Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. apríl 1966 R GI N IV GI \ (VI Markmið okkar er að gera nemendur Höfðaskóla að hamingjusömum þegnum — samtal við Itiagmjs Hiagnússon, for- stöðumann Höfðaskóla í Reykjavík I FÉLAGSHEIMIU Ármanns við Sigtún í Reykjavík er til húsa svonefndur Höfðaskóli, sem starfað hefur frá því haustið 1961 í beinum tengsl- um við Sálfræðideild skóla. Tekur Höfðaskólinn við börn um, sem eiga erfitt um nám í öðrum skólum skyldustig- sins og hefur nemendum þar fjölgað mjög frá því hann tók til starfa. Blaðamaður Morgunlblaðs- ins brá sér á dögunum í stutta heimsókn í Höfðaskóla — hitti þar að máli Magnús Magniússon, sem er og hefur frá upphafi verið forstöðu- maður skólans, og bað hann segja sér eitthvað um starf- semi Höfðaskóla. Magnús tók vel erindi okk- ar og byrjaði á því að upp- lýsa, að í skólanum væru nú hundrað nemendur á aldrin- um 7-15 ára. ,,I>egar skólinn tók til starfa voru bekkjardeildir aðeins tvær, sagði Magnús — en eru nú orðnar tíu talsins, og að- sóknin fer töluvert vaxandi, bæði frá heimilum innan Reykjavíkur og utan af land inu. Eru þess nokkur dæmi, að fólk hafi flutt utan af landi til Reykjavíkur með það fyrir augum að setja börn sín í Höfðaskóla. — Fullnægir skólinn þá þeirri þörf, sem er fyrir slíka stofnun? — Að öllu leyti gerir hann það nú ekki, — einkum þó vegna þess, að húsnæðið er ekki fullnægjandi, enda nef- ur ekki verið gengið form- lega frá stofnún skólans. Ekki er til nein reglugerð um slíkan skóla og eru mál hans því að ýmsu leyti í deiglunni. Að þvi er varðar hinsvegar, að allir komizt í skólann, sem þyrftu, má segja, að þetta færist alltaf í betra og betra horf. Einkum hefur ástandið batnað mikið síðustu tvö ár- in, með tilkomu skólaþroska- prófanna svonefndu, sem nú fara fram í barnaskólunum, að vomámskeiðunum þar loknum. Þannig fáum við bömin í hendur, þegar í upp- hafi skólagöngu, áður en þau lenda í þrengingum í óðrum skólum. Er þá hægt að byggja upp fræðslu þeirra frá upp- hafi án þess að þurfa að byrja á því að losa börnin við afleiðingar hinna ýmsu hindr ana, sem verða á vegi þeirra í venjulegu skólanámi. Til dæmis þarf að taka tillit til þess að í barnaskólana hér vantar ýmsa hjálparbekki, sem þykja sjálfsagðir í skól- um víða erlendis t.d. á Norð- urlöndunum. Einnig þarf þess að gæta að stúlkur eru fljót- ari að taka út námsþroska og nýta skólaþroskann yfirleitt fyrr en drengir. f Höfðaskóla eru stúlkur í miklu minni- hluta, m.a. af þessari ástæðu. Telpur eru líka oft samvizku- samari og hafa meiri tengzl við heimili sín, við mæðurn- ar og mótast meira af þeirra skoðunum og afstöðu en drengirnir. Á kynlþroskaaldr- inum breytist þetta oft til hins gagnstæða, þá er algengt að stúlkur slaki á við nám en drengir aftur á móti taki hröðum framförum og sýna vaxandi áhuga á náminu. — Hvernig er háttað sarri- vinnu við foreldra? — Hún hefur yfirleitt verið ágæt. Börnin eru hér öll með vilja og samþykki foreldra sinna. Þau koma hingað að tilhlutan barnaskólanna og Sálfræðideildar skólanna og mér er óhætt að segja, að í Tvær umgar stúlkur með kennslu tæki, sem æfir litaskin. barnaskólunum hefur verið mikil ánægja ríkjandi með Höfðaskólann, því að með til- komu hans létti af þeim ýms- Magnús Magnússon, skólastjóri Höfðaskóla Annað mál er, að ekki eru allir sammála um það hversu mikil þörfin sé fyrir slíka skóla sem Höfðaskóla. Menn greinir nokkuð á um hvar draga skuli mörkin í þessum efnum og hversu há hilutfalLstala skólabarna al- mennt þurfi á slíkri skólavist að halda. Sumir telja, að um 1% skólabarna þurfi hennar með, aðrir 2% og sumir enn fleiri. Eins og nú er komið málunum, eru nemendur þessa skóla um 1% af nem- endum barna- og unglinga- stigsins í Reykjavík. En það er svo margt, sem gæta þarf, þegar ákveðið er hver þörfin sé í þessum efnum, og enn- fremur, þegar miðað er við reynsluna í öðrum löndum. Það er alltaf gaman að teikna a töfluna Konnslustund í svonefndu „Skapan.ili fondri“ um vandræðum og miklu amstri. — Og börnin sjálf, eru þau ánægð? — Já, þau una sér afskap- lega vel og í flestum tilfell- um breytast þau til hins betra í framkomu og öðru eftir að þau koma hingað. Við höfum séð þess mörg dæmi, að börn, sem í barna- skólum borgarinnar voru svo óframfærin, að til vandræða horfði, og léku sér ekki með öðrum börnum, heldur stóðu ein álengdar, hafa ekki fyrr verið komin hingað en þau eru farin að leika sér og ærslast eins og eðlileg börn. Og þess eru einnig mörg dæmi að börn, sem trauðla hefðu orðið læs við venju- legar aðstæður hafa orðið læs hér. Við teljum að með þeim aðferðum, sem hér er beitt, notizt þessum börnum mun betur en ella af þeim hæfi- leikum. sem þau eru gædd. — Þegar við komum var barnahópur að leik hér niðri, óyggið þið e.t.v. nám yngstu barnanna að' einhverju leyti á leikjum? — Já, við byggjum námið á þroskandi leikjum — frásögn um, ævintýrum, skugga- myndum, teikningu, bolta- leikjum og ýmsu öðru og aukum smám saman upp- fræðsluna eftir því sem börn- in þroskast og stœkka. — Hvað starfa margir kenn- arar við Höfðaskóla? Kennarar eru sex, auk mín, þrír fastir kennarar, þau Böðvar Guðlaugsson, Svandís Pétursdóttir, og Jóhanna Kristjánsdóttir og þrír stunda kennarar, þau Þorgerður Sveinsdóttir, sem kennir stúlkum handavinnu, Borg- þór Jónsson, sem kennir handavinnu og leikfimi drengja og Árni Jón Pálma- son, sem hefur með höndurn almenna kennslu. — Hvað getið þér sagt mér um framtíðaráform Höfða- skóla? — í raun og veru get ég harla lítið um það sagt, — því að eins og ég drap á áð- an, eru mál hans að mörgu leyti í deiglunni ennþá. Mér finnst mjög svo virðingar- Framhald á bls. 31. GIWI ORGIMMI 1 ORGIWI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.