Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 13
Timmtudagur 28. aprf! IfNFB MORCUNBLAÐIÐ 13 Séra Sveinbjörn Högnason Minning ' í DAG fer fram á Breiðaból- stað í Fljóts-hlíð útför séra Svein bjarnar Högnasonar sem þar var prestur um áraskeið. Með séra Sveinbirni er til mol-dar genginn merkur kennimaður úr klerka- stétt, búinn fjölþættu gáfnafari. Frálbær mælska hans átti rætur að rekja til skarpleika í hugs- un er birtist í áferðarfallegu orða vali og litauðgi hins dag lega máls, áheyrilegri framsetn- ingu sem hreif huga þeirra og sinni er á hlýddu. Greiða þessir eiginleikar kennimannsins mjög götu þess að predikunarstarfið reynist vígður þáttur þess að hún göfgi hugsjón Kristniboðs- ins, rati rétta leið og nái til hjartans. Og reynsla vor um aldirnar sýnir skýrt og ótvirætt að í breiskleikans og freisting- anna heimi rata þeir, sem sjálfir heyja þar harða og erfiða bar- áttu allajafna greiðustu leiðina að hugskoti fólksins í boðskap einum þegar vitað er að undir slær hjarta trúarvissu og alvöru gefni. Engin predikun er ríkari til áíhrifa en sú sem á reynslunni er reist enda er lærdómur henn- ar lykillinn að dýpstu spelti mannlegrar hugsunar. Breiðabólsstaður f Fljótshlíð, þar sem séra Sveinbjörn vann megin hluta æfistarfs síns, er gamalt lögfræðinga og fræða- setur. Séra Tómas Sæmundsson, sem mikilvirkastur var Fjölnes- manna, á endurreisnartímabili í sögu þjóðar vorrar var þar prestur. Séra Skúli Gíslason, sem lagði einstaklinga til stærstan þátt í hið stórmerka þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar var þar prestur lan langt árabil. Næst á undan eéra Sveinbirni gegndi prests- etörfum á Breiðabólsstað héraðs höfðinginn séra Eggert Pálsson, eem lengi var þingmaður Rang- eeinga og í sinni tið mjög i far- arbroddi um ræktunarfram- kvæmdir á þessum merka stað. J>essir þrimenningar voru allir gagnmerkir klerkar á sínum tíma. J>að var því engan veg- inn vandalaust verk sem séra Sveinbjarnar beið er hann ung- ur að aldri hóf prestskap á Breiðabótsstað í hinni sögufrægu ©g unaðslegu Fljótsblíðarbvggð. En séra Sveinbjörn lét ekki á þvi standa að í ljós kæmi að hann væri þeim vanda vaxinn bæði að því er kom til kennimanns- etarfsins og þvi hve meðfæddur búskapar og féiagsmála áihugi hans fékk skjótt byr í segiin. Áður en séra Svebvbjörn hafði verið kosinn prestur í Breiða- bólsstað gegndi hann prestsem- bætti í Laufási við Eyjafjörð í Suður-Þingeyjarsýslu um tveggja ára skeið. Samhliða prestsem- bættinu þar hafði hann á hendi kennslustörf við menntaskólann é Akureyri. En ástæðan til þess að dvölin varð ekki lengri en þetta mun hafa verið sú að hug- ur séra Sveinbjarnar var tengd- ur órofaböndum við æskustöðv- arnar og nágrenni þeirra. Við séra Sveinbjörn komum einu sinni saman á ferðalagi að Lauf- . ási og vorum um það innilega sammála að þar mundi verða eittbvert fallegasta bæjarstæði á landi hér. Á séra Sveinbirni sannaðist hið fornkveðna að „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Árið 1927 tók séra Sveinbjörn við prestsskap á Breiðabólstað. Eins og að er vikið hér að framan var þess ekki langt að bíða að í ljós kæmi annar sterk- asti þátturinn í upplagi hans Jifi hans og starfi, léti á sér bera í virkum störfum hans. Það er búskaparhneigð hans og fé- lagshneigð hans og félagsmála- starfeemi, Séra Sveinbjörn gjörðist hrátt búhöldur góður. Helzt þar í hendur miklar rækt- unarframkvæmdir, húsabætur og sífeld aukning bústofnsins. Búskapinn rak hann að hætti góðra búmanna með hyggind- um og hagkvæmni. En með þeim hætti verða búreksturinn hvort- tveggja í senn arðgæfur og veit- ir þeim sem við hann fást þá ánægju og unað sem bezt verð- ur kosið til launa fyrir strit og erfiði. Að rækta land, hlúa að gróðrinum, láta tvö