Morgunblaðið - 28.04.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 28.04.1966, Síða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. apríl 1966 Ávarp Birgis ísL Gunnarssonar d fundi borgarstjóra í Sigtúni: 2500 íbúðir byggðar í borginni á sl. fjdrum árum — eða fyrir 10 Jbús. manns — — Ibúum borgarinnar fjölgaði um 5800 á þvi timabili í>AÐ ER einkenni þess þjóð- skipulags, sem við búum við, að á fjögurra ára fresti eiga borg- arar Reykjavíkur að gera upp sinn hug um það, hverjir fara eiga með stjórn borgarmálefna næsta tímabil. Þetta leggur borgurunum vissar skyldur á herðar. Þeir þurfa að kynna sér sem bezt, hvernig þeir, sem með stjórnina hafa farið, hafi unnið sitt verk og hvort þeir hafi stað- ið að hagsmunamálum borgar- búa á þann hátt, að við verði unað. Borgararnir þurfa emnig að kynna sér stefnuskrár þeirra, sem bjóða handleiðslu sína, en þar er þó sá hængur á, að á þeím vikum, sem nú fara í hönd skortir ekkert á fögur orð og stór loforð — og oft kann að verða erfitt að átta sig á þeim orðaflaumi. En svo miklar, sem skyldur borgaranna eru, hafa stjórnendurnir ennþá meiri skyldum að gegna. Þeim ber„ skylda til að skýra borgurunum satt og rétt frá málefnum borg- arinnar og gera allt, sem í þeirra val-di stendur til að ræða á mái- efnalegum grundvelli hin ýmsu verkefni, sem borgin hefur með höndum og þau vandamál, sem að steðja hverju sinni. I vaxandi borg verður per- sónulegt samband stjórnenda og borgara æ erfiðara. Stjórnend- urnir verða þó að leggja sig fram við að koma til móts við borgarana — heyra aðfinnslur þeirra og athugasemdir og svara fyrirspurnum þeirra, því að á þann eina hátt má vænta þess að stjórn borgarinnar og al- anennir hagsmunir borgarbúa fari saman. Það er ánægjuleg og skemmti- leg nýjung að Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, skuli boða til funda meðal reykvískra kjós- enda í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Þessir fundir eru haldnir til að auðvelda borg- urunum að gera sér grein fyrir því, sem unnið hefur verið að undanförnu. Ég hvet alla reyk- viska borgara til að kynna sér sem bezt málefni borgarinnar nú næstu vikur og reyndar nota tækifærið hér í kvöld ti'l að varpa fram fyrirspurnum um borgarmálin. Þeir íbúar Reykjavíkur, sem komnir eru nokkuð til ára sinna hafa séð Reykjavík vaxa úr litlu sjávarþorpi í stóra, fjölmenna Og fagra borg. Sú þróun hefur ekki orðið átakalaus og vafa- laust finnst okkur nú, að sumt hefði mátt betur fara. í þróun borgarinnar, en verðum þó að reyna að setja okkur í spor þeirra, sem á hverjum tíma stýrðu málum og voru mótaðir af hugmyndum síns tíma. En Reykjavík hefur ávallt átt fram- sýna menn, sem hafa getað beint sjónum sínum langt fram á veg- inn. Það eru nú t.d. hérumbil 100 ár síðan Sigurður Guðmunds- son, málari, setti fram skipulags- hugmyndir sínar um Reykjavík, þar sem hann m.a. kvað upp úr um það, að í Laugardalnum ætti að vera íþróttasvæði í framtíð- inni, einmitt á þeim sama stað, þar sem nú er verið að búa æskulýðnum framtíðaraðstöðu til iþróttaiðkana með glæsileg- um iþróttamannvirkjum. En skipulagshugmyndir Sig- urðar, þótt framsýnar væru, voru þó meir byggðar á fegurð- arskyni og eðlishvöt hans sjál's heldur en vísindalegum útreikn- ingum. Þær skipulagshugmynó- ir, sem nú eru uppi og birtast í bókinni um aðalsktpulúg Reykjavikur 1962—1903 eiga það sameiginlegt með skipulagshug- myndum Sigurðar Guðmunds- sonar, að þær eru framsýnar, en eru hinsvegar byggðar á traust- um, fræðilegum grundvelli, þar sem nýjustu tækni í skipulags- málum er beitt, tækni, sem ekki var farið að beita fyrr en fyrir örfáum árum síðan. í aðalskipulaginu er reynt að sameina niðurstöður ýmissa fræðigreina og ýmissa þátta, Birgir ísleifur