Morgunblaðið - 05.05.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 05.05.1966, Síða 4
4 MORCUNBLAÐIO Fimmtudagur 5. maí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílnleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 MAGINÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR21190 eftir lotcun sími 40381 1^5*t(MI 31IBO mmiBiR Volkswagen 1965 og '66. BIFREIBALEIGAK VEGFERÐ Grettisgötu 10. Sími 14113. Smp(Bir SSOEiGO FIST COLOURS SILKITVINNI NÆLONTVINNI HÖRTVINNI IÐNAÐARTVINNI fyrirliggjandi, í miklu Iita- úrvali. Heildsölubirgðir, DAVÍÐ S. JÓNSSON & C. h.f. Sími 24333. BOSCH Þurrkumótorar 6 volt 12 volt 24 volt Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. Fiskverðið Hér er bréf um fiskverð- ið: „Út af öllum þeim gaura- gangi, sem orðið hefur undan- farið vegna verðhækkunar á fiski til neyzlu innanlands, er ríkisstjórnin ákvað að hætta niðurgreiðslum á þorski og ýsu og með tilliti til hins háa verðs, sem kvartað er undan að neyt endur þurfi að greiða fyrir þessa vöru, mætti ætla, að hlut ur útgerðarmanna og sjómanna væri hreint ekki lítill í þessu verðlagi. Svo er þó ekki og er það rétt t.d. til fróðleiks fyrir neytendur, að birta hér þéssi verð: Ýsa, stór, A-gæðafl. slægð með haus kr. 5,18. Ýsa, stór, B- gæðafl. slægð með haus, kr. 4,47. Ýsa, smá, A- gæðafl. slægð með haus, kr. 4,40. Ýsa, smá, B-gæðafl. slægð með haus, kr. 3,80. Þorskur, stór, A- gæðaflokkur slægður með haus, kr. 4,67. Þorskur, stór, B-gæðaflokkur slægður með haus, kr. 4,03. Þorskur, smár, A- gæðaflokk ur, slægður með haus, kr. 3,97. Þorskur, smár, B- gæðaflokk ur, slægður með haus, kr. 3,43. Þar sem talað er um smáan þorsk er átt við þorsk 40—57 cm. með haus og smáa ýsu 40 til 50 cm. með haus. í þessu sambandi rís sú spurning, hversu mikið af þeirri ýsu og þorski sem seld er í fiskbúðum geti talizt af A-gæðaflokki. Þegar menn nú líta á þessi verð, sem þeir greiða t.d. til útvegsmanna og sjómanna ann ars vegar, og svo til fisksalanna hins vegar, býst ég við að þeim bregði í brún við hinn geysi- mikla verðmun. í hverju liggur hann og hvers vegna er dreif- ingarkostnaðúrinn svona gífur- lega mikill? Fróðlegt væri að fá við því greinargóð svör. Varðandi annan fisk, nema saltfisk, er frjáls álagning. — Fróðlegt er t.d. að geta þess, að hæsta verð á lúðu, sem út- vegsmönnum og sjómönnum er greitt er kr. 14,79 pr. kg. Stór lúða og allt niður í kr. 5,18. Skötubörð eru greidd með kr. 3,09 pr. kg. Og að lokum, hversu oft fá reykvískir neytendur 1. flokks sólþurrkaðan saltfisk á borð sin, en við slíkan fisk eru verðlagsákvæði á þessari vöru byggð. Svari þeir sem geta. — I.“. Blásturs-aðferðin ísfirðingur skrifar okkur eftirfarandi: „í dálkum Velvakanda hefir oft verið á það bent, að nauð- synlegt væri að kenna öllum börnum lífgun-úr dauðadái með hinni svo nefndu blásturs-að- ferð. Hefir réttilega verið bent á, að heppilegast myndi að þessi kennsla færi fram í skól- unum. Mörgum okkar hættir til að benda fyrst og fremst á það sem miður fer. Vill hitt þá oft og tíðum gleymast, sem vel er gert. Mér finnst því, að það komf* fram, að nú í þrjú ár hefir þessi lífgunaraðferð ver- ið kennd í öllum skólunum hér á ísafirði. Það er Hjálparsveit skáta hér á ísafirði, sem hefir annazt þessa kennslu. í barna- og gagnfræðaskólanum fer kennslan fram í samvinnu við iþróttakennara skólanna. Er öll um nemendunum fyrst sýnd ágæt kennslukvikmynd, sem skátarnir eiga, en síðan fer kennslan fram í sambandi við fimleikakennsluna. í Húsmæðra skólanum hefir forstöðukonan aftur á móti komið á fastri kennslu í hjálp í viðlögum, og hafa skátarnir einnig séð um þá kennslu. Einnig er mér kunn ugt um, að skátarnir hafa ann azt kennslu í lífgun úr dauðadái í Héraðsskólanum í Reykja- nesi, svo og hjá ýmsum félaga- samtökum og stofnunum hér í bænum og