeirri spurningu. 3. Væri ekki hægt að bæta ■gömlu göturnar í gamla bæn- um? Borgarsitjóri: Það er gott, að þessi spuming kom fram, vegna þess að sú ábending hefur verið borin fram til að mynda hvað gangstéttir snertir við gamlar götur, eins og t.d. Austurstræti Og Laugaveg, að þær væru orðnar nokkuð úr sér gengn- ar. Við höfum ekki talið rétt að hefja endurlagn- ingu t.d. gagnstétta, þar sem þær eru fyrir, þótt þær séu þar á nokkrum stöðum úr sér gengn- ar, fyrr en nokkuð lengra væri óleiðis komið með gangstétta- gerð almennt í bænum. Það er ekki fyrir það að synja að í Ijós heifur komið í vetur, að í þessum miklu frostum hafa göt- ur í gamla bænum víða bólgn- að upp, frostið sprengt þær upp. Sumt af þessu læknast og lagast af sjálfu sér þegar frost ffer úr jörðu, en aðrar götur þarf að taka til meðferðar, og við mun- um reyna að gera það svo fljótt cem verða má, en höfum það óvallt í huga að reyna að ná fyrst því marki að ganga að tfullu frá öllum götum í borg- inni, áður en eldri götur eru uppteknar. Sveinn Björnsson: Verður fþróttahöllin í Laugardal futl- gerð á þessu ári? Borgarstjóri: Svo mun verða. Eins og kunnugt er hefúr hún þegar verið tekin í notkun fyrir millilandaleiki, og í ráði er að efna í haust til mikillar iðnsýn- ingar í þessum húsakynnum. Við vonumst líka til þess að á næsta vetri verði það einnig notað til íþróttakennslu fyrir skólaæsk- una, auk þess sem kappleikir og íþróttafélög hafa iþróttahúsið stóra til notkunar, en ekki er unnt, vegna húsnæðisskorts að tfullnægja kennsiuskyldu í íþrótt um í skólum Reykjavíkurborg- ar að öllu leyti, enn sem kom- ið er. 2. Hvenær verður leikvangur- inn í Laugardal fullgerður? Borgarstjóri: Þegar við höfum lokið þeim verketfnum á íþrótta- Bviðinu, sem nú eru í gangi, þ.e.a.s. í þróttahúsinu og sund- lauginni í Laugardal, þá eru nokkur verkefni, sem liggja tfyrir. Ég nefni þar, að getfnu til- efni þessarar spurningar, að eftir er að fullbyggja áhorfenda stúkuna við íþróttaleikvanginn í Laugardal. Það er eftir að gera malarvöll í Laugardal, sem á að leysa atf hólmi gamld mal- arvöllinn á Melunum. Það þarf að byggja fullkomin búningsher- bergi við Sundlaug Vesturbæjar, en búningsherbergin sem nýtt eru, eru fyrst og fremst ætluð fyrir skólasund. Það þarf að endurbæta aðstæðurnar við Naut hólsvik, þannig að næg eru verk- efnin. Ég býst við að fullnaðar- frágangur leikvangsins í Laug- ardal sé þarna ofarlega, ef ekki efst á blaði. Kristín Magnússon Hvenær verður hafist handa við byggingu búningsklefa við Sundlaug Vesturbæjar? Borgarstjóri •. Hafizt verður handa sumarið 1968. grímsson, fundarmönnum kom- una, og lét í ljós ánægju yfir þessum fundi. Kristján Guð- laugsson sagði um leið og hann sleit fundinum að á liðnu kjör- tímabili hefði borgarstjórn sætt óvenjulítilli gagnrýni, sem sýndi að um góða stjórn hefði verið að ræða. Hann kvaðst hafa átt talsverð samskipti í undanfarin ár, við jítlenda menn, sem hing- að hefðu komið og létu þeir óspart í ljósi hrifningu yfir glæsilegum framkvæmdum og miklum framfarahug Reykvík- inga. Fundarstjóri: Það eru fleira en fyrirspurn- ir, sem berast. Hér er kveðja frá M. Þ.: Alltaf er heimtað meir og meir og margir vilja ráða. Er ekki bezt að efla Geir til enn frekari dáða? Hér fara á eftir þær fyrir- spurnir og svör borgarstjóra á fundinum á Hótel Sögu, sem ekki var rúm til að birta í gær: Gunnar Skúlason: 1. Hvenær verður gengið frá gangstétt við Framnesveg? 2. Hvenær verður hluti Fram nesvegar milli Hringbrautar og Grandavegar malbikaður ? 