Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. mal 1966 MORGUNBLAÐIÐ 7 -H OLLUM ÁTTUM í GÆR átti hálfrar aldar starfsafmæli Jón Hafliðason, tfulltrúi hjá Timburverksmiðj unni Völundi. Við hittum Jón að máli á heimili hans að Ljósheimum 4, þar sem hann býr ásamt konu sinni, Arn- björgu Stefánsdóttur, á 7. hæð. — Hér er fagurt útsýni og sést vítt og breitt um allt norðanvert Faxaflóasvæðið, segir Jón, þegar við fáum okk ur sseti í smekklega búinni stofunni úti við gluggann. — Fyrst fannst mér að vísu dálítið óþægilegt að horfa nið ur úr þessari hæð, en nú hef ég fyrir löngu sigrazt á því og gæti sjálfsagt klifrað niður utanbúss, ef þess þyrfti með, — og hann hlær. — Það er orðinn langur starfsdagur, 50 ár, hjá sama fyrirtæki? — Já, ég byrjaði 24 ára gamall sem gjaldkeri og vann við það þar til ég var gerður að fulltrúa 10 árum síðar. Á þessum árum hefur að sjálf- sögðu orðið mikil breyting, bærinn hefur vaxið og rekst- ur fyrirtækisins færzt i ný- tízku horf. Þegar ég hóf störf hjá Völundi var fyrirtækið skuldum vafið, en skömmu síðar var kvaddur frá Kaup- mannahöfn, Sveinn M. Sveins son og var hann framkvæmd arstjóri lengst af. Sveinn var sérstakur öðlingsmaður, sem hóf fyrirtækið úr skuldum með fádæma dugnaði og reglu semi. Og þá verð ég að segja, að ekki get ég kvartað undan sonum hans, sem nú hafa tek ið við stjórnartaumum. Þeir toræður eru mjög góðir hús- bændur, svo að á betra verð- ur ekki kosið .Þá hafa vinnu félagarnir verið margir og góðir. Á árum fyrri heims- styrjaldarinnar hafSi fyrir- tækið að vísu ekki ráð á að hafa marga í vinnu. Þá var almennt fjármagnsleysi og flestir áttu í erfiðleikum. En á þessum 50 ára tíma munu vinnufélagarnir vera orðnir æði margir, og hafa sumir unnið allt fram til dánardæg- urs. — Hefur timtournotkun landsmanna ekki breytzt mik ið? — Jú, mjög mikið. Nú kaupa menn miklu meira af alls konar góðvíðartegundum. Allar hurðir, sem áður voru t.d. úr furu eru n<ú spónlagð- ar og eftirspurnin eftir slík- um hurðum er ekki minni Jón Hafliðason og kona hans Arnbjörg Stefánsdóttir. (Ljósm. ÓL K. Magnússon). Ég hefði ekki getab va//ð mér betra ævistarf' — Rætt við Jón Hafliðason, sem starfað hefur hjá Timb- urverksmiðjunni Völundi ¦ 50 ár hlutfallslega úti á landi en hér í Reykjavík og nágrenni. — Það eru margvisleg störfin innan fyrirtækisins? — Já, á styrjaldarárunum fyrri var t.d. rekin tunnu- verksmiðja á vegum fyrirtæk isins, en hún hsetti vegna þess, að ekki var unnt að keppa við Norðmenn um tunnuverðið. Þá keypti fyrir- tækið einu sinni fjórsiglda skonnortu og stundaði útgerð í félagi við SÍS og Kaupfélag Borgfirðinga en skonnortuna rak síðan upp í ofsaveðri við Laugarnes, þar sem hún ó- nýttist. — Ertu Reykvíkingur að uppruna? — Nei, ég er fæddur að Jófríðarstöðum við Hafnar- fjörð. Þar bjó faðir minn, Hafliði Þorvaldsson, áður en hann fluttist vestur til Patreksf jarðar um aldamótin. Ég fór í Flensborgarskólann árið 1905, síðan íVerzlunar skólann, en þaðan lauk ég prófi árið 1913. f»á var Verzl- unarskólinn í Kolasundi og sátum við saman, ég og Árni Óla, blaðamaður og ritstjóri. Við vorum bekkjarbræður í 1. bekk, en hann lauk prófi ári á undan mér, þar eð ég // sleppti einu ári úr til þess að geta unnið mér inn peninga. Síðara árið mitt í skólanum var hann á Vesturgötu í húsi Geirs 2Joéga útgerðarmanns. Það voru margir góðir kenn- arar við s'kólann. T.d. man ég eftir að Jón Ófeigsson og Ágúst H. Bjarnason kenndu mér báðir. Já, þetta voru skemmtilegir tímar, — og Jón brosir. — Þú hefur mikið starfað að félagsmálum? — Já. Ég er bæði Odd- fellow og Góðtemplari. Ég gekk fyrst í bindindisfélag á Vestfjörðum', en það gliðnaði mjög fljótlega og var þá stofn uð upp úr því stúka. Sam- heldnin hefur alltaf reynzt meiri í stúkum, en þær eru að miklu leyti byggðar á trú- £(rlegum grunni. Allir fundir hefjast t.d. á bæn og söng. Ég hef aldrei skilið hvers vegna templarar eru svo illa liðnir meðal margra. Iðulega heyrir maður, að þeir hafi eitthvert vald í röðum stjórn- málamannanna, en þetta er mesti misskilningur. Sannleik urinn er sá að stjórnmála- mennirnir eru innst inni templarar sjálfir. Þessi skoð- un á líklega rætur sínar að rekja til þess tíma, er templ- arar áttu 