Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 16
16 MOKCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 196« ftfofglfStltfðfófr Útgefandi: Framkvsemdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 _______ f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðaístræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ________ LOÐAMAL í REYKJA VÍK jLfín 5ra uppbygging Reykja- *¦*• víkurborgar hefur orðið til þess, að vaxandi kröfur hafa verið gerðar á hendur borginni um lóðaúthlutanir. Þessi eftirspurn hefur verið svo mikil, að erfitt hefur reynzt að anna henni full- komlega, en nú er svo komið, að síðan 1964 hefur verið hægt að fullnægja óskum ^Stllra, sem sótt hafa um fjöl- býlishús og uppfylla þau skil- yrði sem sett hafa verið. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali við Helga V. Jónsson, skrifstofustjóra borg arverkfræðings, í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugar- dag. í viðtali þessu kemur fram að 1960 var úthlutað lóð um fyrir 725 íbúðir, 1961 fyr- ir 255 íbúðir, 1962 fyrir 708 íbúðir, 1963 fyrir 543 íbúðir, 1964 fyrir 1221 íbúð, en tölur ársins 1965 hggja enn ekki fyrir^ en þá munu hafa verið um 1405 íbúðir í byggingu. Þá kemur ennfremur fram í viðtali við skrifstof ustjóra borgarverkfræðings, að gert er ráð fyrir, að á þessu ári verði úthlutað lóðum fyrir u.þ.b. 2000 fbúðir, eða fyrir um 3 þúsund fbúa. Lóðaút- hlutun sú, sem fyrir dyrum stendur, er á Fossvogssvæð- inu og í Breiðholtshverfinu, þar sem gert er ráð fyrir að risin verði urrt 20 þúsund manna bær fyrir 1983. Af þessum tölum er ljóst, að mjög hefur stefnt í rétta átt í lóðaúthlutun Reykjavík- urborgar. Að vísu hefur ekki reynzt unnt að fullnægja eft- irspurn eftir lóðum fyrir ein- býlishús, en þess ber að gæta, að kostnaður við að gera lóð undir einbýlishús byggingar- . hæfa er sex sinnum méiri en kostnaður við lóð í fbúð í f jöl- býlishúsi. Auðvitað ber að stefna að því að menn geti fengið lóðir undir þá húsagerð sem þeir óska, þegar þeir fara fram á það, og væntanlega mun að því koma eftir að skipulags- mál Reykjavíkurborgar hafa verið tekin svo föstum tökum, sem raun ber vitni. En upp- bygging Reykjavíkur hefur verið ör og eftirspurnin eftir lóðum svo mikil, að ógerlegt hefur verið fyrir borgaryfir- Völd til þessa að anna eftir- spurn, enda hefur verið byggt , miklu meira í Reykjavík en ¦ sem svarar fólksfjölgun, og byggist það á því, að fólk hef- "ur' nú rýmra um sig en áður. En borgarbúar allir munu fagna því stórátaki sem gert héfUr verið og í undirbún- ingi er í lóðamálum borgar- innar. VERNDUN FISKSTOFNSINSi IVfikla athygli mun vekja, að í"'- á ársfundi alþjóðanefnd- ar um fiskveiðar á norðaust- ur-Atlantshafi hefur náðst samkomulag um að auka möskvastærð á svæðinu aust- ur í Barentshaf, en þar hef- ur möskvastærð verið 130 mm. Þótt íslendingar hafi ekki að fullu fengið óskum sínum framgengt í þessum efnum, verður að telja þessa aukn- ingu möskvastærðar mikil- vægt spor til verndunar fisk- stofni við ísland. í þessum efnum er rík ástæða til að taka tillit til álits og skoðana vísindamannanna á þessu sviði,, og það mun einmitt hafa verið