Morgunblaðið - 17.05.1966, Page 10

Morgunblaðið - 17.05.1966, Page 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1966 BORGIINilMI I) 2HTjjJ33EEDHEE BORGIIMISII GIIVM VIÐ fengum tækifæri til að kynnast tveimur skemmtilegum og þroskandi þáttum í skólalífi barnaskóla Reykjavíkur nú um helgina. Á laugardag vorum við viðstaddir þegar yngri deild lúðrasveitar drengja í Yestur- bænum tók við af þeirri eldri, og spiluðu báðar deildirnar við góðan fögnuð foreldra og ann- arra viðstaddra. Á sunnudag skoðuðum við svo mjög athyglisverða sýningu á handavinnu og teikningum barn- anna í Melaskólanum, og var þeim haganlega fyrir komið um allan skólann. >að þurfti ekki lengi að ganga um skólabygging- una til að sjá, að vetrarvinna barnanna hefur í senn verið oaikil og þroskavænleg. Lúðrasveitir barna- og ungl- Ingaskólanna voru stofnaðar fyr- ir ellefu eða tólf árum, og þá ráðnir tveir tónlistarmenn til að veita þeim forstöðu, þeir Karl Ó. Runólfsson og Páll Pampichler Páisson. Drengirnir byrja 10 eða 11 ára, og eru valdir eftir ábend- ingu söngkennara barnaskól- anna. Síðan eru þeir þrjú til fimm ár við tónlistarnám, en bætta þá og aðrir taka við, eins og fyrr getur. Karl O. Runólfsson skýrði frá því í Miðbæjarskólanum, að nú væru starfandi í lúðrasveitum borgarinnar nokkrir piltar sem byrjað hefðu í Lúðrasveit drengja, og auk þess væru tveir þeirra fastróðnir í Sinfóníuhljóm sveit fslands. Sýndi þetta vel hver árangur hefði náðst af iþessu tónlistarnámi, enda þarf ekki að fara í grafgötur um, að það er í senn skemmtileg nýjung, og veitir piltunum aukinn þroska, skerpir eínbeitingar- og athyglis- gáfu þeirra, og gerir þá hæfari til að taka tillit til annarra. Auk Karls Ó. Runólfssonar tóku til máls Páll Pampichler Pálsson og fræðslustjórinn í Reykjavík, Jónas B. Jónsson, og sagði hinn síðarnefndi að tón- listarstarf þetta væri mikilsvert uppeldisatriði og þyrfti að auka í náinni framtíð á hvern veg, sem það yrði bezt gert. „Á hverju ári spila drengirnir á Litlu jól- um í barnaskólum borgarinnar og hafa þeir þannig mörg þúsund áheyrendur á hverju ári“, sagði fræðslustjóri, og bætti því við, að þeir væru vel séðir gestir í skólunum. f>á benti hann á að önnur eldri deildin hefði leikið, þegar hin nýja slökkvistöð var tekin í notkun á laugardag. Auk foreldra og nokkurra ann- •rra áheyrenda var borgarstjór- Lúðrasveit drengja — Austurbæjardeild. Örvandi dæmi úr skðlalífinu inn í Reykjavík, Geir Hallgríms- son, viðstaddur hljómleikana í Miðbæjarskólanum. Fyrst spiluðu yngri drengirnir þrjú lög, en eldri drengirnir léku svo nokkur lög á eftir og fórst báðum deildum það vel úr hendi. Þótti ýmsum furðu gegna, hve góðum tökum þessir ungu dreng- ir hefðu náð á hljóðfærum sínum og samstillingu í leik. En þar eiga auðvitað kennarar og stjórn- endur mikinn hlut að, og þarf enginn að vera í vafa um að hér liggur á bakvið mikið og erfitt starf, sem borið hefur heilla- drjúgan ávöxt. Tónleikarnir í Miðbæjarskól- anum voru haldnir fyrir eldri og yngri deild Lúðrasveitar drengja í Vesturbænum, en svipuð at- höfn fór fram í Breiðagerðis- skóla, þegar yngri Austurbæjar- deildin tók við af þeirri eldri. Eldri drengjunum var þakkað gott starf, og þeir yngri boðnir velkomnir, og þess vænzt að þeir eigi eftir að veita Reykvíking- um, og þá einkum börnum og unglingum í bænum, góða og þroskandi skemmtun. — ★ — Eins og fyrr segir, komum við einnig í Melaskólann á sunnu- dag og skoðuðum það sem þar var sýnt af vetrarvinnu nem- enda. Er óhætt að fullyrða að sýningin hafi borið skólanum fagurt vitni; myndir og handa- vinna er unnið af natni og hlý- hug, og ekki kastað höndunum til neins. Á slikum sýningum kemur vel í ljós að börnin fá í senn að láta hugmyndaflugið leika lausum hala, ef svo mætti segja, en auk þess eru þau öguð við ströng vinnubrögð og ást á list og starfi. Þarf