Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 1T. mtí 1»«« M0RCUN8LADIÐ 17 Frá umræ&unum um borgarmálin í gærkvöldi: Miklur frumkvæm dir í skólamálum Vinnutími verkumunnu hefur stytzt HÉR FER á eftir stuttur útdrátt ur úr ræíum ræðumanna í út- varpsumræðunum í gær kvöldl en ræða borgarstjóra, Geirs Hallgrimssonar er birt í heild annars staðar í blaðinu. Óskar Hallgrímsson (A) sagði, að ekki væri unnt að draga á það dul að á valdatíma sínum í Borg- arstjórn Reykjavíkur hefði Sjálf stæðisflokkurinn margt gott gert og m.a. hefði verið lyft Grettis- taki á sviði gatnagerðar, skipu- lags og hitaveitu. Það væri skoð un Alþýðuflokksins að fjölmargt I væri þó, sem betur mætti fara Jog mætti þar lfyrst og fremst I tilnefna húsnæð I ismálin, en skort I ur húsnæðis I væri ekki ein- ungis vandamál 1 þeirra einstakl- 'inga er við það byggju, heldur og þjóðfélagslegt. Nauðsyn væri á að stórauka bygg ingu leiguhúsnæðís og auka láns fé, þótt á því sviði hefði mikið áunnizt með því að ríkisstjórnin útvegaði Húsnæðismálastjórn íiýja tekjustofna. Hefði t.d. síð- asta ár verið það fyrsta, sem hægt hefði verið að afgreiða allar hæfar umsóknir um þau lán, og hefðu þær þá verið 3202. Jóhanna SÍRuroardóttir (A) vék einkum máli sínu að högum og kjörum þess fólks «r nú gengi í fyrsta sinn að kjörborðinu. — Sagði hún það mikla nauðsyn að bætt yrði úr byggingamálum bessa fólks og að það fengi íbúðir miJIiliðalaust með góðum lána- kjörum. Þá væri það einnig skylda borgarstjórnar að byggja upp leikvelli og dagheimili, svo húsmóðirin gæti unnið úti og þannig hjálpað við uppbyggingu heimilisins. Einar Ágústsson (F) sagði að brýn nauðsyn væri á því að ljúka gatnagerð borgarinnar á 2—3 ár- um, þar sem nú væru um helm ingur af götum borgarinnar mold ar- og malargöt- ur. Þá væru lóða málin einnig mjög aðkallandi og lægu nú fyr- ir borgarstjórn um 3000 óaf- greiddar lóðaum sóknir. Svo væri komið að fjöldi fólks flýði úr borginni til þeirra staða er gerði þvíauðveldara að byggja. Það væri stefna framsóknarflokksins •ð stórauka byggingar og stuðla •ð meiri lánsfjárútvegun til þeirra. Einnig mætti til nefna sem stefnumál þeirra lagningu . hitaveitu í nýju hverfin og skjót ar, umbætur í hitaveitumálum gamla bæjarins; — að lokið verði J. áfanga Sundahafnar sem •Ura fyrst og jafnframt gerðar umbætur í gömlu höfninni; — leggja áherzlu á að hraða því að Borgarsjúkrahúsið komizt í notkun, en það hefði tekið 18 ár að koma því upp; — fjölga leikskólum og dagheimilum og gæta meiri sparnaðar og hag- sýni í rekstri borgarinnar. Óffinn Rögnvaldsson (F) sagði að þær kosningar er nú færu í hpnd yæru í raun réttri tvíþætt- ar, þap sem kosið yrði nú um borgaimál og dýrtíðarmál. Stefna rikisstjórnarinnar nú værj.sú.að taka allt a{, launþegum aftur er á hefði unnizt við kjarasamninga. Það,, væri nauðsyn launþeganna að. jafna hlut sinn við næstu samningagjörð, Qg mundi það bæta aðstöðu þeirra ef stjórnar- flokkarnir biðu afhroð í kosning- unum. Guðmundur Vigfússon (K) sagði í upphafi ræðu sinnar, að sami flokkur hefði stjórnað Reykjavik í meira en 40 ár. Eng um er hollt að haf a lengi á hendi sama vald, sagði ræðumaður, slikt býður spillingunni heim. Er ekki tími til kominn að Sjálfstæð isflokkurinn fái aðvörun? Borgar stjórnaríhaldið er það sama og viðreisnarihaldið þótt reynt sé að fela Sjálfstæðisflokkinn fyrir þessar kosning- ar. Framundan er hækkun á út svörum og öðr- um gjöldum. Það er ógæfa Reykja víkur að henni hefur ekki verið stjórnað með nú tímasjónarmið í huga. Skipulagsleysið mun kosta borgarbúa mikið fé á næstu ár- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vanrækt málefni barna og af 11 samþykktum barnaheimilum hef