Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 13
MÓúÉWéiÁérb ' Íiiðvifcaagur 57. apríl 1966 Kristján Brandsson í Bárðarbúð Hfiiining í DAG er til moldar borinn frá Hellnakirkju einn af nýtustu Breiðvíkingum Kristján bóndi í ! Bárðarbúð við Hellna. Hann lézt eð heimili sínu eftir stutta legu, fjann 19. apríl sl., rúmlega átt- ræður að aldri. Kristján Sigurjón Brandsson var fæddur 7. marz 1886 í Bárðarbúð á Hellnum þar eem hann dvaldi til æviloka. Foreldrar hans voru Ólína Ól- efsdóttir, bónda frá Skjaldartröð é Hellnum, og Brandur Jó'hann- esson, bónda frá Brekkubæ í eama plássi. Kristján ólst upp í Bárðarbúð með foreldrum sínum, og einkasystur, Júníu, myndar- og efnisstúlku, var mjög kært sneð þeim systkinum. Arið 1913, eftir lát föður síns, tók Kristján við búi í Bárðarbúð og bjó þar með móður sinni til ársins 1920, er hann kvæntist eftirlifandi fconu sinni, Kristjönu Þorvarðs- dóttur frá Arnarstapa í sömu sveit. Varð hjónaband þeirra hið farsælasta, bæði voru þau hjón samhent í öllu og atorkufólk, sem vildi í hvívetna annarra vanda leysa. Kristjáni var sjómennskan í fclóð borin. Hann var aflasæll formaður, aðgætinn og veður- glöggur. Og varla er ofsagt, að sjórinn væri hálft hans líf. Sjó- inn stundaði hann alla tíð, fyrst sem unglingur með föður sínum, írá Hellnum, og nokkrar vertíð- ir fór hann til sjós og reri út, eins og það var nefnt í þá daga. Eftir lát föður síns hélt hann dti róðrarskipi þeirra feðga, „Blikanum". Og Kristján var með fyrstu mönnum þar á Helln- um, að fá vél í báta sína, en þá smíðaði hann sjálfur og þótt- ist takast vel. Milli vor- og haust- vertíða reri hann iðuglega einn, og allt fram á síðasta sumar, 1965, er hann enn stundaði nokk- uð sjó. Mætti segja að sjómennsk an væri hans lífsstarf. En með því væri þó hálfsögð sagan. Kristján bar aldurinn vel, mátti lítt sjá á að honum förlað- ist með aldrinum, fyrr en allra cíðustu árin að sjónin var mjög að daprast. Hafði hann alla tíð verið harðduglegur maður og si- etarfandi. Hann hafði ávallt landbúnað nokkurn, þar til síð- ustu árin, að Kristinn sonur hans hefur þar nú fjárbú nokk- urt. Kristján var maður skarp- greíndur og athugull á marga hluti, glöggur var hann og minn- ugur á ýmsan fróðleik, en var nokkuð dulur á þá hluti og sann- ©rður og vandaður á heimildir. Hann gegndi um langt skeið ýmsum trúnaðarstörfum og vann þau verk öll með stakri sam- vizkusemi. Hann gat oft skilið ungdóminn íurðu vel, enda var hann ungur í anda alla tíð; kom það einna igleggst fram í félagslífi sveitar- innar þar sem hann gat verið glaður í vinahópi fram að síð- ustu stund. Þegar Ungmennafé- lag Breiðuvíkur var stofnað árið 1925 átti það öruggan talsmann þar sem hann var, þótt ekki væri Ihann félagsmaður. Er mér sgm þessar línur ritar það enn í fersku minni hve drengilegur málsvari hann reyndist félaginu á örlagastund. Skal ekki farið um það fleiri orðurn, því um menn sem eiga jafn sterka þætti ofna inn í sögu sveitar sinnar ©g Kristján Brandsson, er ekki hægt að tjá í stuttri miriningar- grein. Og gleggst og lengst vérð- ur hans minnzt af þeim er bezt (þekktu hann og störfuðu með honum, bæði á sjó og landi, þess- um dagfarsprúða manni, sem olltaf mátti treysta og ætíð vildi hafa það sem sannara reyndist. Og fylgdist svo vel með öllu, að eegja má að hann hafi vaxið og þroskazt með samtíð sirini fram að sínu dánardægri. Og ýmsum nytjamálum I