Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.1966, Blaðsíða 31
f’immtuíagur 28. apríl 1966 MORGUNBLAOIO 31 Ríkisstjóinin lstur undirbún bumvnip um höiunduiiétt SVO sem áður hefur komið fram í fréttum, samþykkti almennur fundur Rithöfundasambands Is- lands, haldinn 18. janúar 1966, þau tilmæli til félaga þess og annarra er við bókritun og þýð- ingar fást, að láta frá og með 1. maí 1966 prenta á bækur sín- ar bann við því að þaer verði lánaðar út af almenningsbóka- söfnum. Hinn 22. apríl sl. tilkynnti menntamálaráðherra stjórn Rit- höfundasambands Islands þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að láta þegar undirbúa frumvarp til laga „úm höfundarétt rithöfunda vegna útlána og afnota íslenzkra bóka í almennum söfnum“, er að meginstefnu verði byggt á þeirri löggjöf, sem nú gildir á Norðurlöndum á þessu sviði. Verði slíkt frumvarp lagt fyrir Alþingi, er það kemur saman í haust. Stokkhólmi, 25. apríl — AP' — Mynd þessi er frá fundi I utanríkisráðherra Norður-1 landanna, sem haldinn var í, Stokkhólmi. Á henni eru talið frá vinstri: Emil Jónsson, ‘ utanríkisráðherra, Per Hækk- | erup frá Danmörku, J. O. | Söderhjelm frá Finnlandi, . Thorsten Nilsson frá Sviþjóð, og John Lyng frá Noregi. Londsþíng S.Í. LANDSÞING Slysavarnafélags íslands, hið 13. í röðinni hefst í dag með guðsþjónustu kl. 2. Dr. Jakob Jónsson predikar. Verður síðan þingað í húsi Slysavarnarfélagsins á Granda- garði. Á landsþinginu, sem vænt anlega stendur yfir í fjóra daga, eru mættir fulltrúar slysavarna- félaga og deilda á öllu landinu. Gromyko fær áheyrn hjá Páli páfa — Gromyko leggur til að haldiun verði fisndur uan öryggismát Páfagarði, 27. apríl — NTB — Páll páfi VI. og Andrei Grom yko, utanríkisráðherra Sovétríkj anna ræddust við í 40 mínútur á miðvikudag. Þetta er í fyrsta skiptið, sem valdamaður frá kommúnistaríki fær áheyrn hjá æðsta leiðtoga kaþóisku kirkjunnar. Talið er hugsaniegt, að heimsókn þessi geti markað tímamót i samskiptum páfadórns og kommúnistiskra rikja. Heim- sókn Gromykos var sögð vera — Evelyn Waugh Framhald af bls. 17. Eliots, yfirborðsglæsimennska og andlegt tómlæti samtfara siðleysi í þjóðfélagi því er Waugh þekkti bezt til, heimi brezku yfirstéttarinnar á ár- unum milli heimsstyrjaldanna. Bækur þessar eru létt og lipur- lega skrifaðar en kaldhæðnin er þegar komin til skjalanna, aðalsmerki Waughs. í „Black Mischief“ sögu um Afríku, sem Waugh skrifaði nokkru síðar eftir dvöl í Ethíópíu, sem fréttaritari Daily Mail, lýsir hann því t.d. hvernig sögu- hetjan, Basil Seal, leitar unn- ustu sinnar í landi mannæta, sem fagna honum vel og leiða til borðs með sér. Er ljúffeng máltíðin er á enda fær hann að vita að aðalrétturinn hafi einmitt verið hin horfna unn- usta. Er frá leið urðu sögur Waughs æ innhverfari og heim spekilegri og í „A Handful of Dust“ lýsir hann til dæmis manni sem er svo fanginn af fortíðinni að hann getur ekki lifað í nútíðinni og lýkur loks þar sögunni, sem frægt er orð- ið að hann sér fram á að verða að dveljast um aldur og ævi í frumskógarrjóðri með vitfirr- ingi einum sem neyðir hann til þess að lesa fyrir sig úr verk- um Dickens sýknt