Morgunblaðið - 17.05.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.05.1966, Qupperneq 2
z MORCUNBLAÐiÐ Þriðj-udagur 17. tnaí 1966 •h í GÆR var vindur suðaust- lægur hér eins og undan- farna daga. Gott vorveður var um allt land. Fyrir norð- an var þurrt að kalla, en vestan lands og með Suður- ströndinni til Austfjarða var ýmist rigning eða skúraveð- ur. nágrannalöndunum er nú sumarblíða, víðast um 20 stiga hiti þegar hlýjast er upp úr hádegi. Rúmenar skeyta ekki um Varsjárbandalagið Ekki orði eytt að afmæli þess Búkarest 16. maí — NTB. *RÚMENlA hefur ©pinberlega látið afmælisdag Varsjárbanda- lagsins sem vind um eyru þjóta, en á laugardag var 11. afmælis- dagur þessa varnarabndalags kommúnistarikja A-Evrópu. Hef- ur þetta gefið orðróminum um að Húmenar gerizt stöðugt ó- ánægðari með varnarkerfi banda lagsins, nýjan byr undir vængi. í Moskvu svo og höfuðborgum kommúnistaríkjanna, var dagur- inn haldinn hátíðlegur með ræðuhöldum og miklum blaða- skrifum, en í Rúmeníu var ekki einu orði eytt í tilefni dagsins. Mai Zetterling. “ IVfai Zetterling * á Islandi SÆNSKA leikkonan og kvik- myndaieikstjórinn, Mai Zetter- ling kom hingað til landsins á- samt manni sínum og kvik- myndatökumanni aðfaranótt sunnudagsins. Mun hún dvej- ast hér nokkra daga, en hún kemur hingað frá Stokkhólmi. Mai Zetterling kom hingað fyrir nokkrum árum, og gerði þá kvikmynd um ísland, sem hlaut heldur misjafna dóma hér á landi. Hin síðari ár hefur hún snúið sér að gerð stærri #kvikmynda, m.a. hlaut hún ágæta dóma fyrir langa kvik- mynd á s.l. ári, og nú fyrir skömmu var hún að ljúka við aðra. Þeir, sem með málum fylgjast, benda á að hér séu þeim mun meiri tíðindi á ferðinni, ef haft sé í huga að ekki sé langt síðan að rúmenskir leiðtogar hafi op- inberlega viðhæft þau orð um Varsjárbandalagið, að það væri brjóstvörn austurblakkarinnar. 10 ára afmæili Varsjárbandalags- ins í fyrra var á margan hátt haldið hátíðlegt í Rúmeníu, m.a. með miklum blaðaskrifum. II mræðuf und i á Akranesi útvarpað AKRANESX, 16. maí. - Útvarpað verður frá bæjarstjórnarfundi vegna bæjarstjórnarkosning- anna hér á Akranesi frá Gagnfræðaskólanum kl. 8 næstkomandi föstudagskvöld. Frambjóðendur tala í þess ari röð: Alþýðuflokkur, H- listi og Sjálfstæðisflokkur. Um- ferðir verða fjórar, 25—15—15— 10 mínútur. — Oddur * Utvarpsumræður i Kopavogi Umræður verða á miðviku- dagskvöld og hefjast kl. 20. Út- varpað verður á 212 m. og 1400 khz. Þrjár umræður verða: 25 mín. 15 mín. og 10 mín. Röð flokkanna verður þessi: Sjálf- stæðisflokkur, Framsóknarflokk ur, Óháðir og Alþýðuflokkur. Útvnrpsumrædur í Huinurfirði ÚTVARPSUMRÆÐUR um bæj- armál Hafnarfjarðar fara fram miðvikudaginn 18. þ.m. og hefj- ast kl. 8 síðdegis. Hver fram- boðslisti hefur 50 mín. ræðu- tíma, sem skiptist á 8 umferðir, þ.e. 25 mín., 15 mín. og 10 mín. Röð listanna verður þessi: G-listi, Hdisti, A-listi, B-listi, D-listi. Útvarpað verður á miðbylgju 1510 krið/sek. eða 198,7 m. Nokkru fyrir kl. 8 munu hefj- ast tilraunaútsendingar svo útvarpsnotendur geti stillt inn tæki sín. Suöur-Vietnam er nú á barmi borgarastyrjaldar Stjárnarherinn tók Danang herskildi — Búdda- trúarmenn krefjast lausnarbeiðni Ky’s — Hué Saigon, Washington, 16. maí — NTB-AP — t Til tíðinda