fyrir vísinda- legt samstarf, sem samkomu- lag um þessa aukningu möskvastærðarinnar komst á. Brezkir vísindamenn munu hafa komizt að raun um, að brezkir togarar hafa gengið of nærri fiskstofninum á Norður-Atlantshafi, og af þeim sökum munu þeir, ekki síður en íslendingar, hafa beitt sér fyrir þessari aukn- ingu möskvastærðarinnar. NÝJA SLÖKKVISTÖÐIN CJlökkvilið Reykjavíkur flutti ^ í ný húsakynni sl. laug- ardag. Þau eru í alla staði hin glæsilegustu og mjög full- komin, og munu stuðla að tryggari brunavörnum í höf- uðborginni. í ræðu, sem borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, hélt er hann afhenti Valgarð Thor- oddsen, slökkviliðsstjóra, hin glæsilegu mannvirki til af- nota fyrir slökkvilið og bruna varnir borgarinnar og ná- grannasveitarfélaga, þakkaði borgarstjóri fyrir hönd borg- arstjórnar öllum þeim, sem að brunavörnum hafa unnið á vegum Reykjavíkurborgar, og gegnt hafa starfi sínu með þeirri prýði, sem raun ber vitni um. Borgarstjóri vakti athygli á því að Húsatrygg- ingasjóður Reykjavíkurborg- ar mun standa undir bygg- ingarkostnaði hinnar nýju slökkvistöðvar, og að honum er það kleift, meðal annars vegna hlútfallslegá lítilla brunatjóna, sem borgarstjóri kvaðst staðhæfa að stöfuðu af góðum brunavórnum og vask- legri frámgöngu slökkviliðs. Hin nýja slökkvistöð mun Síðastlidlnn föstudag fór f ram í einum hallargarði Vatíkansins í Róm, þeim er kenndur er við Damaskus, eiðtaka tuttugu nýrra lífvarða páfa. Fyrr á öldum hafði páfi hálft annað hundrað lífvarða, en nú telur liðið ekki nema hálfan sjöunda tug. Myndin sýnir hvar einn lífvarðana nýju sver við fána livarðasvcitarinnar að veita páfa „alla þá vernd er ég má allt til dauðans". Búningar lífvarðarsveitarinnar hafa lítið breytzt síðan fyrstu lífverðirnir konni suður til Rómar frá Sviss fyrir mörgum öldum og era hinir skrautlegustu, eins og sjá má. Sjálfir eru lífverðirnir enn valdir úr hópi hinna vöskustu manna þótt sjaldan reyni nú á fraeknleik peirra, en óneitanlega sópar af þessum fulltrúum horfins tíma þar sem þeir verja hlið »11 á hollum Páfagarðs. bæta mjög alla aðstöðu slökkviliðsins til brunavarna í borginni, og þessu mikla átaki á þessu sviði ber að fagna. TRÚARVAKNING Ðænadagur þjóðkirkjunnar *^ var sl. sunnudag, og höf- uðbænarefni dagsins trúar- vakning. Allt frá kristnitöku hefur kirkja og kristni staðið djúp- um rótum í íslenzku þjóðlífi. Hún hefur verið farvegur menningarstrauma og mennta og um eitt skeið öflugt mót- vægi gegn erlendum drottn- urum. Því er hins vegar ekki að leyna, að breyttar þjóðfélags- aðstæður hafa skapað kirkj- unni hér á landi ýmsa erfið- leika, og henni hefur ekki tekizt að aðlaga sig breyttum aðstæðum þjóðfélags, sem byggist ekki lengur á sveita- menningu, heldur þéttbýli borgar og kaupstaða. Þess vegna hlýtur það að vera meginverkefni kirkj- unnar á næstunni og undan- fari þeirrar trúarvakningar, sem hún berst fyrir, að kirkj- an og þjónar hennar aðiagi sig nýjúm tímum og breyti starfsháttum sínum í sam- ræmi við það. Er vonandi að vel takist .til í þeim efnurn, svo að ¦ trúarlíf þjóðarinnar megi eflast og auka'st — Vietnam Framhald af bl's. 2 en Van