Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.1966, Blaðsíða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. mai 19'66 Danir óttast ísiendinga í lokakeppni í Svíþjdö Sefur HSÍ á verðinum? ÞAÐ hefur mikið verið rætt um hvort íslenzka landsliðið í karla- flokki hafi möguleika á að kom- ast í úrslitakeppni um heims- meistaratitilinn — en keppni um hann fer fram í Svíþjóð í janúar næsta ár. Þær fregnir bárust hingað daginn sem ísland lék við Danmörku — og tapaði illu heilli, að ísland væri eigi að síð- ur „fyrsta land“ sem inn í keppn ina kæmist félli einhver úr. í Politiken lásum við á dögun- um (23. apríl) „að fyrst alþjóða- sambandið hefði sagt frá málun- um væri engin ástæða til að þegja yfir leyndarmálum lengur. Þannig stæðu hlutir í sambandi við úrslitakeppni um heimstitil að ef einhver þeirra þjóða, sem yfir haf á að sækja til lokakeppn innar ekki mætir til leiks, þá á- kvað Tækninefnd alþjóðahand- knattleikssambandsins að eftir- farandi þjóðir kæmu inn í keppn ina í eftirfarandi röð: ísland, Spánn, Austurríki, Holland. Og þessi lönd koma inn í keppnina í ofantaldri röð. Poli- tiken segir að Danir verði að vona að engin þjóð falli úr“, sagði í Politiken. Því til skýringar er það, að saman í lokariðli leika Tekkar, Danir, Frakkar og Túnis. Ástæð- an til þess fyrst og fremst að á- kveðnar voru „varaþjóðir" (þar sem fsland er efst á lista) er sú að Túnismenn hafa næsta litla möguleika til lokakeppninnar. Bæði er að þeir hafa ekki leikið sína undanúrslitaleiki (við Eg- ypta — vegna stjórnmálasam- bands ríkjanna) og að þeir hafa heldur engin fjárráð til að senda Æfingar FH í knattspyrnu KNATTSPYRNUÆFINGAR hjá FH eru að hefjast. Félagar, sem ætla að æfa, eru beðnir að mæta til skráningar í Félagsheimilinu milli kl. 6—7. Æfingartímar eru þannig: Þriðjudagar og föstudagar kl. 1.30—6 e. h» 6. flokkur. Kl. 6—7 5. flokkur. Kl. 7—8 4. flokkur. Kl. 8—9 3. flokkur. Kl. 9—10 meistara og 2. flokk- ur. — Æfingar fyrir 6. flokk hefjast nk. þriðjudag. lið til Svíþjóðar. Þess vegna er næsta líklegt að íslenzka liðið hljóti sæti Túnis — og það sæti er harla gott því vel þjálfað ís- lenzkt lið á að hafa tækifæri til að komast í 8 liða úrslitakeppni upp úr þeim riðli. En illar tungur segja að Danir muni fúsir til að greiða fargjald Túnisliðsins til Kaup mannahafnar til þess að koma í veg fyrir að íslenzka lands- Landsliðið, sem keppti í Kaup- mannahöfn, lék fyrir Reykjavík tvo síðustu leikina gegn úrvals- liði varnarliðsmanna og sigraði í báðum, en sá árangur nægði til þess að Reykjavík vann keppn- inaa og eignaðist hinn glæsilega verðlaunagrip, sem keppt var um. t Nýr bikar Ambassador Bandaríkjanna, Mr. Penfield, hefur óskað eftir að gefa verðlaunagrip svo að þess ari ánægjulegu keppni verði haldið áfram á næsta ári. t Dómaranámskeið KKÍ hélt í vetur dómaranám- skeið fyrir nemendur íþrótta- kennaraskóla íslands að Laugar- vatni í samvinnu við skólastjór- ann, Árna Guðmundsson. Allir nemendur skólans gengu undir próf og stóðust það með ágæt- um. liSið hljóti sæti Túnis í keppn inni og lendi í fyrstu lotu móti pönum. En hvað sem slíku líður, þá hlýtur innan skamms að fást svar við þeirri spurningu, hvort ísland kemst áfram eður eigi. — Blöð víða hafa talið það víst, að svo verði — ofangreind frétt um afstöðu tækninefndarinnar bend- ir í sömu átt. En forráðamenn HSÍ vita ekkert — segjast aðeins bíða og sjá til. Kannski verður það Spánn en ekki ísland sem sæti Túnis hreppir! þ Unglingalandslið Úrvalslið unglinga, sem kalla mætti unglingalandslið Rhode Is land-ríkis í Bandaríkjunum, mun koma hingað á vegum People to People samtakanna 23.