Morgunblaðið - 03.05.1966, Side 3

Morgunblaðið - 03.05.1966, Side 3
Þriðjudagur 9. maí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 Þarrnig var umhorfs í einni af götum Xashkent eftir jarðskjálftann sem þar varð sl. þriðju- dagsmorgun. 20,000 heimilislausir —- af völdum jarðskjálftans í Tashkent — Peking f Framhald af bls. 2 hátíðlegan beggja megin við Berlínarmúrinn. A-þýzkt herlið fór um götur austan megin en vestan imegin flykktust borgar- búar saman til að hlýða ræðu Willy Brandts borgarstjóra, sem fór fram á aukið frelsi til handa Berlínarbúum. ’ Lögreglan í V-Berlín sagði að 250.000 manns hefðu komið saman úti fyrir þinghúsinu að | iþlýða ræðum Willy Brandts, Lii bcke forseta og Per Hækker- ups, utanríkisráðherra Dan- merkur, sem var þar staddur í opinberri heimsókn. Vel sást j til mannfjöldans að austan og j heyra mátti raddir ræðumanna í yfir borgarmúrinn. Brandt vék m.a. að Vietnam og sagði að yíst væri hann einnig því fylgj- andi að friður kæmist á í Viet- nam, en „vissum aðilum“ hand- an múrsins bæri að tryggja að ekki væri drepið saklaust fólk i þeirra eigin landi, „við höfum engan rétt til þess að fara fram á mannúð annars staðar þegar Ihún er fótum troðin hér, í þess- ari borg í okkar eigin landi,“ aagði Brandt. Utanríkisráðherra Danmerkur Per Hækkerup, flutti einnig ræðu á fundinum og var ákaft fagnað er hann lýsti því yfir að Berlín yrði aftur innan tíðar höfuðborg alls Þýzkalands. Hækkerup sagði að Danmörk j gæti ekki viðurkennt Austur- Þýzkaland ,ekki vegna þess að kommúnistar væru þar við völd, heldur vegna þess að stjómin þar ætti ekki traust þýzku þjóðarinnar. Gomulka sáttfús. í Varsjá talaði leiðtogi komm- únista, Wladyslaw Gomulka yfir fagnandi mannfjölda og lýsti því yfir að Pólverjar vildu frið við Þýzkaland allt, en sagði einn ig að Pólverjar myndu aldrei gleyma eða fyrirgefa herjum Hitlers sem lögðu Varsjá í rúst. Talið er að • um hálf milljón manna hafi tekið þátt í 1. maí hátíðahöldunum í Varsjá, sem báru einnig nokkurn svip af há- tíðahöldum þeim sem standa yfir í Póllandi í ár vegna 1000 ára afmælis kristnitöku í Póllandi. Gomulka réðist á stefnu Banda ríkjamanna í Víetnam í ræðu sinni en bandarískir sendifull- trúar sem viðstardir voru sögðu hann hafa verið óvenju mildan í málL Úr Afríku Við 1. maí hátíðahölr í Conakry, höfuðborg Guineu, héldu ræður forseti landsins Sekou Touré og Kwame Nkrumah, fyrrum forseti Ghana, (sem Touré bauð að deila með sér völdum og virðingu svo sem skýrt var frá á sínum tíma) yfir 30.000 félögum í lýðræðisflokki Guineu og hafði Nkrumah þar enn á orði áform sín um sam- bandsstjórn fyrir Afríku alla. Nazistar í Astralíu illa leiknir í Melbourne í Ástralíu lá við að 1. maí hátíðahöldin fengju ill- an endi er hópur manna réðist gegn fimm einkennisklæddum nazistum. Um 100 manns lögðu til atlögu við nazistana, sem eru flokksbundnir félaga í ástralska nazistaflokknum, mjög fámenn- um flokki. Rifu menn og tættu búninga nazistanna, en aðvíf- andi lögreglumenn komu þeim til bjargar. Brenndu bandaríska fánann Sænska stjórnin baðst í dag afsökunar á því við sendiráð Bandaríkjanna í Stokkhólmi að bándarískur fáni skyldi hafa ver- ið brenndur úti fyrir sendiráðinu í sambandi við mótmælaaðgerðir gegn stefnu Bandaríkjanna 1 Viet nam á sunnudag. Mótmælaaðgerðir þessar úti fyrir sendiráðinu áttu sér stað eftir 1. maí hátíðahöld í borg- inni, sem bar mjög svip af and- úð manna á stefnu Bandaríkja- manna í Vietnam. Utanríkisráðherra Svía, Tor- sten Nilsson, var aðalræðumaður Moskvu, 2. maí, AP. AF FRÉXXUM Xass-frétta- stofunnar sovézku virðist mega ráða, að um 20.000 manns hafi misst heimili sín í jarðskjálftanum sem reið yfir Xashkent í dögun á þriðjudag sl. Áður hafði