sveit sinni kom hann fram eða studdi drengilega, þótt hér verði fæstra getið. Hann var lengi í sóknamefnd og hrepps nefnd m. fl. Var jafnan mikið tillit tekið til hans, þar seni hann lagðist á sveif, og á fárra færi var það að slá hann út af laginu í málflutningi, því honum varð sjaldan svara vant, enda var hann sjálfur fáorður og gagn- orður svo af bar. Eitt af þeim verkefnum sem Kristján var hvatamaður að, voru lendingabætur á Hellnum. Þar var áður ein af þessum brimlendingum, sem mikillar að- gæzlu þurfti við, og urðu sjó- menn að vera i landi margan daginn af þeim sökum. Eru logn- brim þarna tíð og ávallt varð að sæta sjávarföllum vegna erfiðr- ar landtöku. Og nú eru lendingar bætur þarna komnar svo vel á veg að segja má að Kristján hafi fengið að sjá þennan óskadraum sinn rætast. Og sjálfur vann hann í hafnarvinnunni á síðasta sumri. Og mörg handtökin á hann þar, bæði greidd og ó- greidd, því byrjað var á þessu verki með gjafavinnu. Kristján má telja gæfumann. Hann unni mjög sveit sinni og æskustöðvum og gat glaður litið yfir langan starfsdag, og séð ár- angur starfa sinna og hugsjónir rætast í þessari fögru byggð, sem er ógleymanleg þeim sem þar hafa dvalið, eða eitt sinn tekið tryggð við. Hann var vin- sæll og vel metinn af öllum sem náin kynni höfðu af honum og þá mörgu sem hann hafði við- skipti við, bæði vegna lipurðar hans og sanngirni og þeirrar bjargföstu tryggðar, sem hann tók við vini og vandamenn. Að hinu leytinu var hann tillitssam- ur og orðvar, ekki sízt um menn og málefni, sem hann þekkti minna til, enda maður friðsam- ur og óáleitinn. En mátti þó vel sínum hlut halda, ef svo bar und- ir, því hreinskilni hans og góð dómgreind, vísuðu honum þar veg. En, eins og fyrr segir, voru þau Bárðarbúðarhjón einstak- lega samhent og unnust mikið. Oft réttu þau nauðstöddum ná- grönnum hjálparhönd á ýmsan hátt, enda áttu þau bæði til greið ugra að telja; var það sjaldan mælt eða vegið, sem þau hjón létu af hendi rakna. Var Krist- ján þar enginn eftirbátur föður síns, að gefa nágrönnum sínum fiskifang til matar. Hefur sá sið- ur lengi haldizt við á Hellnum, þegar einn rær, að gefa hinum nýtt í soðið. í heimilisháttum þeirra hjóna var þáttur húsfreyj- unnar engu ómerkari, er dýpra er skyggnzt, því eins og góðra kvenna er háttur, bætti hún um utan heimilis sem innan. En góð- vildin verður ekki lögð á meta- skálar í búreikningum. Nú eru reyndar breyttir tímar frá því sem áður var. En góðvildin er sí- gild mynt alla tíð. Þeim hjónum varð 5 barna auðið, og eru 4 þeirra á lífi. Sigurbjörg Fjóla, búsett í New Jersey, USA; gift Walther Farr- el. Leifur, sjómaður og smiður, búsettur í Vogum, Gullbringu- sýslu; kvæntur Sigurveigu Magn úsdóttur. Kristinn Gestur, bóndi og kaupmaður í Bárðarbúð. Kristín Lilja, húsfreyja á Ökr- um, sem er nýbýli á Hellnum; gift Gunnlaugi bónda þar Hall- grímssyni frá Dagverðará. En þótt fjölskyldulíf Kristjáns væri hið farsælasta varð hann þó fyrir þungum raunum á ýngri árum. Sjórinn, sem hann dáði svo mjög og gaf björg í bú, tók hér sem oftar sína fórn er faðir hans drukknaði haustið 1913 með þeim hætti, að hann tók út af þurru landi er þeir feðgar voru að nóttu til að bjarga bát- um sínum undan sjávargangi. En það varð Kristjáni til lífs, að hann missti aldrei taki af bátn- um, sem tók niður á steini í út- soginu. En þá var faðir hans horfinn. En lík hans rak á Hellna fjörur fám