Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐiÐ Þriðjudagur 17. maí 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU Brom gerði, sem húsbóndi hans bauð faonum og ég átti skemmtilegan hálftíma með honum í reiðtýgjasalnum, þar sem allt var íullt af verðlauna- gripum og svo myndum af uppá haldshestunum hans. Ég fékk að heyra um alla methafana, syni Omars, stóðhestsins og svo sagði Brom mér líka nokkuð af sjálf- um hér. Hann hafði verið hjá Steve í tíu ár, allan tímann síð- an hann erfði eignina, en þar áður hafði hann verið á farossa- búi í írlandi, en þaðan var hann ættaður. Hann sagði mér, að Steve væri „ágætis maður". Ég tók nú að fara svolítið var- legar í allri þessari forvitni minni. Ég minnti sjálfa mig á það, að Steve væri mágur minn, enda þótt maðurinn minn hefði orðið ósáttur við hann, — þessi einkennilegi og dularfulli mað- ur, sem ég mundi ekkert um og virtist lika láta sér alveg á sama standa þótt ég hefði verið að dauða komin af slysförum. Kannski var hann líkur Steve og kannski var það bessvegna, sem mér fannst Steve svo aðlað- andi. Mér da-tt snögglega í hug, hvort Steve mundi ekki eiga myndir af sér og bróður sínum og ásetti mér að spyrja hann að því. Þetta kvöld borðuðum við hjúkrunarkonan saman kvöld- verð niðri með Steve, og mér gafst færi á aS svala forvitni eftir mat, sagði Steve. Móðir minni um það, sem ég hafði enn ekki séð af húsinu. Eini og ungfrú Daly hafði sagt mér, var Sorrell ekkert sér- lega stórt hús, enda þótt her- bergin væru rúmgóð og þægi- leg. Niðri í því voru, auk garðs- ins, lítið bókaherfoergi, stór dag stofa, sem náði eftir endilöngu húsinu og var með gluggum í báða enda, svo var borðstofan og þá líklega eldhúsið og það, sem því tilheyrði, en þangað kom ég auðvitað ekki. Ég skal játa, að ég var dálítið vonsvik- in. Ekki svo að skilja, að húsið væri vanhirt. í»að var hreint og húsgögnin laus við ryk.-Sjálf voru þau mjög falleg og margar fallegar myndir á veggjunum, og allsstaðar voru ýmsir smá- hlutir, sem glöddu augað, — en samt var eins og lítið væri hugs- að um þetta allt saman. Þetta var bús manns, sem lét sér á sama standa hvernig húsgögn- unum væri komið fyrir, sem tók sennilega ekkert eftir þeim, vegna þess, að þau höfðu alltaf þarna verið, og hafði vissulega ekki eytt miklu I málningu eða veggfóður árum saman. Líklega fóru allir peningarnir hans og áhuginn í hesta og það, sem þeim tilheyrði. Þetta var húa einhleyp ings, sem trúir þjónar litu eftir á viðunanlegan hátt — því að eldabuskan bans kunni vissulega að búa til mat og allt á foorðinu var skínandi hreint — en engri umhyggju var hinsvegar eytt á húsið, sjáKs þess vegna. Þar var ekkert einasta blóm, þrétt fyrir blómagarðinn, þar sem þau voru í hundraðatali. Húsgögnunum var komið fyr- ir um allt húsið, án nokkurs skipulags. En skárri var það annars afskiptasemin f mér, hugsaði ég meðan ég var að borða kvöldverðinn. Það sem mig langaði mest til var að koma einhverju skipulagi á hús gest- gjafa míns og fylla það blómum. Veggirnir í borðsalnum voru prýddir myndum. Það var auð- velt að þekkja Frederick Ger- ard, höfuðsmann í riddara-ein- kennisibúningi sínum. Mér fannst ég sjá ættarsvip með hon- um og Steve, einkum þó kring um augun og líklega var þessi tízkudama yfir arinhillunni með snúnu lokkana, fyrsta frú Ger- ard, ríka stúlkan, sem átti allan ullarauðinn. Auk þess var hún falleg, svo að Gerard höfuðsmað ur hafði heldur betur dottið í lukkupottinn. Ungfrú Daly og Steve héldu að mestu uppi samræðum við borðið. Ég var allt í einu orðin þreytt og var farin að kenna höfuðverkjar. Hjúkrunarkonan horfði á mig og virtist hafa nánar gætur á mér. — Líður yður vel, frú