ur eitt verið byggt. Hitaveitan er ókomin í mörg hverfi, sem lof að hafði verið hitaveitu fyrir árs lok 1965. Stærsta togaraútgerð landsins er látin grotna niður. Skipulögð atlaga er gerð að iðn- aðinum. Meginþungi útsvara lend ir á launþegunum og engar sög- ur fara af því aS skattalögreglan hafi veitt stórlaxana i net sitt. Alþ.bl. telur þörf gagngerðra breytinga og þarf að fá aukið átfylgi Reykvíkinga til þess að koma þeim á. Framlag verka- fólks í þessum kosningum mun véga þungt í kjarasamningunum í vor. Guðrún Helgadóttir (K) sagði að Sjálfstæðisflokkurinn treysti enn á svefngöngu kjósenda í þess um kosningum. Enn væri til hé- gómlegt millistéttarfólk og smá- borgarar, sem hefðu gaman af því að taka í hönd borgarstjór- ans. Okkur vantar dugmikið fólk í allar atvinnugreinar, sagði ræðu maður Alþbl. er ungt eins og þið. Við viljum gera tilraun og sýna það í verki ef við fáum fylgi ykk ar. Bárður Daníelsson (A) gerði skipulagsmál borgarinnar eink- um að umtalsefiii og sagði að mikið þarfaverk hefði verið unn- ið nú með samþykkt hins nýja skipulags. Það hefði hinsvegar komið af seint og segja mætti að skipulagsmálin væru svartur blettur á stjórn Sjálfstæðisflokks ins í Reykjavík. Mætti þar til nefna fjölmörg dæmi, svo sem hina fyrirhuguðu höfn í Laugar- nesi, og ráðhúsbyggingu í Tjörn- inni. SigríSur Thorlacíus (F) sagði, að stuðningur borgarinnar við dagheimili og leikskóla hefði verið alltof lítill undanfarið og væri ekki séð fram á neina stefnubreytingum í þehn málum nú, þar sem komið hefði fram í áætlun þessara mála fyrir næstu fjögur ár, að það ætti síður ,en svo að auka til þeirra fjárveit- ingu. Margt annað hefði einnig verið vanrækt, sem samt væri mikil þörf á að framkvæmt yrði. Mættir þar til nefna lækn- ingarheimili fyrir taugaveikluð bórn, sjúkrahúsmál og þá sjálf- sögðu skyldu borgarinnar að sjá unglingum fyrir verkefnum við þeirra.hæfi. Magnús Torfi Ólafsson (K). sagði að enginn frarnboðslisti hefði vafkið jafn mikla .athygli ag HjSti Atþbl. Með, stofnun Allþbl., hefur skapast vettvangur Cyrir yin,strimenn sem hafa starf ,að í.ýmsum félögum Qg félags- heildum. Andstöðuflokkar þess eru klofnir. Alþbl. eitt hefur eflt innviði sína. Brýn þörf hef- ur verið á nýjum stjórnmála- samtökum vinstri manna og Alþbl. sækir meginstyrk sinn til verkalýðshreyfingarinnar en er óbundið öllum sérhagsmunahóp um. Brýnasta úrlausnarefnið nú eru húsnæðismálin þar þarf að koma til stórfellt félagslegt átak. Jón Snorri Þorleifsson (K). Tillögur Heimdellinga í húsnæðis málum benda til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn sé hræddur. Honum þykir því öruggara að þykjast í þessu sem öðru en þess ar tillögur eru ekkert annað en innantóm orð. Ræðumaður vék síðan a"ð Borgarsjúkrahúsinu og sagði að ef fjár hefði verið afl- að til þess í upphafi hefði það nú þegar starfað í áratug og orð ið helmingi ódýrarin en það mundi verða. Gunnar Helgason (S). Forystu menn Sjálfstæðismanna í verka- lýðshreyfingunni hafa átt mik- inn og góðan þátt í því, að leiða kjarabaráttu launþegasamtak- anna inn á nýjar og farsælli brautir, þar sem stefnt hefur verið að raunhæfum kjarabótum og aukinni samstöðu í verkalýðs hreyfingunni. I kaup- og kjarasamningum verkalýðsfélaganna undanfarin tvö ár voru tekin upp önnur vinnuibrögð, en áður höfðu tíðk ast við slíkar samningagerðir. Reynt var með hóflegum kaup- hækkunum, styttingu vinnutím- ans, lengingu orlofs, stofnun styrktar- og sjúkrasjóða og að- gerðum í húsnæðismálum o.fl. að auki kaupmátt launa. Þetta hefur tekist og sem dæmi má nefna, að á tveimur síð ustu árum óx kaupmáttur tímakaups í iægstu launa- flokkum Dags- brúnar um lð — 25%. Og það er líka athyglisvert, að