Morgunblaðið - 17.05.1966, Page 4

Morgunblaðið - 17.05.1966, Page 4
4 MORGU N BLADIÐ Þriðjudagur 17. maí 1966 Bí LALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bíloleignn Ing-ólfsstrætí 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 SAHÐARÁRSTÍG 31 SlMl 22022 Volkswagen 1965 og ’66. BIFREIÐALEIGAItt VECFERD Grettisgötu 10. Sími 14113. FjOLVIRKAR SKURÐGRdFUR I Ö /* I ÁVALT TIL REIGU. Sími: 40450 Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. ION EVSXllINSSON lögíræðingur Laugavegi 11. — Sími 21516. BOSCH Þurrkumótorar x Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. ■Jt Útlendingar í vinnu í framhaldi af bréfi Grikkja eins, sem birtist hér í dálkunum fyrir helgi og fjall- aði að mestu um atvinnuleyfi hér á landi, hefur Velvakandi fengið þá vitneskju, að vinnu- veitendum er óheimilt að ráða útlendinga til starfa hjá sér hafi hinir síðarnefndu ekki fengið atvinnuleyfi hjá stjórn- arvöldunum. Vinnuveitendum er því bent á að hafi þeir hug á að ráða útlendinga í þjónustu sína ber þeim að krefja hina erlendu um atvinnuleyfi áður en ráðn- ingin fer fram. Svo mæla lands ins lög fyrir — og það er vinnu veitandinn, sem er ábyrgur fyr ir að farið sé að lögum, var okk ur tjáð. ★ Sjómannadagurinn Veðrið hefði getað verið betra á sjómannadaginn. Samt var það ekki afleitt og fleiri hefðu sjálfsagt fylgzt með há- tíðahöldum dagsins, e< ekki væri sömu sögu að segja um sjómannadaginn og flesta aðra hátíðisdaga okkar — þar með- talda þjóðhátiðina: Ár eftir ár, einn áratug af öðrum, eru þessi hátíðahöld nákvæmlega eins að formi. Nú orðið er það svo margt, sem dregur hugann — já, margt nýstárlegt, að ekki er hægt að búast við því að fólk hafi beinlínis brennandi á'huga á þessum sömu gömlu dagskráratriðum. Verið retur, að margt skyn- samlegt og fróðlegt hafi komið fram í ræðum dagsins. En þær einar nægja ekki til þess að laða fólkið að. ■Jr Umferðarstöð Jón Helgason við Skóla- vörðustíg skrifar: „Hvers vegna endilega Um- ferðarmiðstöð? Af hverju er ekki nóg að kalla fyrirtækið Umf erðarstöð? “ Fuglaskoðun 1 gær hringdi kona nokk- ur, sem farið hafði með Fugla- verndunarfélaginu í skoðunar- ferð um Suðurnes um helgina. Var bún það ánægð með ferð- ina, að hún átti engin orð til að lýsa henni, sagði hún. Það var Árni Waag, þekktur áhuga- maður um fugla og allt þar að lútandi, var leiðsögumaður. Hófst ferðin kl. 9 að morgni og komið var í bæinn aftur kl. 8 að kveldi. Voru ferðalangarn- ir 30 talsins, höfðu með sér nesti, en greiddu kr. 250,— fyr- ir ferðina (fullorðnir). Ungling ar greiddu helmingi minna. Vildi konan þakka Fugla- verndunarfélaginu fyrir mjög ánægjulega og fróðlega ferð og kvaðst vona, að slíkum skoð- unarferðum yrði haldið áfram. „Ég varð einkar ánægð að sjá, að í hópnum var allmargt .ungs fólks — svo að ekki liggur það allt á sjoppunum", sagði hún. Nei, vonandi ekki. ■Jr Lögreglustöðin Um helgina gat ég þess hér í dálkunum, að margar nýj ar byggingar hefðu verið tekn- ar í notkun í vor — éða væru að komast 1 gagnið. Hér var ekki aðeins átt við það, sem hið opinbera er með á sínum snærum, heldur líka aðra aðila — og má þá t.d. ekki gleyma Loftleiðahótelinu. Um helgina ók ég um borg- ina eins og margir aðrir og sá það, að lögreglustöðin nýja virðist langt komin. í>etta verð ur enginn smákofi og ég er hræddur um, að lögreglan, sem býr nú orðið það þröngt, að henni má líkja við mann í efri koju, verði beinlínis feimin í nýju húsakynnunum. I>að er sannarelga ánægjulegt að lög- reglan á nú von á stórbættum starfsskilyrðum. ■Jr Skemmdaræðið Grétar Fells skrifar okk- ur eftirfarandi: „Einatt hefur undirrit- aður furðað sig á skemmdar- fýsn þeirri, sem gerir vart við sig í fari unglinga hér á landi. Jafnvel svokallaðir „fullorðn- ir“ menn eru ekki alltaf sak- lausir af ónáttúru þessari og sennilega eiga þeir nú mesta sökina á því hve unglingarnir haga sér oft leiðinlega í þessu efni. Látum svo vera að ung- lingarnir hafi frelsi til þess að láta sér vaxa hár og láta rélt eins og villimenn (,,bítlarnir“) en hitt er verra, þegar þeir fara að valda spjöllum á