2 menn í bæjarstjórn en nú er sá tími löngu liðinn. — Hvaða embættum gegnir þú innan reglunnar? — Ég er stórgjaldkeri auk þess að vera gjaldkeri húsa reglunnar. Þetta er að vísu orðið töluvert starf fyrir mig svo aldraðan, en ungu menn irnir vilja ekki taka við. Þeg- ar ég ljæ máls á því, að nú vilji ég fana að hætta hlusta þeir varla á mig, — og Jón brosir með sjálfum sér. — Hvernig lízt þér á æsk- una nú á dögum? — Hún er myndarleg og falleg. Þegar ég hugsa ura æskuna eins og hún var, þeg- ac ég taldist til hennar, finnst mér hún hafa verið heldur kauðaleg. En það var svo sem ekki nema von. Unglingarnir voru almennt látnir vinna erf iðisvinnu áður en þeir tóku út fullan vöxt og að sjálfsögðu spillti það oft útlitinu. Hins vegar finnst mér leitt, hve fátt ungt fólk gengur í Góð- templararegluna. Þó eru starf andi unglingastúkur og finnst mér það eitt hið jákvæðasta innan reglunnar nú. Æskan er allt of dýrmæt til þess að hún verði áfenginu að bráð, það gerir ef til vill ekki svo mikið til þótt fólk bragði áfengi, geri það það í hófi og gæti þess að verða ekki ekki ölvað, segir Jón. — Viltu taka eitthvað £ram að lokum? — Já. Ég er sannfærður um að ég hefði ekki getað valið mér betra ævistarf. Það hef- ur kannski oft verið erfitt, en hvers vkði er lífið án erfið- leikanna. Ekkert er ánægju- legra, en þegar sigur vinnst á íþeim og því skyldi maður þá kvarta undan þeim. Hús- bændur mínir hafa verið mér góðir og það er ég viss um að það er leitun að öðrum eins, sagði Jón Hafliðason um leið og við kvöddum hann. Nemendamðt verður haldið að Húsmæðraskólanum á Varmalandi sunnudaginn 12. júní kl. 14. — Þátttaka tilkynnist til Steinunnar Ingimundardóttur, skólastjóra, Varma- landi eða Guðrúnar Pálsdóttur, handavinnukennara, síma 36855, Reykjavík fyrir 1. júní nk. Hópferð verður frá Umferðamiðstöðinni í Reykja- vík sama dag kl. 8,30. — Allir fyrrverandi kennarar eru sérstaklega boðnir velkomnir. STJÓRNIN. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Aðalfundur Kaupfélags Hafnarfjarðar 1966 verður haldinn þriðjudaginn 17. maí að Maragötu 2 Reykjavík og hefst hann kl. 8,30. ¦ Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. ílótel - Starfsstúlkur Eitt af stærstu hótelum í Kaupmannahöfn óskar eftir nokkrum ungum stúlkum, sem stofustúlkum. Auk launa- bjóðuím við frían vinnufatnað og fæði í vinnutíma. Getum útvegað herbergi Ungar stúlkur sem geta hugs- eð sér að dvelja í Danmörku í sambandi við nefndar stöð ur.Vinsamlega skrifið Oldfrue fru. H. Caspersen KDAK IMERIAL, HOTKI- Vester Farimagsgade 9, K0benhavn V. Ibúð til leigu Tvö herbergi, eldhús og bað. Sérinngangur og sérhiti (hita- veita). Aðeins eldri hjón koma til greina. Arsfyrirfram greiðsla áskilin. Tilb. sendist blaðinu fyrir 17. þ. m., merkt „1. júní — 9078". Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstig 2 A. Sími 15659. Opin kl. 5—7-alla virka daga nema laugardaga. Málflutningsskrifstofa Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 1.1 — Simi 19406. Að gefnu filefni vilja dóms- og kirkjumálaráðuneytið og skipulags- néfnd kirkjugarða vekja athygli á ákvæði 1. máls greinar 15. greinar kirkjugarðslaga, nr. 21, 23. apríl 1963, málsgreinin er svohljóðandi: „Öll leiði í kirkjugarði, sem þekkt eru, skulu auð- kennd með tölumerki, er samsvarar tölu þeirra á legstaðaskrá. Sá, er setja vill minnismerki á leiði, skal fá til þess leyfi kirkjugarðsstjórnar, sem ber að sjá um, að minnismerkið sé traust og fari vel. Eigi má setja girðingar úr steini, málmi eða timbri um einstök leiði eða fjölskyldugrafreiti. Eigi má gera grafhýsi í kirkjugarði". Reykjavík, 13. maí 1966. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Skipulagsnefnd kirkjugarða. Nauðungatuppboð Eftir kröfu Jóhanns Ragnarssonar, hdl., og að und- angengnum fjárnámum 22. apríl sl. verður síldar- nót, eign Byrs h.f., Flateyri, sem geymd er hjá Nóta stöðinni h.f. á Akranesi, seld á opinberu uppboði, sem fram fer í Nótastöðinni á Akranesi, mánudag inn 23. maí nk. kl. 16.00 til lúkningar skuld að fjár hæð kr. 244.145,36, ásamt vöxtum og kostnaði. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akranesi, 10. maí 1966. Þórhallur Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.