Morgunblaðið - 05.05.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 05.05.1966, Síða 10
10 MORGU N BLAÐID Fimmtudagur 5. mai llfe# GIWI BORGIIMMI BORGIMM II Guðmundur Svavarsson bætir net. IJR BORGIMIMI U R BORGIMMI U Þar læra þeir seglasaum og að splæsa víra og tóg Heimsókn í sjóvinnudeild Gagnfiæða- skólans við Lindargötu lands, sem á vorin iánar okkur báta til róðraræfinga. Flokkar úr sjóvinnudeildinni hafa tekið þátt í róðrar- keppni á Sjómannadaginn. — Inntökuskilyrði í sjó- vinnudeild eru þau sömu og í aðrar 3. bekkjar deildir gagnfræðaskóla í Reykjavík. Þarf nemandinn að hafa lok- ið unglingaprófi með lág- markseinkunninni 5.00. — Námsgreinar, sem kennd- ar eru í 3. og 4. bekkjum sjóvinnudeildar, auk sjóvinnu eru íslenzka, danska, ensxa, stærðfræði, félagsfræði (í 3. bekk), heilsufræði (í 3. bekk), saga (í 4. bekk) og leikfimi. Valgreinar eru vél- ritun og bókfærsla. — Tímafjöldi í sjóvinnu eru 10 stundir á viku hvorn vetur. í verklegum greinum læra nemendur siglingafræði alls konar hnúta, netahnýt- ingar og netabætingar, segla- saum, víra- og tógsplæsingar, hjálp í viðlögum, froskköfun og róður. — Nemendur ljúka skips- stjórnarprófi á skipi allt að 30 tonnum að stærð. ;— Drengirnir úr sjóvinnu- deild hafa hlotið lofsamleg ummæli skipsstjórnarmanna, sem þeir hafa verið í skips- rúmi hjá. Deildin hentar vel þeim drengjum, sem hyggja á sjómennsku og nám í Stýri mannaskólanum verður þeim auðveldara síðar. — Drengjunum úr sjó- VIÐ Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík er starfrækt sjóvinnudeild, þar sem nemendum eru kennd ýmis handbrögð sem sjó- mönnum er nauðsynlegt að kunna. Skólastjóri Gagnfræðaskól ans við Lindargötu er Jón A. Gissurarson og hefur Morgunblaðið spjallað stutt- lega við hann um sjóvinnu- deildina. Jón sagði: — Sjóvinnudeildin hér við skólann var stofnuð árið 1959 og fyrstu gagnfræðing- arnir úr þeirri deild luku prófi vorið 1961. Er þetta eina sjóvinnudeildin í Reykjavík og voru tildrögin að stofnun hennar, að fyrir um það bil 15 árum var efnt til sjóvinnunámskeiða í skóI- anum, en á þeim tímum vant aði mjög menn á togaraflot- ann. — Reynslan af sjóvinnu- námskeiðunum sýndi, að full þörf var á því að hefja reglu- bundna kennslu á þessu sviði Borgaryfirvöldin í Reykjavík hafa frá upphafi sýnt skiln- ing á starfi og gagnsemi sjó- vinnudeidlarinnar og hið sama má segja um samtök útgerðarmanna og sjómanna. — Má geta þess, að Lands- samband ís. útvegsmanna hefur sýnt mikla lipurð ug hjálpsemi varðandi útvegun á efni til kennslunnar og æf- inga. Skólinn er einnig þakk látur Slysavarnarfélagi Is- Ari Guðmundsson splæsir vír. Myndirnar tók Ól. K. M. Nokkrir nemendanna splæsa tóg. Nemendurnir, sem ljúka gagnfræðaprófi úr sjóvinnudeild nú í vor, ásamt skólastjóra, Jóni A. Gissurarsyni (5. frá vinstri), Herði Þorsteinssyni, stýrimanni og kennara (6. frá vinstri og Sigurði Óskarssyni, prófdómara. vinnudeildinni hafa ætíð staðið opin skipsrúm, þar sem þeir kunna mikið af handbrögðum, sem annars þyrfti að læra úti á sjó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.