Morgunblaðið - 28.04.1966, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.04.1966, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. apríl 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Ingólfsstraeti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 IVIAOIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eltirlolcun simi 40381 SÍHI3-11-60 m/uf/ÐiR Volkswagen 1965 og ’66. SÍMI 22022 . BIFREIÐALEICAItt VECFERÐ Grettisgötu 10. Sími 14113. Hópferðabílar kUu stærðir ------— ISjKÁn iNfiinrin._ ftúni 37400 og 34307. FjaOrir, fjaðrablöff, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 15385 og 22714. B O SC H ÞOKULUKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmuia 9. — Sími 38820. 'A Lofsvert framtak „Ein gömul og sárfætt“ skrifar: lrKæri Velvakandi! Ég bið þig að koma þessum línum á framfæri fyrir mig: Hér í heimili Hálogalands- saifnaðar hefur Gísli Sigur- björnsson, forstjóri, látið vinna sérstakt mannúðarstarf. Á ég þar við fótaaðgerð, sem við roskna fólkið (sextugt og þar yfir) fáum aðgang að einu sinni í viku, og svo eftir þörf- um hvers og eins, án endur- gjalds. Félög safnaðarins lána hús- næðið, og kvenféla.gið sér um að taka á móti pöntunum og annað, er með þarf. Þarna er alltaf gott að koma. Til þessa starfs, fótaaðgerðarinnar, hef- ur forstjórinn valið sérmenntað ar og mjög hæfar konur, sem lagt hafa mikla alúð og nær- gætni í starf sitt við að lina þrautir okkar í sárum og slitn- um fótum. Starfið hefur því borið mik- inn árangur. Það er sjaldan hrópað hátt um þau kærleiks- og mannúðarverk, sem unnin eru í kyrrþey af sannri fórn- fýsi“. Síðan segir konan að fótaað- gerð sé nú framkvæmd á þrem ur stöðum í bænum á vegum Gísla, en aðsókn sé svo mikil, að margur verði frá að hverfa. Búast mætti því við, að einn maður, sem kostaði þetta að öllu leyti, gæfist upp, og brygði þá mörgum við. Gerir hún það að tillögu sinni, að borgarfél- agið styðji starfsemina eða taki þátt í henni á einhvern hátt. Niðurlagsorð bréfsins eru: „Að endingu þakka ég Gísla Sigurbjörnssyni hans óeigin- gjörnu störf í þágu okkar elli- hrumra, og veit ég, að margir munu taka undir með mér. — Ein gömul og sárfætt“. ■jr Akstur á Skúlagötu og útvarp Lengi ætla sum þrasmálin að endast, eins og kemur fram í niðurlagi næsta bréfs, sem er frá „Eldibrandi‘‘, en hann hef- ur sent Velvakanda línur áður. „Það tekur stundum í taug- arnar að aka Skúlagötuna rétt fyrir kl. níu á morgnana, þegar tvær þungabifreiðar aka sam- síða á akrainunum, sem liggja í bæinn, eða 2—3 bifreiðar aka hægri akrein á 15—25 km. hraða, og allur framúrakstur fer fram vinstra megin. Óskandi væri, að þeir heið- ursmenn lögreglunnar, Snjólf- ur og Skæringur, sæjust eins og einn morgun í viku á þess- um stað til þess að huga að um ferðinni. Ég er þess fullviss, að vinnu- dagurinn gengi snurðulausari hjá mörgum, ef þessu væri kippt í lag, því að streita á leið til vinnu getur ekki leitt gott af sér, en umferðarmátinn á Skúlagötu gefur sannarlega tilefni til þess. Og svo er það útyarpsþáttur Jóns Sigurðssonar laugardag- inn fyrir páska, lélegri dag- skrárlið hef ég ekki enn heyrt, og um það vorum við reyndar öll sammála, sem ætluðum að njóta útvarpsdagskrárinnar þennan dag. Eflaust er Jón góð ur hljómlistarmaður, en út- varpsmaður er hann ekki. Ég hef verið að vonast til þess, að sá, sem skammaði Pál Berg- þórsson í þáttum þínum um daginn, segði eittíhvað um þátt Jóns Sigurðssonar, en kannske er Jón Sjálfstæðismaður, en það er ég þá líka, þótt ég setji mig aldrei úr færi á að hlusta á Pál og Jónas Jónasson, enda eru þættir þeirra með allra vin sælasta efni Ríkisútvarpsins. — Eldibrandur“. ir Útvarpsþrætan mikla Það er nú svo, Eldibrand- ur minn, að hér í dálkunum hafa útvarpsmenn úr öllum stjórnmálaflokkum verið skammaðir, ekki síður Sjálf- stæðismenn en aðrir. Hvað sem því líður, þá birtast hér að lok um tvö bréf, skritfuð atf sama trlefni. Jbrír átján ára“ skrifa: ,j tilefni af brétfi frá „einni átján ára“, sem birtist í blaði yðar þ. 16. þ.m., langar okkur undirritaða að leggja