Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1966 EINN kunnasti kjötkaup- maður höfuðborgarinnar skipar 11. sæti á lista Sjálf- stæðismanna við borgar- stjórnarkosningarnar. Er það í>orbjörn Jóhannesson, sem lengstaf er kenndur við Kjötbúðina Borg. Mikill fjöldi Reykvíkinga þekkir Þorbjörn í Borg og velflestir hafa haft við hann meiri og minni viðskipti. Allir þekkja því hæfni hans sem ágæts verzlunarmanns. En það er ekki aðeins kaupmennska og þjónusta með „mannsins megin", matinn, sem Þor- björn er þekktur fyrir. Hann hefir löngum tekið mikinri þátt bæði í félagslífi ýmis- konar og stjórnmálalífi borg- arbúa. Hann hefir tekið virk an þátt í starfi dýravernd- unarfélaga og er í dag for- maður Sambands dýravernd- unarfélaga landsins. í sókn sinni, Háteigssókn, hefir Frú Sigríður og Þorbjörn heima. í borginni er þörf fullkom- innar kjötmiöstöövar Rætt v/ð Þorbiörn i Borg 11. mann á lista Sjálfstæðisflokksins 1 Reykjavik Þorbjörn haft mikil umsvif og er formaður sóknarnefnd- arinnar, en eitt af verkum hennar er hin nýja og glæsi- lega kirkja sóknarinnar. Við bregðum okkur heim til Þorbjörns í Borg eina kvöldstund og röbbum við hann ofurlitla stund. Raun- ar verður að játa að samtal okkar snerist mun meira um annað en beinlínis borgar- málin og kosningabaráttuna nú fyrir næstu borgarstjórn- arkosningar. Því verður ekki neitað að eitt af þýðingarmestu málum borgara Reykjavíkur er að matvæladreifing sé í sem full komnustu lagi og sem auð- veldust borgurunum, sem ó- dýrust og að þar sé sinnt fyllstu heilbrigðiskröfum og hagsýni viðhöfð í hvívetna. Þorbjörn Jóhannesson er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur, en faðir hans var trésmiður og komst Þorbjörn því á unga aldri í nána snertingu við byggingarmál, enda maður áhugasamur um þau, þótt hann gerði þau ekki að lífsstarfi sínu. Þorbjörn hefir nú verið varafulltrúi í borgarstjórn allt frá 1954, en löngum set- ið fundi borgarstjórnar. Ung ur byrjaði Þorbjörn verzlun- arstörf, eða um fermingu fyrst hjá öðrum um 5 ára skeið, en tók sjálfur að reka verzlun fyrir eigin reikning lagfæra og bæta matardreif- inguna í borginni án þess að binda það einvörðungu \ið hagsmuni sinnar eigin vcrzi- unar. í fjölda mörg ár hefir Þor- björn verið framarlega í flokki þeirra, sem viljað hafa koma upp hér í borg kjót- miðstöð, en stofnun sliks fyrirtækis er undirstaða und ir bættri meðferð á kjötvör- um og aukinni fjölbreytni í kjötvinnslu. Stofnun sliks fyrirtækis mundi einnig stuðla að hagstæðari dreif- ingu á þessum vörum um borgina og þá er þetta eitt grundvallarskilyrði þess að hægt sé að koma við full- kominni heilbrigðisþjónustu og heilbrigðiseftirliti með FRAMBJÓÐENDUR 19 ára gamall og hefir síðan verið sjálfs sín húsbóndi í 35 ár. Snemma fór Þorbjörn að taka þátt í stjórnmálum og féagsmálum og þá fyrst og fremst félagsmálum kjótsaia í borginni. Hann hefir liing- um haft mikinn áhuga á að Vi8 vinnu sína í Borg. hinum mjög svo viðkvæmu vörum, sem kjötvörurnar eru. Fyrir mörgum árum voru allmargir kjötkaupmenn borgarinnar búnir að safna verulegu fjármagni til stofn- unar kjötmiðstöðvar, en þá strandaði málið á samvinnu allra aðila, sem með kjöt verzla hér í höfuðborginni. Þorbjörn kvað því ekki að neita að þeir, sem að þessu fyrirtæki vildu standa, hófðu í huga að hér ætti eftir að rísa upp allsherjar kjötmið- stöð eins og tíðkast í velflest um menningarborgum heims og munu allmargir íslending ar kannast við svipaðar stofn anir t.d. bæði í Kaupmanna- höfn og London. Tal okkar snýst nú mjög um kjötmeðferð og kjötfram leiðslu hér á landi. Því er ekki að neita að allmikill skortur er á skilningi á hinni brýnu