Gunnarsson sem taka verður tillit til, þegar borg er skipulögð eins og glögg- lega kom fram í ræðu borgar- stjóra hér áðan. En á sama hátt og taka verður tillit til margra þátta við sjálft skipuiagsstarfið eru verkefni borgarstjórnar margiþætt og um- fangsmikil og virðast fara vax- andi. Þessi fjölþættu verkefni eru nátengd lífi og starfi Ibú- anna í borginni. Geir Hallgríms- son hefur í sinni ræðu gert grein fyrir mörgum þessara verkefna og um þau verður ekki fjölyrt hér, en ég nefni þó aðeins sem dæmi um hin fjölþættu verk- efni: undirbúning nýrra bygg- ingarsvæða með gatna- og hol- ræsagerð, svo og endanlegan frágang gatna, byggingu skóla, íþróttamannvirkja, sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana, barnaheimila og leikvalla. Upp- byggingu og rekstur hinna ýmsu borgarfyrirtækja eins og Raf- magnsveitu, Vatnsveitu, Hita- veitu og Reykjavíkurhafnar. Þá hefur borgin beint í ríkum mæli að undanförnu kröftum sínum að lausn ýmissa félagslegra vandamála, eins og t.d. málefn- um aldraðra. Þetta eru þó aðeins dæmi um hina fjölþættu og vax- andi starfsemi Reykjavíkur- ■borgar. Og það er sameiginlegt öllum þessum verkefnum að þau verða ekki í nútímaþjóðfélagi leyst eftir því sem vandamálin berast mönnum upp í hendur frá degi til dags, heldur verður að skyggnast í hverju máli langt fram í tímann og mynda sér fyrirfram hugmyndir um fram- tíðaruppbyggingu. Þróun borgarinnar er ör. Gest- ir, sem hingað koma og það jafnvel á fárra ára fresti undr- ast stórlega þær íramkvæmdir og framfarir og þá útþenslu, sem á sér stað hér í borginni. Við skulum taka byggingarmálin til dæmis. Á sl. fjórum árum hafa verið byggðar um það bil 2500 íbúðir í Reykjavík. Rannsóknir sýna, að að meðaltali búa um 4 íbúar í hverri íbúð í Reykja- vík, en þetta þýðir, að byggt hafi verið fyrir um 10.000 manns eða byggt yfir meira en alla íbúa Akureyrar eða yfir allt það fólk, sem býr í kaupstöðunum, Ólafs- firði, Sauðárkróki, ísafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað og Húsavík. Þó byggt hafi verið yf- ir 10.000 manns á sl. 4 árum, fjölgaði íbúum hér í borginni hvergi nærri svo mikið eða um 5800 manns. Það sem umfram hefur verið byggt, hefur því farið til að bæta húsnæðis- ástandið í borginni. Þessar tölur sýna glögglega, að hér hefur verið mikið byggt og húnæðisástand því batnað að mun, enda t.d. braggaíbúðum nú útrýmt og hús eins og Pólarnir rifið. Þetta segir þó ekki alla söguna, enda byggingarkostnað- ur hér svo hár, að borgarstjórn hefur talið þörf sérstakra úr- ræða til að aðstoða þá, sem mið- ur væru staddir í þessum efnum. Á sl. fjórum árum hefur Reykja- víkurborg sjálf byggt 298 íbúðir. Af þeim hafa 128 verið seldir, en 170 verið leigðar út. Borgarstjórn hefur nú nýlega samþykkt heildartillögur um áframhaldandi aðgerðir í hús- næðismálum. í tillögunum er gert ráð fyrir miklum fram- kvæmdum á þessu sviði á árun- um 1966—1970, en jafnframt hef- ur verið séð til þess, að fjár- magn væri fyrir hendi miðað við, að lánsfé fáist, sem gert er ráð fyrir í lögum og reglugerð- um um húsnæðismál. Sam- kvæmt þessum tillögum á að 'fryggja 100 litlar, en hagkvæmar íbúðir fyrir aldrað fólk sam- kvæmt sérstakri áætiun, sein gerð hefur verið um máleíni aldraðra. Þá verði byggðar 200 litlar íbúðir, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja að stærð. Verði þær eign Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar og leigðar efnalitlum fjölskyldum, þ.