þrátt fyrir dýrtíðina hefur tekist stórlega að bæta hag vmnu stéttanna almennt. Þjóðartekjur íslendinga juk- ust á árunum 1961 til 196S um 37% eða 8,2% á ári, en á sama tíma jukust raunihæfar meðal- tekjur verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna um 39% eða 8,6% á ári. Með aukinni tækni, samfara meiri vinnuhagræðingu og þar með aukinni framleiðni ætti að vera haegt, að halda áfram að bæta kjör vinnustéttanna og þá ber sérstaklega að leggja áherzlu á kjarabætur til þeirra, sem lægst hafa launin, en á því hef- ur ekki verið nægilegur skilning ur innan verkalýðshreyfingar- innar. Takmarkið er það, að fjöl- skyldufaðir geti framfleytt sér og sinum á dagvinnu einni saman. Það takmark er enwþá fjarri hjá ýmsum stéttum, en ánægjulegt er til þess að vita, að samkvæmt athugun kjararannsóknarnefhd- ar virðist méðal árs vinnutími verkamanna í Reykjavik hafa stytzt, svo að gera má ráð fyrir að í ár verði vinnutími verka- manna 100 kl. styttri heldur en árin 1963 til '64. En stjórn Al- þýðusambandsins hefur ekki enn þá tekið afstöðu til tillagna vinnutímanefndar er leiða mundu til styttingu vinnutímans og er það vissulega furðulegti. Bygging álverksmiðjunnar við Straumsvík, er aðeins einn þátt- ur í því að auka fjölbreytni í atvinnuháttum. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa markvisst stuðlað að því, að efla atvinnu- líftð í borginni, enda er ástand- ið í atvinnumálunum nú betra í Reykjavík en nokkru sinni áð- ur. Húsnæðismálin eru vissulega mikið vandamál hér í borg. Aðr ir fulltrúar Sjálfstæðismanna munu ræða þau mál nánar í þess um umræðum, en ég vil aðeins benda á að ég tel það eitt brýn- asta hagsmunamál launþega, að takast megi að draga úr þeim mikla byggingarkostnaði, sem nú er, og vona, að byggingaráætlun verkalýðssamtakanna, Reykjavík urborgar og ríkisstjórnar, sem samið var um á síðasta ári, verði þess valdandi að Ibúðarverð lækki með hagkvæmari vinnu- brögðum og betra skipulagi. Einnig tel ég sjálfsagt, að samtök manna í byggingarfélög um verði studd eins og gert hef- ur verið. Og aðstoð við slík fé- lög aukin og þar með stuðlað að því, að sem flestir geti hagnýtt sér eigin vinnu til að eignast húsnæði. Það hefur verið og er takmark Sjiálfstæðismanna, að allir búi í eigin húsnæði og að því verður stuðlað eftir föngum. Auður Auðuns (S). Skólahald og skólabyggingar eru einhver umsvifamestu verkefni borgarinn ar. Á kjörtímabilinu hafa 4 nýir skólar verið teknir i notkun og nýir áfangar af eldri skólunum. Undanfarin ár hefur verið byggt skólahúsnæði sem að stærð svar ar til einum Laugarnesskóla ár hvert. Á tímabilinu hefur nemend urh fjölgað um 9,3% en skóla- stofum hins vegar um 26,6% og ef miðað er við rúmmál er aukn ingin um 34%. Þrátt fyrir þessar gífurlegu framkvæmdir hefur þó ekki auðnast að fylgja eftir bygg ingum nýrra áfanga eins og þyrfti, veldur þar mestu um hin öra útþensla borgarinnar og þeir tilflutningar fólksins, sem henni eru samfara og rýra nýtingu elztu skólanna en skapa stórkostlegt álag í nýju hverfunum, sem aðal lega byggjast af ungu fólki, barna f jölskyldunum. Á þessu ári verð- ur unnið áð framkvæmd við Álfta mýrar-, Réttarholts- og Hvassa- leitisskóla, Gagnfræðaskóla verk náms og nýjan skóla í Árbæjar- hverfi. Nýr áfangi við Langholts skóla er í útboði og verða hafnar framkvæmdir á árinu. Teikning um að stórum áfanga við Voga- skóla verður lokið á þessu ári og unnið aS undirbúningi fram- kvæmda. í framkvæmdaáætlun borgar- innar til næstu 4ra. ára er áform- að enn aukið átak í skólabygging um. Á þessu ári er varið til þeirra. 