Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1?. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Tvöföldun Framhald af bls. 12 imeira en tvöfalda virkjað vatns- afl okkar Reykvíkinga á 2—3 árum og tryggir okkur næga og ódýra raforku fyrir beimili og atvinnuvegi. Mikil fjárfesting er í þeim framkvæmdum bundin, en fæstir gera sér ljóst, að það kostar jafnmikið að dreifa raf- mnagninu til notenda eins og sjálf yirkjunin. Rafmagnsveita Reykjavíkur dreifir rafmagninu til nær belm- ings landsmanna á höfuðborgar- svæðinu. Hafa ýmis nýmæli ver- ið tekin upp til þess að tryggja öryggi í rekstri og sparnaði í mannahaldi. Nefna má sérstak- lega, að götulýsing hefur víða verið bætt samfara gangstétta- lagningu og er óhætt að fullyrða, að þar sem sú lagfæring er á komin, sé engin borg betur upp- lýst en Reykjavík. Á sl. 4 árum hefur götuljóskerum fjölgað úr rúml. 6 þús. í 7800, og mun sú foætta lýsing stuðla mjög að ör- yggi í umferðinni. Grænu svæðin Allar þær þjónustustofnanir foorgarinnar, sem ég nú hef rætt um, eiga það sameiginlegt, að lagnir þeirra liggja í og um gatnakerfí borgarinnar. Jafnóð- um og þessar lagnir og götur eru gerðar vel úr garði, að eigi verður á betra kosið, skapast skilyrði til þess að vinna í aukn- um mæli, bæði af hálfu borgar- foúa, allra huseigenda og opin- berra aðila, að frágangi lóða, ekemmtigarða og fegrun opinna svæða, sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir að verði áberandi og áhrifaríkuir þáttur í borgarmynd- inni. Stöðugt er að þessu unnið og hafa opin svæði, sem eru í rækt- un og umhirðu garðyrkjustjóra, stækkað úr 52 ha í rúma 90 ha sl. 4 ár. Um leið og sum hinrta opnu •væða verða gerð að skrúðgörð- um, er ástæða til að leggja áherzlu á. að önnur opin svæði, eins og t. d. Öskjuhlíðin að nokkru leyti, nágrenni Elliða- ánna og strandlengjan eins og rið verður komið, verða látin vera sem mest osmörtin, svo að Iþau svæði haldi stnum ferska upprunalega blae og verði okkur griðastaðir í önn dagdins. Hhiti opnu svæðanna eru lóðir ©pinberra bygginga eins og skól- onna, enda er vaxandi áherzla lögð á frágang þeirra, Iþótt sú nauðsyn, sem á því er að byggja Bkólana í áföngum, valdi töfum á lóðarlögun. ALLSKONARPRENTUN I EINUM OC FL.E1RI LITUM Reglusamur Kennaraskólapiltur óskar eftir atvinnu í sumar. Ýmislegt kemuf til greina. H e f u r nýlegan, traustan Land-Rover jeppa, sem hann vildi gjarnan koma í vinnu. UpplýsLngar í síma 13526. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsffötu 4., 3. hæð ( Sambandshúsið). Simar 12343 og 23338. Skólarnir Þótt bygging skóla hafi sl. 4 ár verið örari en nemendafjölgun- in, er hins vegar enn ekki náð því marki, að einsett verði í alla gagnfræðaskóla og tvísett í al-ia barnaskóla, — og veldur þar um að barnafjöldi er mjög mis- munandi í eldri og yngri hverf- um borgarinnar. í stefnuskrá Sjálfstæðismanna er því lýst yfir, að skólabygging- ar skuli vera forgangsfram- kvæmdir, svo miklu sem það varðar þjóðina alla og hvern upp vaandi borgara að öðlast í senn trausta almenna menntun og eiga kost á sérnámi á öld auk- innar sérhæfingar. Mikið og merkilegt uppeldis- starf er unnið af kennurum í skólum borgarinnar og þáttur þeirra verður seint ofmetinn, en endurskoðun skólakerfisins er engu að síður brýn, og hafa fræðsluyfirvöld borgarinnar stutt að henni með sjálfstæðum rann- sóknum og fagna því að nú er markvisst starf á þessu sviði