Morgunblaðið - 05.05.1966, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.05.1966, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. mai 1966 Eiginkona mín og móðir SVANHILDUR HJARTAR andaðist miðvikudaginn 4. maí. Grímur Kristgeirsson, Ólafur Ragnar Grímsson. Útför eiginkonu minnar og móður okkar HELGU ÁSDÍSAR WALDORFF fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 7. maí kl. 10,30 fyrir hádegi. — Athöfninni verður útvarpað. Lúther Kristjánsson og börn. Eiginmaður minn GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Auðunarstöðum, Víðidal, sem andaðist þann 26. apríl s.l. verður jarðsunginn frá Víðidalskirkju, laugardaginn 7. þ.m. kl. 2 e.h. Kristín Gunnarsdóttir. GUÐMUNDUR SKÚLASON verður jarðsunginn að heimili sínu Keldum, laugardag- inn 7. maí kl. 2 e.h. Lýður Skúlason, Jónína Jónsdóttir. Minningarathöfn um móður okkar, RAGNHEIÐI GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Straumfjarðartungu, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. þ. m. kl. 3 Jarðsett verður að Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi laugardaginn 7. þ.m. kl. 2,30. Fyrir hönd vandamanna. Alexander Einbjörnsson, • Vigdís Einbjörnsdóttir. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma KARITAS JÓNSDÓTTIR verður jarðsungin föstudaginn 6. maí kl. 2 e.h. frá Neskirkju. Ari Arason, Helga Aradóttir, Eggert Ó. Jóhannsson, Katrín Aradóttir, Gunnar H. Eyjólfsson, og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar og bróður, ÁGÚSTS STEFÁNSSONAR Þingholtsstræti 16. Sérstakar þakkir flytjum við systrum og starfsfólki Landakotsspítala fyrir umhyggju og alúð við hinn látna. Synir og systkini hins látna. lunilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGRÍÐAR DAVÍÐSSON Fyisr hönd vandamanna. Lena Hallgrímsdóttir. Þökkum hjartanlega samúð og vinarhug við andlát og útför fósturföður okkar JÓNS JÓNSSONAR frá Þinganesi. Ingibjörg Jónsdóttir og systkini. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar PETREU A. JÓHANNSDÓTTUR ljósmóður. Þórólfur Sæmundsson, Rögnvaldur J. Sæmundsson, Ingibjörg Sæmundsdóttir, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför NIKULÁSAR GUÐJÓNSSONAR frá Hæli, Gnúpverjahreppi. Sérstaklega viljum við þakka þeim hjór.unum á Hæli Steindóri Gestssyni og Steinunni Matthíasdóttur. Sömu-. leiðis starfsfólki sjúkrahússins og þeim er heimsóttu hann á sjúkrahúsið. Systkini hins látna. — Dagur Evrópu Framhald af bls. 5 hliðsjónar í kennslustundum. Megináherzla er lögð á verklega kennslu, en hún er frábrugðin annarri verklegri kennslu í því að kennarinn lætur nemandann finna út sjálfa, hvernig hann á að vinna verkið, en leiðréttir hann síðan, og lætur hann Vita, hvað hefði getað leitt af hugsanlegum mistökum, sem hann gerði í upphafi. Síð an lætur hann nemandann endurtaka verkið á réttan hátt. Að lokinni kennslustund fær hver nemandi stutt yfir- lit yfir meginatriði hennar. — Ég sagði hér áðan að kennarinn væri eins konar • leiðsögumaður fyrir nemend- ur sína, það sem ég á við er, að ef kennarinn leggur spurn ingu fyrir nemandann, sem hann getur ekki svarað, þá svarar hann ekki spurning- unni beint, heldin- flokkar hana niður i smáatriði og spyr síðan aftur. Á þennan hátt lærir nemandinn ekki einungis hvernig á að vinna verkið, heldur einnig hvers vegna það á að gera það þann ig. — Ég sagði einnig að kennslubækur væru