Morgunblaðið - 05.05.1966, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.05.1966, Qupperneq 19
FlmTntudagur 3. maf 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 tveimur forystumönnum launþegasamtaka, Guðmundi H. Garð- - Gunnar Helgason Framhald af bls. 17. um sköðuðu launþega sjálfa. S>essar kauphækkanir voru síðan teknar aftur af fólkinu í hækk- uðu verðlagi og þjónustu, 'og í því sambandi skipti engu hvaða ríkisstjórn sat að völdum í það skipti, eins og svo mörg dæmi sanna. í kjarasamningum siðustu tveggja ára hafa verkalýðssam- tökin hinsvegar lagt meiri á- herzlu á aðra þætti hagsmuna- mála launþega, svo sem stytt- ingu vinnutíma, auknar slysa- og sjúkratryggingar og umbætur í húsnæðis- og atvinnumálum, lengingu orlofs o. fl. „Hinsvegar er öllum ljóst“, segir Gunnar Helgason, „að ekki hefur tekizt að stöðva verðbólguna, m.a. vegna þess að of margir þjóðfé- lagsþegnar hafa ekki viljað stöðvun hennar af ýmsum ástæð- um, sem of langt yrði að rekja hér, og þess vegna hefur orðið minna úr beinum kjarabótum launþega en ella, og koma þar til toæði pólitískar og hagsmunalég- ar ástæður. Vinnutíminn er of langur hjá mörgum stéttum, þó að loks á síðustu tveimur árum hafi tekizt með breyttum samn- ingsgerðum að auka nokkuð kaupmátt þeirra launþega, er minnst hafa borið úr býtum til þessa, en að sjálfsögðu ber að Etefna að því að fyrirvinna fjöl- skyldu geti framfleytt henni á dagvinnukaupi einu saman. En þrátt fyrir verðbólguna hef «r þó samt sem áður tekizt að halda uppi mikilli atvinnu í land inu, sem hefur gert það kleift að allt verkafólk hefur haft meira en nóg að gera, og afkoma manna miklu betri en nokkru 6inni fyrr. Hagræðing og vlnnurannsóknlr Samfara hinni miklu tækniþró tm, er að sjálfsögðu nauðsynlegt að leggja áherzlu á hagræðingu í atvinnurekstri. Það er undir- staða aukinnar framleiðni, sem aftur er forsenda betri afkomu þeirra, sem við framleiðsluna vinna. Á síðari árum hefur skap- azt rikari skilningur á þessum málum, og með samvinnu verka- lýðssamtakanna og atvinnurek- enda og aðstoð ríkisvaldsins, hafa ungir menn verið sendir til náms erlendis til að kynna sér þessi mál, og eru þeir þegar tekn ir til starfa hér heima. Árangur- inn af starfi þeirra hefur þegar komið í ljós, og mun koma enn betur, þegar fram líða stundir. í ráði er að þessi starfsemi haldi áfram, og mun brátt annar hóp- ur manna hefja nám á sama sviði. Ljóst er að efla verður vinnu- rannsóknir frá því sem nú er og koma upp víðtæku starfsmati, sem síðan getur orðið grund- völlur að nýju og réttlátara launa greiðslukerfi, svo sem hjá opin- berum starfsmönnum og í sam- bandi við ákvæðisvinnutaxta og fleira slíkt. Því verður ekki neit- að að stundum finnst manni að nokkuð handahófskennd vinnu- brögð hafi átt sér stað í niður- röðun launaflokka, og jafnvel setningu ákvæðisvinnutaxta. Það er þó ekki af illvilja þeirra, sem að þessu hafa unnið, heldur hinu, að skort hefur víða nauð- synlegar rannsóknir á starfi og menntun einstakra starfshópa. Eitt atriði, sem rétt er að víkja að, er um samstarfsnefndir