á.m. ungum hjónum. Þá verði byggðar 50 Jbúðir, tveggja, þriggja og fjögurra her- bergja að stærð og þær seldar með hagstæðum kjörum eða leigðar út. Að lokum er gert ráð fyrir, að Byggingarsjóður Reykjavikurborgar veiti hag- stæð lán út á 300-400 í'búðir, allt að 100 þúsund krónum á íbúð, enda sé um að ræða litlar íbúðir, er falli undir lánveitingu Hús- næðismálastjórnar. Þessi lán verða m.a. veitt ungu fólki, er stofni til samtaka um byggingu fjölbýlishúsa eða félögum og stofnunum, sem byggja leigu- íbúðir fyrir tiltekna hópa fólks, t.d. gifta stúdenta, aðra náms- menn eða öryrkja. Um þessi lán verða settar sérstakar úthlutun- arreglur. Samkvæmt þessu hyggst borg- arstjórn ýmist byggja eða veita beina aðstoð við byggingu al'lt að 750 íbúða á næstu 4-5 árum. Byggingarþörfin í allri borginni er talin vera um 700 íbúðir á ári og því er sá fjöldi íbúða, sem byggingaráætlun borgarinnar tekur til 27% eða 21% af heild- arbyggingarþörfinni eftir því hvort tillögurnar verði fram- kvæmdar á 4 eða 5 árum. En hvaða aðstoðar geta þeir vænst, sem ekki falla undir byggingar- áætlun borgarinnar. Sú aðstoð er nú fólgin í lánum frá hús- næðismálastjórn eða öðrum stofnunum, sem slíka þjónustu veita. Það er enginn vafi á því, að hinn hái byggingarkostnaður og það hve tiltölulega lítill hluti fæst að Iánl, er eitt, mikilvæg- asta verkefni íslenzkna stjórn- mála í dag, sem snei Vr. ekki sízt yngri kynslóðina, sem vill og þarf að koma sér upp eigin hús- næði. í samningum ríkisstjórn- arinnar og verkalýðsfélaganna, sem gerðir voru á sl. sumri, er gert ráð fyrir ákveðnu kerfi, þar sem kaupendur þeirra íbúða, sem þar greinir geti feng- ið 80% kostnaðarverðsins að láni, og þurfa þó ekki að greiða þau 20%, sem þá eru eftir í einu lagi. Slíkt kerfi þarf að útvíkka og gera sem flestum húsbyggj- endum, sem vilja byggja litlar og hagkvæmar íbúðir, kleift að verða þess aðnjótandi. Hér er ekki um að ræða beint verkefni borgarstjórnar Reykjavíkur, en snertir íbúa borgarinnar — og þá ekki sízt unga fólkið mjög mikið. Á þessum fundi hefur þegar verið rætt um margvíslegar framkvæmdir borgarinnar — og líklegt er að þær verði frekara umræðuefni hér á eftir. En all- ar þessar framkvæmdir kosta fé, sem aðeins verður tekið frá borgurunum sjálfum. Það ríður því á miklu, að fjármagn það, sem borgin hefur til umráða hverju sinni nýtist sem bezt. Að visu er það svo að stór hluti út- gjalda borgarsjóðs er lög'bund- inn, t.d. til starfsemi almanna- trygginga, til atvinnuleysis- tryggingasjóðs og annarra skyldrar starfsemi. Að því er þau útgjöld snertir, sem borgin ræður sjálf, hversu mikil eru, er það víst að rekstursútgjöldúm er haldið niðri eins og mögulegt er, og reynt er að beita hagsýni við fjármálastjórn borgarinnar. Sú hagsýni, sem beitt er við rekstur borgarinnar sést einna Þ O G N I N Sænsk 1963. Leikstjóri og handrit: Ingmar Bergman. Kvikm vndataka: Sven Nykvist. Tónlist: Bach, Bo Nilsson. UM ÞESSAR mundir er Hafnar- fjarðarbíó að sýna Þögnina eftir Ingmar Bergman. Þetta er síð- asta myndin í þríleik hans um Guð. Áður voru komnar: Sem í skuggsjá og Kveldmáltíðar gest- irnir. Þeirra mynda beggja hefur verið getið hér í blaðinu, svo óþarfi ætti að vera að rifja upp efni þeirra. í þessari mynd segir frá tveim ur systrum, Ester og Önnu og syni hennar Jóhanni, sem eru á ferðalagi í ókunnu landi. Vegna veikinda Ester verða þau að nema staðar í ókunnri borg, sem nefnist Timuka. Þarna á gisti- húsinu í hinni framandi borg kynnumst við svo systrunum nán ar. Sú eldri þeirra, Ester, er kyn vilt og fellir ástarhug til systur sinnar. Anna hatar aftur á móti systur sína, finnst að alltaf hafi verið látið meira með hana. Hún hefur ánægju af því að kvelja hana óg segir henni frá ástar- ævintýrum sínum í þeim tilgangi Milli þeirra stendur svo Jóhann. Á göngum gistihússins, sem eru stórir og skrautlegir, leitar Jóhann litli sér skemmtunar. — Hann kynnist nokkrum dverg- um, sem sýna listir sínar á einu fjölleikahúsi borgarinnar. Hann kynnist einnig gömlum þjóni, og milli þeirra