Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3.. maí 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR Allt í einu heyrðum við sterka og skýra rödd kalla eitthvað upp. 'Við hrukkum við og litum á dyrnar með brotnu horðinni í. Þar stóð engin önnur en Pru- dence Caxton, sveipuð í ræfil- inn af rauðri kápu, hárið úfið, en brosið náði yfir allt andliíið. Það var ekki um að viilast, hver þarna var komin. Það mundi nú alveg nægja að enda söguna á því að segja bara ferðasöguna okkar í kafbátnum, sem nú var ennþá Mkari ein- hverju vatna=>rímsli en nokkru sinni áður iarna rétt und- an sjávar. ,um. En nú gat hann ekki tekið okkur öll. Sex skipsmenn, svo og fangarnir og Steve til að gæta þeirra, kom- ust samt einhvernveginn fyrir í hinu þrönga rými, sem þar var, en við hin urðum að bíða eftir flugvél. Steve hafði ákveðið að hætta að vera vondur út í mig, og sagði mér um leið og hann klappaði mér á bakið, eins og áð ur, að þegar við kæmum heim, skyldi hann gefa okkur almenm lega að éta á Ritz. í*ú hefur staðið þig vel, Ginny. Eftir orustuna vorum við tím unum saman þarna enn, ásamt Prudence, og brugguðum okkur kaffi í stóra eldhúsinu. Henni hafði einhvernveginn tekizt að snúa skipsmanninum, sem hafði fengið það hlutverk að kála henni, og hann hafði falið hana í einhverri kompu í skipinu og i svo smyglað henni f land á eyna, með hjálp einhvers félaga hans. — Ég skulda þeim dálaglega upphæð, sagði Prudence, hugsi. — Ég lofaði þeim því. og verð að gera svo vel að borga. Þeir eru Spánverjar báðir. Hver veit nema auramir mínir geti orðið þeim að liði við réttarhöldin. — En hvernig gaztu talið svona menn á að forða lífi þínu? sagði ég. Mér fannst þetta með mestu ólíkindum, og Pru- dence dularfyllri en nokkru sinni áður. — Það eru engir „svona menn“ til, barnið gott, heldur bara menn. Og flestir menn elska og virða börn. Ég talaði við þá um starf mitt á Spáni. Ég þunfti ekki einu ginni að tala lengi. Þeir skildu hvað ég var að fara. Hún talaði í ofurlitlum vernd- artóni þótt röddin væri mjúk eins og rjómi. Hún var marin og meidd og klædd í tötra. Ljós hærða stúlkan hafði pyntað hana, en það vildi hún ekki tala neitt um við okkur og sneri okk ur snöggt út af laginu, þegar við vöktum máls á því. Hún var annars jafnróleg og þó hún hefði bara verið að opna einhvem góðgerðabasar. Hann át stykki af kjötköku, sem við fundum í eld- húsinu. Rod sagði stuttaralega: — Ég vildi bara, að þessi djöfuls Philippe og stelpan hefðu ekki sloppið. — Þeir ná í þau, úr því sem komið er. Eða minnsta kosti verða þau elt svo, að þau geta ekkert aðhafzt, sagði Prudence. Við ílugum til Glasgow í jan- úarkuldanum og þungbúnu veðrL Prudence var ekki með ökkur. Skozku yfirvöldin þurftu á framiburði hennar að halda. Við Rod sömdum vandlega skýrslu okkar og undirrituðum hana hátíðlega, vorum látin þekkja fangana og fengum svo að fara. Við fórum upp í flug- vélina saman. Þarna voru engin fyrsta D--------------------------q 38 □-------------------------□ flokks sæti til og matar var ekki borinn fram á öðru farrými. Eft- ir að við höfðum étið nokkrar brauðsneiðar sem okkur var út- hlutað, og drukkið sérrý, sofn- aði Rod í þrönga sætinu sínu. Nú flugum við uppi yfir vegin- um, sem við höfðum ekið, svo áköf og markviss, fyrir örfáum dögum. Rod svaf en það gat ég ekki. Ég starði bara á mína eigin speg ilmynd í gluggarúðunni, með skýjaðan himinin,. úti fyrir. Þú ert þreytt, sagði ég við sjálfa mig. Svona ei það eftir alla spennuna. Þú mátt þakka guði fyrir að vera enn í lifenda töiu. En hversu mjög sem ég reyndi til þess, vildi þakklátsem in ekki verða efst í mér. Ég vissi ekki af öðru en Rod, sem svaf þarna við hliðina á mér og laglega froskandlitið á honum var eins og ofurlítið tekið, augna hárin eins og tveir blævængir á kinnunum, en hendurnar héngu máttlausar, sín hvorum megin við sætið. Þetta var mað- urinn, sem ég hafði hóað til út á sjóinn við Itchenor, rætt við, ekið með og barizt við, kysst og þfáð, elskað, misst og fundið aft ur. Ævintýrinu okkar var lokið, byssurnar ekki lengur hlaðnar, og nálægðarkenndin ekki leng- ur til staðar. Ég fór næstum hjá mér. Hversu mikið af þessum tilfinningum okkar hafði stafað beinlínis af hættunni? Var ekki sagt, að á stríðstímum elskuðu menn heitar en elia, af því að þeir væru feigir? En nú vorum við að hverfa aftur til