strá vaxa þar sem eitt greri áður er ham- ingjustarf þeim -sem það vinn- ur, og sínum sem síðar njóta ávaxtanna af þvi. Þessi var hugs unanháttur séra Sveinbjarnar og þessari hugsjón helgaði hann krafta sina af lífi og sál. Séra Sveinbjörn kunni glögg skil á hinum nýja tíma og þeim sem hjá liðinn var. Liðna tímanum vildi hann sýna fylstu ræktar- semi og kunni vel að virða og meta það sem þá var gert við erfiðar kringumstæður. En þetta gapti honum enganveginn. sýn í viðhorfi hans til þess sem fram tíðin bar í skauti sínu og gekk yfirstandandi tíma atburða. I>ar stóð hann með útrétta arma og fangið fullt af óþreyju eftir því að neyta fyrsta færis að leiða inn á lífsbraut vora og atbafna- lif allar hagkvæmar nýjungar I verklegu sviði er létt gætu oss Mfsbaráttuna og gjört atvinnu- vegi vora raunhæfari. Fiskur- inn í sjónum við strendur lands vors, gróðurmátturinn og frjó- semin í moldinni, kyngi máttar fossa vorra og fallvatna og hit- inn sem kraumaði og sauð í yðrum jarðar. Allt þetta stóð séra Sveinbirni ljóslifandi fyrir sjónum jafnframt því sem hyggju vit hans vísaði honum veginn að því að færa þróun hins nýja tíma, afl, hreysti og hugvits- semi nýrrar og upprennandi kyn slóðar opnaði oss beina braut til fyrstu hagnýtingar þessara nátt- úrugæða lands vors. Allir viður kenna, sjá og reyna hinar miklu framfarir með þjóð vorri hin siðari ár og var séra Sveirabjörn í ríkum mœli þátttakandi í því, en það var trú hans og sannfæring að það sem skeð væri í þessum efnum væri þó ekki nema svipur hjá sjón samanborið við það sem á eftir kæmi. Sú mynd sem hér er dregin upp af sálarlífi séra Sveínbjarn- ar, viðhorfi hans til framtíðar- innar er ríkum rökum studd, þess vegna er þessi hugsunarhátt ur máttur og kjarni þeirra fram- fara og farsældar sem allir þrá að þjóð vorri falli í skaut á fram tíðarbraut hennar á ókomnum tíma. Það er lífrænt starf að efla og glæða þennan hugsunarhátt. Séra Sveinbjörn tók um sína daga mjög ríkan þátt í þróun fé- lagsmálastarfseminnar í héruð- unum austan Hellisheiðar. Bænd- um á þessu stóra framleiðslu- svæði barst, sem öðrum bændum í landi voru, mikill vandi að höndum er tók fyrir útfiutning lifandi sauðfjár tíl Englands um aldamótin síðustu. En dugnaður og þrautseigja þeirra sagði þá til sín sem endranær. Þeir lögðu ekki hendur í skaut. Fyrstu við- brigðin voru rjómabúin og nokkru síðar stofnun Sláturfé- lags Suðurlands. Rjómabúin hafa þokað fyrir annarri raunhæfri skipan mjólkurmálanna. En Slát- urfélag Suðurlands heldur velli við vaxandi gengi. En þróun mjólkurmálanna þar á sér lang- an aðdraganda, en þar kemur séra Sveinbjörn mjög við sögu. Svo myndarlega er búið að mjólkurvinnslunni austanfjalls að á SeJfossi er nú orðin aðstaða til þess að taka á móti mjólk af öllu þessu stóra framleiðsiu- svæði. í því efni hefur gætt mikils stórhugar og fyrirhyggju. Náið samstarf er milli Flóabúsins og Mjólkursamsölunnar í Reykja vík. Hefur svo verið frá upphafi. Séra Sveimbjörn var frá upphafi til dauðadags formaður Mjólkur- samsölunnar, en formaður Flóa- búsins var hann frá því er hinn mikli athafnamaður Egill Thor- arensen lézt. Er þetta ærið ljós vottur þess trausts er séra Svein bjöm jafnan naut í þessum mikilsvarðandi málum. Auk mjólkurvinnslunnar hefur austur þar verið unnið mikið starf í skipulagningu mjólkurflutning- anna. Er það merkur þáttur í þróunarsögu landbúnaðarins, en allar likur benda til þess að flutningar þessir eigi eftir að taka miklum breytingum. Séra Sveimbjöm var mikill á- hugamaður um fræðslumál og vamn hann mikið að þeim mál- um í sveit sinni og héraði. Hon- lun var Ijóst að fræðsla er mátt- ur og að nútíma þjóðfélagi er það nauðsyn að fræðslu- og menntaþörf almennings sé full- nægt eftir því sem frekast eru föng