Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 20
MORCUNBl'ÁtilÐ iVfiðvit'uclagiir 27. apríí 1966 Frá aSalfundi Iðnaðarbankans, sem haldinn var fyrir nokkru. Uluthafar í Iðnaðarbankanum eru um 1200 en bankinn var stofnsettur að frumkvæði iðnrck lönaöarbankinn - lyftistöng innlendum iðnaöi - Innlán hafa aukizt úr 17 millj. 1953 í 411 millj. 1965 - Endurkaup afurðavíxla og gjaldeyrisviðskipti nauðsynleg - Rætt við Braga Hannesson, bankastjdra Tvær lánastofnanir hafa öðr- um fremur átt ríkan þátt í vexti innlends iðnaðar á síð- usfu árum, en það eru Iðn- aðarbanki Islands h.f. og Iðn- lánasjóður. Iðnaðarbanki ís- lands hóf starfsemi sína í júní 1953, og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. í lok fyrsta starfs- árs námu innlán rúmlega 17 milljónum króna, en í lok árs ins 1965 námu þau rúmlega 411 milljónum króna. Bank- inn hefur byggt stórhýsi í Reykjavík, og jafnframt opn- að útibú í Hafnarfirði og á Akureyri og mun bráðlega opna útibú í Reykjavík. — Morgunblaðið átti fyrir nokkru viðtal við bankastjóra Iðnaðarbankans, þá Braga Hannesson og Pétur Sæmund sen um starfsemi Iðnaðar- bankans og Iðnlánasjóðs. Stofnaður fyrir forgöngu iðnrekenda og iðnaðarmanna Bragi Hannesson skýrði svo írá starfsemi Iðnaðarbankans: „Bankinn hóf starfsemi sína lem fyrr segir hinn 25. júní 1953. Hann byrjaði í húsi Nýja Bíós í Lækjargötu, og var þar til húsa í 9 ár, eða þar til flutt var i hið nýja bankahús við Laekjargötu 10. Iðnaðarbankinn er stofnaður fyrir forgöngu Landssambands iðnaðarmanna og Félags ísl. iðn- rekenda. Iðnaðarmenn og iðnrek endur áttu meirihluta hlutafjár, en ríkissjóður minnihlutann. — Upphaflega voru hlutföllin 3 milljónir á móti 3%. Síðan hef- ur hlutaféð verið aukið, og hef- ur hlutfallið breyzt, þannig að ríkissjóður á fjórar milljónir, en einkaaðilar 10 milljónir. Iðnaðar- bankinn er raunverulega fyrsti einkabankinn sem stofnaður er hér á landi, síðan íslandsbanka leið, en hlutdeild einkaaðila í Útvegsbankanum á sínum tíma var’ sáralítil." „H'lutverk Iðnaðarbankans1*, sagði Bragi Hannesson, „er að styðja og efla iðnaðinn í land- inu. Fyrsti bankastjóri hans var Helgi Hermann Eiríksson, fyrsti formaður Landssambands iðnað- armanna og fyrrv. skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík. Bank- inn hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun sinni, en þó mest síð- ustu þrjú árin. Á þeim tima . hafa innlán í bankann hækkað um rúm 100%, eða úr 204 millj. í 411 milljónir króna. í nóvember 1964 opnaði Iðn- aðarbankinn útibú i Hafnar- firði, og hefur starfsemi þess gengið mjög vel, þannig að um síðustu áramót námu innstæður rúmum 25 milljónum króna. Ári síðar, í nóvember 1965, var opn- að útibú á Akureyri. Starfsemi þess hefur einnig gengið mjög vel. Um síðustu mánaðamót voru innistæður þar yfir 15 milljónir króna. Bankinn keypti neðstu hæð í. Sjálfstæðis- húsinu, glæsilegt húsnæði, og hefur þar aðstöðu í náinni fram- tíð til stækkunar. Opnun þriðja útibúsins er á döfinni, og hefur bankinn nýlega fest kaup á hús- næði í Háaleitishverfi við Háa- leitisbraut 58, og er fengið leyfi til að hefja þar rekstur úti- bús, sem væntanlega mun taka til starfa síðar á þessu ári. Við höfum því opnað eitt útibú á ári síðastliðin þrjú ár“, segir Bragi Haiuiesson. „Þessu nýja útibúi í Háaleitishverfi er ætlað að þjóna viðskiptamönnum bankans, sem eru staðsettir í iðnaðarhverfum austur í borginni. Opnun útibúa á Akureyri og í Hafnarfirði er í samræmi við þá stefnu bank- ans, að veita iðnaðinum í tveim- ur stærstu iðnaðarbæjum lands- ins utan Reykjavíkur nauðsyn- lega þjónustu". 