3. Hvenær verður Framnes- vegur lengdur út í Nesveg? Ég skora á borgarstjóra að hann hlutist til um að stofnsett verði borgargeymsla, sem taki við ýmsum verðmætum borgarbúa til geymslu, sem þörf hafa fyrir það. Loks vil ég taka fram, að á Framnesvegssvæðinu höfum Sigríður Þorláksdóttir gerði athugasemd varðandi umferð unglinga um Laugaveg. Sagði hún, að þrjú kvöld vik- unar ættu íbúar Laugavegar erfitt um svefn vegna hávaða og óláta unglinga. Unglingarnir þyrftu meira aðhald og slæmt væri, að lögreglan skyldi ekki halda uppi meiri vörzlu á þessu svæði að næturlagi. Þá vék hún að umferðarmálum og sagði, að hryggilegt væri að sjá jafnvel mæður með smábörn fara yfir á rauðu ljósi. Ásdís Hafliðadóttir: Ég hef heyrt hér um miklar og góðar framkvæmdir í kvöld. Hverníg er með kvöldskemmtan- ir fyrir unglinga, því æskan í dag er framtíðin? Borgarstjóri: Það er skemmtilegt að geta þess hér á þriðja fundinum, að þessi fyrirspurn eða tillaga hefur komið fram á öllum fundunum, og því er hér bersýnilega um mikið áhugamál að ræða. Ég hef gert grein fyrir því að í sam- bandi við kvöldskemmtanir fyr- ir unglinga, þá hefur verið rætt um það, hvort rétt væri að lækka aldurstakmark unglinga varð- andi útivist að aðgöngu inn í op- inber samkomuhús frá því sem nú er, þ.e.a.s. að leyfa 15 ára unglingum í slík samkomuhús. Lögregluyfirvöld og Æskulýðs- ráð hafa frekar lagzt á móti þessu á þeim grundvelli, og í samráði við skólamenn, að æski- legt væri að unglingar á þessum aldri væru sem mest heima við í sínum hverfum og sæktu skemmtanir, ef ekki í skólunum, þá í áhugamannafélögum, sem halda skemmtanir í hverfunum og stunduðu tómstundastarf með þeim félögum sínum þar og söfn- uðum í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. við búið við sérstaklega slæma þjónustu hitaveitunnar. Borgarstjóri: 1. í sumar. 2. Næsta sumar, ef unnt verð- ur að ná samningum um fjar- lægingu húsa í götustæðum. 3. Það er endanlega ekki á- kveðið hvort Framnesvegur verð ur framlengdur alla leið út i Nesveg. 4. Slík þjónusta hefur ekki verið rekin almennt af hálfu borgarinnar, en þó nokkur, og ef menn eiga í slíkum erfiðleik- um, hygg ég að húsnæðismála- fulltrúi mundi hlaupa undir bagga. 5. í sumar verður allt gert til Að lokum þakkaði Geir Hall- Kristján Guðlaugsson, fundarstjóri, Geir Hallgrimsson, borg- arstjóri og Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi. Fundurinn í Sögu þess að kippa hitaveitumálum gamlabæjarins í lag, og þá eru þær framkvæmdir látnar sitja fyrir öðru eins og ég hef sagt áður. Pétur Magnússon: Hvað verður gert til þess að auka og efla véla- og tækjadeild borgarinnar, þannig að borgar- félagið eigi sjálft þau tæki og bíla sem það þarf á að halda tii framkvæmda og þjónustu? Borgarstjóri: Vélamiðstöð Reykjavíkur hefur verið stofnuð með þátttöku allra borgarstofn- ana og borgarsjóðs. Vélakaup hafa aukizt stórlega, þar á meðai kaup á flutningabílum. Ekki er hagkvæmt að eiga fleiri tæki en svo að þau séu alltaf fullnýtt. Við höfum boðið út verk í vax- andi mæli, þar á meðal gatna- gerð og hitaveitu. Einkafyrirtæki annast þessi verk með eigin véla kosti. Skúli Nilsen: Hvaða fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar með opna svæðið, sem afmarkað er af Fálkagötu að norðEin, Tómasar haga að sunnan og Ehmhaga að vestan. íbúar húsanna Flókagötu 17, 19 og 21 hafa enga aðkeyrslu að lóðum sínum, hvað er til úr- 'bóta? Borgarstjóri: f skipulaginu er unnið að leiðum til úrbóta fyrir aðkeyrslu fyrir þessi hús. Það opna svæði, sem spurt er um, verður nýtt sem opið svæði og einnig til leikvallagerðar að nokkru leyti. Sigurður Guttormsson: Ég keypti íbúð við Kaplaskjólsveg af Mannvirki h.f., sem leyft var að byggja á þessum stað án nægi legs eftirlits. Húsið er ranglega staðsett, og hefur það valdið íbú- um miklum kostnaði í samfoandi við holræsagerð. Hefur það orð- ið íbúum mjög dýrt. Telur borg- arstjóri rétt að einstök byggingar félög fái í hendur eftirlit með því að einstök hús séu rétt stað- sett? Telur hann rétt að borgin hlaupi að einhverju leyti undir bagga með okkur? Borgarstjóri: Þessi umrædda bygging var fyrsta bygging á þessu svæði. Fyrirtækið fékk lóð gegn því skilyrði, að það sæi um verkfræðilegan undirbúning og bæri