dögum síðar. Vetur- inn 1916 veiktist Júnía, systir hans, af ólæknandi sjúkdómi, var hún þá að hjúkrunarnámi í Reykjavík. Nú þráði Júnía heitt að komast heim til mömmu sinn- ar. Kristján varð þegar við ósk hennar og fór suður til að sækja hana. Var hún þá mjög veik :rSin. Eftir mikla hrakninga á sjó, m. a. norður um Vestfirði, komust þau systkini loks til Ól- F. 27. april 1873 Ð. 21. april 1966. JÓN frá Þinganesi, en svo var hann jafnan nefndur, andaðist á sumardaginn fyrsta, en í dag hefði hann orðið 93 ára. Á þess- um afmælisdegi sínum verður hann borinn til grafar. Hann var fæddur að Þinga- nesi í Nesjum, A.-Skaft. sonur hjónanna Katrínar Jónsdóttur og Jóns Guðmundssonar, bónda þar. Að honum stóðu merkar skaftfellskar ættir og á margt landskunnra manna til þeirra að telja, sem dæmi má nefna að þeir Eiríkur Magnússon bóka- vörður í Cambridge og Jón Guð- mundsson í Þinganesi voru syst- kynasynir. Bræður Jóns voru þeir Eiríkur bóndi í Firði og Jón bóndi í Hoffelli og voru þessir þrír bræður taldir meðal merk- ustu manna þar eystra á sinni tíð. Um Jón bónda í Þinganesi segir svo í fsl. æviskrám að hann hafi, verið „smiður mikill og atorkumaður.“ Jón sonur hans fór ekki var hluta af beztu eðilskostum for- feðra sinna. Hann var greindur vel og frábær hagleiksmaður, enda mun hann snemma hafa farið að leggja stund á allskonar smíðar. Hann nam ungur skó- smíði, en í þá daga var sú iðn- grein nær eingöngu fólgin í nýsmíði og hef ég heyrt kunnuga menn tala um að rnikið orð hafi farið af listfengu handbragði Jóns á öllu sem hann smíðaði. Bræður Jóns frá Þinganesi þeir Guðmundur og Gunnar, síð- ar bóksali á Höfn í Hornafirði, tóku við búi af föður sínum. Var Jón til heimilis hjá þeim bræðr- um sínum og stundaði smíðar jafnlhliða algengri sveitavinnu. Guðmundur drukknaði á bezta aldri og róma kunnugir mjög hvílíkur drengskaparmaður Jón hafi reynst ekkju hans og börn- um. Alla tíð lét hann sér mjög annt um velferð bræðrabarna sinna, enda var mjög kært með þeim og honum, og sýndu þau honum frábæra ræktarsemi til hinnstu stundar. Jón frá Þinganesi var kominn yfir fimmtugt þegar hann flutt- ist til Reykjavíkur. Fyrstu ár sín hér vann hann við búið á Reynistað, en EIís Jónsso-n síðar kaupmaður, sem kvæntur var náfrænku hans, rak þar búskap um þær mundir. Það eru nú liðin nær því 35 ár síðan kynni okkar Jóns frá Þinganesi hófust. Hann var þá farinn að búa með móður minni. Helgu Jónsdóttur og áttu þau heimiíi að Þrastargötu 9 allt til ársins 1958 að þau fluttust á Elliheimilið Grund. Ég minnist þess að oft hafði móðir mín orð á því að það hefði verið sér mikil gæfa að eignast slíkan mann- kostamann að lífsförunaut síðari áfanga ævinnar, enda var sam- búð þeirra eins góð og bezt verður á kosið. Börn hénriar, þau sem þá dvöldu í heimahúsum tóku miklu ástfóstri við Jón og virtu hann mikils. Ljós vottux þess var hin mikla umhyggja er þau sýndu honum unz yfir lauk. Jón frá Þinganesi varð snemma fyrir því mótlæti að daprast mjög sjón, og mótti heita að hann væri alveg blindur s.1 afsvíkur, en þá var yfir fjallveg að fara, suður yfir Kambsskarð, að Hellnum. En á þessum síðasta áfanga, að heimili sínu, lézt Júnía. Og bróðirinn kom heim með hana liðið lík. Var til þess tekið, hve æðrulaust hinn ungi maður tók þessum mikla og svip lega ástvinamissi, sem efalaust hefur þó mótað hann til alvöru og meiri þroska. Vil ég leyfa mér að taka