Morgunblaðið - 17.05.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.05.1966, Qupperneq 12
12 MORGUHBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1966 — Tvöföldun framkvæmda að magni til á 4 árum Framhald af bls. 1 „kaldri eyri“ eins og Jónas Hall- grímsson kvað þá. í huga viðmælanda míns var ♦nginn efi um sannleiksgildi sög- unnar um landnám Ingólfs. „En það, sem merkilegra er“, sagði Ihann, „ef velja ætti höfuðborg íslands stað nú í dag með öllum þeim rannsóknaraðferðum og tækni, sem við höfum yfir að ráða á 20. öldinni, þá mundi nið- urstaðan verða sú sama. Höfuð- staðurinn yrði reistur hér við sundin blá og fagran fjallahring. Enginn staður er betur í sveit settur en Reykjavík til þess að vera höfuðborg landsins". Hlutverk Reykjavíkur sem höf uðborgar leggur Reykvikingum auknar skyldur á herðar að vera í senn vakandi yfir velferð borg- ar sinnar, sona hennar og lands- ins alls. Aðalskipulagið Náttúrufegurð er óvíða meiri en hér og skiptir þá miklu máli að öll mannvirki séu bæði byggð í samræmi við umhverfi sitt og notagildi. Nú um 5 ára skeið hefur borg- arstjórn og innlendir og erlendir sérfræðingar unnið að aðalskipu lagi borgarinnar. Hafa allar á- lyktanir í þeim efnum verið sam- þykktar samhljóða í borgar- stjórn jafnóðum og verkinu mið- aði áfram og aðeins óverulegar athugasemdir komið fram. Er óhætt áð fullyrða, að aðal- skipulag Reykjavíkur 1962—1983 er eitt mesta stórvirki í bygg- ingarsögu borgar okkar og hefur vakið athygi í nágrannalöndum, þar sem það þykir bæði bera vitni stórhug og raunsæi. Höfuðdrættir þeirrar skipulags vinnu hafa verið að gera sér grein fyrir sennilegri þróun hér á höfuðborgarsvæðinu næstu tvo óratugina. Á því svæði munu búa nær 150 þúsund eða 55% lands- manna árið 1983, og þar af 110 þúsund í Reykjavík sjálfri. Þessi þróun verður þó ekki, nema grundvöllur borgarbygg- ingarinnar sé traustur og at- vinnuvegir borgarbúa hafi full- nægjandi svigrúm. Reykjavik er stærsta verstöð landsins og gert er ráð fyrir því, að hún haldi þeim sessi, ef afla- brögð leyfa. Séð er fyrir auknu rými fyrir fiskiskipastólinn og fiskiðnað í vesturhöfninni og við Eiðsgranda í áframhaldi af fram kvæmdum þar undanfarin ár, en rými fyrir farþega- og farmskip er í austurhöfninni og nýrri höfn í Sundunum. Tilboð í fyrsta á- fanga þeirrar hafnar, sem taka mun 2 ár að byggja, verða opnuð á miðvikudaginn kemur. Iðnaði, sem 40% borgarbúa hafa lífsviðurværi sitt af, er ætl- að aukið landsvæði, bæði í ná- grenni nýju hafnarinnar, við Grensásveg og austan Elliðaáa, m.a. með það fyrir augum, að fullnægt verði kröfum um aukna tækni og sjálfvirkni, sem gerir það að verkum, að hver borgar- búi, er starfar að iðnaði, þarf meira landsvæði fyrir atvinnu- húsnæði, vélar og vörugeymslu, «n áður var. Þótt vel sé séð fyrir fram- leiðsluatvinnugreinum, þá er það sammerkt atvinnulífinu í Reykjavík og annars staðar, þar sem velmegun fer í kjölfar auk- innar verkaskiptingar, að þeim fjölgar hlutfallslega, sem hafa viðurværi sitt af verzlun, sam- göngum, opinberri stjórnsýslu og þjónustu ýmis konar, og slíkum stofnunum þarf því að ætla meira rými í nútima borg en áð- ur var. En mörgum mun þó finnast skipta mestu máli að í skipulag- inu er vel búið um íbúðarhverfi borgarinnar og séð fyrir opnum svæðum og menningarstofnunum íbúanna, barnaleikvöllum, barna heimilum og skólum, íþróttahús- um og svæðum. Þannig munu einstök borgarhverfi byggjast upp sem sjálfstæðar einingar, en með greiðan aðgang að miðborg- arsvæðum, þar sem verða leik- hús, myndlistar- og tónlistarsalir. í nútímaskipulagi verður ekk- ert af því, sem hér hefur verið talið, einangrað, ef heildarmynd- in á að fullnægja óskum og þörf- um borgarbúa, — heldur yerður að tengja alla þessa þætti saman, m.a. með umferðarkerfi, er