50 milljónum króna verS ur næsta ár 60 milljónir, 1966 70 milljónir og 1969 80 milljónir. f skólakerfinu sjálfu er stöðugt unnið að umbótum og nýjungum Má þar helzt til nefna að á kjör tímabilinu hafa verið tekin upp vornámskeið í tengslum við skólaþroskapróf fyrir börnin, sem eiga að byrja skólagöngu að hausti. Er þar um aS ræSa hina merkustu nýbreyttni en skóla- þroskaprófin eru á vegum sál- fræSideildar skóla, sem stofnuS var á síðasta kjðrtímabili og mjög hefur verið efld síðan. Sérstak ur starfsmaður hefur verið ráð- inn í fræðsluskrifstofu borgarinn ar til þess að fylgjast með skóla- sókn barna. Unnið hefur verið að endurskipulagningu tónlistar kennslu með aðstoð sérmenntaðs ráðgjafa og tilraunir hafnar með tungumálakennslu 10 og 11 ára barna. Á þessu kjðr- tímabili hafa tek ið og taka til starfa 6 ný barnaheimili og eru þá meðtalin 2 sem tekin verða í notkun í þessari viku. — Þessi heimili eru: 2 dagheimili, Hamraborg og hitt við Dalbraut með 150 pláss samtals, 3 vist- heimili: Vöggustofa Thorvald- sensfélagsins, upptöku- og vist- heimili við Dalbraut og fjöí- skylduheimilið Skáli, sem rúma samtals um 65 börn og leikskól- inn Holtaborg, sem rúmar 45 börn í einu. Sumargjöf annast rekstur dagheimilanna, sem þá eru orðin 7 og rúma um 540 börn í hverjum hóp fyrir og eftir há- degi en Reykjavíkurborg greiðir hallann af rekstrinum sem er áætlaður tæpar 10 milljónir á þessu ári. Rekstur vistheimilanna 5 sem rúma um 115 börn hefur borgin sjálf með höndum. Á þessu ári verða byggðir 2 nýir leikskólar við Safamýri og Hvassaleiti og unnið að viðbótar byggingu fyrir 16—20 börn við vöggustofu Thovaldsensfélagsins, sem lokið verður á næsta ári. í undirbúningi eru dagheimili og leikskóli í Vogahverfi og áform að að hefjast handa um fram- kvæmdir á næsta ári og einnig við dagheimili í Árbæjarhverfi og viðbót við vistheimilið við Dal braut og væntanlega einnig fjöl- skylduheimili í líkingu við Skála. ÁætlaS er aS veita 21V2 milljón til bygginga dagheimila hvort áriS 1967 og 1968 og 24 milljónum 1969. Italíuforseti í Kaupmaimahöfii Kaupmannahöfn, 16. maí (NTB) FORSETI ítalíu, Giuseppe Sara- gat, kom árdegis í dag í opinbera heimsókn til Kaupmannahafnar. FriSrik konungur og meSlimir dönsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti forsetanum. Moskvu, 16. maí — NTB SOUVANNA Phouma, forsætis- ráðherra hlutlausra í Laos, kom í dag í opinbera heimsókn til Moskvu, og er viS því búizt að hann muni ræða málefni SA- Asíu við sovézka ráðamenn. — Phouma kom í fylgd með kon- ungi Laos, Savang Vathana. Ferð in er sögð orlofsferð, en búizt er við að Sovétmenn muni nota tæki faerið til þess að endurtaka kröf- urnar um alþjóðaráðstefnu um Laos. Sólfari afla- hæstur Akra- nesbáta AKRANESI, 16. maí — Þorskafl- inn á þessari vetrarvertíð, sem lauk föstudaginn 13. þ. m., várð alls 8082 tonn. Vélbáturinn Sólfari, skipstjóri Þórður Óskarsson, var aflahæst- ur með 1010 tonn. Sigurborg ðnn ur í röðinni með 929 tonn, Skirn- ir 812, Ólafur Sigurðsson 625, Sigurfari 589, Höfrungur I 571, Haförn 561, Rán 555, Keilir .496, Ver 488, Anna 458 (var lengi með bilaða vél), Reynir 331, Skipa- skagi 328 og Höfrungur II 303 tonn. Sá síðastnefndi var lengi í klössun í Álaborg. I þorskanót fengu Höfrungur III 68 tonn og Haraldur 58 tonn. Einhverju af þorski lönduðu þessir nótabátar annars staðar. Landað var 137 þús. tunnum af loðnu í Síldar- og fiskimjölsyerk smiðjuna. Og auk þess á nokkr- um höfnum, svo og í skip. Skipaskagi ætlar að haldá' á- 1 fram að róa með línu alla næstu viku og hætta næstkpmandi laug ardag. Hann er eini báturinn, sem róið hefur hér með línu álla vertíðina. Heildaraflinn er 328 tonn. . • , Vélbáturinn Ólafur Sigurðsson fer á síld á morgun rakleitt á austurmið. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.