ver- ið frá því skýrt að fjórir menn hefðu týnt lífi og um 150 særzt af völdum jarð- skjálftans. Sagði fréttastofan að um á mótmælafundinum í Stokk- hólmi og sagði hann m.a. að það væri nú lýðum ljóst að Vietnam málið væri stjórnmálalegs eðlis en ekki hernaðarlegs. „Meðan ekki er í Saigon borgaraleg stjórn sem nýtur trausts þjóðar innar er ekki grundvöllur fyrir samningaviðræðum“, sagði Nils- son. þriðjungur fjölskyldna þeirra sem misst hefðu heimili sín hefðu verið fluttar í annað húsnæði, komið fyrir hjá ætt ingjum og venzlafólki eða fengið.inni í herbúðatjöldum sem sett hefðu verið upp í borginni til bráðabirgða. Er talið að a.m.k. 8.166 fjöl- skyldur hafi misst heimili sín í jarðskjálftanum, og þar sem Kúba. Yfir 100 þúsund manns tóku þátt í 1. maí skrúðgöngu og úti- fundi á byltingartorginu í Hav- ana á Kúbu, þar sem Fidel Castro, forsætisráðherra, flutti ræðu og réðist heiftarlega að Lyndon B. Johnson, Bandaríkja- forseta, sem hann sagði „mesta ræningja heimssögunnar“. mest tjón varð á húsum í gamla borgarhlutanum sem er að mestu byggður Múham- eðstrúarmönnum með barn- margar fjölskyldur, lætur nærri að hinir heimilislausu séu um 20.000. Sagði frétta- stofan að byggingarfram- kvæmdir í Tashkent yrðu þrefaHaðar eða fjórfaldaðar til þess að reyna að koma öllum hinum heimilislausu undir þak fyrir haustið. Sauðburður að hefjast AKRANESI, 2. maí — 600-700 ær voru á fóðrum í vetur hjá fjárbændum hér í bæ, sagði mér allsherjarböðunarstjórinn, Guð- mundur Ó. Ólafsson. Sauðburð- ur er að byrja. 10 ær eru bornar hjá Eyjólfi Búasyni og 20 eru lömbin, sem trítla þar kringum mæður sínar. Ærnar voru allar tvílembdar. — Oddur. SIUSHIMIt 600 vitni ! ÓNEITANLEGA hafa stjórn- málaskrif í íslenzkum dagblöð- um að undanförnu einkennzt í senn af meiri virðingu fyrir stað- reyndum, en áður fyrr. Ekki er þetta þó algilt og sérstaklega hefur dagblaðið Tíminn átt erfitt með að átta sig á nýjum við- horfum í þessum efnum. Stjórn- málaskrif í því blaði eru enn oft og tíðum af gamla skólanum, staðreyndum snúið við og reynt að telja lesendum trú um, að málum sé á annan veg háttað en raunverulegt er. En það mun þó nær einsdæmi, að jafnvel Tím- inn reyni að snúa við í pólitísku skyni atburðum, sem nær 600 vitni voru að. Það reyndi einn ritstjóri Tímans, Indriði G. Þor- steinsson, þó að gera í blaði sínu sl. föstudag, þegar hann í örvænt ingarfullri tilraun til þess að koma óorði á fundi borgarstjór- ans í Reykjavík með íbúum borgarinnar, skýrði á þann veg frá smávægilegum atburðum, sem gerðust á einum þeirra funda, að þeim nær 600 Reyk- víkingum sem þar voru, ér algjör lega ljóst að.þar var um ósvífna tilraun til blekkinga að ræða. Einn fundargesta, frú Guðrún Arnalds, birti grein í Morgun- blaðinu sl. sunnudag um þetta mál, skýrir þar frá atburðum og samtali sem hún átti við Indriða G. Þorsteinsson, daginn sem hún sá frétt Tímans um málið. í því kemur fram að frú Guðrún Arn- alds hefur spurt Indriða G. Þor- steinsson um það, hvort blaða- menn Tímans hefðu spurt þann mann, sem hér átti hlut að máli, hverjar þær „óþægilegu spurn- ingar“ hefðu verið, sem maður þessi hefði viljað beina til borg- arstjóra. Ritstjórinn upplýsti, að um það hefðu þeir Tímamenn ekki spurt. En jafnvel þótt Indriða G. Þorsteinssyni hafi verið sagt nákvæmlega frá því, sem fram fór á fundinum, streit- ist hann enn við og heldur á- fram skrifum sínum í Tímanum sl. sunnudag. Það er honum per- sónulega tii vansæmdar og blaði hans til minnkunnar. Þáttur ritstjóniar- fulltrúans En Indriði G. Þorsteinsson er ekki einn um það, að móðga frek lega heilbrigða skynsemi nær 600 Reykvíkinga með frásögn af þessum fundi. Ritstjórnarfulltrúi Alþýðublaðsins var þar staddur og fylgdist með