Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ I Fimmtudagur 5. maí 1966 — Alþingl Framhald »f bls. 2 valdsson, Björn Fr. Björnsson, Eðvard Sigurðsson, Kristjmn Thorlacius, Einar Olgeirsson, Eysteinn Jónsson, Geir Gunnars- son, Vilhjáimur Hjálmarsson, Gunnar Guðbjartsson, Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósefs- son, Ragnar Arnalds, Sigurvin Einarsson, Skúli Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson. Tveir þingmanna Framsóknar flokksins gerðu grein fyrir af- stöðu sinni. Ingvar Gíslason sem gerði grein fyrir sinni afstöðu er atkvæði voru greidd og sagði þá, að þegar kisilgúrmálið hefði verið afgreitt sem lög frá Al- þingi á sinum tíma hefði verið samstaða um það og menn hefðu fagnað því að ný verk- smiðja yrði reist í dreifbýlinu. Brýn nauðsyn væri að hraða þessu máli og einnig að hafa sölu framleiðslunnar trygga, en að þvj væri stefnt með þessarri lagabreytingu. 1 trausti þess að ríkisstjórnin semdi ekki um er- lendan gerðardóm greiddi hann því atkvæði með frumvarpinu. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson gerði grein fyrir afstöðu sinni í ræðu er hann flutti. Sagði hann þá, að íbúar Norðurlands yrðu að taka máli þessu vel, og fagna framgangi þess, ekki sízt þar sem þeir hefðn nú misst af stóra vinningnum, áibræðslunni, því sama væri hvað um hana væri sagt, hún yrði til atvinnulegrar uppbyggingar hvar sem hún væri. Við afgreiðslu laga um Kísil- gúrverksmiðju hefðu allir þing- flokkar verið sammála um aðild útlendinga að því fyrirtæki, en rétt væri að nú hefði miklar breytingar verið gerðar, og þær sumar hverjar til bóta. Sagði Hjörtur, að með tilliti til þeirra upplýsinga sem lægu fyrir í máli þessu lýsti hann yfir stuðningi sínum við frumvarpið . Er málið kom til 2. umræðu á fundi Neðri deildar í gær, mælti fyrst Jónas G. Rafnar fyrir áliti meirihluta fjárhags- nefndar deildarinnar um það. Gat hann þess að Magmús Jóns son fjármálaráð herra, sem jafn- framt væri for- maður samn- inganefndar við Johns-Manville, hefði mætt á fundi nefndar- innar og svarað þar fyrirspurnum nefndarmanna og gefið nánari upplýsingar um málið. Rakti Jónas einnig meg- inefni breytinga þeirra er í frumvarpinu felast og sagði í lok ræðu sinnar að slík verk- smiðja kæmi til með að skapa mikil gjaldeyrisverðmæti og að óráðlegt hefði verið að leggja í slika verksmiðjubyggingu án samvinnu við erlendan aðila, er hefði aðstöðu til sölu á kísilgúrs, þar sem markaður fyrir hann væri talinn heldur þröngur. Lúðvík Jósefsson (K) sagði að meginástæður fyrir andstöðu Alþýðubandalagsins gegn frum- varpinu væru þaer, að þeir teldu óráðlegt að veita ríkis- stjórninni jafn óákveðnar heim- ildir og fælust í frumvarpinu til samninga við erlendan aðila og það vaeri einnig þeirra skoðun að slíka samningagerð ætti að leggja fyrir Aliþingi, svo ekki færi milli mála hver afstaða þingsins væri til þeirra. Magnús Jónsson fjármálaráð— herra sagði að samningar þeir sem fyrirhugaðir væru við Johns Manville væru okkur hag- stæðir og það gæti orðið okk- ur til tjóns ef af greiðsla þessa máls yrði frest- að til næsta þings. Hugsan- legt væri að tak ast mætti að ná samningum við önnur kísilgúr- félög, en Johns Manville, en sú von væri veik of veik til þess að taka áhættunni og hafna samningum. Ef afgreiðslu málsins yrði nú frestað væri ekki séð, að Johns Manville biði, en nauðsynlegt væri fyrir okkur að fá sem fyrst það fjármagn sem félagið byði upp á. Þvf hefði verið lýst hvað gert vseri ráð fyrir með samning unum og einnig því, að þar yður ákvæði um hvernig deilu- mál skyldu úrskurðast. Fjallað yrði um deilumál samkvæmt ís- lenzkum lögum eða islenzkri gerð, og hefði komið til tals gerð ardóimur þar sem hvor aðili um sig skipuðu mtinn og ef ekki næð ist samkomulag um oddamann milli deiluaðila skipaði Hæsta- réttur íslands hann. Hinsvegar væri gersamlega ómögulegt fyr ir ráðherra nú að gefa yifirlýs- ingu um það að ekki yrðu not- aðar aðrar aðferðir við úrskurð deiluimáia, þar sem samningurinn væri til langs tíma og aðstæður kynnu að