og heilagi. Árið 1930 tók Evelyn Waugh kaþólska trú og hyllir hana í „Brideshead Revisited”, sem út kom 1945 og hefur að geyma sumt það sem Waugh hefur fegurst skrifað og ljóðrænast. Sú bók hefur orðið einna vin- sælust bóka hans. Próförkun- um að henni var varpað niður til Waugh í fallhlíf þar sem hann hafðist við í helli einum í Júgóslavíu með skæruliðum Titós. Waugh gekk vasklega fram í stríðinu og var sæmdur heiðursmerkjum fyrir fram- göngu sína. En stríðið víkkaði líka sjóndeiidarhring hans. stækkaðl manninn á vissan hátt, eins og hið mikla ritverk hans, 972 blaðsíðna Skáldsaga í þremur bindum, „Men at Arms“, „Officers and Gentle- man“ og „End of the Battle" ber með sér. Þetta ritverk er af mörgum talið bezta brezka skáldsagan sem skrifuð hefur verið um heimsstyrjöldina síð- ari. Síðustu árin dró Waugh sig æ lengra inn í skel sína, skildi 20. öldina, sem hann hafði allt- af lagt á megna fæð, utangarðs en bjó um sig í 18. aldar húsi utan við Lundúnaborg með börnum sínum sex sem hann kvaðst tala við „í tíu, að ég vona lotningarvekjandi mínút- ur“ dag hvern en ekki meir. Waugh harðneitaði að læra að aka bifreið, svaraði yfirleitt ekki í síma og lét stundum sjá sig úti við með heljarlangt og mikið heyrnartól að gömlum sið. Hann hafði líka af því staka skemmtan að ergja Am- eríkumenn og lýsti þvi m.a. einhverju sinni yfir, að eng- - inn bandarískur rithöfundur stæði Erle Stanley Gardner á sporði. Árið 1948 skrifaði Waugh metsölubókina „The Loved One“, þar sem hann skopast að útfarasiðum og greftrana- viðhöfn í Hollywood vestur, en síðan hefur fátt eitt komið frá hans hendi. Það tók hann rúm tíu ár að ljúka ritverkinu mikla um heimsstyrj Sldina sem áður greindi því á þeim tíma var hann farinn að kenna taugaveiklunar, sem m.a. lýsti sér í ofsjónum og ókennilegum röddum. Um það tímabil skrif- aði Waugh eina söguna til, „The Ordeal of Gil'bert Pin- fold“, ólíka öllum öðrum bók- um hans. En 1964 var hann vel á veg kominn með sjálfsævi- sögu sína í þremur bindum og þá kom út fyrsta bindið „A Little Learning". Er hann lézt á páskadag var hann að vinna að öðru bindinu, sem átti að heita „A Little Hope“. óopinber, en þó hefur borizt sú tilkynning frá páfagarði, að sið ar verði gefin út opinber yfir- lýsing varðandi viðræðurnar. Gromyko ræddi við blaða- menn eftir fundinn og lagði hann til, að þjóðhöfðingjar allra Evrópuríkjanna kæmu saman til fundar, til að ræða öryggismál Evrópu. Hann lagði áherzlu á að Bandaríkin ættu ekkert er- indi á þá ráðstefnu. Undanfarna daga hefur Grom yko verið í opinberri heimsókn á ítalíu og hefur m.a. rætt við Amitore Fanfani, utanríkisrað- herra. Að sögn AP fréttastof- unnar, undirrituðu þeir sam- þykkt um efnahags- og vísinda- leg samskipti Ítalíu og Sovét- ríkjanna. Á miðvikudag fékk Gromyko áheyrn hjá Páli páfa VI. og ræddust þeir við í 40 mínútur. Heimsókn Gromykos var sögð óopinber, en kurteisis- heimsókn. Það vakti athygli — Rhodesia Framhald af bls. 1 vanda. Wilson svaraði og sagði að allar hinar umdeildu aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar hefðu mið- að að því að skapa ástand er leitt gæti til lausnar málsins. Hann kvað mestu hafa þar um valdið olíubannið á Ródesíu, sem komið var á í desemiber og aðgerðir Breta í Beira nýverið í umboði S.