þessum smá- vægilegu atburðum. Hann gerði sér fullkomlega ljóst, að maður sá, sem hér átti hlut að máli var mjög miður sín, en samt sem áður skirrðist hann ekki við að skýra ranglega frá atburðinum. Er það athæfi jafnvel enn verra, en framferði Indriða G. Þorsteins sonar, og ungum manni, sem ætti að hafa óbeit á þeim stjórn- málaskrifum og virðingarleysi fyrir staðreyndum, sem einu sinni tíðkuðust hér, til skammar að birta þau skrif sem hann hef- ur látið frá sér fara í Alþýðu- blaðinu um þetta smávægilega mál. Nær 600 vitni eru einnig til staðar um það, að í frásögn hans er réttu máli hallað, og það hefði hann átt að hafa hugfast. Sjálfsagt hefðu báðir þessir menn, ritstjóri Tímans og rit- stjórnarfulltrúi Alþýðublaðsins, óskað þess nú að þeir hefðu aldrei stungið niður penna á þann veg, sem þeir hafa gert um þetta mál. En þeir geta ekki snúr ið til baka nú nema með einum hætti. Þeir hafa þegar orðið sjálf um sér og blöðum þeim, sem þeir starfa við til minnkunnar. Einu heiðarlegu viðbrögð þeirra nú eru þau, að biðja þann roskna mann, sem hér er um að ræða, ættingja hans og lesendur blaða sinna afsökunar á því, að þeir skuli hafa glapazt til þess að halla réttu máli, snúa við stað- reyndum og móðga þannig frek- lega heilbrigða skynsemi lesenda sinna og 600 vitna sem á þessum fundi vor« Frumáætlun um varma veitu fyrir Akranes Jarðhitaboranir gáfu góðar vonir AKRANESI, 2. maá. — Jarðhita- deild Raforkumálaskrifstofu ríkisins hefur sent bæjarstjórn- inni hér bréf, dagsett 22. þ. m. í bréfinu segir svo. Á sl. ári voru boraðar 100 m. djúpar rannsóknarholur í nágrenni Akraness, til að kanna líkur á að hagnýtanlegur jarðhiti finn- ist á meira dýpi á þessu svæði. Drengur fyrir bíl UM hádegisbilið í gær varð drengur á reiðhjóli fyrir bifreið á Sundalaugavegi, skammt aust- an við Sundlaugarnar. Meidd- ist drengurinn, sem heitir Karl Reykdal Sverrisson, Rauðalæk 17, og er 11 ára gamall, á höfði, fæti og hendi. Hann var fluttur heim af slysavarðstofu. AKRANESI, 2. maí — Laugar daginn 30. apríl bárust hér á land 86 tonn af 11 bátum. Anna hæst með 19,4 tonn, Sólfari 13 og Sigurborg 11,6 tonn. Afli er mjög tregur. Ekki óalgengt að skips- höfn dragi 7—8 trossur í róðri og fái 5—6 tonn. í dag er hann á suðaustan og rigningar suddi. — Oddur. Endanlegar hitamælingar liggja nú fyrir frá öllum holunum og er hitastingullinn, þ.e. hitaaukn- ingin eftirfarandi: Hola 1 (Akranes) 140 stig C-km. Hola 2 (Innra-Hólmi) 150 stig C. Hola 3 (Hvítanes) 150 stig C. Enn fremur segir og vakti gleði í bæjarstjórninni; „Eðli- legur hitastingull utan jarð- hitasvæða á íslandi er talinn um 60 stig á C, svo að hér er um meira en tvöfaldan hitastingul að ræða. Að öllum líkindum staf ar þetta frá rennsli heits vatns í dýpri berglögum á þessu svæði“. — Að þessum upplýsingum fegn um samþykkti btejarstjórnin á fundi 29. apríl, að láta gera frumáætlun um varmaveitu fyrir kaupstaðinn og athuga einnig heitavatnsskilyrði í Leir- ársveit og varmaorku frá Sem- entsverksmiðjunni. — Oddur. Birgir Engilberts Loftbólurnar komnar út ÚT er komin ný bók eftir Birgi Engilberts og hefur hún að geyma tvo einþáttunga, Loft- bólurnar og Sæðissatíruna, en sá fyrrnefndi er um þessar mundir sýndur á litla sviði Þjóðleikhússins í Lindarbæ. Bókin er vel úr garði gerð, hún er 74 blaðsíður að stærð og hef- ur höfundur sjálfur annazt um útlit hennar. Hún er prentuð í prentsmiðjunni Odda. Birgir Engilberts er 19 ára gamall og er þetta fyrsta bók frá hans hendi. Hann er yngstur þeirra höfunda sem Þjóðleikhús ið hefur sýnt verk eftir, 19 ára gamall Reykvíkingur. Hann hóf 16 ára nám í leikmyndagerð við Þjóðleikhúsið og' lauk þar námi á s.l. vori.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.