hvort tveggja í senn þjóni vélaöld sam tíðar og framtíðar, — en kasti þó ekki á glæ möguleikum til þess að menn komist leiðar sinnar fótgangandi um göngustíga og geti þannig andað að sér og not- ið áhrifa af útliti og andrúmslofti fallegrar borgar. Flokkun gatna skv. aðalskipu- laginu í hraðbrautir, tengibraut- ir, safngötur, húsagötur og göngu stíga greiðir fyrir umferðinni og veitir um leið aukið umferðar- öryggi. Gatnagerð Mikill kostnaður er og verður fólginn í gatnakerfinu, og í stór- virki þótti ráðizt, þegar borgar- stjórn samþykkti fyrir réttum 4 árum, að gengið skyldi frá öllum götum og gangstéttum borgarinn- ar á næstu 10 árum. Var ekki laust við, að sumir segðu ekkert mark á þessari áætlun takandi, hér væri allt of mikið færzt í fang. Raun ber því nú vitni, að full- komlega hefur verið staðið við þessa áætlun, fullnaðarfrágang- ur gangstétta, sem er tiltölulega vinnugflsfrekur, er þó aðeins á eftir, en malbikun akbrauta hef- ur hins vegar farið fram úr áætl- un, svo að í heild er árangurinn meiri en gert var ráð fyrir. Á síðustu 4 árum hafa 38 km verið lagðir í nýjum holræsum, og er holræsakerfi borgarinnar nú 187 km. Á sama tíma hafa verið malbikaðir nær 40 km af akbrautum, og eru þá fullfrá- gengnar akbrautir í borginni nær 100 km. Þessi árangur hefur náðst með því að samræma aukin fjárfram- lög, meiri tækni og skipulagn- ingu í framkvæmdum öllum. Grjótnáms-, malbikunar- og pípu- gerðarvélar hafa verið endurnýj- aðar og véltæknin einnig tekin í notkun við gangstéttargerð í vaxandi mæli. Þessi mikla fjárfesting í vélum, sem fór fram að miklu leyti fyrri hluta kjörtímabilsins, hefur leitt til aukinna afkasta seinni hluta þess, óg má í því sambandi nefna: — að árið 1961 voru malbikað- ir 3,7 km í g'ötum, on 1965 16,9 km. — að árið 1961 voru lagðir 3,2 km í gangstéttum, en 1985 23 km. Þ e s s i afkastaauknkig, sem þannig hefur orðið, leiðir til þess, að með sömu fjárveitingu til gatna- og holræsagerðar á næstu 3 árum og á þessu ári, eða 160 millj. kr., er unnt að ljúka við 10 ára gatnagerðaráætlunina frá 1962 á 8 árum eða fyrir árslok 1969 og ganga því nær að fullu frá öllum þeim hverfum, sem nú eru byggð eða í byggingu. Vitaskuld hafa allir borgarbú- ar ekki verið á eitt sáttir um röð gatnagerðarframkvæmda, en þó hafa gatnagerðaráætlanir hvers árs um sig verið sam- þykktar samhljóða í borgarstjórn undantekningarlítið eins og t. d. áætlun yfirstandandi árs. Von mín er sú, að þegar borgarbúar þeir, sem njóta ekki enn góðs af frágenginni götu, sjá, að biðtím- inn er svo stuttur, hvar sem er í borginni, sem raun ber vitni, sætti þeir sem við mat sérfræð- inga um hagkvæmasta röð fram- kvæmda, þótt sum eldri hverfi borgarinnar hafi þar ekki verið sett í fyrstu röð. Hitaveitan Segja má, eins og sjálfsagt er, að lögð hefur verið áherzla á, að hitaveitulagnir gengju á undan gatnager ðarf ramk væm dum. Gatnagerðarframkvæmdirnar eiga að gera Reykjavík að ryk- lausri borg, og hitaveitulagnir eiga að gera Reykjavik að reyk- lausri borg einmitt í krafti þess reyks, sem borgin dregur nafn sitt af. Árið 1961 var samþykkt áætl- un um lögn hitaveitu í öll skipu- lögð hverfí borgarinnar innan Elliðaáa og Fossvogs á næstu 4 árum. Framkvæmd hennar hefur gengið vel, þótt öll hverfi skv. áætluninni verði ekki tengd hitaveitunni, fyrr en nú í haust í stað sl. áramóta, — enda hefur framkvæmdum, sem ekki var gert ráð fyrir í byrjun, verið skotið inn í tímaröð framkvæmda fyrir hagkvæmni sakir. Fjárhagslega hefur hitaveitu- áætlunin fullkomlega staðizt og árangurinn orðið þessi: Fyrir 4 árum voru hibýli rúml. 50% borgarbúa eða 38 þús. manna tengd hitaveitunni', en nú er talið að nær 90% Reykvík- inga, eða um 70 þús. manna, njóti hennar. Athygli skal á því vakin, að eldsneytissparnaður á hvern