mér í munn eftirfar- andi erindi, ort af austfirzkri konu, sem mér finnst eiga svo vel við minningu míns horfna vinar og frænda, Kristjáns Brandssonar: 20 ár. Þessu mótlæti tók hann með sama æðruleysi og honum var eiginlegt hvað sem að hönd- um bar, og leit á það sem eina af þeim ráðstöfunum forsjónar- innar, sem ekki yrði raskað. Má þó geta nærri hvílíkt áfall það hefur verið fyrir, slíkan elju- mann þegar ekki var lengur vinnubjart í veröld hans. Eftir að móðir mín dó árið 1901 varð dauflegt yfir ævi Jóns, enda höfðu þau verið óvenju samhent. Þegar þau fluttust á Elliheimilið var mjög gengið á lífsþrótt þeirra beggja, en þau lögðu sig mjög fram um að miðla hvort öðru af þeim styrk, er þau enn bjuggu yfir. Síðustu ár Jóns urðu aðeins bið þeirrar lausriar/ er hann fékk loks á sumardaginn fyrsta. Jón frá Þinganesi verður öll- um hugstæður er honum kynnt- ust, enda var hann um flest ó- venjulega vel gerður maður. Hann var greindur vel og gæddur heilsteyptri skapgerð. Prúðmenni var hann svo af bar og meðtfædd háttvisi hans í allri „íslenzkur í anda var hann, ættfeðrunum gömlu líkur, harma sína í hljóði bar hann. Hetju mark, sem aldrei svíkur“. Veturinn var að kveðja er hann flutti héðan úr skuggadöl- um jarðlífsins. Nú heilsar hann, enn bjartara sumri á eilífðar landinu „meira að starfa, guðs um geim“. Ég vil enda þessi minningar- orð með hjartans þökk fyrir samfylgdina og hans góða tillaga, votta og eftirlifandi konu hans, börnum þeirra og vandamönn- um innilegustu samúð mína og míns fólks. V. K. framkomu hlaut að vekja að- dáun. Dagfar hans allt mótaðist af jafnaðargeði og umburðar- lyndi, enda mun hann aldrei hafa átt í útistöðum við nokk- um mann. Honum lá gott orð tii allra sem hann hafði kynnst á langri og flekklausri ævi. Ekk- ert var fjær skapi hans en að hneykslast á því sem miður fór í fari annara. Hann tók öllu sem að höndum bar með slíkri geðró að það var sem hann skynjaði rökrænt samhengi allra hinna margvíslegu tilbrigða mannlegs lífs. Öll beztu ár sín og fram yfir miðjan aldur dvaldist Jón frá Þinganesi á æskustöðvum sin- um í Austur-Skaftafellssýslu, en mjög er ég ófróður um ævi hans þar. Hann var fátalaður um' sjálfan sig og sína hagi, en ekk- ert umræðuefni virtist mér hon- um kærara, en menn og málefni í átthögum hans, og fram á sáð- ustu stund fylgdist hann af lífi og sál með öllu sem þar gerð- ist. Jón frá Þinganesi lifði langa og vammlausa ævi, en lét lítið yfir sér og gerðist aldrei fyrir- ferðarmikill í samfélaginu. Hann hafði ákveðnar skoðanir á opin- berum málum, en var fjarri skapi að deila um þær við aðra er voru á öndverðum meiði. Sök um prúðmennsku sinnar og göf- ugs hugarfars verður hann þó samferðamönnum sínum hug- stæðari en margir þeir er telja sig borna til meiri umsvifa. Sé sú kenning rétt er manni var innrætt í æsku að hógværum og hjartahreinum sé ætluð hin æðsta umbun er jarðvist þeirra lýkur, veit ég ekki annan eiga betra hlutskipti í vændum en þennan látna heiðursmann. Guðmundur Sigurðsson. BAHCO SILENT vift lan I 11 henta stacf< : sem 1 ir alls . ár þar <rafizt er g< og hlj I loffræí !»tírar ócírar sjtlngar. 'sk Sm IflÍPOfe GOTl - vel - hre LOFT ídan nlæti IHIHR LJaiiLJU HEIM ( VINNl lAog á JSTAÐ. Audveld ing:lódr( I I hornoc uppsetrv lltjárétt, M'rudu ií För I SUÐUR 41X1 (iÖTU tO Jón Jónsson frá Þinganesi Mirming

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.