daglegs lífs okkar, fyrir fullt og allt. Al- menn skynsemi og löngunin tii að komast í jafnvægi og raun- veruleika, var að koma aftur. Virginia. „Stílistinn“ 1 fínni aug lýsingaskrifstofu. Kærastan hans Maurice. Ég varð að horfast í augu við þá staðreynd, að ég hlyti óhjákvæmilega að missa Rod. Að minnsta kosti varð ég að haga mér vel og vera skikk- anleg. Hann vaknaði rétt áður en við lentum í London og svo fórum við inn í borgina í skuggalegum almenningsvagni. Han var þög- ull og ég tímdi ekki almennilega að vekja hann af ^ þessum dag- draumum hans. Ég vildi það ekki. Mér leið fjandalega. — Eigum við að fá okkur kvöldmat, Ginny? sagði hann og sendi mér það, sem hefur áreið- anlega verið vingjarnlegt bros, þegar við komum inn í Cromwell götu. — Farðu heim og fáðu þér Borðstofuhúsgögn Norsku Borðstofurnar komnar einnig stök borð og stakir stólar Glæsileg vara Komið og skoðið Einkaumboðsmenn fyrir: V M0BELFA&RIKK'á-S' 'NESTTUN - NÖkWAY heitt bað, og svo skal ég koma og sækja þig. — Viltu hafa mig afsakaða, Rod? Ég er svo þreytt. — Vitanlega. Svona gat ég verið eigingjarn. Ég hef verið sofandi alla leiðina og ég hélt, að þú hefðir líka sofið. Þú ert nú sýnilega dauðuppgefin. Ég skal skjóta þér heim og svo kem ég til þín í fyrramálið. í skrif- stofuna, bætti hann við og leit til mín saknaðaraugum. Hann kysti mig á kinnina og sagði: — Ég sé þig á morgun, og svo opnaði ég dyrnar að íbúð inni minni. Ég heyrði lyftuna fara niður og smellina í hennL og ég vissL að hann var að ganga út á torgið og í leiguibílinn, sem beið fyrir utan. Ég lét hurðina aftur, hallaði mér upp að henni og lokaði augunum. Ég var gripin ákafri einmana- kennd. Nú var þessu ^lokið. Hann vissi það ekki enn. Ég var viss um, að honum þætti vænt um mig, en ástin hafði dáið aft- ur á þessari einmanalegu eyju í sjónum. Og hvemig gat öðru- vísi farið? Hún hafði vaxið upp í ófriði og hættum. Og hún gat ekki lifað án hvors tveggja. Ég leit niður á dyramottuna og auð vitað lá 'þar orðsending með hendi Maurice, sem hann hafði smeygt gegn um bréfarifuna. — Dásamlegt að frétta hjá Steve, að þú ert komin aftur, elskan! Ég ætla að hringja til þín um tíuleytið. Sagði ekki Rod þér frá skemmtiferðinni okkar til Goldenhurst? Segi þér frétt- irnar þegar við hittumst. Maurice. Ég fleygði kortinu og gekk inn í stofuna. Þar var allt í röð og reglu, en rykugt og kalt. Ég gat ekki farið að taka þarna til, kveikja eld og fleygja burt blómunum, sem Maurice hafði fært mér fyrir ævalöngu og nú voru orðin visin og þurr, eins og blóm í einhverri egypskri gröf, í óhreinu glasi. Ég fór í bað. Ég fór svo í náttföt, burstaði á mér hárið og fór í rúmið með hitaflösku í fanginu. Þegar ég lagðist á koddann og reyndi »ð horfa fram á morg undaginn sem yrði alvanalegur og hversdagslegur, tilgangslaus og án Rods. Hvað var orðið af hugrekki mínu? Hafði ekki Steve alltaf verið að hrósa mér fyrir það? Jafnvel Rod hafði sagt, að ég væri hugrökk. En líklega þurfti einhverja sérstaka tegund hugrekki til að koma niður á jörðina aftur. Nú var dyrabjöllunni hringt. Ég sagði upphátt: — Þetta er Maurice og ég þoli það ekki! Ég brölti fram úr rúminu, flýtti mér í gamlan innislopp og gekk fram að dyrum — og aug- un voru enn vot. Rod stóð úti fyrir. Hann sagði ekki orð, en gekk inn, skellti hurðinni á eftir sér og ^breiddi út faðminn. Ég fann, að ég hvíldi 1 örmum hans og að Rod var að kyssa mig. Eftir stundarkorn leit ég upp og Rod sagði: — Elsku Ginny! Um hvað varstu að hugsa núna rétt áðan? .....mér datt allt í einu i hug .....Ginny........ æ, guð minn góður......þér þykir ennþá vænt um mig, er það ekki? — Já, en ég hélt, að þú.... — Ég hélt, að vegna þess, sem gerzt hafði....... — Og að það væri bara við, sem........ — Æ, elskan mín........ Hann kyssti mig aftur og v;ð gengum í faðmlögum inn 1 köldu stofuna. Hann settist á legubekkinn og dró mig til sín. — Mikill bjáni geturðu verið. Eins og ég hefði nokkurn tima getað hætt að elska þig! Vel á minnzt: Viltu eiga mig? — Já, en, Rod....... — Jú, þú verður að giftast mér, sagði hann, og nú varð and litið aftur þessi gamla gríma með glettnissvipnum, og sjálfs- örygginu. — Ekki getur hjmn Maurice fengið þig. Og svo er annað: Næst þegar við förum i svona leiðangur, er miklu þægi- legra að vera gift! (Sögulok).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.