Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 31
MxSviktuJagar 27. apríl 1966 MORGUNBLADID 31 Sendiráössfarfs- menn og CIA New York Times ræbir leyni- þjónusfu USA New York, 26. apríl — NTB BANDARÍSKA blaðið ,/The New York Times“ heldur því fram í grein í dag, að allt að 75% starfs manna sendiráða Bandaríkjanna erlendis séu á laun starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA (Central Intelligence Agency). Hér er um að ræða fyrstu greinina af mörgum sem birtast eiga um CIA í blaðinu eftir margra mánaða athuganir ©g gagnaöflun um starfsemi CIA. Blaðið segir að eins og nú hatt ar hafi CIA um 15.000 manns á sínum snærum, þar af um 2.200 manns, sem starfi erlendis. Seg- ir blaðið leyniþjónustuna hafa 900 milljónir dollara til umráða á ári. Blaðið segir að starfsmenn CIA við sendiráðin séu yfirleitt venjulegir sendiráðsfulltrúar og oft viti starfsbræður þeirra við sendiráðin að þeir störfuðu fyrir CIA. — Úr borginni Framhald af bls. 12. vert, að bærinn skuli hafa haft forgöngu um að koma honum á laggirnar og ég tel tilkomu Sálfræðideildar skól- anna afar mikilsvert spor í rétta átt. Hinsvegar stendur það okkur fyrir þrifum, eins og ég sagði áðan, að okkur vantar húsnæði, sem hæfi starfsemi slíks skóla, — mætti þar til nefna bókasafn og geymslustaði, skólaeldhús, svo að hægt sé að kenna mat- reiðslu og svo framvegis. En ef við eigum að tala um framtíðina þá eru helztu atr- iðin, sem taka þarf afstöðu til þessi: Fyrst og fremst á þessi skóli rétt á sér eða ékki? Og þeirri spurningu skilst mér nú að sé í raun- inni svarað, því að eftir því, sem ég veit bezt, vill enginn, sem til hans þekkir og hefur haft af honum að segja, að hann sé lagður niður. Og þá liggur beinast við að ganga frá stofnun hans formlega, þannig að skólinn fái sinn sess, ríkið viðurkenni hann og sérstöðu hans. Síðan þarf auðvitað að byggja hus fyrir skólann þar sem tekið sé til- lit til ýmissa atriða. Einnig er það mín skoðun, að byggja þurfi heimavist í sambandi við skólann, því að í sumum tilfellum eru heimilisástæður barna þannig, að heimavistar væri full þörf. — Hvað eru margar skóla- stofur í þessu húsi? ■ — Við höfum hér fimm skólastofur og 1 smíðastofu. Vegna hinnar auknu aðsókn ar að skólanum síðustu árin er þetta húsnæði að verða of lítið, því að hér eru nemend ur aðeins tíu i hverri bekkj ardeild á móti 2i5-30 í venju legum barnaskólum. Og við viljum að sjálfsögðu geta bú- ið sem bezt að börnunum, því að markmið okkar, sem hér störfum, er að gera nemend- ur Höfðaskóla að hamingju sömum þegnum, sem geti séð fyrir sér sjálfir og orðið for- eidrum sínum til gleði og ánægju. Við teljum, að það hafi verið mjög þarfleg ráð- stöfun að koma skólanum á fót og vonum, að framtíð hans verði tryggð sem mest og bezt. X-DX-D Utankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavik hjá borgarfógeta. Erlcndis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum sem tala islenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Búnaðar- félagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæð, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar: 22637 og 22708. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 22756. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins . er i Hafnarstræti 19, 3. hæð (Helga Magnússonar húsinu). Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10—10. - • -- Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi kosningarnar. — • — Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 22756. Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördag innanlands og utanlands. ' *“• — Símar skrifstofunnar eru: 22637 og 22708. -kjálftans. Mesti jarðskjálfti, sem orðið hefur í Sovétríkjunum, varð 194-8, en þá var talið að mörg hundruð manns hefðu farizt- í bænum Asjkalad í Mið-Asíu. Bærinn hrundi til grunna, en vai; síðar byggður á ný. Opin- berar tölur um hve margir fór- ust þar hafa aldrei verið birtar. ■ Jarðskjálfii Framhald af bls. 1 húsþökin hrundu yfir þá. Blaða maðurinn kvaðst hafa séð hús- veggi springa, en aðeins í göml- um húsum. Hann kvað ekkert tjón hafa cyðið á nýjum íbúða- blokkum, sem væru sérstaklega byggðar til þess að þola jarð- skjálfta. Að því er Tass segir, átti jarð skjálftinn upptök sín milli 5 og 10 km. undir borginni. Var ástæðan talin sú, að jarðskorp- an hefði gengið ti-1 við hina fornu Karzhantau-sprungu. Fyrir 12 dögum urðu þrír væg ir jarðskjálftakippir í Tajkstan, skammt frá Tashkent. Jarð- skjálftafræðingar voru sendir á vettvang og komust þeir að þeirri. niðurstöðu að e.t.v. væri Hait-eldfjallið, sem ekki hefur gosið síðan 1949, að vakna af svefni. Tashkent er stór borg og ný- tízkuleg, en engu að síður eru þar margar götur -með gömlum byggingum. Borgin er meira en 1200 ára gömul, og var virkis- borg á „silkileiðinni" til Kína í eina tíð. Kínversku landamærin eru í aðeins 500 km. fjarlægð frá Tashkent. Þeir Kosygin og Brezhnev komu til borgarinnar með flug- vél í dag ásamt fjögurra manna bygginganefnd undir stjórn Ignatij Novikov, varaforsætisráð herra. Nefnd þessi var sett á laggirnar í skyndi til þess að gera áætlun um þörf á endur- áÍÐASTA skemmtikvöldið á vetrinum verður í Sjálfstæðis- húsinu niðri kl. 20 í kvöld. Þar mun Vilhjálmur Gíslason fara með eftirhermur o. fl. en hann skemmtir aðeins’ hér á Akureyri í kvöld og annað kvöíd. Hljóm- sveitin ,Þeir“ leika fyrir dansi. Fjölbreyttar veitingar. Stjórnin. / Hafnarfirði Framhald af bls. 32 gatnagerðargjöld, sem falla I gjalddaga 1. janúar 1987. Hafnarfjarðarbær skuldtoind- ur sig til að byggja hafnarmann- virki-í Straumsvík og verði höfn in í eigu bæjarins. Hafnarfjarð- arbæ verður heimilt að nota fæki þau, sem ISAL mun setja upp við höfnina, að undanskildu færibelti, til f'ermingar og af- fermingar annarra skipa en þeirra, sem flytja fyrir verk- smiðjuna sjálfa. .ISAL hefur þó forgang ’til notkunar á- hafnar- ..mannvirkjum til inn- og út- flutnings á bræðluvarningi. ISAL mun greiða öll venju- leg hafnargjöld af vörum þeim, sem nota skal til verksmiðju- byggingarinnar og um höfnina fara. Þá greiðir það ákveðið fastagjald, er miðast við heildar byggingarkostnað hafnarmann- virkja. Fastagjaldið verður ákveðið í Bandaríkjadoi'lurum og reiknast þannig, að fjárfest- ing bæjarins verði greidd niður með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana á 25 árum með 614% vöxtum. Byggingarkostnaður hafnar- innar er lauslega áætlaðúr 106- 110 millj. króna. Árlegt gjald ISAL yrði því 8.6—9 millj. kr. Þá mun öllum skipum á vegum ISAL gert að greiða venjuleg skipagjöld, sem ætluð verða til að standa undir kostnaði við stjórn og rekstur hafnarinnar. Viðhaldskostnaði. hafnarinnar verður haldið á sérstökum reikn ingi. Vörugjaldatekjur af öðrum skipum en þeim, sem flytja fynr ISAL, koma til tekna á beirn reikningi. Tekjur umfram við- haldskostnað renna til Hafnar- sjóðs, en verði viðhaldskostnað- ur meiri, en fyrrgreindum tekj- um nemur, skal ISAL greiða mis muninn svo að höfnin fái við- haldskostnað uppi borinn. Að loknu 25 ára tímabilinu, sem fastagjaldið er í gildi, skulu Lagt verður af stað með bííum sömu re§lur Silda er varðar — Bruni Framhald af bls. 2. búskap. Mun nú eðlilega ekki get að orðið úr því. Fjöiskyldan á Brekku býr nú hjá nágrönnum sínum, en