af hálfu ríkisins einnig hafið. Heilsuvernd Allt nám og starf er auðveld- ara, ef menn njóta likamshreysti og góðrar heilsu. Þess vegna leggur borgarsjóð- ur fram aukið fjármagn til bygg- ihgar iþróttamannvirkja og stuðn ings við frjálsa íþróttastarfsemi. Mikil áherzla hefur verið lögð á, að sjúkrastofnanir borgarinn- ar yrðu efldar. Árið 1961 var gerð áætlun um að ljúka 1* áfanga Borgarspítal- ans í Fossvogi um áramótin 1964 og '65, og þá ekki gert ráð fyrir að ljúka hluta af þjónustuálmu spítalans — en síðar var áætlun- in endurskoðuð með það fyrir augum að ljúka þeirri álmu allri, þótt seinkun yrði á því að spítal- inn yrði tekinn í notkun. Verkið hefur að vísu gengið seinna en vonir stóðu til, en nú hefur röntgendeild spítalans tekið til starfa og aðrar sjúkradeildir verða síðan teknar í notkun eftir sumarleyfi og munu rúmast þar 216 sjúkrarúm. Læknar og aðrir, sem kynnt hafa sér húsaskipan og deilda- skiptingu Borgarspítalans, eru þeirrar skoðúnar, að þar verði komið við sérstaklega hagkvæm- um og fullkomnum vinnubrögð- um i samræmi við kröfur tímans, og enn aukin hagkvæmni á sér stað eftir að svokölluð B-álma sjúkrahússins verður byggð, en þar verða eingöngu sjúkrarúm, 200 talsins, svo að spítalinn á full'byiggður að geta tekið á móti rúml. 400 sjúklingum. Við flutning lyflæknisdeildar úr Heilisuvemdarstöðinni skap- ast aðstaða til að koma þar upp endurhaéfingarstöð fyrir aldraða og aðra, sem þurfa á lengri sjúkrahúsvist að halda, — en við það mun enn rýmkast á öðrum sjúkrastofnunum borgarinnar. Síðan er ætlunin að koma upp rannsóknarstofu matvæla í Heilsuverndarstöðinni, sem þörf er á nú vegna þess að í vöxt fer að selja tilbúinn mat í verzlunum sem mjög getur verið viðkvæm ur í meðförum. Hælið á Arnarholti, þar sem ýmsir þeir samborgarar okkar dveljast, sem um lengri eð skemmri tíma eiga ekki samleið með öðrum, hefur verið stækk- að og myndarlegt starfsmanna- hús byggt. Húsnæðismál. Fátt er mikilvægara til að efla heilbrigði manna en gott hús næði og hefur borgin sjálf byggt 300 íbúðir til sölu og leigu, eink- um til þess að útrýma heilsu- spillandi húsnæði. Hefur tölu- vert áunnizt í þeim efnum, t.d. eru herskálaíbúðir nú 28, í stað 170 slíkra íbúða fyrir 4 árum. Hér er' þó enn mikið verk að vinna til úrbóta og því er það ánægjulegt, að tekizt hefur sam- vinna ríkis, borgar og verkalýðs- félaga að byggja ódýrar íbúðir í stórum stíl, sem leigðar verða og seldar með sérstaklega góðum kjörum. En auk þátttöku í þeirri byggingarstarfsemi hefur borgar stjórn Reykjavíkur samþykkt að byggja 25 íbúðir á ári fyrir aldr- að fólk og að lána til byggingar 3—400 íbúða allt að 100 þús. kr. og er sérstaklega gert ráð fyrir að ungt fólk njóti þar góðs af. Tilg-angur. Allar þessar framkvæmdir, sem ég hef hér gert að umtals- efni og ýmsar aðrar, sem ekki gefst tími til að ræða sérstaklega eins og t.d. ný slökkvistöð, barna heimilin og leikvellir, sem aðrir taka hér til meðferðar, eru ekki takmark f sjálfu sér, heldur er í þær ráðizt vegna þess að þær mynda umgerð um líf og starf Reykvíkinga og skapa skilyrði fyrir öryggi borgarbúa og betra og fegurra mannlífi. Fjárhagsgrundvöllur. Þegar á það er litið, að fram- kvæmdir borgarsjóðs og fyrir- tækja hans hafa vaxið svo, að þær hafa tvöfaldast að magni til frá árinu 1961 til ársins 1965, þá er éðlilegt að spurt sé, hvort þessar miklu framkvæmdir hafi ekki leitt til þess, að álögur á borgarbúa hafi þyngzt. Árið 1961 voru álögð útsvör einstaklinga 10,6% af framtöld- um nettótekjum þeirra, en árið 1965 var þessi hlutfallstala 10,1% og eru eignaútsvör meðtalin. Gjöldum, sem borgarfyrirtæki taka fyrir þjónustu sína, hefur verið haldið niðri svo sem unnt er. Heimilistaxti Rafmagnsveitu, sem fyrirtækið sjálft fær í sinn hlut, hefur aðeins hækkað t.d. um 21% frá árslokum 1961 til 1965, en með söluskatti og jöfn.