Morgunblaðið - 05.05.1966, Page 5

Morgunblaðið - 05.05.1966, Page 5
FímmTudaguf, S. maí 1966 MORGUNB LAÐIÐ ÚR ÖLLUM ÁTTUM ópumönnum eru sameiginleg- ar, verði að veruleika á sem ílestum sviðum og að stuðla að efnahagslegum og félags- legum framförum í Evrópu. Nú eiga 18 ríki aðild að Evr- ópuráðinu. Ibúar þeirra eru um 300 milljónir. Ráðið leit- ast við að ná tilgangi sinum með margvíslegum hætti. Á ráðgjafaþingi þess, sem nú stendur yfir í Strasbourg, eru rædd stórpólitísk viðfangs- efni. í fámennum sérfræð- inganefndum er fjallað um tæknileg smáatriði varðandi form skjala, sem skipt geta máli í fleiri en einu landi. Dagur Evrdpu Rætt við einn styrkþega Evrópuráðsins, sem nam framleiðslustörf á Ítalíu DAGUR Evrópu er hátíðlegur haldinn í dag, hinn 5. maí. Þennan dag fyrir 17 árum var stofnskrá Evrópuráðsins und- irrituð í St. James höll í Lon- don, og þar með hófst víötæk samvinna, sem miðar að því, að þær hugsjónir, sem Evr- Yfirleátt lætur Evrópuráðlð sér fátt mannlegt óviðkom- andi — annað er hermál, sem ekki eru þar til meðferðar. Ýmiss konar náms- og ferðastyrkir eru veittir af Evrópuráðinu í því skyni að stuðla að auknum kynnum milli starfslbræðra í álfunni og útbreiða nýjustu þekkingu á ýmsum sviðum. Fyrir rúmu ári fengu 6 íslenzkir iðnaðar- menn styrki til að dveljast á ítalíu um 6 mánaða skeið. Þessar styrkveitingar voru hluti af víðtækri áætlun, sem miðar að því að gefa væntan- legum iðnkennurum tækifæri til að kynnast nýjungum í starfsgreinum sínum. Fjórir af ítalíuförunum voru málmiðnaðarmenn: Bjarni Guðjónsson, Kristinn Hermanníusson og Sigfús Sig urðsson frá Reykjavík og Steiniberg Ingólfsson frá Ak- Wilhelm Wessmann framreiðslumaður (lengst til hægri) ás- amt ítölskum kennurum og samnemendum. ureyri. Þeir dvöldust í Nap- oli. Hinir tveir fóru til Castel Fusano skammt frá Róm, þeir Kristján Sæmundsson mat- reiðslumaður og Wilhelm Wessmann framreiðlumaður. Tveir hinna síðastnefndu starfa nú á veitingastöðum hérlendis, Kristján á Hótel Sögu og Wilhelm á Naustinu. Fréttamaður blaðsins hafði tal af Wilhelm og innti hann eftir Ítalíuför þeirra félaga og námi þeirra í Castel Fus- ano. Wilhelm fórust orð á þessa leið: —. Um áramótin 1065 hauð stjórn Evrópuráðsins 4 af að- ildarlöndum sínum að senda 14 manna hóp til kennslunám skeiðs við hinar ýmsu greinar hótelfagsins sem halda átti á Ítalíu. Skiptist styrkveitingin þannig að frá Tyrklandi voru 5, 6 frá Kýpur, 1 frá írlandi og 2 frá íslandi. Var þetta í annað sinn, sem svipað námskeið hafði verið haldið á vegum Evrópuráðs- ins, hið fyrra árið áður, en frá því höfðu verið gerðar ýmsar breytingar. í því nám- skeiði var ísland ekki þátt- takandi. Skilyrði þau er Evrópuráð- ið setti fyrir þátttöku í nám- skeiði þessu voru þau, að við- komandi átti að vera á ald.r- iijum 22-35 ára, og vera fag- lærður í iðngrein sinni, einn- ig að hafa haldgóða menntun í ensku, en á því máli fór öll kennsla fram. Ég og Kristján Sæmunds- son