breytast. Einar Olgeirsson flutti langa ræðu og fjallaði m.a. um ástæðu þess að hollenzka fyrirtækið dró sig út úr samningum við íslend- inga. Sagði hann að líklegt væri að auðhringurinn Johns-Manville hetfði haft þar íhlutun og sagt Hollendingunum að skipta sér ekki af þessu máli. Einnig ber Einar fram breytingartillögu við 7. grein laganna er fjallar um náttúruvernd við Mývatn. Magnús Jónsson sagðist geta bent á það að það hefðu verið íslendingar sem fyrst leituðu eft ir umræðum við Johns Manville Hollenzka fyrirtækið hefði dreg ið sig út úr sökum skorts á fjár- magni, en hefur á síðara stigi málsins viljað hefja aftur við- ræður. f>á hefðu hinsvegar við- ræður við Johns-Manville verið komnar í fullan gang og hefði ekki þótt ráðlegt að slíta þeim. Skúli Guffmundsson (F) sagði frávisunartillögu Framsóknar- manna við frumvarpið og af- stöðu þeirra mótast af því, að þeir vildu hindra ríkisstjórnina við að færa dómsvaldið út úr landinu. Einar Olgeirsson (K) talaði aftur og kom þá inn á það hvort ákvæði frumvarpsins um skatt kísilgúrfyrirtækjanna gætu stað ist að lögum, þar sem þau væru ákveðinn til svo langs tíma. Bjarni Benediktsson forsætis- rálffherra sagði að í íslenzkum löguim væri víða að finna ákvæði um skattfriðindi til einstakra fyrirtækja. Ef tilteknum aðila væri veitt skatta fríðindi þá væri ekki heimilt að afnema þau, nema á móti kæmu greiðslur til gagnaðila. Nefndi ráðherra til dæmis lög um íslandsbanka seim gerði ráð fyrir skattafríðindum til handa honum um 30 ára tíma. Enginn vafi væri á því að afnám þeirra fríðinda hefðu verið óheimil á því tímabili. Slík ákvæði um fríð indi hefðu verið sett öðru hvoru, án þess að þau hefðu skapað nokkurt fordæmi eða sett skatta kerfi landsins úr skorðum. Breytt ar aðstæður gætu vitanlega leitt til endurskoðunar samninga áð- ur en tími þeirra væri útrunninn. Jóhann Hafstein dómsmálaráff- herra, sagði að svo virtist að Framsóknarflokkurinn ætlaðist til þess að hann gæfi yfirlýsingu þess efnis að hlutlaus erlend- ur gerðardómur kæmi aldrei til með að fjalla um deilumál milli ríkisins og kísilgúrfyrir- tækásinsL Slíik yfirlýsing mundi eðlilega ekki binda, þótt hún væri gefin, þar sem aðstæður gætu breytzt á samningstímanum. Það gæti vel svo farið að það væri hagsmuna mál íslenzka ríkisins að deilu- málum yrði vísað til erlends gerðardóms. Hefði t.d. ríkið háa fjárkröfu á hendur sölufyrirtæk isins gæti svo farið að hefja þyrfti aðför að því á erlendri grund og væri þá aðstaðan betri ef erlendur gerðardómur fjall- aði um málið. Ef samningur um aðild íslands að gerðardómi Al- þjóðabankans yrði staðfestur sem lög yrði það vitanlega sam- kvæmt íslenzkum lögum að vísa málum til þess gerðardóms. Því hefði verið lýst yfir, að Johns- Manville gerði enga kröfu um að ákvæði um erlendan gerðar- dóm yrði sett inn í samningana og ráðherra sagðist ekki mundi beita sér fyrir því að slíkt á- kvæði yrði sett þar inn í eitt skipti fyrir öll. f>að yrði að vega og meta eftir aðstæðum hverju sinni hvað réttast væri að f jalla um deilumál er upp kynnu að koma. Fór síðan fram atkvæðagreiðsla um málið og var frávísunartil- laga Skúla Guðmundssonar og Kristjáns Thorlacius feLld með 25 atkvæðum gegn 15. Einnig var breytingartillaga Einars Ol- geirssonar felld. Var málið tek- ið fyrir til 3. umræðu á öðrum fundi deildarinnar í gær og þá afgreitt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. 900 tunnur af síld til Akraness Akranesi, 4. maí: — 900 TUNNUR af stórri og fallegri síld veiddri vestur undir Jökli lönduðu þrír bátar hér í morgun. Höfrungur III. landaði 600 tunn um, Ólafur Sigurðsson 150 og Höfrungur II. 150 tunnum. 