tekst þögult sam- band. Á meðan fer Anna út í borgina, og á einu veitingahúsi hittir hún þjón, og þau veita hvort öðru athygli. Síðan fer hún í húsið, þar sem dvergarnir skemmta, og verður vitni að því, er maður og kona elskast. Um kvöldið á Anna stefnumót við þjóninn af veitingahúsinu. Áður en hún fer út, taka þær systur tal saman. Anna segir Ester, að hverju bún hafi orðið vitni fyrr um daginn og að hún hafi leitað þjóninn upp og átt bezt á því, að hlutur rekstursút- gjalda í heildarútgjöldum borg- arsjóðs hefur lækkað á sl. 4 ár- um. Árið 1960 var hlutur verk- legra framkvæmda í útgjöldum borgarsjóðs 31.9%, en rekstrar- gjöldin voru 68.1%. Árið 1965 voru verklegar framkvæmdir 39.8% af heildarútgjöldum borg- arsjóðs, en rekstursútgjöld 60.2%. Heilbrigð og farsæl stjórn fjármála borgarinnar er undir- rót alls þess, sem gera þarf. Hinar miklu framkvæmdir i gatnagerð og hitaveitu, svo að dæmi séu tekin, hafa ekki sízt getáð orðið vegna hins trausta fjárhags borgarinnar. Það ríður því á miklu að haldið verði traustri og heilbrigðri stefnu í fjármálum borgarinnar. Góðir Reykvíkingar. Yið skul- um minnast þess að Reykjavík- urborg er fyrst og fremst skö'p- unarverk borgaranna sjálfra. Borgin verður hvorki betri né verri en borgararnir sjálfir vilja að hún verði. Það er rétt, sem sagt var á fundi svipuðum þessum í gærkvöldi, að þessir fundir eru haldnir undir kjör- orðinu: Hvað get ég gert fyrir borgina mína, og það þurfa allir Reykvíkingar að hafa í huga. Það er að vísu hlutverk borgar- stjórnar að hafa forgöngu og frumkvæði að framfaramálum borgarbúa, en það er ekki sízt gert á þann veg að samhæfa og beina á ákveðnar brautir þá krafta og þau öfl, sem leikast á meðal sjálfra borgaranna. Við viljum öll búa í fagurri og þrótt- mikilli borg. Við viljum vafa- laust öll, hver á sinn hátt, legg.ja okkur öll fram um, að áfram verði haldið á braut uppbygg- ingar og framfara. með honum ástarfar í kirkju (þetta er í eina skiptið, sem minnzt er á þá stofnun í mynd- inni). Vitni að stefnumótinu verður Jóhann. Þegar hann er að hátta, segir hann Ester frá því, og hún leitar uppi systur sína. Þær systur gera upp mál sín. Daginn eftir halda þau mæðgin á brott, en Ester verður eftir. Það er sagt, að í þessari mynd fjalli Bergman um þögn Guðs. Guð er hvergi nærstaddur, og þetta óhamingjusama fólk nær ekki sambandi við hann. En það er fleira, sem kemur til. Þarna er líka fjallað um tómleika sálar innar, einangrun hennar og ör- yggisleysi. Þarna, í þessari fram andi borg, aka bryndrekar um götur, og það heyrist gnýr í flug vélum. Áhorfendur eru undir sömu sök seldir og þær systur: þeir eru staddir í framandi borg og skilja ekki það tungumál, sem þar er talað. Þeir skilja gamla þióninn ekki nema að litlu leyti, þegar hann sýnir Jóhanni mynd- ir sínar, sem virðast helzt benda á dapra æsku. Með þessum hætti nær Bergman betri tökum á við fangsefni sínu. Það hafa verið notuð stór orð um Bergman með og á móti. Sum ir segja, að hann beri höfuð og herðar yfir aðra samtíma leik- stjóra, en þeir eru Mka til, sem kalla hann allt upp í loddara, tízkufyrirbrigði, sem með tækni- legum brellum breiði yfir jnnan tóma heimspeki sína og Guð-leg ar vangaveltur. Vissulega beitir Bergman ýmsum brögðum til að halda áhorfendum við afnið. C'g hann gerir það oft meistaralega vel. Hann er að sumu leyti nýr í þessari mynd sinni: það er eins og hann hafi á köflum losað tölu vert um leikhúsáhrifin, sem gætt hefur í myndum hans. Mörg at- riði myndarinnar eru mjög vel gerð, nærmyndir margar, þegar lestin kemur til borgarinnar og af Jóhanni litla, þegar hann leik ur sér á göngunum. Effektarnir verða sterkir, hvort heldur mynd Framhaid á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.