- gjaldi er heildarhækkunin 40%. Hitaveitutaxtar hafa hækkað á sama tíma um 23% og 28,5% með söluskatti, en hvor tveggja hækkunin er mun minni en hækk un launa á sama tíma. Engar framkvæmdir koma að tilætluðu gagni, ef fjárfesting til þeirra ofbýður gjaldgetu borg- arbúa og því eí ánægjulegt, — þótt mörgum þyki raunar alltaf skattar og opinber gjöld of há, — að gjöld til borgarinnar og fyrirtækja hennar eru hlutfalls- lega lægri nú en fyrir 4 árum, þrátt fyrir stórauknar fram- kvæmdir. Til framkvæmda fara nú einn- ig nær 40% af heildartekjum borgarsjóðs í stað rúmlega 30% fyrir 4 árum, og rekstrarkostnað ur hefur lækkað samsvarandi. . Hlutfallsleg lækkun rekstrar- kostnaðar er því athyglisverðari sem ýmsar nýjar stofnanir hafa tekið til starfa á ýmsum sviðum, þjónusta verið aukin og lögboð- in gjöld einnig hækkað. A þessu ári er samkv. úrtaks- athugun á framtölum útlit fyrir, að auk þess sem persónu- og barnafrádráttur hækka og út- svarsstigar breytast skv. vísi- tölu, verði hægt að gefa a.m.k. jafnháan ef ekki hærri áfslátt af útsvörum en í fyrra. Framkvæmda- og fjáröflunar- áætlun Reykjavíkurborgar næstu 4 árin er við það miðuð, að raunveruleg útsvarsbyrði borgarbúa aukist ekki í framtíð- inni, þrátt fyrir auknar fram- kvæmdir. Að vísu er ekki gert ráð fyrir jafnmikilli aukningu fram- kvæmda á næstu árum og verið hefur, — enda hefði ég fremur búizt við, nú við kosningarnar, að gagnrýnt hefði verið, hve framkvæmdir borgarinnar hafa verið miklar, — i stað þess að þær séu of litlar, eins og mál- svarar minnihlutans láta. í veðri vaka. Á timum vinnuaflsskorts er það skylda hins opinbera að gæta þess svo sem unnt er að taka ekki vinnuafl frá framleiðslunni. Því verður ekki á móti mælt, að auknar framkvæmdir borgarinn- ar hafa tekið til sín aukið vinnu- afl, en engan veginn í hlutfalli við magnaukningu framkvæmda. Kemur þar til aukin vélvæð- ing, — útboð á byggingarfram- kvæmdum og gatna- og holræsa gerð, sem einnig hefur orðið til þess að fjármagn borgarbúa hef- ur nýtzt sífellt betur. Og víst er það svo, —að borg arbúar sjálfir greiða úr eigin vasa fyrir það, sem gert er, — að borgarfélagið er alveg eins og hvert heimili, — þar sem æski- legt væri að búa betur um heim- ilismenn á margan hátt, en öll fjárfesting híýtur samt að tak- markast af fjárhagsgetu heimil- isins, borgarbúa sjálfra og at- vinnuvega þeirra. En þótt framkvæmdir og fjár- festing skipti miklu máli, varð ar þó meiru, að það ihnra starf, sem unnið er í stofnunum borgar félagsins og með tilstyrk þess við menntir og listir, hvort held ur er í stjórnarskrifstofum, lög- gæzlu eða slökkviliði, skólum eða barnaheimilum, spítölum, heilsu- hælum eða samkomustöðum, sé til þess falhð að leiða hvern ein stakan okkar borgarbúa til auk- ins þroska og styrks í lífsbarátt- unni, svo að hver um sig fái not ið sannra lífsverðmæta. Félagsmál hljóta þannig í fjöl býli að vera vaxandi þáttur í starfsemi borgarinnar til þess að styrkja