nágrenninu, sem þess hafa óskað. Hafa þeir afl- að sér ágætra tækja í þessu skyni. Ég vil fyrir mitt leyti þakka skólastjórunum fyrir að hafa komið þessari kennslu á, sem ég tel mjög lofsvert. Einnig þakka ég skátunum fyrir þeirra þátt í málinu, sem ég tel ekki hvað þýðingarminnstan. Vona ég, að þess verði ekki langt að bíða, að slík kennsla verði tekin upp við alla skóla í landinu. ísfirðingur“. ★ í Lídó Og hér er stutt bréf um lítinn atburð: „Kæri Velvakandi: Um greinina í Tímanum 29. apríl sl. „Fundargesti varpað á dyr á fundi i Lidó ... . “ o. s. frv. Það vill nú svo vel til að ég var á þessum umrædda fundi og sat skammt frá og heyrði og sá, hvað fram fór, og er því hárrétt lýst í Morgunblaðinu daginn eftir — 30. apríl. Mér sýnist þessi maður vera á líkum aldri og ég er, eða nokk uð yfir sjötugt, og tel ég þetta vera bæði óviðeigandi og óher-ni legt að draga gamlan mann ínn í slík blaðaskrif, þó svo að hon um hafi orðið smávegis á og ef til vill <verið eitthvað miður sín. Gamall bóndi“. # Danslagakeppni ríkisútvarpsins Eftirfarandi bréf hefur Vel- vakanda borizt frá Freymoði Jóhannssyni: „Velvakandi góður. Þá hafa verið leikin þessi lög, sem ákveðið var að leika í Danslagakeppni útvarpsins, Langar mig til, í allri vinsemd að fara nokkrum orðum um framkvæmd keppninnar, ein- mitt á þessu stigi málsins, en það tel ég ekki óviðeigandi, þar eð ég er ekki höfundur neinna hinna 10 laga er leikin hafa verið. Ég vil þá fyrst segja, að svona langdregin keppni er ekki heppileg. Enginn verulegur á- hugi hefur fylgt henni, svo ég hafi orðið var við. En hann vaknar væntanlega nú, þegar á að fara að greiða atkvæði. Tel ég það bæði eðlilegt og æskilegt. Ég tel það að vissu leyti kost, sem fjölbreytni, að jafn margir aðilar hafa sungið lögin og lögin eru mörg. En þegar hver kjósandi má aðeins til- nefna eitt lag, eins og tilkynnt hefur verið, óttast ég, að hér verði þetta keppni um söngvara fremur en um lög. Ég geri það því að tillögu minni, — jaín- vel kröfu, að hver kjósandi skuli tilnefna 3 lög, enda er léttara að velja sér 3 lög, held- ur en eitt, af allmörgum álíka góðum lögum. Enn er tími til að gera þessa breytingu og ég legg áherzlu á hana. Ég hef átt þátt í svo mörgum álíka keppnum á vegum S.K.T. síðan 1950, að ég tel mig hafa eign- azt talsverða reynslu hér að lútandi. taka með í keppnina lag, sem áður hefur verið í keppni og leikið og kynnt opinberlega á- samt höfundum sínum. Einnig tel ég ótækt, að ekki var, 1 keppnisbyrjun, hægt að fiá vitn eskju um nöfn þeirra laga, er tekin höfðu verið í keppnina, né hægt að fá afhent þau hand- rit, er ekki átti að nota. Hafa höfundar, skilst mér, orðið að bíða í allan vetur eftir ónotuð- um handritum sínum og þvl ekki getað komið þeim á fram- færi annarsstaðar, þó þess hefði verið kostur. f þættinum í gærkvöldi voru lögin 10, kölluð lögin, sem kom- ust í úrslit í danslagakeppni út- varpsins“. Er því ástæða til að spyrja, hvar undankeppnin hafi farið fram? Að lokum mælist ég til þess, einkum við fullorðna fólkið um land allt, að það taki almennt þátt í lagavalinu, svo krakkar og unglingar ráði þar ekki öllu um. Meðal laganna eru of goð lög, til þess að börn og ungling- ar geti talist dómbær um þau. Þetta er íálenzk viðleitni, —■ viðleitni, — nauðsynleg við- leitni, sem rétt er að veita verðskuldaðan s.kilning. 2. maí 1966. Vinsamlegast, Freymóður Jóhannsson“. Þá tel ég ekki heppilegt að Veiðimenn FRANSKIR VEIÐIJAKKAR. Vinnufatabúðiin Laugavegi 76 — Sími 15425. 2-3 herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. SIGURJÓN GUÐMUNDSSON Grenimel 10 — Sími 12996. Hafnarfjörður Verkamenn vantar nú þegar til vinnu. Uppl. gefur verkstjórinn í síma 50488 og tæknifræðingurinn í síma 50113 eða 51635. Bæjarverlffræðingurinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.