aðila vinnumarkaðarins. Það fyrir- komulag hefur tíðkazt víða er- lendis, og hefur reynzt mjög vel. Sums staðar hefur þetta verið tekið upp hér á landi og gefið góða raun og átt þátt í því, að leysa ýmis vandamál, sem upp hafa komið á hinum einstöku vinnustöðum, og verið báðum að- ilum til hagsbó.ta. Húsnæðismálin Eitt mesta vandamál sem ís- lenzka þjóðin hefur átt við að etja, er sá mikli húsnæðisskort- Gunnar Helgason á fundi með arssyni og Pétri SigurðssynL ur, sem verið hefur á vissum stöðum í landinu. Orsakir hans eru fyrst og fremst mikill til- flutningur fólks til ákveðinna staða í þéttbýlinu, mikill bygg- ingarkostnaður, og þar af leið- andi leigukostnaður, sem farið hefur vaxandi með aukinni vecð- bólgu og gert mörgu láglauna- fólki mjög erfitt um öflun hús- næðis. Þá tel ég öruggt, að hús- næðismálin hafi orsakað méiri spennu í kaupgjaldsmálum en flest annað, og stöðugt þrýst á kröfugerð um sífellt hærra kaup. Þá hefur lánsfjárskortur til íbúðabygginga verið tilfinnan- legur, þótt verulega hafi verið úr því bætt með hinum stór- auknu lánum húsnæðismála- stjórnar. Augljóst er að gera verður sérstakar ráðstafanir til þess að leysa þessi mál, og er vonandi að byggingaráætlun verkalýðssamtakanna, Reykjavík urborgar og ríkisins, sem nú er u.þ.b. að hefjast, verði þess vald- andi, að eitthvað rætist úr, og þá ekki sízt hafi þau áhrif að íbúðaverð lækki nokkuð með hagkvæmari vinnubrögðum og betra skipulagi. Samtök manna í byggingarfélögum hafa átt nokk- urn þátt í að leysa þetta vanda- mál, og sumum þeirra hefur tek- izt að byggja húsnæði miklu ó- dýrari, heldur en verið hefur á frjálsum markaði. Þessa starf- semi ber að efla. í Reykjavík vilja allir vera Eins og allir vita hefur á síð- ari árum verið meiri gróska í þjpðfélagi okkar, en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdir hafa hvergi verið meiri en einmitt hér í Reykjavík. Mörgu hefur verið á- orkað með sameiginlegu átaki Reykvíkinga, undir forustu manna, sem skilið hafa þarfir fólksins og með framsýni og dugnaði haft forustu um að byggja hér upp fyrirmyndarborg, sem öllum þykir vænt um, sem henni kynnast. Oft hefur verið sagt, að í Reykjavík vildu allir vera, og jafnvel þeir, sem á stund um hafa af annarlegum ástæðum hreytt ónotum í Reykjavík og Reykvíkinga, viðurkenna, að hér er gott að búa. Ég vona að þessi framfaraþróun haldi áfram á kom andi árum til aukinnar hagsæld- ar og hamingju þeirra sem borg- ina byggja“. 4 LESBÓK BARNAOTÍA Hrninkelssago Freysgoða Teiknari: Ágúst Sigurðsson Hestrinn var vátr allr af sveita, svá at draup ór hverju hári hans, var mjök leirstokkinn ok móðr mjök ákafliga. Hann veltist nökkurum tólf sinnum, ok eftir þat setr hann upp hnegg mikit. Síðan tekr hann á mikilli rás ofan eftir göt unum. Einar snýr eftir honum ok vill komast fyrir hestinn ok vildi höndla hann ok færa hann' aftr til hrossa, en hann var svá styggr, at Einarr kemst hvergi í nándir honum. Hestrinn hleypr ofan eftir daln- um ok nemr eigi staðar, fyrri en hann kemr á Að elból. Þá sat Hrafnkell yfir borðun. Ok er hestr inn kemr fyrir dyrr, hneggjaði hann þá hátt. Hrafnkell mælti við eina konu, þá sem þjón- aði fyrir borðinu, at hon akyldi fara .til duranna, —- „því at hross hneggj- aði, ok þótti mér líkt vera gnegg Freyfaxa.