86,3 tonnum af þorski lönduðu 12 bátar í gær. Þessir tveir voru aflahæstir: Sólfari með 13 tonn og Höfrungur I. með 13 tonn. Ms. Reykjaborg kom hingað í morgun með 500 tonn af vörum, járn, stál og ýmsar fleiri vörur, til mannvirkjagerðar í Hvalfirði á vegum NATO. — Oddur. Ferðamálaráðstefna á Akureyri 6. FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA verffur haldin á Akureyri dag- ana 6. og 7. maí nk. Þaff er Ferffamálaráff sem boffar til ráff- stefnunnar, en ein slík hefur verið haidin áður. Þaff var á Þingvöllum í maímánuði í fyrra. Til ráðstefnunnar er boðið 180 mönnum, fulltrúum fyrirtækja, félaga og stofnana, sem ætla má að hafi áhuga fyrir auknum ferðamannastraumi til landsins og endurbótum alls konar vegna móttöku ferðamanna. Á dagskrá verður að þessu sinni m. a. aðstaða til móttöku ferðamanna á Akureyri, hækk- andi verðlag á vörum og þjón- ustu að eyðileggja möguleika ís- lands sem ferðamannalands, hvert ber að stefna í landkynn- ingarmálum, menntun veitinga- starfsfólks, þrifnaður og hollustu hættir í gisti- og veitingahúsum, hráefnaöflun veitinga og gisti- ocj 7. mai húsa og ýmis önnur mál munu tekin fyrir. Ferðamálaráð sér um undir- búning ráðstefnunnar, en ráðið skipa Geir Zoega, forstjóri, Pétur Daníelsson, hótelstjóri, Lárus Ottesen, framkvæmdastjóri, Sig- urlaugur Þorkelsson, fulltrúi, Birgir Þorgilsson, fulltrúi, Sig- urður Magnússon, fulltrúi, Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri, og Þorleifur Þórðarson, forstjóri. Formaður ráðsins og fram- kvæmdastjóri þess er Ludvig Hjálmtýsson. Ludvig hefur beðið Mbl. að geta þess, að flugvél fer frá Reykjavík til Akureyrar kl. 8.30 föstudagsmorguninn 6. maí og geti þátttakendur notfært sér hana. Ludvig biður þá, sem boðaðir hafa verið til ráðstefnunnar, að tilkynna um Iþátttöku í skrifstofu Ferðamálaráðs sem alira fyrst. Hafnarfjörður TIL SÖLU: Steinhús á góðum stað í suður bænum, með tveimur íbúð- um 3ja herb. íbúff á aðalhæð og 2ja herb. íhúð í risi. Kjallari undir húsinu. ÁRNI GUNNLAUGSSON hrL Austurgötu 10, Hafnarfirði, Simi 50764 kl. 9—12 og 1—4. Hafnarfjörður Tvö herb. og eldhús óskast til eins árs. Þrennt í heimili. — Reglusemi heitið. Upplýsing- ar gefur ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, hdi. Sími 51500. Vörubíll Mercedes Benz 1959, hieð Foco-krana 1% tonn og á mokstursskóflu. 15 feta stál pallur. Ekinn 128 þ. km Ingólfsstræti 11. 15-0-14 — 1-91-81 — 1-13-25. Til sölu m.a. 2jm herb. kjallaraibúff við Efstasund. 2ja herb. risíbúff við Óðins- götu. 3ja herb. íbúffarhæff við Óð- insgötu. 3ja herb. íbúð við Lindargötu. 3ja herb. íbúff við Njálsgötu. 3ja herb. íbúff við Miðtún. 3ja herb. íbúð við Hraunteig. 4ra herb. íbúff á 2. hæð við Álfheima. 4ra herb. íbúff á 2. hæð í Lækjunum. Sérhitaveita. 4ra herb. íbúff á 4. hæð í Vest urbænum. 1 herb. fylgir í risL 4ra herb. íbúff á 1. hæð við Kleppsveg. Tvöfalt gler. — Teppi. 5 herb. íbúff á 2. hæð við Ás- garð. Tvöfalt gler. Harð- viðarinnréttingar. Sérhita- veita. 6 herb. íbúff á 2. hæð við Goð heima. Sérhitaveita. 5 herb. íbúff á 11. hæð við Sólheima. 6 herb. íbúff á 2. hæð við Sól- heima. 5 herb. íbúff á 3. hæð við Sólvallagötu. Tvö herb. fylgja í risi. Sérhitaveita. Raffhús við Kaplaskjólsveg seist fokhelt og tiibúið til afhendingar strax. Skipa- & fasleignasalan KIRKJUHVOLI Símar: 14916 or 1384« 3-500 úrvals hænuungar til sölu, tæpra 6 mánaða gamlir Fossvogsbletti 3. Skrifstofusfúlka óskast Stúlka sem lokið hefur gagnfræðaprófi, verzlunar- skólaprófi eða hefur hliðstæða menntun óskast til starfa í bókhaldsdeild skrifstofunnar. VITA- OG HAFNARMÁLASKRIFSTOFAN Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins óskar eftir að ráða starfsmann, til að hafa eftirlit með notkun rotvarnarefna í síldarverksmiðjum. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi þekkingu á efnafræði og næringafræði. Háskólapróf aeskilegt. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt un og fyrri störf sendist Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Skúlagötu 4, Reykjavík, fyrir 9. maí n.k. Ennfremur óskar stofnunin eftir að ráða aðstoðar- mann við ofangreint starf. Laun samkvaemt hinu almenna launakerfi ríkis- ins. Rannsóknastofnun fiskiðnaSarins. Matráðskona eða maður óskast á hótel úti á landi. — Uppl. í síma 10039. 15 ára piltur óskast til sveitastarfa á Rangárvöllum sem fyrst. Upplýsingar í síma 41101 kl. 8—9 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.