um- hverfi sínu, skemma eignir manna og eyðileggja verð- mæti, sem stundum eru meiri en svo, að metin verði til fjár, er skörin vissulega farin að færast upp í bekkinn. Spurnir hef ég af því, að krakkalýður leiki sér stundum að því að laumast inn í garð- inn, sem umlykur listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðu holti, og með eigin augum hef ég séð þau spjöll, sem þar hafa unnin verið ekki alls fyrir löngu. Vatnsleiðslur utan á hús inu hafa verið skemmdar, girð ing rofin, steinhleðsla innan garðsins brotin niður og fleiri skemmdarverk unnin. Oftast mun þetta vera gert að kvöldi dags, um fimm leytið eða síð- ar að kvöldi. hað er tillaga mín að lögreglan hafi vakandi auga á þessu og láti sem oftast sjá sig á þessum slóðum — og sömu leiðis væri æskiiegt að Ibú- ar nálægra húsa fylgdust með ferðum og atferli unglinga, sem eru á vakki í kring um lista- safnshúsið á holtinu. Minning Einars Jónssonar á það sizt af öllu skilið, að hin göfuga ekkja hans þurfi að hafa áhyggjur út af því, að hin d/ýr- mæta arfleifð hahs, islenzku þjóðinni til handa, fái ekki að vera í friði fyrir óábyrgum skemmdarvörgum. — Grétar Fells“. ■+C Flugfélag með Norðmönnum Áhugamaður um flugmál skrifar eftirfarandi: „Kæri Velvakandi. Athygli héfur vakið í frétt- um undanfarna daga, að Norð menn hafa reynst SAS óstýri- látir. f>etta er ekki í fyrsta skipti að Norðmenn brjóta í bága við óskir hinna sænsku og dönsku félaga sinna í SAS, enda hefur þetta flugfélag jafn an verið fremur óvinsælt í Noregi. Norðmenn hafa setið á hakanum hjá félaginu, eða það finnst þeim a.m.k. — og m.a. þess vegna hafa þeir jafnan stutt Braathen dyggilega. Ef einhverjar horfur eru á að upp úr samvinnu Norð- manna og hinna Norðurlanda- þjóðanna í SAS slitni — ætt- um við íslendingar að vera reiðubúnir til að stofna með Norðmönnum flugfélag. Við ættum að steypa okkar félög- um saman og mynda með Norð mönnum eitt stórt félag — og er ekki ólíklegt, að við gætum þá náð lengra á sviði loftsigl- inga en okkur hefur nokkru sinni órað fyrir. — Flugmálamaður.“ Smjörfjallið Hér er bréf um smjörið: „Kæri Velvakandi. Hjartað í konunni minni hoppaði áf kæti, þegar hún heyrði, að blessaðir bændurn- ir okkar ætluðu að fara að láta okkur hafa smjörið sama sem „gratis“. Nú ætlar hún að baka dag og nótt meðan fjall- ið endist, skilst mér. Nú verð- ur smjör í smjörkökunum (kannski líka hjá bakaríun- um?) En meðal annarra orða; Hvar ætla þeir að byrja að grafa í smjörfjallið? Efst eða neðst? Hve gamalt verður smjörið, sem við fáum „gratis?“ — Einn á mölinni.“ ★ Sérstæð sýning Gestur skrifar: „Um þessar mundir stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafns hússins, mjög svo hrifandi mál verkasýning, eftir Guðmund Karl Ásbjörnsson. Þetta er fyrsta sjálfstæða sýning hans. Og hvað er svona hrífandi, hugsar ef til vill einhver? Eru þarna á ferðinni abstrakt mynd ir, sem enginn skilur? Þarna eru til sýnis báeði mannamynd ir og landslagsmyndir. Lands lagsmyndirnar hrifu mig inn i töfrandi, unurfagra veröld, sem virðist liggja opinn fyrir augum þessa unga listamanns, ef til vill þann heim sem liggur að baki þessum og ekki allra augu sjá. Ég er ekki dómbær á hvem ig listamaðurinn hefur unnið sitt verk, en ég vil eindregið hvetja alla unnendur fagurra lista, unga sem gamla, að leggja leið sína á þessa sýningu því hún göfgar og er þroskandi. Kennarar ættu að vekja at hygli barna og unglinga á að sjá þessi fögru listaverk. — Gestur.** Hópferðabíll Þessi hópferðabíll er til sölu. Bíllinn er 26 manna, með svefnsætum, nýupptekinni vél og í góðu standi. — Upplýsingar gefur JÚLÍUS KRISTINSSON Kirkuteig 7, Keflavík Sími 1876. Afgreiðslustúlka Reglusöm stúlka ekki yngri en 20 ára óskast nú þegar hálfan daginn til afgreiðslustarfa í tóbaks- og sælgætisverzlun í miðbænum. Einnig vantar aðstoð- arstúlku 2—3 tíma á dag svo og til afleysinga vegna sumarleyfa í júlí og hluta af ágúst. Tilboð er greini aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir n.k. fimmtudagskvöld, merkt: „Vön — 9076“,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.