ábyrgð á honum. Það er skoðun borgarinnar, að hér sé um að ræða málefni fyrirtækisins og viðkomandi einstaklinga. Mál þetta fór fyrir dómstól og hefur borgin ekki verið dæmd bótaskyld af þessum sök- um. Stundum hefUr verið tal- að um að taka upp slíka bygg- ingarhætti, eins og tíðkast er- lendis, að fá byggingarfélögun- um í hendur stór svæði, þar sem þau sjá um allar framkvæmdir. Má segja að þetta hafi verið frumraun í þeim efnum. Ef skaði hefur orðið, hlýtur það að vera mál kaupenda og fyrirtækisins, og sveitarfélagið getur ekki gripið þar inn. Það kann hins- vegar að vera að eftirlit hafi ekki verið nægilega vel rækt, en það er nú mim strangara en áður. Einn eigenda hefur rætt þetta mál við mig, og fól ég gatnamálastjóra að hefja við- ræður við verkfræðing, sem er útnefndur af þeim aðilum, sem hér er um að ræða, í þeirri von, að þeir gætu komizt að lausn á málinu, og er velkomið að fylgja því eftir. Borgarstjóri þakkaði að lokum fundarmönnum fyrir komima og fyrirspurnir, og sagði að þesi fundur hefði verið sér mjög lærdómsríkur. Hann kvaðst einnig vonast til þess, að hann hefði orðið upplýsandi fyrir fundarmenn. Fundarstjóri, Bald- ur Möller sleit síðan fundinum með árnaðaróskum. Úgnvekjandi réttar- höid í Bretlandi Slðustu neyðaróp myrtrar telpu leikin af segulbaaidi í réttinum Chester, Englandi, 26. apríl — NTB NEYÐARÓP skólastúlku hljómuðu um réttarsalinn í Chester í dag, en þar standa Ian Brady, 27 ára, og vin- kona hans, Myma Hiudley, fyrir réttinum sökuð um morS þriggja barna. Neyðar- ópin komu af segulbandi ,og sagði saksóknarinn að hér væri um að ræða neyðaróp hinnar 10 ára gömlu Lesley Ann Downey örstuttu áður en hún var myrt og síðan grafin á eyðiheiði. Konur þær, sem í réttarsalnum voru, sátu náfölar og héldn fyrir eyrun á meðan segul- bandið var leikið, en það tók 16 mínútur. Hin ákærðu horfðu á dómarann á meðan. Þögn sló á réttarsalinn er ríkissaksóknarinn, Sir Elwyn Jones, fyrirskipaði að leika segulbandið. Telpurödd heyrð ist frá segulbandstækinu: „Hjálp, Guð, hálpaðu mér.“ Síðan heyrðust kokhljóð og þungur andardráttur. Konu- rödd, sögð rödd Myrnu Hind- ley, hrópaði: „Þegiðu“. Því næst heyrðust hikstar, vein, hróp á hjálp og þess á milli fótatak, hurðaskellir og smell ur, líkt og er ljósmyndavél- arþrdfótur er settur upp. Lögreglan hefur upplýst að hún hafi fundið ljósmynd, sem sýni nakinn líkama Les- ley Ann Downey. Á mynd- inni er klútur bundinn fyrir munn telpunnar. Myndin fannst á heimili Ian Brady's. Af segulbandinu gátu þeir sem staddir voru í réttarsaln- um, heyrt telpuna snökta og segja: „Verið svo góð, verið svo góð, ég næ ekki andan- um“, og nokkru seinna, „hvað ætlið þið að gera við mig?“ Mannsrödd, sögð rödd Bardy's, svaraði: „Ég ætla að taka nokkrar myndir, ékkert annað.“ Barnið hrópaði grátandi: „Ég vil fara heim til mömmu. Ég sver við biblíuna að ég verð að fara því ég þarf að fara út með mömmu. Verið góð og hjálpið mér.“ Mannsröddin srvaraði: ,J»ví lengur, sem þetta tekur, því lengra líður þar til þú getur farið heim.“ Síðan sagði hann: ,Ef þú hættir ekki að halda höndunum niðri, sný ég þig úr hálsliðnum.“ Segulbandinu, sem ríkissak sóknarmn lýsti sem hroða- legu sönnunargagni, lýkur með jólasöngvum, þar á með al einum sálmL Lögreglumenn slógu hring um hin ákærðu á meðan seg- ulbandið var leikið til þess að koma í veg fyrir að áheyj- endur réðust á þau. Hindley og Brady eru höfð í skot- heldu glerbúri í réttinum til þess að tryggja að þau verði ekki skotin af áheyrendapöll- unum. Brady og ungfrú Hindley, hafa bæði neitað því að vera sek um að hafa framið kyn- ferðisafbrot og síðan myrt tvo drengL 17 og 12 ára, auk Leslie Ann Downey. Öll fundust ungmennin grafin á Pennie-heiðunum í nágrenni Chester. Réttarhöldin yfir skötuhjúunum hafa nú staðið í sex daga og h&ía vakið gíf- urlega athyglL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.