enginn að fara í grafgötur um, að þeir skólar, sem geta boðið upp á slíka sýn- ingu ala ekki upp neinn laus- ungarlýð, heldur góða og þarfa þegna í þeirri framtíðarborg, sem hér er verið að reisa. Slíkar sýningar barnaskólanna í Reykja vík hafa verið augnayndi for- eldrum og öðrum þeim sem séð hafa, og við tökum undir það sem fræðslustjórinn í Reykjavík, Jónas B. Jónsson, sagði við .okk- ur á sýningunni í Melaskólan- um: „Hérna er á ferðinni eitt- hvað nýtt og frjóvgandi. Svona sýning örvar ímyndunaraflið og ingu að því að setja myndina saman. Uppi á vegg voru svo sýningar á skrift og myndum eft- ir þessa litlu og áhugasömu þegna þjóðfélagsins, og þar stóð innan um annað: Því fagni gjörvöll Adamsætt, Hallelúja. — Þarna komast börnin sem sagt strax í nána snertingu við undir- stöðu íslenzkrar menningar, kristna trú, og hún fléttast á öðr- um myndum inn í aðra þætti menningarlífs okkar og atvinnu- vegi. Sum barnanna hafa kannski aldrei komið í sveit, en samt hafa þau unnið að því að búa til sveitabæ með kúm á túni og hestum í haga — svo ekkert mun koma þeim á óvart þegar þau hleypa heimdraganum. Uppi á veggjum voru skemmtilegar myndir af sumar- og vetrarleikj- um, og þar vantaði hvorki flug- dreka né snjókarla með kústa sína. Þar birtist þetta bjarta og fagra mannlíf, sem er æska og gleði — áhyggjulaixs leikur og góður undirbúningur undir þann stóra heim sem bíður. „Áð- ur var hesturinn einasta farar- tækið á landinu, nú er það bíll- inn“, stendur á einum stað. Og við fáum ennfremur upplýsingar um það, að árið 1900 hafi ein- ungis fjórar ár verið brúaðar á landinu, en hálfri öld síðar hafi brýrnar verið orðnar 1000 að tölu. Af því má sjá að börnin eru snemma æfð í því að leita sér upplýsinga og færa sér þær í nyt. Við göngum nú yfir í níu ára deildina og virðum fyrir okkur á leiðinni myndir á veggjunum, kannski eru einhverjar þeirra eftir upprennandi listamenn. Hér sjáum við að málfræðin er m.a. kennd í myndum (dæmi um lýs- Skúta. Skúli Magnússon, Jón Vídalin, Árni Magnússon. veitir þægilegan innblástur". Og því má bæta við að hún sýnir, að þeir kennarar sem hér koma við sögu eru engir hugmyndasnauðir sællífismenn, heldur fólk sem leggur mikið á sig fyrir sína stóru og fögru hugsjón: hamingju sama og vel upplýsta æsku í fal- legri borg. — ★ — Og svo hefjum við göngu um skólann í fylgd með Inga Krist- inssyni sem verið hefur skóla- stjóri Melaskólans í sjö ár. Fyrsta myndin sem vekur at- hygli okkar er í anddyrinu, þ.e. fornmenn á þingi. Þá gengum við upp stigann og virtum fyrir okkur margar skemmtilegar myndir á leiðinni, en skoðuðum svo sýningu sjö og átta ára barna. Þar mátti sjá skemmtilega föndurvinnu, þar sem börnin bjuggu til þorp við sjó, bóndabæ og götuna með bíl- um og umferðarmerkjum. Að þessu vinna þau þannig, að hvert þeirra á sinn bíl eða sinn bát, en síðan er unnið í samein- ingarorð: langur, lengri, lengst- ur — mynd af körlum með haka og skóflur og eru þeir í mismun- andi stærð, eins og lýsingarorðin segja til um). Hér er lögð áherzla á átthagafræðina. Stór mynd fyr- ir miðjum vegg er unnin þannig að börnin skipta með sér verkum og gerði hver hópur sína þætti í heildarmyndina, en síðan voru allar myndirnar settar saman; skemmtileg uppáfynding: hvað- an eru hráefnin komin, t.d. timb- ur — hvaðan koma landbúnaðar- afurðirnar? Og hvað er gert úr hráefnunum, hverjir kaupa vör- una? Allt er þetta skýrt með myndinni, og börnin hafa lagt mikla vinnu í að afla upplýsinga; þau hafa fengið dálítið sýnis-' horn hér og hvar, og er þeim komið fyrir á réttum stöðum. En efst á þessari mynd trónar svo þing og stjórn, eins og vera ber. Meðan börnin voru að gera þessa mynd fóru þau niður í Alþingi ,og þar var þeim tekið með kost- um og kynjum — enda aldrei að BORGIIMIMI BORGIIMIMI BORGIIMÍMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.