íbúa, sem nýtur hitaveitu, er tal- inn vera á ári 1250,00 kr., eða 5000,00 kr. á meðalfjölskyldu, og er það einnig mikil kjarabót. Ekki skal gengið framhjá því, að í ljós hefur komið einkum í kuidunum í vetur, að þjónusta Hitaveitunnar á gömlu hitaveitu- svæðunum, sérstaklega á Skóla- vörðuholti og Landakotshæð, er engan veginn viðunandi. Að vísu er einmitt á þeim svæðum elztu hús borgarinnar, sem einna sízt eru einangruð, mörg með einföldu gleri f glugg- um, gamalt hitakerfi, sem ekki er sniðið fyrir hitaveitu, og get- ur allt þetta átt þátt í því, að þessi hús njóta ekki Hitaveit- unnar sem skyldi. En hér kemur og fleira til, sem Hitaveitan sjálf verður úr að bæta. Hitaveitan á að geta séð fyrir 20 stiga innihita, þegar 6 stiga frost er og 3—4 vindstig. í kuld- unum í vetur skorti Hitaveituna 8% á að geta haft yfir að ráða nægilegu varmaafli. Til þessa lágu tvær höfuðástæður: 1) Leg- ur á djúpdælum þoldu ekki hinn mikla hita í borholunum og því voru ekki allar borholur full- virkjaðar. 2) Bilun í varastöð- inni við ElUðaár olli því, að full not fengust ekki af henni til varmaframleiðslu. Úr hvoru tveggja þessu verður bætt fyrir næsta haust. Margir, sem á gamla hitaveitu- svæðinu búa, telja útþennslu hitaveitunnar hafa dregið úr því vatnsafli, sem gömlu svæðin áð- ur nutu. Þetta er ekki rétt, þar sem veitt hefur verið inn á gömlu svæðin auknu vatnsmagni með tengingu þess við dælustöðv ar í Laugardal og Fornhaga, og Utankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýsfhimönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík cr í Búnaðar- félagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæð, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar: 22637 og 22708. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 22756. viðbótardæla var tekin í notkun í öskjuhlíðarstöðinni. Aftur á móti hafa geymar Hitaveitunnar ekki getað miðlað vatninu í kuldaköstum eins og æskilegt hefur verið, þegar hitaveitusvæð- in eru orðin svo stór, sem raun ber vitni. Úr þessu verður ráðin bót nú í surnar, en búið er að semja um smíði 2ja geyma, sem hvor um sig er jafnstór öllum þeim geym- um, sean fyrir eru á Öskjuhlíð. Auk þessa er svo í ráði að end- urbæta lagnir víða í gamla bæn- um og m. a. leggja tvöfalt berfi í norðurhluta Norðurmýrar nú í sumar. Nýlega hefur verið lögð fram 3 ára framkvæmdaáætlun Hita- veitu í borgarráði og er þar ætl- unin, auk þess að byggja geyma, að reisa kyndistöð við Árbæ og hef ja boranir á 3 stöðum á borg- arlandinu, þar sem talið er enn von á heitu vatni eftir reynslu, sem fengizt hefur við sam- keyrslu þeirra borhola, sem fyrir eru og tvöfaldað hafa vatnsmagn hitaveitunnar á sl. 4 árum. Þá er það markmiðið skv. framkvæmdaáætluninni að ná á næstu 3 árum því að leggja hita- veitu í hús jafnóðum og þau eru byggð. Að þeim árum loknum verðum við Reykvíkingar senni- lega að leita lengra til öflunar varmans en rétt við eða innan bæjardyranna eins og verið hef- ur undanfarin ár. Hitaréttindi hafa þegar verið tryggð í Hengl- inum og tilraunaboranir farið fram á Nesjavöllum með góðum árangri. Virkjun þar verður dýr framkvæmd, — frumáætlun ger- ir ráð fyrir 340 millj. kr. kostn- aði, og hún þarf að komast í gagnið fyrir árslok 1970, en þá er markaðurinn í Reykjavík orð- inn svo stór, að undir fram- kvæmdinni ætti fjárhagslega að vera hægt að standa. Hugsanleg og æskileg er einnig í þessum efnurn samvinna við nágranna okkar um leið og áfram verður kannað, hvort eftirspurn verður eftir iðnaðarhitaveitu. Vatnsveitan Við erum að ná því takmarki nú að unnt verði að tengja hús heitu vatni jafnóðum og þau eru byggð,sem sjálfsagt þykir fyrir löngu, þegar um kalt vatn er að ræða. Við erum svo vel settir Reyk- víkingar, að hvergi er kalda vatnið betra en hér. Neyzluvatns- öflun