Ger- ard? Ég vona, að við séum ekki að halda yður of lengi á fótum, svona fyrsta daginn? Ég brá fyrir mig lygi. Ég vildi ekki láta reka mig í rúm- ið. — Hafið bér nokkrar mynd- ir af manninum mínum? spurði ég Steve snögglega. — Við eigum fullt upp af tækifærismyndum, svaraði hann. — Langar yður að sjá þær? —- Já. Það voru svo mörg and- lit á sveimi í huga mínum — og það gæti verið, að það vekti ein- hverjar endurminningar, ef ég sæi mynd af honum. — Ég er alltaf að segja frú Gerard, að bún verði að hvíla sig, sagði ungfrú Daly. — Reyn- ið þér umfram allt ekki til að muna neitt sérstakt...... — Ég er eitthvað svo ringluð, rétt eins og ég sé ekki ég sjálf, heldur eiríhver gestur frá ann- arri stjörnu. — Jæja, ekki komuð þér nú með neinn fljúgandi disk með yður, svaraði hún. — Ég skal finna myndirnar ¦f SMJÖRID KOSTAR AÐEINS — Ó, fyrirgefið, frú. Ég hélt að þetta væri maðurinn yðar. eftir mat, sagði Steve. Móðir mín átti heilar bækur fullar af þeim og svo hljóta að vera til einhverjar nýrri, en hinsvegar verðið þér að muna, að ég hef ekki séð bróður minn í tíu ár. -? D- D--------------------? — Er hann líkur yður? spurði ég? Steve hristi höfuðið. — Lík- lega er einhver ættarsvipur með okkur, en Tom er dökkhærðxu- eins og Kay, systir okkar. — Svo að ég á þá líka mág- konu? sagði ég. — Kay fór í bruðkaupið ykk- ar, sagði Steve. — Það var hún, sem sagði mér, að þér væruð frönsk, er ég alveg viss um — eða að minnsta kosti alin upp í Fíakklandi, með frönskum föð- ur en enskri móður. — Mér finnst ég alls ekki vera frönsk. Hvar er Kay núna? — Hún er gift og á heima í Ameríkru. Þér sofið núna í her- berginu hennar. Það er falleg- asta herbergið í húsinu. Ég lyfti glasinu mínu og drakk svolítið meira af rauðvíni. Ég hafði nógu góðan smekk til þess að finna, að þetta var gott rauðvín. Ég var vonsvikin. Það var eins og allt tæki sig saman um að umkringja mig með ein- tómu ókunnugu fólki. Ég þráði að hafa einhvern, sem ég þekkti kring um mig, einhvern, sem gæti gert grein fyrir því, hvers vegna ég væri hérna, svo langt að heiman frá mér. — Svo Kay er þá gift Ame- ríkumanni? — >að er ég hræddur um. — Hversvegna eruð þér hræddur? Hvað er að því að vera gift Ameríkumanni? Steve yppti öxlum. — Svo sem ekkert. Mágur minn er allra viðkunnanlegasti maður. Ég vildi bara óska, að Kay væri ekki þrjú þúsund mílna veg 1 burtu. Hún var hér áður en hún giftist og stjórnaði húsinu fyrir mig. — Mér finnst Ameliu og Piero fara hússtjórnin fullvel úr hendi, sagði ungfrú Daly. — Já, það er ekki nema satt, en ég hef alltaf verið að skipta um starfsfólk og húsið nýtur ekki þeirrar umhyggju, sem það ætti skilið. — Þetta er svo fallegt hús, sagði ég. — Það ætti að sjá vel um það. Osta-og smjörsalan sf. Höfum til solu þennan sambyggða AANONSEN kæli- og frystí skáp er selst með afslætti vegna nokkurra skemmda. EINAR FARESTVEIT & CO. H.F. Aðalstræti 18, sími 16995. íbúðir til sölu 2ja herb. rúmgóð, nýleg íbúð á hæð í sambýlishúsi við Safamýri. Vandaðar og góðar innréttingar. Teppi. Hitaveita. Ágætt útsýni. 3ja herb. nýleg kjallaraíbúð í Goðheimum. Sér inn- gangur. Sér hiti. Aðeins 3 íbúðir í húsinu. 4ra herb. íbúð á hæð í suðurenda á sambýlishúsi við Kleppsveg. Selst með frágenginni miðstöð og sameign úti og inni múrhúðuð. Afhendist fljót- lega. 5 herb. skemmtileg hæð við Kópavogsbraut. Stærð um 130 ferm. Afhendist nú þegar fokheld. Sér inngangur. Sér hiti. Sér þvottahús á hæðinni. Hagstætt verð. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir á hæðum í sam- býlishúsum við Hraunbæ. Seljast tilbúnar undir tréverk og sameign úti og inni oftast fullgerð. Teikningar til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.