orð í belg vegna þessara skrifa. Við höf- um fylgzt með spjalli umrædds manns í útvarpinu, eftir getu, og ekki orðið varir við, að hann hagnýti sér aðsböðu sína til áróðurs. Við fiáum ekki greindan neinn pólitískan áróð ur í því, þó að umræddur aðili tali um útgjöld þeirra einstak- linga, er sóttu umræddan fyrir mannadansleik. Hins vegar virð ist það hatfa komið við kaunin á sumum, ef greina má af skrif um þeim er áðurnefnt rabb olli. Það skrýtna er, að lítið hefur borið á því, að fólk leið- rétti ummæli mannsins, heldur hafa skrifin einkennzt atf upp hrópunum sem: kommúnisti! kommúnisti! Við fylgjum ekki neinni á- kveðinni pólitískri stefnu, og sjáum ekki fram á, að rabb um veðurfar með saklausu ívafi úr atburðum hins dag- lega lífis, í gamansömum tón, geti flokkazt undir áróður. Okkur þykir leitt að sjá, er pólitísk athafnaþrá fiólks fiær útrás í slíkum aðdróttunum. Mörgum er e.t.v. kunnugt um pólitískar skoðanir mannsins, en þar sem við fáum ekki gjörla séð, að hann reyni að þröngva þeim upp á aðra, finnst okkur sem slíkar aðdrótt anir séu af öðrum toga spunn- ar en í veðri er látið vaka. Þú, jafnaldra okkar, minnstu þessarar vísu úr Hávamálum: Ósnotr maðr þykkist allt vita, ef hann á sér í vá veru. Hittki hann veit hvat hann skal við kveða, ef hans freista firar. — Þrir átján ára“. -jr Gömul matvæli taka til máls Menn velja sér oft skrít- in dulnefni, og hér skrifar „Harðfiskur gamli“: „Ósköp er að sjá orðbragðið á unglingunum og fullorðna fióikinu reyndar Hka £ þessu rifrildi um veðurspjallið í dálk um þínum. Margt kyndugt hetf ur komið fram, sem í rauninni væri ekki nema til að hlæja að, etf nokkur sannleiksneisti hefði ekki verið í upphaflega brétfinu, sem allri vandlæting- unni olli, og mér finnst hana gleymast í öllu moldviðrinu. Ég þykist sæmilega hlutlaus og óhlutdrægur maður. Ég hlusta oft á þætti veðurfræð- ingsins, af því að þeir eru yfir- leitt fremur skemmtilegir og greindarlega saman settir, þótt stundum beri nokkuð á „forcer aðri“ fyndni eða fyndnitilraun um og inni á milli fljóti lang- sótt og heldur stirðbusalega unnið efni. Það er ég þó fiús til að fyrirgefa, en atf þvi að manninum er trúað til þess af opinberri hálfu að spjalla um veðrið í léttum dúr, má hann gæta sín á að vera ekki með dulbúnar, þólitískar glósur i garð andsíæðinga sinna í stjórn málum, en maðurinn er ramm pólitískur, svo sem kunnugt er. Erfitt mun að „hanka“ mann- inn á þessu, því að slíkar glós ur eru mismunandi kænlega faldar í allri skrúðmælginnL Uppskrúifaður og stundum fyrndur stílmáti dregur blæju yfir hinar pólitísku meiningar en gamalt og glöggt eyra skil- ur þó vel, fyrr en skellur f tönnunum. Annars þartf ekki um pólitíska tilburði mannsins að deila; útvarpsráð varð einu sinni að banna einn þátta hans vegna of áberandi áróðurs, og birti flokksblað mannsins síð- an þáttinn. Óhróður mannsins um pressuballið svolcallaða kitlaði margra eyru, því að „fýsir eyru illt að heyra“, seg- ir máltækið, en hvort hann var maklegur, veit ég ekki. Einn aðdáenda veðurfræðingsins, sem skrifaði Velvakanda, líkti honum við Sölva Helgason f hrifningu sinni, en svo langt vil ég nú ekki ganga. Að lokum held ég, að maður- inn hafi haft gott af þessu um- tali; hann þarf aðhald, eins og aðrir; og þetta ætti að vera til þess, að hann gæti sín betur framvegis og verði fyrir bragð ið enn skemmtilegri og áheyri legri, því að svona pólitískir „tendensar“ trufla mann alltaf. Með beztu kveðju til allra málsaðilja, — Harðfiskur gamli“. Hjúkrunarkona óskast í skurðstofu Sjúkrahúss Hvítabandsins. — Upplýs- ingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 13744. Reykjavík, 26. 4. 1966. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Ný sending svartar pífublússur Hattabúð Reykjavtkur Laugavegi 10. Starfsstúlka óskast að Sjúkrahúsi Hvítabandsins. — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 13744. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Nýkomið: Vor og sumarhattar í fallegu úrvali, einnig hnakkakollur. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.