aðeins hafðar til hliðsjónar. Með því að hafa kennslubækur sem aðalkennslutæki er utanað- bókarlærdómur óhjákvæmi- legur, og vill það þá oft verða að nemandinn lærir lexíur sínar eins og þulu, sem þeir skilja ekki meininguna í og gleyma fljótt og sóa þannig dýrmætum tíma. En ef nem- andinn aftur á móti skilur meiningu þess, sem hann er að læra, gleymir hann því ekki, eða eins og Déscartes sagði: Það er ekki það, sem kennarinn kennir, heldur hvað nemandinn lærir sem máli skiptir og læt ég útrætt um virku aðferðina. Aðrar kennslugreinar, sem við lærð um, voru hótelfræði, sem er almennt inngrip í allar grein ar hótelfagsins, ferðamenn landfræðilega séð, efna- og heilsufræði, franska og ítalska. Einnig voru verklegar æf- ingar og var þeim skipt í tvennt. í fyrsta lagi höfðum við umsjón með nemendum, sem voru að hefja nám, og í öðru lagi sóttum við verklega tíma hjá Benvenuto Currá, en hann er álitinn mjög framar- lega í sínu fagi, og heíur hann t.d. skrifað allar náms- bækur fyrir framreiðslu- menn, sem notaðar eru til kennslu við alla ítölsku ríkis- skólana. Kenndi hann okkur meðferð vína, fyrirskurð og matargerð við borð gestsins. Einnig var kynnt fyrir okkur hótel úr öllum flokkum og starfsaðferðir þeirra, t.d. Cavalieri Hilton hótelið, sem hefur upp á að bjóða einn stærsta veitingasal í Evrópu. Einnig eitt af Massimo Dáz- eglio Hotel, sem hefur yfir að ráða einum frægasta vínkjall ara á Ítalíu. Fæst til dæmis þar árgangsvín frá 1919. Við tókum prófið síðustu dagana í júlí og var því þannig fyrir komið, að hver nemandi kenndj eina kennslustund. — Prófdómarar vöru auk skólastjóra og aðalkennara, sendinefnd frá Evrópuráðinu, sendinefnd frá ítalska mennta málaráðuneytinu, hóteleig- andí frá Róm og hr. Palla- vicino, sem hefur mesta menntun og þekkingu á virkri aðferð í dag. Við stóð- umst báðir prófig og hlutum viðurkenningu, sem kennarar bæði frá italska ríkinu og Evrópuráðinu. A T H U GI Ð Þegar miðað er við útbreiðslu. er iangtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Lokað í dag frá kl. 12 — 3 vegna jarðarfarar Stefáns Árnasonar fyrrverandi forstjóra. ALMENNAR TRYGGINGAR H.F., Pósthússtræti 9. Jörð í Ölfusi með veiðiréttindum í Ölfusá er til sölu. — Uppl. gefa VAGN E. JÓNSSON GUNNAR M. GUÐMUNDSSON hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400. Tilboð 'óskast í Chevrolet station ágerð 1960, skemmdan eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis á Bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla. Tilboð sendist skrifstofu vorri, Borgartúni 1, fyrir hádegi á laugardag. VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ H.F. íslenzk firmu mteð inn og úfflufningsviðskipti við USA Skandinavískt firma með skrifstofur í mörgum löndum Evrópu og U.S.A., sem flytur aðeins með íslenzkum skipum, getur annast flutninga í og frá U.S.A. fyrir yður á lægra verði en því sem þér áreiðanlega greiðið nú. Gjörið svo vel að hafa sam- band við mig á Hótel Loftleiðir eftir kl. 6 í dag (fimmtudag) og á morgun. Staffan Kuylenstierna Nordisk Transport Inc. 79 Wall Street New York N. Y. 50 ára reynsla Við framleiðum heimsins fullkomnustu höggdeyfa MONROE — MATIC, SUPER DUTY og SUPER 500. Einnig fram og aftur LOAD-LEVELER (Með gormum). Höfum þessa frábæru höggdeyfa ávallt fyrirliggjandi í flestar tegimdir bifreiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.