dró í S-Víet- nam nú um helgina. Að- faranótt sunnudags lét stjórn Nguyen Cao Ky, marskálks, í Saigon flytja her með leynd til bæjarins Danang, og gerði herinn síðan áhlaup á bæinn í birtingu, og náði honum á vald sitt. Um skeið hefur svo- nefnd „bardaganefnd“, and- snúin stjórninni í Saigon en hlynnt Búddatrúarmönnum, ráðið lögum og lofum í Dan- ang. % Allmargir hermenn féllu í viðureign stjórnarhersins og setuliðs Danang. Mál þetta hefur dregið þann dilk á eftir sér, að herinn í borginni Hué, Geysileg kjör- sókn í prests- kosningum Prestkosning til Garðakirkju á Álftanesi fór fram á sunnu- dag. Var ákaflega mikil kjör- sókn. Þrjár sóknir kusu. 1 Garðasókn kusu 87% af þeim sem kosningarétt höfðu. Á kjör- skrá voru 802 og kusu 693. í Bessastaðasókn varð 72%% kjörsókn, kusu 77 af 106 á kjör- skrá. Og í ICálfatjarnarsókn var kjörsókn tæp 60%, kusu 125 af 208. Talning fer lögum samkvæmt fram þremur dögum eftir að kosið er. Árekstur í Hafnarstræti SÍÐDEGIS á sunnudag var bif-- reið með G-númeri ekið suður Pósthússtræti. Kveðst bílstjórinn hafa litið fyrst til vinstri við Hafnarstræti og síðan til hægri, en um leið kom Volkswagen-bif- reið eftir Hafnarstræti og lenti á \ hans. Stúlka var við stýrið. Missti hún stjórn á bílnum og lenti á húsvegg. Skarst hún í and liti, en meiddist ekki að öðru leyti. — Geminiskot Framhald af bls. 1 komu til tslands og fóru m.a. í Öskju). Geimfarið á a ö vera á braut umhverfis jörðu í 70 klst. og 40 mín. Eiga geimfararnir m.a. að tengja geimfarið Agena-eldflaug, sem skotið verður á loft kl. 15:00 á þriðjudag, og Cernan á að framkvæma „geim- göngu“, þ.e. vera utan geims- ins í samfleytt 2% klst., en svo lengi hefur engin maður verið utan geimfars áður. víghýst sem er helzta vígi Búddatrú- armanna í landinu, hefur op- inberlega snúizt gegn stjórn Ky’s og hvatt aðrar deildir hersins til að gera slíkt hið sama. Hefur öllum leiðum til Hué verið lokað, og vopnum verið útdeilt meðal stúdenta og Búddatrúarmanna. t Leiðtogar Búddatrúar- manna hafa krafizt þess, að Ky, marskálkur, segi tafar laust af sér, og hóta þeir hörðu, geri hann það ekki. t Atburðirnir í S-Víetnam komu mjög flatt upp á Bandaríkjastjórn, sem nú reynir að miðla málum. Landgöngulið og fótgöngulið herstjórnarinnar í Saigon gerðu á sunnudaginn áhlaup á Danang í því skyni að vinna borgina aftur á band Saigonstjórnar. — A.m.k. 10 hermenn féllu, en er myrkur skall á um kvöldið höfðu stjórnarhermenn náð á sitt vald aðalstöðvum hersvæðisins, aðal- stöðvum setuliðsins í bænum, ráð húsinu, útvarpsstöðinni og fleiri mikilvægum stöðum. Tvær herdeildir landgönguliða voru sendar með mikilli leynd til Danang aðfaranótt sunnudags, var tilgangurinn eins og fyrr get- ur að ná bænum á vald Saigon- stjórnar, en að undanförnu hef- ur „bardaganefnd“, mjög andsnú in stjórn Ky’s marskálks, ráðið lögum og lofum í Danang, og ISarnatónlelkar Sinfóníunnar í DAG kl. 3 verða barnatónleik- ar Sinfóníunnar í Háskólabíói. Á efnisskránni verða nokkur nýstárleg verk, þar á meðal Leikfangasinfónían eftir Leopold Mozart. Nokkur börn munu taka þátt í flutningi þessa verks og fflunu þau leika á leikfangahljóð- færi, sem hljómsveitarstjórinn Igor Buketoff hefur flutt hingað með sér frá Bandaríkjunum. Að- göngumiðar