Morgunblaðið - 05.05.1966, Side 21

Morgunblaðið - 05.05.1966, Side 21
Fimmtudagur 5. maí 1966 MORGU NBLAÐIÐ 21 Kögglun á skepnufóöri ©r nú mjög að færast í vöxt viö fóöurframleiðslu hvar tem er f heiminum. MIÓLKURFÉLAC REYKIAVÍKUR hefir viljað fylgjast meö í þessari þróun og hefir nú komið sér upp ný* tízku blöndunar* og kögglunarverksmiðju með véium frá svissneska firmanu BÍÍHLER, en vélar frá þessu fyrirtaeki eru notaðar við fóðurvöruframleiðslu í öllunt fremstu landbúnaðarlöndum heims. Við bjóðum nú KÖGGLAO VARPFÓÐUR, sem er HEIL- FÓÐUR og inniheldur öll þau efnl, sem varpfuglar þurfa til fóðrunar. Fóðrið er gefið varpfuglum frjálst eg óskammtað og ekkert annað fóður. Sextugur í dag: Helgi J. Helgason, bóndi HEfLGI J. Helgason á Þurssböðum hefur búið þar myndarlbúi með fjölskyldu sinni síðan 1931. Áður var hann með föður sínum við búreksturinn, en stundaði jafn- framt sjómennsku á togurum. Kippir Helga mjög í kynið að því er dugnað og (þrek varðar. Ekki Bser það þó einungis til næstu forfeðra hans, heldur mun Helgi um margt líkur þeim, er áður fyrr bjuggu þar í grenndinni. Þurrstaðir eru í landnámi Skalla- gríms, spölkom frá Borg. Þetta má m. a. marka af verklyndi og framkvæmdasemi Helga. En slíkt er ekki nýtt þar öm slóðir. í Egilssögu segir um búmanninn og smiðinn Skalia- grím, að hann „sótti fast smiðju- verkit, en húskarlar hans vönd- uðu um ok þótti snemma risit“. Helgi hefur víst verið árrisull við eigin bústörf, en hann héfur líka sótt fast og risið árla, er einna þurfti störfum að heiman. Sem fjallkóngur hefur hann ver- ið kunnur fyrir stjórnsemi og dugnað og þá um leið af því að setla sjálfum sér erfiðustu verkin og lengstu vökurnar. En svo er Helga fleira vel gef- ið. Hann er áhugamaður um vel- farnað sveitar sinnar og héraðs og hafa sveitungar hans metið það að verðleikum og kosið hann til forustu- og trúnaðarstarfa bæði í hreppsnefnd og sýslu- nefnd Mýrasýslu. Þar hefur hann með festu og velvilja átt frumkvæðið að mörgum góðum málum en stutt önnur. Er honum í dag, af héraðsins hálfu, þökkuð þau þjóðnýtu störf, og þess vænzt að það megi enn um langan ald- ur njóta starfskrafta hans. Það er gott að eiga slíkan mann sem Helga að liði. Hann er maður óvenju traustur og Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. Rauða myllan Smurt. brauð, heilar og nálfar sneiðar. Opið frá kl. 8—23,30. Sími 13628 Eyjólfur K. Sigui jónsson löggiltur endurskoðandi Flókagötu 65. — Sími 17903. heilsteyptur. En svo er hann líka glaðlyndur og góður heim að sækja. Gildir það ekki síður um húsfreyjuna, Guðrúnu Tryggva- dóttur. ' * Vinir þeirra og barna þeirra senda þeim í dag hlýjar árnaðar- óskir og biðja þeim bjartrar fram tíðar. Ásgeir Pétursson* HELGI Jónas Helgason, bóndi á Þursstöðum í Borgarhreppi er sextugur í dag. Fæddur er hann í Borgarnesi 5. maí 1906, en for- eldrar hans voru Helgi J. Jóns- son og Guðrún Þórðardóttir. Faðir Helga var ættaður frá Fallandastöðum í Hrútafirði, en kom komungur í fóstur hér í Borgarfjörð fyrst í Andkíl Og síðar að Rauðanesi í Borgar- hrepp, þar sem hann ólst upp. Guðrún móðir Helga var frá Gróttu á Seltjarnarnesi, af svo- nefndri Engeyjarætt, sem telur marga merkismenn og konur. Foreldrar Helga hófu búskap á Þursstöðum árið 1908, og bjuggu þar til 1931, að Helgi tók við búi af föður sínum. en hann andaðist 1938. Guðrún lifði mann sinn og bjó með Helga syni nínum í all- mörg ár. Var hún annáluð mikil dugnaðar- og mýndarkona. Guð- rún andaðist 