þörf fyrir fjölbreytt- ari og betri kjötvörur, en við eigum völ á í dag. Öll með- ferð og verkun á kjöti er mjög mikið nákvæmniverk og hér hafa ekki verið gerð- ar þær kröfur til bæði fram- leiðslugæða og margháttaðr- ar verkunar, sem ðjálfsö^ð þykir víðast hvar erlendis.' Löngum hefir þó verið ákveð inn hópur manna hér í höf- uðborginni og raunar víðar um landið, sem kann full skil á því hvað er úrvals- vara og gerir kröfu til að fá hana. Það hefir verið leit- ast við að sinna því eftir föngum, en því miður heíir skort á samvinnu milli þeirra aðila, sem framleiða vöruna, selja hana, og þeirra, sem kenna um meðferð hennar t.d. í skólum landsins. Auð- vitað ætti hér að vera náin samvinna þar sem gagn- kvæmur skilningur ríkti milli framleiðenda, sölufyrir- tækja þeirra og síðan þjón- ustufyrirtækjanna við neyt- endUr svo og kjötmatsmanna og fræðimanna á sviði kjót- iðnaðar. Þar sem skortur er á þessu vill svo fara að hver er með sitt í sínu horni, en síður er hugsað um heildina. Því er oft erfitt fyrir neyt- andann að vita hvaða vöru hann má ' treysta og hvaða vöru ekki. Oft getur hráefn- ið verið ágætt, en fær í með- ferðinni ekki rétta meðhöndl an. Þorbjörn bendir okkur á að mjög algeng sé hér á landi ofsuða á mat, sem gerir það að verkum að ljúfengasta efni er eyðilagt við suðuna. í annan stað kemur svo til að maturinn hefir ekki feng- ið rétta meðferð fyrir suð- una og verður því ekki eins og' vera á þrátt fyrir að sá sem matreiðir geri það á rétt- an hátt. Vera kann að þessi mál heyri ekki beint borgarstjórn armálefnum til, en hitt er vitað að hér er um að ræða bæði stórkostlegt hagsmuna- mál fólks almennt og mál sem hafa mjög mikið og fræð andi gildi fyrir almenning. Kjötmiðstöð er að sjálfsögðu borgarstjórnarlegt málefni og verður að takast upp í borgarstjórn, eigi málið að komast farsællega í höfn. Það er því nauðsynlegt að borgarstjórn eigi kost fróðra kunnáttumanna svo sem Þorbjarnar í Borg þegar að því kemur að ráða þessu máli til lykta. Eins og að framan segir fékk Þorbjörn þegar á unga aldri áhuga íyrir byggingar- málum. Hann hefir allt frá því Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar var endurskipuð árið 1959 verið stjórnarmað- ur í henni. 1 því starfi hefir hann orðið að kynna sér mörg þau mál er snúast um byggingarmál borgarinnar og stórframkvæmdir. Stjórn- armenn Innkaupastofunarinn ar verða að kynna sér öll út- boð og framkvæmdir á veg- um borgarinnar, því þau fara í gegnum þessa stofnun. Þá verða þeir að kynna sér og hafa þekkingu á hvað sé nýj- ast á hinum ýmsu sviðurn framkvæmdanna og hvað hagkvæmast muni vera fyrir borgarfélagið að gera hverju sinni. Það er þvi vissulega margt og mikið sem Inn- kaupastofnuhin verður að leysa, og það er mikið fjár- hagslegt atriði fyrir borgar- sjóð að starf hennar fari vel úr hendi. Hér hefir aðeins verið lít- illega drepið á þau mál er Þorbjörn í Borg hefir mest látið sig skipta. Þetta átti öðrum þræði áð„ vera kynn- ingargrein um hann sjálfan. Þorbjörn er kvæntur Sigríði Einarsdóttur og eiga þau hjón þrjú uppkomin börn, Elínu, sem er gift Óttari Hanssyni, sem er starfsmað- ur Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna í London, Einar, verkfræðing, sem er við framhaldsnám í Þýzkalandi kvæntur Astrid Kofoed-Han- sen og Svanhildur sem er gift Guðmundi Friðrikssyni bif- reiðastjóra hér í Reykjavík. Þau hjón frú Sigríður og Þorbjörn eiga sér hlýlegt og glæsilegt heimili að Flóka- götu 59 hér í borg. Þar er gjarna gestkvæmt, þar sem húsbóndinn hefir svo marg- háttuð afskipti af félagsmát- um, enda er þahgað gott að koma og þægilegt að vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.