á. Séra Sveinbjöm tók jafn an ríkulegan þátt í málefnum hreppsbúa sinna. Þannig var hann lengi í hreppsnefnd, skatta- nefnd og fleiri störfum gegndi hann þar. Séra Sveinbjöm sat lengi á Al- þingi, lengst fyrir Rangárvalla- sýslu og um skeið fyrir Vestur- Skaftafellssýslu. Hann kom mjög við sögu Aliþingis meðan hann átti þar sæti. Hann var jafnan mikill áhugamaður um samgöngu mál og málefni landtoúnaðarins voru honum mjög hugleikin. Ég sem þessar línur rita minnist jafnan með ánægju Og hlýhug samstarfs okkar þar, en leiðir okkar lágu þar saman um margt er við höfðum sameiginlegan á- huga fyrir að koma í fram- kvæmd. Eitt af því siðasta, sem ég minnist nú var þingsályktunar- tillaga sem við fluttum um hand- ritamálið. Lögðum við þar til að kosin yrði milliþinganefnd skip- uð mönnum úr öllum þingflokk- unum er undirbyggi sókn í hand- ritamalinu. Þessi tillaga var sam þykkt einum rómi og á grund- velli hennar hefur verið unnið að malinu með þeim árangri, sem almennt er talið að til lausn ar leiði í þessu langa deilumáli milli íslands og Dana. Séra Sveinbjörn las guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla og tók próf þar. Að námi loknu hélt hann til Þýzkalands til fram- haldsnáms við háskóla þar. Séra Sveinbjörn lét af prests- embætti á Breiðaibólsstað árið 1963. Skipar nú séra Sváfnir sonur Sveinbjarnar sæti föður síns á þessu merka prestssetri. Séra Sveinbjörn var fæddur 6. apríl 1898 á Eystri-Sólheim- um í Mýrdal, og voru fóreldrar hans Högni Jónsson bóndi og kona hans Ragnhildur frá Péturs ey. Ólst hann upp hjá hinum landskunna fræðimanni Eyjólfi Guðmundssyni. Séra Sveinbjörn var kvæntur ágætri konu l>ór- hildi J>orsteinsdóttur Jónssonar frá Laufási í Vestmannaeyjum, sem Hfir mann sinn. Þeim varð 4ra barna auðið sem öll eru á lífi. Séra Sveinbjörn og kona hans tóku mikla tryggð við Breiða- bólsttað. Höfðu þau tryggt sér að setur og börnum sínurn í hinu mikla landrými þessa höfuðbóls á bökkum Þverár. Séra Sveinbjörn lézt á heimili sínu á Sumardaginn fyrsta, 21. þessa mán. Samstarf okkar séra Svein- bjarnar á Alþingi leiddi til vin- áttu okkar í milli, sem aldrei bar skugga á. Enda ég línur þess- ar með því að flytja þér hinztu kveðju með þökk fyrir tryggð þína og vináttu. Pétui Otteseai. t A SUMARDAGINN fyrsta 21. apríi 1966, barst mér dánarfregn eins ágæts nágranna míns, sem ég öðru hvoru í tæp 40 ár hafði heyrt flytja orð Drottins í kirkju sinni á almennum messudögum, og við útfarir góðra granna og samferðamanna. I>essi nágranni minn og góð- vinur var séra Sveinbjörn Högna son. Ég varð sagnafár, en var hugsað til hinna sígildu orða: „Líf mannlegt endar skjótt“, því þá fyrir rúmum degi hafði hann þrýst hönd mína, og kvatt mig með hlýju brosi — eftir ánægjulegan aðalfund Mjólkur- bús Flóamanna að Flúðum í Hrunamannahreppi þriðjudaginn 19. apríl — um leið og hann þakkaði mér fyrir þá bón sína að ég tók að mér að gerast annar ritari fundarins. Séra Sveinbjörn Högnason fluttist í Rangárþing ungur að árum, eða nánar tiltekið rösk- lega 29 ára gamall. Þá var faðir minn Björgvin Vigfússon sýslu- maður Rangæinga. Hann hafði áhuga á mörgum málum og hugði sér nú bætast góður liðsmaður þar sem séra Sveinbjörn var, ungur að árum vel menntaður og gáfaður, enda varð sú raunin á, að þeir áttu eftir með fleirum góðum mónn- um að sameina sundraða hugi Rangæinga og lyfta því Grettis- taki að afla fjár til brúar á „ólgandi Þverá, sem veltur yfir sanda“. Og hér var ekki staðar numið. Meira var eftir eins og þjóðsftáldið kvað: „Áfram þegar ein er búin, önnur ný skal rísa brátt“. Og sú var brúin yfir Markarfljót „sem flæddi yfir grjótið, fram i hið ólgandi haf“. Samvinna föður míns og séra Sveinbjarnar í samgöngumálum héraðsins var með ágætum. Séra Sveinbjörn