1952. Er Helgi hóf búskap árið 1931, var víða þröngt í búi, og erfitt um vik fyrir unga menn að hefja búskap, auk þess varð Helgi fyrir því tjóni að missa þrjár kýr, er fjós og hlaða brann á fyrsta búskaparárinu. Helgi fór þegar að reyna að útvega sér kýr, og leitaði eftir láni í Spari- sjóð Mýrasýslu í því sambandi, en verð á snemmlbæru var 'þá um 250 krónur, Sparisjóðurinn treysti sér ekki til að lána fé til þessara hluta, enda einnig vand- fundnir menn, sem vildu skrifa á svo háan víxil eða svaraði kýrverði. Raungóður maður snar aði þó þessum peningum úr vasa sínum óbeðinn, er hann heyrði um erindi Helga, hefur sennilega séð hvað í manninum bjó. Helga tókst að . yfirstíga erfiðleika fyrstu búskaparáranna, svo og alla síðari erfiðleika, með frá- bærum dugnaði og þrautseigju. Jafnframt búskapnum stundaði Helgi sjóinn á vetrarvertíðum um langt árbil, eða frá 1927—42, var þá jafnan á togurum með kunnum afla og sómamönnum, svo sem frændum sínum Guð- mundi Jónssyni Reykjum og Jóni Otta Jónssyni, Pétri Maack og Snæbirni Stefánssyni. Helgi var eftirsóttur sjómaður, enda karlmenni mikið og hamhleypa til vinnu. Pláss á togara voru í þann tíð mjög eftirsótt, og ekki setin nema úrvalsmönnum og komust færri að en vildu. Er nú öldin önnur á því sviði, sem mörgum öðrum. Helgi sá á eftir mörgum góðum skipsfélögum sínum í hafið, en ekki verður feigum forðað, né ófeigum í hel komið. Helgi var nýhættur á togaranum Max- Pemberton er hann fórst, eins fór hann í land af Reykjaborg- inni áður en hún lagði út í hinztu ferðina 1942, en af skipinu björguðust tveir menn, þeir/ Eyjólfur Jónsson og Sigurðurí Hansson, sem báðir eru nú látn-, ir. Má segja að það hafi verið hrein tilviljun, að Helgi var ekki með skipinu þessa örlagaríku, ferð. Á eignarjörð sinni Þursstöð- um hefur Helgi unnið miklar og margháttaðar umbætur í sinni búskapartíð og býr nú myndar búi með syni sínum, sem nýlega' hefur stofnað nýbýli á jörðinni. Kvæntur er Helgi Guðrúnu Tryggvadóttur, mikilli myndarj konu, og eiga þau þrjú börn og eina fósturdóttir, sem fermiét nú í vor. Helgi hefur starfað mikið að félagsmálum. Verið traustur fé- lagi í Sjálfstæðisfélagi Mýra- sýslu, enda alla tíð verið ákveð- inn sjálfstæðismaður, málefni Slysavarnafélagsins hefur Helgi jafnan látið sig miklu varða. Helgi hefur átt sæti í hrepps- nefnd í um 20 ár, verið fjallkóngur jafnlengi, á sæti í sýslunefnd Mýrasýslu, svo fátt eitt sé talið af störfum sem honum hafa verið falin, en þau hefur hann ætíð leyst með mikilli prýði, enda er Helgi ósérhlífinn, tillögugóður og réttsýnn maður. ðelgi er ákaflega glettinn og spaugsamur og jafnan hrókur alls fagnaðair. Höfðingi er Helgi heim að sækja, og hefur mikið yndi af að taka á móti gestum, og veita þeim góðgerðir, og leysa þá jafnvel út með gjöfum. Mað- ur er að ýmsu auðugri eftir heimsókn til Helga, hann er ræð- inn og skemmtilegur sérstaklega traustvekjandi og velviljaður. Maður kemúr ætíð af fundi hans, og slíkra manna, sem betri mað- ur. Ég vil enda þessar línur með því að þakka Helga og heimili hans góða vináttu. Óska ég hon- um til hamingju á þessum merku timamótum, ög árna honum og fjölskyldu hann allra heilla og blessunar. Bjarni óskarsson Laufási. ■ Undra-pannan TEFLON frá SKULTUIMA ★ ★ ★ ★ Fœst f Hreinsast á svipstundu. Þarf minni liita. Notar minni feiti. Skilar hollari mat. búsáhalda-verzlunum MiK I FOÐURFRAMLEIÐS KOGGLAÐ VARPFOÐUR •* «i MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.