—2S. júní nk. og keppa a.m.k. einn leik í Reykjavík. í liðinu eru ungling- ar 19 ára og yngri. Unglingalið Rhode Island keppti víðsvegar í Suður-Ameríku sl. sumar með góðum árangri. þ Heimsóknir Lið frá Massachusetts Institute of Technology mun væntanlega keppa einn leik við landsliðið í Reykjavík í fyrstu viku ágústmánaðar. Bæði eru lið þessi á keppnis ferðalagi til Evrópu og hefur KKÍ veitt People to People nokkra fyrirgreiðslu í sam- bandi við að útvega þessum liðum leiki á meginlandinu. Tveir landsleikir í körfuknattleik í sumar .■ ■ Á FYRSTU fjórum mánuðum þessa árs hafa fslendingar leikið 8 landsleiki í körfuknattleik. Fjórir af þessum leikjum hafa tapazt, þ e. 2 leikir gegn Póllandi og sinn leikurinn gegn hvorum, Finnum og Svíum. Landsleikirnir sem unnust voru 2 gegn Skotum hér í Reyk javík og leikir gegn Norðmönnum og Dönum á Norðurlandameistaramót- inu í Kaupmannahöfn. Þessi árangur er betri heldur en náðst hefur hjá nokkrum öðr- um íslenzkum landsliðum á jafn skömmum tíma. Volkswagen fyrir 1000 kr. VAXANDI starfsemi KKÍ hefur í för með sér að rekst- urskostnaður sambandsins fer hækkandi. Vonir stóðu til að landsleikir þeir, sem háðir voru hér í Reykjavík, mundu skila nokkrum hagnaði, en það fór á annan veg, þar sem 106 þúsund króna halli varð af þessum heimsóknum. Utan- ferð landsliðsins á Norður- landamótið kostaði einnig mik ið fé. Til þess að afla tekna hefur KKÍ ráðist í happdrætti, sem er með nokkuð óvenjulegum hætti. Happdrættismiðarnir eru aðeins 350, en vinningar eru 3, þar af ein Volkswagen- bifreið og tveir aukavinning- ar að verðmæti 5000 króna. Verð hvers miða er krónur 1000, en dregið verður eftir fáa daga, eða 15. maí nk. Það er von stjórnar KKÍ, að sem flestir vilji sýna þakk- læti sitt fyrir hinn glæsilega árangur landsliðs okkar og styrkja starfsemi KKÍ með því að kaupa miða. Miðar fást hjá öllum stjórnarmönnum KKÍ. Þessar myndir eru frá verðlaim aafhendingu í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar. Efri myndin er af sigurvegurum í kvennaflokki en sú neðri af drengjum í yngsta flokki. — Mörgum mun finn- ast einkennilegt háralag einnar stúlkunnar. Bikarkeppni KKÍ verður háð í sumar, með svipuðu fyrir- komulagi og sl. ár. Alls hafa 12 lið tilkynnt þátttöku í keppninni. Útbreiðslunefnd KKÍ hefur mörg nýmæli á prjónunum, svo sem umfangsmikla kynningar- starfsemi og körfuknattleiksnám skeið víðsvegar um landið. Reglur um knattþrautir KKÍ voru endurskoðaðar og gefnar út á ný í janúar og hafa þær ver- ið sendar öllum starfandi íþrótta kennurum á landinu. ♦ Til Bandaríkjanna Þá hefur KKÍ verið boðið að senda landslið í körfuknattleik í keppnisför til Bandaríkjanna á vegum People to People félags- skaparins. Er KKÍ um þessar mundir að láta fara fram athug- un á hvort unnt reynist að þiggja þetta góða boð, og er m.a. verið að athuga, hve margir af okkar beztu landsliðsmönnum sjái sér fært að taka þátt í slíkri keppnis för. Ef af henni yrði, myndi hún hefjast í kringum 25. nóv. og ljúka um miðjan desember. Unglingasundmót A og Ægis UNGLINGASUNDMÓT Ármanns og Ægis, seinni hluti, fer fram í Sundhöll Reykjavíkur þriðju- daginn 10. mai 1966 kl. 8 e. h. Keppt verður í eftirtöldum grein um: A-flokkur, f. 1950—51 100 m skriðsund stúlkna, 100 m baksund stúlkna, 200 m fjórsund stúlkna, 200 m bringusund drengja, 50 m flugsund drengja. B-flokkur, f. 1952—53 100 m bringusund telpna, 50 m flugsund telpna, 100 m skriðsund sveina, 50 m baksund sveina, 100 m fjórsund sveina. C-flokkur, f. 1954 og yngri 50 m skriðsund telpna, 50 m baksund telpna, 50 m bringusund sveina, 50 m flugsund sveina. Þátttökutilkynningar er geti fæðingardags þátttakenda send- ist fyrir 4. maí til Siggeirs Sig- geirssonar, sími 10565, eða Torfa Tómassonar, sími 19713. X-D X-D IJtankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Búnaðar- félagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæff, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar: 22637 og 22708. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í sima 22756.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.