Högnason vissi að íslenzku bændurnir voru ekki sundraðir í ræktun lands- ins: Hann þurfti því ekki að leggja krafta sína fram til að sameina þá í ræktunarmálunum. Hinsvegar var honum ljóst að afurðasölumálin voru í mesta ófremdarástandi, meðan bænd- urnir seldu framleiðsluvörur sínar sitt í hverja áttina, og jafn vel undirbuðu hverir annan. Það var því hin mesta nauðsyn að bændurnir hefðu samvinnu um góða meðferð vörunnar og sam- sölu á henni. Þessvegna barðist hann fyrir mjólkursamsölunni austan og vestan heiðar, og í því efni ásamt Agli Thorarensen, Sigurgrími Jónssyni, Ólafi Bjarnasyni í Brautarholti og Einari Ólafssyni í Lækjar- hvammi vann hann sinn stóra sigur, til velfarnaðar fyrir bænd ur sunnanlands og vestan, og þar með þjóðina í heild. Og hvernig skildi svo séra Sveinbjörn við þessi mál að Flúðum 19. apríl 1966? Það var því líkast sem hann ætti ekki afturkvæmt, svo sem raun ber nú vitni. Hann þakkaði framleiðendum öllum, samstarfsmönnum sínum í mjólkurbússtjórninni, núver- andi landbúnaðarráðherra Ing- ólfi Jónssyni, og öllu starfsfólki mjólkurbúsins, um leið og hann hét á mjólkurframleiðendur að vera ósundraðir í framtiðinni „Hvað má höndin ein og ein. Allir leggjum saman“ sagði hann, og oft áður: „Sameinaðir stöhd- um vér, en sundraðir föllum". Séra Sveinbjörn var áhuga- samur og duglegur að hverju sem hann gekk. Þrátt fyrir mun hann ekki alltaf hafa gengið heill til skógar. Og einmitt í þvl sambandi minnist ég nú þegar séra Sveinbjörn Högnason er allur, frásagnar séra Ragnars Ófeigssonar á Fellsmúla, og ætla ég að skrásetja þá frásögn hér eftir bezta minni: „Þegar við séra Sveinbjörn Högnason vorum báðir við nám í Kaupmannahafnarháskóla varð séra Sveinbjörn helsjúkur af berklum, og kom ég til hans á sjúkrahúsið. Og það get ég sagt þér að þegar ég fór frá honum þarna á spítalanum, bjóst ég ekki við að ég sæi hann nokkurn tíma aftur. En hvað skeði? Lækn arnir settu í hann nýtt meðal uppá líf og dauða. Það hreif. Séra Sveinbjörn komst á fætur aftur, og er nú orðinn prestur og prófastur, en ég hugsa að þetta sterka lyf hafi hann aldrei losn- að við úr líkamanum, og það hafi alla tíð valdið honum van- ‘Hðan. En þann sjúkdóm sem marga þjáir, að bera kala til málefna- legra andstæðinga fékk hann aldrei, og lýsti það bezt, hvern mann hann hafði að geyma. Hinsvegar var hann harðsnú- inn málafylgjumaður og lét hvergi hlut sinn. Það var áber- andi hve mikil háttprýði fylgdi Breiðabólsstaðarheimilinu um daga séra Sveinbjarnar Högna- sonar, en þar mun hans ágæta kona, frú l>órhildur Þorsteins- dóttir hafa átt stóran hlut að. Öll börn þeirra hjóna fjögur að tölu lifa föður sinn, en þau eru: Séra Sváfnir Sveinbjarnar- son að Breiðabólsstað, kvæntur Önnu Elínu Gísladóttur, Ragn- hildur Sveinbjarnardóttir hús- frú að Lambey í Fljótshlíð, gift Jóni Kristinssyni, Elínborg Svein bjarnardóttir, húsfrú í Reykja- vík, gift Guðmundi Sæmunds- syni verkstjóra frá Fagrabæ i Grýtubakkahreppi, og Ásta Svein bjarnardóttir húsfrú i Reykja- vík, gift Garðari Steinarssyni flugmanni. í dag er séra Sveinbjörn lagð- ur til hvilu í Breiðabólsstaðar- kirkjugarði, og þarf ekki að efa, að fjölmenni verði mikið við útför þessa landskunna héraðs- höfðingja. Ég vil svo að lokum tiieinka séra Sveinbirni Högnasyni þessi orð skáldjöfursins. „Það liðna, það sem var og vann, er vorum tíma yfir, því aldur deyðir engan mann, sem á það verk er lifir Já, blessum öll hin hljóðu heit, sem heill vors lands voru unnin, hvern kraft, sem studdi stað og sveit og steina lagði í. grunninn." Páll Björgvinsson. Skrifstofustúlka Viijum ráða nú þegar duglega skrifstofustúlku til almennra skrifstofustarfa. — Vélritunarkunnátta geskileg. Landssmiðjan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.