Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.1966, Blaðsíða 31
ÞriSJudagur 17. maí 1966 MORGVNBIAÐIÐ 31 Firmakeppni Fáks Börkur sigurvegari fyrir Geysi hf. Á SUNNUDAGINN fór fram firmakeppni Fáks á skeiðvellin- um í Reykjavík. 132 hestar voru sýndir og kepptu fyrir jafnmörg fyrirtaeki í Reykjavík. Hestarnir eru allir eign Fáksmanna og riðu eigendur hestum sínum í fylk- ingu þrisvar sinnum um völlinn í upphafi og síðan 3 saman. Kall- aði dómnefnd þá 50 hesta fram, síðan 15 og valdi loks 5 hesta til verðlauna. Sigurvegari var Gautur, brúnn hestur ættaður úr Skagafirði, og keppti haann fyrir Geysi h.f. — Seldu kaffi fyrir 50 þús. KONUR úr Kvennadeild Slysa- varnafélagsins í Reykjavík efndu í sjálfboðavinnu til kaffisölu í Slysavarnahúsinu á Grandagarði á sunnudag og á allur ágóði af kaffisölunni að renna til þess að foorga sumardvöl fyrir börn sjó- mannsekkna eða af sjómanns- heimilum, sem eiga í erfiðleik- um. Eru börnin í sumardvöl á barnaheimili sem Sjómannadags- ráð rekur. Opnuðu konurnar kaffisöluna kl. 2. Var þá strax stöðugur straumur, og svo mikil kaffisala að þær þurftu að loka kl. rúm- iega fimm, því allt var búið. Báðu þær Mbl. fyrir þakklæti til borgarbúa, bæði þeirra sem komu og keyptu kaffi og einnig binna sem gáfu til kaffisölunnar. Eigandi Gauts er Sigríður John- son. Nr. 2 var Hrollur, grár úr Reykjavík, sem keppti fyrir Teiknistofu Gísla Halldórssonar. Eigandi hans er hinn kunni knapi og söngvari Sigurður Ólafsson. Nr. 3 var Hrímnir, grár hestur úr A-Hún., sem keppti fyrir fyrir- tækið Kjöt og Rengi. Eigandi er Jóhann Hafstein, en Pétur Haf- stein var knapi. Nr. 4 var Börkur, sótrauður úr A-Hún., sem keppti fyrir Heildverzlun Egils Árna- sonar. Eigandi Þorlákur Ottesen. Nr. 5 var Prettur, rauðskjóttur ættaður úr S-Múlasýslu, keppti fyrir Elding Trading & Co. Eig- aandi Margrét Johnson. Hljólkurbíil valf AKRANESI, 16. maí — Bíll frá Mjólkursamsölunni á leið til Reykjavikur valt út af veginum norðanverðu við Botnsá í Hval- firði um 11 leytið í morgun. Bíl- stjórinn var einn í bílnum, og var að beygja fyrir hvarf í veg- inum og kanturinn sprakk undan þunga bílsins. Bílstjórinn slapp ómeiddur. Um skemmdir er ó- kunnugt. Bíllinn lá þarna á hlið- inni og bílstjórinn beið eftir að- stoð úr Reykjavík. — Oddur. Sigurvegarar í firmakeppni Fáks. Frá vinstri sigurvegarinn Gautur, eigandi Sigríður Johnson* Hrollur, nr. 2, eigandi Sigurður Ólafsson, þá Hrímnir, nr. 3 knapi Pétur Hafstein og loks Börkur, nr. 4, eigandi Þorlákur Ottesen og nr. 5 Prettur, eigandi Margrét Johnson. — Tvær þyrlur Framhald af bls. 32. þá heim á ný en þyrlurnar verða að æfingaflugi á Grænlandi í a.m.k. hálfan miinuð. Þá veiður þeim flogið heim og kemur þá aftur Catalinaflugbátur þeim til fylgdar yfir hafið. Þyrlur þær, sem hér um ræð- ir, eru af gerðinni Sicorsky S.61 með turbinumótorum. Orm Hansen hershöfðingi er yfirmaður þeirrar deildar danska flughersins sem ákveður flug- búnað hans. Að síðustu kvaðst Hansen hershöfðingi vænta þess að við íslendingar gætum haft not þyrla með svipuðum hætti og þær verða nú notaðar á Græn- landi í okkar víðlenda landi með takmörkuðum samgöngu- möguleikum. Hann sagði enn- fremur að Danir byndu miklar vonir við þessar tilraunir, en Catalina, sem lengst hefir verið notuð til þjónustuflugs á Græn- landi, yrði