að tónleikunum eru seldir í bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar, hjá Lárusi ( Blöndal og í Háskólabíói. — íþróttir Framhald af bls. 30 slitaleikur um enska bikar- inn síðan 1953 er Stanley Matthews færði Blackpool til sigurs, 4:3 yfir Bolton, eftir að Bolton hafði haft forystu 3—1. Margrét prinsessa afhenti bikarinn. Þetta var síðasti leikur á Wembley unz leik- ir heimsmeistarakeppninnar verða þar í júlí. Áhorfendur greiddu 109 þús. pund í að- gangseyri en það er mesta upphæð 3em inn hefur kom- ið á slíkum leik. Eftir þennan sigur Ever- ton verða það bæði Liveipool - liðin sem leika í Evrópu- keppnum að ári. « stutt ákaft kröfur Búddatrúar- manna um kosningar í S-Víet- nam. Er dimmt var orðið á sunnu- dagskvöld höfðu stjórnarher- menn á valdi sínu tvö stærstu musteri bæjarins, íþróttavöllinn, svæðin umhverfis og fleira. Um miðjan dag á sunnudag komu fallhlífahermenn stjórnarinnar til liðs við fyrstu áhlaupasveit- irnar, og náðu þeir aðaltorginu á vald sitt um daginn, eftir að brynvarðir vagnar höfðu rekið setuliðiðsmenn á flótta. Leiðtogar Búddatrúarmanna sögðu á sunnudagskvöld í Saigon að aðgerðir stjórnarinnar gagn- vart Danang myndu leiða borg- arastyrjöld yfir landið. Helztu munkar Búddatrúarmanna komu saman til fundar þá um kvöldið, og að honum loknum sendu þeir út tilkynningu þar sem aðgerð- um stjórnarinnar var lýst sem svikum, sem aðeins gætu komið kommúnistum að gagni. Fregnirnar um átökin I Dan- ang urðu til þess að þúsundir stjórnarandstæðinga söfnuðust saman á götum háskólabæjarins Hué, 88 km norðan Danang, en þar hafa Búddatrúarmenn mik- inn stuðning. Útvarpið í Hué lýsti aðgerðunum í Danang sem svik- um, og setulið Hué setti upp vörð um flugvöll borgarinnar til þess að hindra að stjórnarlið gæti lent þar. Þá var settur öflugur vörður við aðalmusteri Búddatrú armanna í Hué, þar sem hinn herskái leiðtogi Búddatrúar- manna, Tri Quang, hefur aðset- ur. Stöðugur straumur foringja setuliðsins var til musterisins á sunnudag, og munu þeir hafa ráð fært sig við Tri Quang. í Saigon voru margir stúdent- ar og iðnverkamenn, sem styðja „bardaganefndina", handteknir. Árás stjórnarhermanna á Dan- ang markar fyrstu aðgerðirnar, sem stjórnin í Saigon beitir gegn andstæðingum sínum eftir hina miklu áróðursherferð fyrir kosningum, þar sem Búddatrúar- menn hafa verið potturinn og pannan. Þeir, sem með málum fylgjast í Saigon, telja að tilraun stjórn- arinnar til þess að ná yfirhönd- inni á svæðum, sem Búddatrúar- menn hafa verið nær einráðir á, muni fá stuðning á allbreiðum grundvelli meðal íbúa landsins, jafnvel meðal einstakra hópa Búddatrúarmanna, sem ekki eru sammála stefnu þeirri, sem helztu munkar landsins fylgja. Þjóðhöfðingi S-Víetnam, Nguy Framhald á bls. 16 Þjúðhátíðardag- ur iMorðmanna Þ J ÓÐHÁTfÐ ADAGUR Norð- manna er í dag, 17. maí. Efnir Nordmannslaget í Reykjavík til hátíðahalda af því tilefni. Kl. 9.36 verður lagður krans á minnismerki um fallna Norð- menn í Fossvogskirkjugarði. Kl. 10.30 er barnaskemmtun I Félagsheimili Rafmangsveitunn- ar við Elliðaár. Og kl. 19.30 hefst kvöldskemmtun með kvöldverði í Þjóðleikhúskjallaranum. Kjósum Geir Hallgrímsson borgarstjóra AFRAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.