þ. Ekki er vitað, hvað helzt verði tekið til meðfeðar í undir'bún- ingsviðræðum þessum og sagt að margur þrándur sé enn í götu samkomulags milli 'stjórna Wilsons og Smiths. Er m.a. bent á þá yfirlýsingu Wilsons í þing- inu að brezka stjórnin geti ekki fallzt á neina þá endanlega lausn málsins er feli í sér þegjandi samkomulag við ólögmætum að- gerðum Ródesíustjórnar, er hún lýsti einhliða yfir stjálfstæði 11. nóvember í fyrra. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ródesíu, Chad Chipunza, sagði í Salisbury í dag að hann fagn- aði því að viðræður þessar hæf- ust og kvaðst vona að þær yrðu árangursríkar. Ródesíustjórn hefur ekkert um viðræðurnar sagt enn og tals maður stjórnarinnar sagði í dag að engrar yfirlýsingar væri að vænta frá henni það seih eftir væri kvölds. Frá Jóhgnnesarborg berast þær fregnir að S-Afríka taki viðræðunum fagnandi og sé að því mikill léttir að nú skuli horfa til lausnar Ródesíumáls- ins, sem mjög hafi bagað lands- menn á ýmsan hátt. fréttamanna, að frú Gromyko gekk ekki fyrir páfa. Viðstadd- ur fund páfa og Gromykos, var sendiherra Sovétrík.janna. á ítal íu. Fundurinn stóð yfir í mun legri tíma en páfi er vanur að verja í heimsóknir erlendra þjóð höfðingja, og er honum lauk, var gefin út tilkynning um það, að síðar yrði birt yfirlýsing varð- andi fundinn. Að fundinum loknum boðaði Gromyko fréttamenn á sinn fund í sovézka sendiráðinu í Róm. Þar sagði Gromyko að páf- inn og hann hefðu orðið sammála um, að hin ýmsu ríki yrðu að vinna saman að varðveizlu frið- ar í heiminum, án tillits til stjórn málaskoðana. Gromyko gat þess, að hann hefði hitt Pál páfa í New York í október sl„ er kirkjuleiðtoginn heimsótti Sam- einuðu þjóðirnar. Þeir hefðu þá skipts á fáeinum orðum og að heimsókn sín til páfagarðs nú, hefði verið farin til að treysta þá vináttu, sem þá hefði tekizt með þeim. Þegar Gromyko var spurður hvort sovézka stjórnin hyggðist bjóða Páli páfa til Moskvu, kvaðst hann ekkert geta sagt um það að svo stfiddu. Gromyko sagði fréttamönnum, að Sovétríkin legðu eindregið til, að fulltrúar eða þjóðhöfð- ingjar allra Evrópuríkjanna kæmu saman til fundar, að ræða öryggismál Evrópu. Hann kvað brýna nauðsyn bera til þess, að þjóðir þessar ræddu af einlægni hin mörgu sameiginlegu vanda- mál. í því sambandi nefndi hann útbreiðslu kjarnorkuvopna brottflutning erlends herliðs af evrópskri grund og Þýzkalands vandamálið. Gromyko lagði á- herzlu á, að Bandaríkin ættu ekkert erindi á þennan Evrópu- fund. I desember árið 1964, báru Pólverjar fram svipaða tillögu um Evrópufund, en henni var tekið fálega af flestum Evrópu- ríkjunum vestan járntjaldsins. — S-Vietnam Framhald af bls 1 hvetja það til að veita Banda- ríkjamönnum stuðning í barátt- unni fyrir friði í landinu. Fund- ur þessi var haldinn í úthverfi, sem kaþólskir búa í. Ekki kom til neinna óeirða. Sprengingar urðu á þremur stöðum í Saigon á miðvikudag. Sjö manns létu lífið en um 30 særðust. Á síðustu tveimur ár- um, hafa VietCong launmorð- ingjar vegið meira en 