Thieu, hershöfðingi, sagði í útvarpsræðu til allra lands- manna á sunnudag, að aðgerð- irnar í Danang miðuðu að því að koma í veg fyrir áhrif kommún- ista og tryggja frjálsar kosning- ar. Skoraði hann á þjóðina að fylkja sér um Saigonstjórnina. Ástandið versnar enn Ástandið í S-Víetnam versnaði enn árdegis á mánudag, er yfir- menn 1. og 2. fótgönguliðsher- fylkja Saigonstjórnarinnar hvöttu til allsherjaruppreisnar gegn stjóvn Ky's í Saigon. Phan Xuan Nhuan, hershöfð- ingi, réðist í ræðu hatramlega að Ky, fyrir aðgerðirnar í I>an- ahg á sunnudag, og lýsti því yfir að Ky hefði sent landgönguliða sína og blóðhunda þangað til þess að leysa borgarastyrjöld úr læðingi. Nguyen Xuan Lam, hershöfðingi, yfirmaður 2. her- fylkisins, tók í sama streng og lýsti því yfir fyrir sitt leyti, að herinn yrði að gera uppreisn, og treysta á bandamenn sírta, eink- um Bandaríkjamenn. Hershöfð- ingjarnir tveir sendu út áskorán- ir sínar frá Hué. í dag, mánudag, var nánast styrjaldarástand í Hué. Stúdent- ar og aðrir skólamenn mynduðu „sjálfsmorðssveitir" og vopnum var útbýtt til þeirra. Víggirðing- um og tálmunum hefur verið komið upp á öllum vegum, sem liggja til bæjarins, einkum á aðal veginum frá Danáng. Það voru leiðtogar Búddatrú- armanna í Saigon, sem biftu í dág uppreisnaráskorun hers- höfðingjanrta tveggja í Hiié. f áskoruninni er sagt, að allir htírs- höfðingjar á svonefnda fyrsta hersvæði séú á móti aðgérðunum' í Danáhgog að þelr m'iini'b'eita valdi til þess áð kóma í veg fyrir áform Saigonstjórnar. Saigonstjórnin setti af í dag yfirmann setuliðsins í Danang, Ton That Dinh, hershöfðingja, og settu kaþólskan hershöfðingja i hans stað. Dinh, hershöfðingi, fiúði frá Danang er stjórnarher- menn héldu inn í borgina, en hann sendi síðar út áskorun um útvarpið í Hué, og hvatti her- menn sína til hollustu við sig. Hinn nýi yfirmaður í Danang er Huynh Van Cao, hershöfðingi. Stjórnarhermenn gerðu í dag húsleit víða í Danang. f Saigon gerðu 50.000 verka- menn verkfall í dag, og lagðist öll vinna við höfnina niður, allir flutningar stöðvuðust, svo og verksmiðjur. Verkfallið er gert til þess að mótmæla harkalegum aðförum lögreglunnar gagnvart konum í verkalýðssamtökunum. Kom Washihgton á óvart Aðgerðir Ky's gegn Búddatrú- armönnum í Danang komu Bandaríkjastjórn mjög á óvart, áð því ér fréttir frá Washington herma. Hefur Bandaríkjastjórn gefið émbættismönnum sínum i Saigon fyriímæli um að géra allt, sem í þeirra valdi stendur, til að koma á sáttum með hinum deilandi öflum í S-Víetnam. Johnson, forseti, átti bæði á sunnudag i og í dag fund með helztu ráðgjöfum sínum um á- standið í S-Víetnam. Meðal þeirra, sem forsetinn ræddi við, var Henry Cabot Lodge, sendi- herra Bandaríkjanna í S-Víe't- nam. Lodge heldur áleiðis til Sai- gon á morgun. Talsmenn utanríkisráðuneytis- ins í Washington skýrðu frá því í dag, að Jóhnson forseta hafi á sunudag borizt bréf frá Thich Tri QUang, rnunki og helzta leið- toga Búddatrúarmanna. Ekkért hefur verið látið uppi um efni bréfsins, ert talið er að Tri Quáng hafi beðið forsetann að skakka leikinn í S-Víetnam. í,L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.