rætt hefur verið um að hún muni í sumar geta búið að bænum Blakksgerði, sem er þar skammt frá, en hann hefur staðið auður í nokkurn tíma. — Fréttaritari. Valborgarmessu fagnaður VALBORGARMESSUFAGNAÐ- UR fsl. sænska félagsins verður, eins og að undanförnu, í Skíða- skálanum í Hveradölum á Val- borgarmessu 30. apríl og hefst með borðhaldi kl. 20. Fluttar verða ræður, sungið, dansað og Valborgarmessubálið kynt. frá BSR við Lækjargötu kl. 19. Félagsmenn, sem ætla að taka þátt í Valborgarmessufagnaðin- um, þurfa að tilkynna þátttöku sína til einhvers af stjórnarmeð- limum félagsins í síðasta lagi byggingu í borginni vegna jarð- föstudaginn 29. apríl. Hraun Stojost r«n4 « / ‘SauWkrókur Akur«yri Kortið sýnir nokkurn vegintn stað þann, þar sem áætlað er að jarðskjálftakippurinn norðan- lands hafi átt upptök sín, eða fyrir mynni Skagafjarðar. Var fjarlægð hans um 250 km. frá Reykjavík og 90 km. frá Akur- eyri, en hann fannst á stöðum þeim sem sýndir eru á kortinu. IJpptök jarðskjálftans fyrir mynni Skagaf jarðar EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær varð allsnarpur jarðskjálfti á Norðurlandi sl. mánudags- kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni varð vart við hann á Akureyri, Siglufirði, Hofsósi, Sauðárkróki, Hrauni á Skaga og á Skagaströnd, allsstað ar kl. 21.17. Var stærð hans 4 samkvæmt kerfi því, er notað er við jarðskjálftamælingar. Munu upptök hans vera fyrir mynni Skagafjarðar, en upptök hans voru 250 km vegalengd frá Reykjavík, og 90 km frá Akur- eyri. Samkvæmt fréttaritara blaðs- ins á Hofsósi, varð hann var við allsnarpan jarðskjálftakipp kl. 21.17 á mánudagskvöld og hreyfð ust myndir á veggjum og hlutir í hillum fóru af stað en skemmd- ir urðu engar. Virtist kippurinn koma úr ríorðaustri. í gærmorg- un um kl. 5 varð svo vart við annan mjög veikan jarðskjálfta- kipp. rekstur og viðhald hafnarinnar, en í stað fastagjaldsins skal ISAL greiða til hafnarinnar sem svarar 0.1% af heimsmarkaðs- verði áls, en í dag myndi það svara til 1.5 millj. króna árlega. Loks minntist Hafsteinn bæj- arstjóri á skattamál álbræðslunn ar og sagði, að samkvæmt sam- komulagi við ríkisstjórnina myndi Hafnarfjarðarbær fá 26% af heildarsköttum hennar fyrstu 9 árin, en 20% eftir það. Svar- aði þetta til, að Hafnarfjörður fengi um 11.7 milljónir kr. að meðaltali árlega fyrstu 25 árin frá því verksmiðjan hefur starf- rækslu sína. lægri upphæð fyrst, en vaxandi eftir því sem á fcíma- bilið liði. Hlutur Hafnarfjarðar bæjar af sköttum álbræðslunn- ar yrðu um 294 milljónir fyrstu 25 árin. Um málið urðu síðan miklar umræður. Málið ræddu bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Páll V. Daníelsson, Elín Jósefs- dóttir, Stefán Jónsson og Eggert fsaksson. Röktu þeir ítarlega hverjir hagsmuhir Hafnarfjarð- ar og þjóðarinnar væru af samn ingi þessum, byggingu álverk- smiðjunnar og staðsetningar í Hafnarfirði. Páll V. Daníelsson flutti mjög ítarlega ræðu um atvinnulíf þjóðarinnar, vöxt þess og við- gang, og verður nánar skýrt frá henni hér í blaðinu síðar. Að loknum umræðum fór fram at- kvæðagreiðsla um málið í þrennu lagi: Um hafnar- og lóða samninginn, um gildistöku saæn ingsins og undirritun hans, og um byggingarleyfis- og gatna- gerðargjald, sem felst í ákvæð- um aðalsamnings. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins greiddu atkvæði með þessum liðum öllum. Komm únistinn var á móti þeim öllum, en Framsóknarmaðurinn sat hjá við fyrsta liðinn, samþykkti ann an liðinn, og var á móti þeim þriðja. Varð að vonum af þessu hin mesta kátina í bæjarstjórn- inni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.