er alvarlegt vandamál víða um heim, og hugsa þarf hér ekki síður en annars staðar langt fram í tímann í þeim efnum. Nýtt vatnsból, Bullaugun, er nú í virkjun, aðalæðar hafa verið endurbættar, dælustöð byggð I Stóragerði, 10 þús. tonna geymir hefur verið reistur á Litlu-Hlíð, er auðveldar vatnsmiðlun, sem kemur í veg fyrir, að vatns- skortur sé á hæstu stöðum á álagstíma. Raunar þarf að endur- þæta lögn að hæsta hluta Skóla- vörðuholts til þess að allt verði eins og bezt verður á kosið og er unnið að því. Rafmagn Nægilega mikið og gott ferskt vatn hefur ávallt talizt til land- kosta eins og aflið, sem í foss- unum býr, hefur verið talið til auðæva íslands, eftir að tækn- inni tókst að beizla það, en raun- ar hefur of lengi viðgengizt hér, „fljótsins auði henda í hafið“. Rafmagn á sér eigi í raun lengri sögu í Reykjavík en 45 ár, — en sú saga er þeim mun við- burðaríkari. Reykjavíkurborg réðist ein eins og kunnugt er í virkjun Sogsins í upphafi, en eftir að Sogið er fullvirkjað og sér meg- inhluta Suðvesturlands fyrir raf- magni hefur ríkið og Reykjavík- urborg að hálfu hvort eignarað- ild að virkjuninni. Á síðasta kjörtímabili var afl írafossstöðv- ar aukið um 17 þús. kw. og nú er verið að stækka varastöðina við Elliðaár úr 7500 kw í 19000 kw. Sú stefna var mörkuð af Sjálf- stæðismönnum í borgarstjórn, að Reykjavíkurfoorg bæri áfram skylda til að taka þátt í raforku- öfluninni sjálfri, til þess að tryggja borgarbúum ávallt nægi- lega raforku, þótt þær raddir heyrðust að við ættum að vera upp á ríkið komnir að þessu leyti. í samræmi við þessa stefnu tók ust samningar við ríkið um stofn un Landsvirkjunar á sama grund velli og áður með helmingsaðild ríkis og borgar. Voru allir borg- arfulltrúar að lokum sammála um þá ákvörðun og létu í ljós, að vel hefði verið haldið á hags- munum borgarinnar. Nú þegar eru hafnar virkjun- arframkvæmdir í Þjórsá, sem Framhald á bls. 19 Sýning á sænskum vibratorvélum Á MORGUN kl. 10.00—16.00 verður sýning á sænskum „vibratorvélum“ á iþróttavell- inum í Kópavogi frá fyrirtæk- inu Vibro i Stokkhólmi. Verða sýndar þar ýmsar vél- ar, sem notaðar eru í samfoandi við steypuvinnu og gatnagerð. Hér á landi eru nú staddir 2 menn frá þessu sænska fyrir- tæki, sem sýna meðferð þessara véla og veita allar upplýsingar viðvíkjandi þeim. Bengt Wahlberg yfirverkfræð- ingur og sölustjóri Vibro á NorðUrlöridum sagði í gær, í stuttu samtali við Mbl., að Vitoro hefði verið stofnað árið 1934 og væri nú viðurkennt eitt af fremstu vilbratorvélaframleið- endum í Evrópu. Steypuvitora- torarnir eru framleiddir í aðal- verksmiðju Vilbro í Ljungfoy þar sem 400 manns vinna að framleiðslunni, en valtararnir i nýrri verksmiðju í Karlskrona með 180 manns. Hann sagði að fyrirtækið hefði þegar selt talsvert af fram leiðslu sinni til fslands, en hin geysilega aukning innan ís- lenzka byggingariðnaðarins væri orsökin fyrir því, að Viibro væri nú að fá sér umiboðsmann á fs- landi, og koma upp fullkom- inni viðgerða- og varahlutaþjón- ustu. Bengt Wahlberg kvaðst von- ast til að sem flestir verktakar og byggingarmenn hefðu mögu- leika á því að skoða sýninguna. Þakkir frá Hrafnistu AUÐUNN Hermannsson, forstjóri Hrafnistu, hefur beðið Mbl. um að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem komu og glöddu gamla fólkið á Sjómannadaginn. Auðunn skýrði frá því að Adolf Björnssoin, bankamaður, hefði gefið til Hrafnistu krónur 10.000.00 á afmælisdegi föður síns, Björns Helgasonar, 15. maí. Áður höfðu hann og systkini hans gefið herbergisgjöf, mót- tekna árið 1944. Hafði Adolf lát- ið þau orð falla, að hann mundi árlega gefa 10 þús. kr. á afmælis- degi gamla mannsins. Vildi Auð- unn þakka þessa stórmyndarlegu gjöf fyrir hönd Hrafnistu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.