4 þúsund starfsmenn stjórnarinnar í S- Vietnam, og eru í þeim hópi mikið af embættismönnum í hin- um ýmsu héruðum og bæjum. Á fundi sínum sama dag fjall- aði stjórn Rithöfundasambands- ins um málið. Samþykkti hún að falla frá áður boðuðum að- gerðum um útlánabann bóka úr almenningssöfnum og ákvað jafnframt að tilnefna menn af sinni hálfu til samningar frum- varpsins. — Úr borginni Framhald af bls. 12 viku, fyrir 15 ára og eldri og á sunnudögum frá kl. 4-7 fyrir 13-15 ára unglinga. Unglingarnir verða að sýna nafnskírteini við innganginn til þess að sanna aldur sinn. Skilyrði fyrir þátttöku í starfi á vegum Æskulýðsráðs er að sjálfsögðu algjört bind indi og stranglega er bannað að reykja í húsakynnum ráðs ins. Ekki er gert ráð fyrir því að Æskulýðsráð sjái um íþróttaiðkanir unglinga — það gerir íþróttaráð Reykja- víkur. Ýmislegt fleira hefði þurft að nefna en ég vil hvetja foreldra og forráða- menn unglinga til þess að kynna sér starfsemi Æsku- lýðsráðs, t.d. með því að lesa upplýsingarit ráðsins, Unga Reykjavík ,eða hafa samband við skrifstofu ráðsins, sem fúslega veitir allar upplýs- ingar um starfsemina. — En fer ekki sumarstarf- ið að hefjast, Reynir? — Jú, það fer brátt að byrja. Við munum efna til búvinnunámskeiða, rekin verður ferðamiðlun og stanga veiðiklúbbur. Nokkrir klúbb ar hyggja á ferðalög, unnið verður að æskulýðsbúðamál- um og siglinga- og róðraað- stöðu við Fossvog. Nánari frásagnir af sumarstaiNfi Æskulýðsráðs munu birtast í upplýsingaritinu Unga Reykja vík, sem koma mun út á næstunni. — Kvikmyndir Framhald af bls. 14 in líður áfram í þögn sinni eða klukka er sett af stað. Kvik- myndatökumaður í þessari mynd er Sven Nykvist, svo sem í seinni myndum Bergmans, og þeijra samstarf hefur náð góðum ár- angri. Ingrid Thulin fer með hlut- verk Ester. Þessari ágætu leik- konu tekst að skapa minnisstæða persónu. Hún dregur upp sterka og heilsteypta mynd af þessari hrelldu og einmana sál. Gunner Lindblom leikur Önnu. Hún nær góðum tökum á þessari haturs- fullu systur, sem virðist lialdin óslökkvandi girnd. En hvað minn isstæðastur verður Jörgen Lind- ström í hlutverki Jóhanns. og er það nánast furðulegt, hvað Berg man hefur tekizt vel með hann. Með hlutverk gamla þjónsins fer Hákan Jahnberg og þjónsins af veitingahúsinu Birger Malmst.en. Sem í skuggsjá endar í tölu- verðri von, þegar Minus segir: Pabbi hefur talað við mig. En sú von virðist slokknuð að endaðti þessari. Þi'gnin er þekktasta og um leið umdeildasta mynd Bergmans. — Hann liefui sætt mikilh gagn- rýni fyrir þá sök, að hanr gangi feti framar en velsæmið leyfi; myndin sé klám. Víða hafa nokk ur atriði myndarinnar verið stytt eins og t.d. sjálfsfróunaratriðið og það i kvikmyndahúsinu. (Hér eru þessi atriði óstytt). — Berg- man heldur því hinsvegar fram, að listamaður hafi leyfi til að segja og sýna það, sem hann telur nauðsynlegt fyrir list sína. Á það verði ekki lagðar neinar hömlur. Það sé nauðsynlegt að stjaka við fólki, neyða það til sjálísskoðunar og að taka af- stöðu. Og ef það hefur tekizt, þá hafi myndin náð tilgangi sínum. Jón Ormar Ormsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.