matsveinn lögðum af stað að morgni 12. febrúar og flug Kristján Sæmundsson matsveinn (nær) og einn hinna ítölsku matreiðitlukennara. um sem leið liggur til Rómar, með viðkomu í London. Á flugvellinum í Róm tók á móti okkur skólastjóri skóla þess, sem við áttum að stunda nám við. Þetta var einn af hinum svonefndu L.N.A.L.C. skólum og er hann á Lido Di Roma, 27 km. fyrir utan Róm. Evrópumerkið: Gular stjöm- ur á bláum fleti í hvítum ramma. Þeir munu vera um sex víðsvegar um ftalíu, og eru allir heimavistarskólar, sem reknir eru í sambandi við 1. flokks hótel, sem opið er all- an ársins hring. Þeir eru allir reknir af ítalska ríkinu og álitnir beztir sinnar tegundar þarlendis. Skólinn var settur hinn 16. febrúar og hófst kennsla strax daginn eftir. — Námsgreinar þær sem kenndar voru, var fyrst og fremst „Aetive method", sem við getum kallað virk að- ferð. Er þetta sú kennsluað- ferð, sem við lærðum til að kenna iðngrein okkar með og hlutum við kennararéttindi að námskeiðinu loknu. Til grundvallar kennsluað- ferð þessari er lögð kennslu- aðferð Svisslendingsins Des- cartes, sem sérfræðingar 1 kennslumálum og sálfræði hafa fært í nýtízku form og einnig hafa þeir stuðzt við sálfræðikenningar frú Mon- tessori, og major Carrara. Ástæðan fyrir þvi að leitazt var við að finna upp nýja kennsluaðferð var sú, að vegna sífellt aukinnar eftir- spurnar eftir menntuðu fólki á öllum sviðum, sjá hin þétt- byggðu lönd sér ekki fært að halda nemendum í skóla svo árum skiptir, en með þvi að nota virku aðferðina er hægt að kenna sama fag á mun skemmri tíma en áður var. í kennsluaðferð þessari er kenn arinn eins konar leiðsögumað ur fyrir nemendur sína. Þar er mikið horfið frá hinum þurra námsbókalestri og námsbækur aðeins hafðar til hliðsjónar fyrir nemendur. f staðinn útbýr kennarinn svo- kallað „Exescise unite (æf- ingarheild) fyrir hvert verk- efni, sem hann hefur síðan til Framhald á bls. 22 Barnah^imili vígt á Akranesi Akranesi, 3. maí. HÉR var sumardagurinn fyrsti helgaður barnaheimilinu. Rl. 1 var skrúðganga frá barnaskólan- um niður Vesturgötu að barna- heimilinu Vorboðanum. Þar lék Lúðrasveit Akraness undir stjórn Grétars Jónssonar. Síðan var þetta nýja og myndarlega barna- heimili vígt með því, að sóknar- presturinn, sr. Jón M. Guðjóns- 6on, flutti blessunar- og ávarps- orð og óskaði Kvenfélagi Akra- ness heilla að hafa lyft slíku Grettistaki og gert þetta nauð- synlega menningarmál að óska- barni sínu. Næst talaði frú Hel- ena Halldórsdóttir og þakkaði gefendum og þeim félögum, sem að byggingu barnaheimilisins hefðu staðið. Skrúðgangan hélt svo þaðan í stórum sveig að Iðn- skólanum. Lúðrasveitin iék þar þrjú sumarlög, sem heilluðu prúð búin börnin í góða veðrinu. — Barnaskemmtanir voru í Bíóhöll inni kl. 3 og 5, og kvikmynda- eýningar kl. 7 og 9. Al'lur ágóði skemmtananna á sumardaginn fyrsta renna til barnaheimilisins Vorboðans. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.