“ Hon gengr fram í dyrrnar ok sér Freyfaxa mjök ókræsiligan. Hon sagði Hrafnkeli at Frey- faxi var fyrir durun úti, mjök þokkuligr. „Hvat mun griprinn vilja, er hann er heim kominn?" segir Hrafn- kell. „Eigi mus þat góðu gegna.“ Síðan gekk hann út ok sér Freyfaxa ok mælti við hann: „Illa þykkir mér, at þú ert þann veg til gerr, fóstri minn, en heima hafðir þú vit þitt, er þú sagðir mér til, ok skal þessa hefnt verða. Far þú til liðs þíns.“ En hann gekk þegar upp eftir dalnum til stóðs síns. 6. Hrafnkell vá Einar smalamann Hrafnkell ferr í rekkju sína um kveldit ok svaf af um náttina. En um morguninn lét hann taka sér hest ok leggja á söð- ul ok ríðr upp til sels. Hann ríðr í blám klæð- um. Öxi hafði hann í hendi, en ekki fleira vápna. Þá hafði Einarr nýrekit fé í kvíar. Hann lá á kvíagarðinum ok taldi fé, en konur váru at mjólka. Þau heilsuðu honum. Hann spurði, hversu þeim færi at. Einarr svarar: „Illa hefir mér at farit, því at vant varð þriggja tiga ásauða nær viku, en nú er fundinn." Hann kvaðst eigi at slíku telja, — „eða hefir eigi verr farit? Hefir þat ok eigi svá oft til borit sem ván hefir at verit, at fjárins hafi vant verit. En hefir þú ekki nökk- ut riðit Freyfaxa inn fyrra dag?“ Skiýtlur Frúin: Hér eru sokkar, sem þér megið eiga, en það þarf að stoppa í þá. Betlarinn: Ég get beðið á meðan. Bílstjórinn: Mér þykir fyrir að hafa drepið kött- inn yður. Ég vonast til að geta bætt yður skaðann. Konan: Svo! Veiðið þér mýs? Louis Moe: Hver er að EINU sinni var maríu- hæna, sem hafði etið yfir sig af blaðlúsum, svo að hún fékk illt í magann. Hún syældi og vældi svo aumkvunarlega að hörmu legt var á að hlýða. Rétt í þessu kom hin raunverulega hæna spíg sporandi frá hænsnahús- inu. Hún heyrði, að ein- hver var að væla, en oar sem maríuhænan var langt niðri í grasrótinni gat hún ekki komið auga á hana. Hænan nam staðar og hlustaði. Hún hallaði undir flatt, fyrst til hægri og svo til vinstri og klakaði. Hún gat ekki slitið sig frá, fyrr en hún hefði komizt að því, hver var að væla. Meðan hún stóð þarna kom valurinn fljúgandi. Hann ætlaði að hremma hænuna, en heyrði þá, að hún tautaði í sífellu: „Hver er að væla, hver er að væla?“ Þá varð-valurinn for- vitinn. „Já hver skyldi vera að væla?“, hugsaði hann með sér og fór að hlusta eins og hænan. Einmitt í þessu kom Mikki refur hlaupandi. Hann var að því kominn að éta bæði hænuna og valinn, þegar hann heyrði þau segja: „Hver er að væla?“ uJá, hver skyldi vera að væla?“, hugsaði hann með sér. „Það verð ég að fá að vita, áður en ég ét þau.“ Og hann slóst í hóp inn og fór að hlusta af sama ákafanum og hæn- an og valurinn. Sem þau nú öll sátu þarfta kom úlfurinn þjót andi. Hann ætlaði að gleypa refinn, valinn og hænuna, en heyrði að þau voru alltaf að spyrja: „Hver skyldi það eigin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.