1200 hluthafar Við spyrjum Braga Hannes- son um fjölda hluthafa í Iðnað- arbankanum og segir hann, að þeir séu nú um 1200. Um hluta- fé bankans er það að segja, að frjálst er að auka það með sam- þykkt aðalfundar. Iðnaðarbank- inn hefur greitt hluthöfum sín- um arð frá 1960. Um starfsemi bankans al- mennt segir Bragi Hannesson: — Eftirspurn eftir lánsfé er geysilega mikil og raunar úti- lokað að sinna því í samræmi við þær óskir sem þar koma fram, jafnvel þótt um góð mál sé að ræða. Bankarnir fái ekki að nota allt sitt fé þar sem Seðla- bankinn bindur ákveðinn hluta af innlánsaukningunni, en það fé er notað til þess að mynda gjaldeyrisvarasjóð og standa undir endurkaupum afurðavíxla. Þannig eru nú 77.7 milljónir króna bundnar í Seðlabankan- um frá Iðnaðarbankanum. — Hvað er það sem aðallega hefur áhrif á getu bankans til útlána? — Innlánsfé er grundvöllur út lána bankans, þannig að vöxtur innlána hefur það í för með sér að fyrirgreiðsla bankans verður meiri. Um sl. áramót námu út- lán Iðnaðarbankans samtals 348 millj. kr. Hins vegar hafa sveifl- ur í innlánum mikil áhrif á út- lán, og sérstaklega veldur greiðsla söluskatts því að innlán lækka mikið meðan á því stend- ur, en það er fjórum sinnum á ári. Okkur finnst athugandi, að söluskattur sé greiddur mánað- arlega til þess að draga úr þess- um sveiflum, sem verða sífellt stærri og stærri. . Við spyrjum Braga Hannes- son að lokum hvaða umbætur Iðnaðarbankinn telji nauðsyn- legar til þess að bankinn geti betúr þjónað iðnaðinum í larid- inu, og hann segir, að endur- kaup á afurðavíxlum iðnaðarins séu tvímælalaust mikilvæg. „Það mál hefur lengi verið á döfinni, og ætla má,'>að það sé að kom- ast í höfn, og er það mikið fagn- aðarefni. Einnig teljum við, að það hljóti að koma að því að Iðnaðarbankinn fái réttindi til gjaldeyrisviðskipta, enda mun það bæta aðstöðu bankans mjög til þess að veita viðskiptavinim- um sem bezta þjónustu“. Iðnaðarbankinn er ung lánastofnun, sem fyrst og fremst er byggð upp af fram- taki iðnaðarmanna og iðnrek- enda sjálfra. Á þeim stutta tíma, sem bankinn hefur starfað, hefur hann, svo ekki verður um villzt, sannað gildi sitt fyrir uppbyggingu iðnað- arins í landinu og er það á- nægjuefni og til fyrirmyndar að einkaaðilar í iðnaðarstétt hafa þannig að eigin frum- kvæði byggt upp blómlega og vaxandi lánastofnun. Iðnlánasjóðu r veitti 58,4 millj. í lán á sl. ári — Stórefling sjóðsins samþykkt ó Alþingi — Rætt við Pétur Sæmundsen, bankastjóra Á aðalfundi Iðnaðarbanka íslands fyrir nokkru kom fram að á síðastliðnu ári veitti Iðnlánasjóður lán að upphæð samtals 58.4 millj. króna, og nema útlán sjóðs- ins nú alls 139,6 milljónum króna. Eigið fé sjóðsins óx um 24,4 milljónir króna á ár- inu og er þá samtals orðið 72 milljónir króna. Fyrir nokkru flutti ríkisstjórnin á Alþingi frumvarp, sem gerir ráð fyrir stóreflingu Iðnlánasjóðs, en í því er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að fimmfalda árlegt framlag ríkissjóðs til Iðn- lánasjóðs úr 2 milljónum króna í 10 milljónir króna. Þá er lántökuheimild Iðn- lánasjóðs, sem var 100 millj. hækkuð í 150 milljónir króna, og ný lántökuheimild veitt vegna hagræðingarlána allt að 100 milljónum króna. Er þetta frumvarp orðið að lög- um. Fétur Sæmundsen, annar af bankastjórum Iðnaðar- bankans, á sæti í stjórn Iðn- lánasjóðs, sem er stofnlána- sjóður iðnaðarrins í landinu. Við ræddum við hann um starfsemi Iðnlánasjóðs. Pétur Sæmundsen skýrir okk- ur í stuttu máli frá sögu Iðn- lánasjóðs: „Hann var stofnaður í janúar 1935, og var þá framlag ríkis- sjóðs til sjóðsins ákveðið krónur 25 þúsund á ári næstu 10 ár. Þá var yfirstjórn Iðnlánasjóðs í höndum atvinnumálaráðherre, en Útvegsbanka íslands var fal- in stjórn hans og meðferð. 1941 er gerð breyting á lögum um Iðn lánasjóð, og er þá ríkissjóðs- framlag hækkað í 65 þúsund krónur á ári, og sjóðnum er enn- fremur heimilað að gefa út hand hafavaxtabréf, sem nema mega allt að tvöföldum höfuðstóli hans. Næst er breyting gerð á lögum sjóðsins 1946, en þá er framlag ríkissjóðs hækkað f krónur 300 þúsund á ári, og nú má sjóðurinn gefa út handhafa- vaxtabréf sem nema allt að þre- földum höfuðstól sjóðsins á hverjum tíma, en með stofnun Iðnaðarbankans er honum falin starfræksla Iðnlánasjóðs. 1963 er gerð veruleg breyting á lögum Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.