einstaklinginn, ábyrgðar tilfinningu og persónuleika hans, „því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa". Góðir Reykvíkingar. Við, sem borið höfum ábyrgð á stjórn borg arinnar sl. kjörtímabil, biðjum ykkur að kynna yður málefni borgarinnar, hvað hefur áunnizt og hvað er fram undan. Nú er það yðar að dæma og velja. Annars vegar stendur valið um styrkan, samhentan meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn og hins vegar sundrung og upp- lausn, ef margir flokkar, innbyrð is sundurþykkir, ná meirihluta. Við skulum lyfta borgarmálun um yfir tímabundinn flokkspóli- tískan ágreining og láta ekki gömul flokksbönd koma í veg fyrir það, að við kjósum þá til forustu, sem við treystum bezt. Við skulum helga heill og ham- ingju Reykjavíkur atkvæði okkar á kjördegi og gegna þannig skyldu okkar sem íbúar í höfuð- borg fslands. Ferming á Siglufirði á Uppstigningadag STULKUR: Anna Björnsdóttir, Norður^ götu 14. Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, Lækjargötu 6. Anna Ingólfsdóttir, Suðurgötu 58. Elín Sigriður Björnsdóttir, Hlíðarvegi 3. Eyrún Pétursdóttir, Grundar-: götu 14. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Hverfisgötu 6. Guðný Guðmundsdóttir, Hávegi 32. Guðný Skarphéðinsdóttir, Hvanneyrarbraut 59. Guðrún Jakobína Ólafsdóttir, Hvanneyrarbraut 21C. Halldóra Sigurjóna Matthías- dóttir, Túngötu 12. Hjördís Júlíusdóttir, Hvanneyrarbraut 56. Hrefna Björg Guðmundsdóttir, Hávegi 9. Hulda Margrét Traustadóttir, (Sauðanesi), Suðurgötu 78. Inga Guðmundsdóttir, Suðurgötu 12. Jóhanna Sigríður Pálsdóttir, Norðurgötu 5. Jóna Sigurrós Jónsdóttir, Eyrargötu 8. Kristrún Ástvaldsdóttir, Hólavegi 11. Ólöf Pálsdóttir, Eyrargötu 29. Regína Magdalena Erlendsdóttir, (Siglunesi), Eyrargtu 15. Regína Ólafsdóttir, Hvanneyrarbraut 21C. Stefanía Sigríður Guðmunds- dóttir, Hávegi 26. Unnur Maj-Britt Pálsdóttir, Hvanneyrarbraut 6. í>óra Sigiirgeirsdóttir, Lækjargötu 7b. Þórdís Þorkelsdóttir, Suðurgötu 24B. DRENGIR: Birgir Jóhann Þormóðsson, Hlíðarvegi 44. Björn Sigurður Ólafsson, Laugavegi 30. Egill Kristján Guðnason, Hverfisgötu 16. Gísli Jóhann Sigurðsson, Hverfisgötu 19. Guðmundur Stefán Jónsson, Suðurgötu 46. Gunnar Blöndal, Hvanneyrarbraut 46. Haukur Snorrason,' Túngötu 25. Ingólfur Jónsson, Suðurgötu 62. Jóhann Jóhannsson, Hvanneyrarbíaut 25. Jóhann Jónsson, Hvanneyrar- braut 50. Jónas Freyr Sumarliðason, Suðurgötu 66. Kristján Elís Bjarnason, Hvanneyrarbraut 78. Kristján Flóvent Haraldsson, Laugarvegi 42. Magnús Árnason, Fossvegi 22, Magnús Jónsson, Hverfisgötu 15. Ólafur Baldursson, Hvann- eyrarbraut 54. Rögnvaldur Jónsson, Hvanneyrarbraut 30. Sigfús Hlíðar Dýrfjörð, Hólavegi 7. Sigurður Friðriksson, Tún- götu 28. Sigurður Valþór Hólmsteins- son, Fossvegi 10. Snorri Jónsson, Hvanneyrarbraut 3. Sverrir Edvaldsson, Hvanneyrarbraut 60. Þorbjörn Hrafn Gunnarsson, Túngötu 26*. Þorsteinn Haraldsson, Hávegi 12. Þorsteinn Vilhelm Pétursson, Lækjargötu 8. Síldarskipstjórar Vanur matsveinn óskar eftir plássi á skipí. Upplýsingar í síma 49, Patreksfirði. Vanur bílstjóri óskast strax til að aka fólki að og frá vinnustað og til annarrar vinnu. — Umsóknir sendist afgr. Mbl., merkt: „9716". Utgerðarmenn Ég óska nú þegar ef^ir skipstjórastöðu á humarbát. Hef meira fiskimannapróf. Þeir sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt: „Skip- stjóri — 9720".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.