ivú niður lögð. Braathen-málið: Sænska og danska stjörnin vilja gæta hagsmuna SAS V/ð misjafnan tón lcveður í blóðum á NorSurlöndum SÚ ákvörðun norsku stjórnarinnar að veita flugfélagi norska útgerð- armannsins Braathen, „Braathen SAFE", leyfi til að fljúga milli Þránd- heims og Tromsö í Noregi, hefur vakið mikið umtal á Norðurlöndum. Mikil gagnrýni hefur komið fram á norsku stjórnina, bæði í Svíþjóð og Danmörku, og telja ýmsir þar, bæði blöð og opinberir aðilar, að á- kvörðunin sé tilræði við norrænu flugfélagasam- steypuna SAS, sem Noreg ur, Svíþjóð og Danmörk eiga aðild að. Norska stjórnin telur, að ákvörðun hennar hafi verið mistúlkuð, og að ekki hafi verið hreyft við grundvallarstoðum SAS. Hafa nokkur blöð í Sví- þjóð og Danmörku tekið í sama streng. Frjálslynda blaðið „Dag- ens Nyheter", i Stokkhólmi, seglr um ákvörðun norsku stjórnarinnar, að henni sé beint gegn SAS, og sé um hreint samningsbrot að ræða. Ræðir blaðið, hvað gerast kynni, ef einstök lönd, sem aðild eiga að samsteypunni, tækju hagsmuni ein- stakra flugfélaga fram yfir hagsmuni SAS. Segir blaðið loks, að ekki sé loku fyrir það skotið, að norræn sam- vinna muni brátt eiga í vók að verjast gegn norskri þjóð ernisstefnu. Sænska síðdegisblaðið „Ex- pressen", sem er í eigu sama útgáfufyrirtækis og „Dagens Nyheter" tekur þó í annan streng. „Expressen" segir, að ekki sé mark takandi á um- mælum „D.N." Norska stjórn in eigi frekar lof skilið en gagnrýni. Megintilgangur hennar hafi greinilega verið að veita Norðmönnum ódýra loftferðaþjónustu heima fyr- ir. Sænski samgöngumálaráS herrann, Palme, megi gjarn- an standa og ógna með krepptum hnefum; Norð- menn láti ekki að sér hæða. Lýkur blaðið ummælum sín- um með því að segja, að það yrði ef til vill ódýrara fyr- ir sænska skattgreiðendur, þegar fram í sækir, ef sænska stjórnin lækkaði raustina, og reyndi að leysa vandamálin af skynsemd. Gautaborgarblöðin segjast eiga erfitt með að skilja ofsa- fengin viðbrögð sænsku stjórnarinnar. Ekkert hafi gerzt, sem bendi til þess, að SAS muni leysast upp. „Göte borgs-Posten" segir, að vísu hafi verið gengið í berhögg við einokun SAS, en hins vegar sé engin ástæða til að telja, að „norrænt flugslys" hafi átt sér stað. „Handel- och Sjöfarts- Tidnimgen" segir, að norska stjórnin hafi brotið af sér gegn einu heilagasta einok- unarfyrirtæki, sem til sé. Nú sé krafizt bóta og betr- unar, ef norska stjórnin eigi ekki að hafa refsivöndinn yf- ir höfði sér. Blaðið telur. þó enga hættu á ferðum, og se?- ir, að lítill vafi sé á því, að komizt verði að samkomu- lagi, sem báðir aðilar geti sætt sig við. Málgögn sósíaldemokrata í Svíþjóð hafa verið heldur fá- orð um málið. Stærsta mál- gagn þeirra, „Aftonbladet", víkur ekki að þvi i ritstjórn- argrein, en hefur sagt í grein á fyrstu síðu, að Braathen haldi áfram að gera hríð að SAS, fyrst með stuðningi sín um við „Loftleiðir", og nú á ný með því að tryggja sér stuðning borgaraflokkanna í Noregi. Segir blaðið, að and- staða Braathens byggist fyrst og fremst á því, að hann stjórni SAS ekki sjálf- ur. Hins vegar sé það vafa- laust vinsæl ráðstöfun, sem norska stjórnin hafi gert, þvi Ludvig G. Braathen. að Braathen njóti almennra vinsæida í Noregi, og rekst- urinn á innanlandsflugi hans þar (Oslo-Bergen) hafi geng- ið prýðisvel. Danska blaðið „BT" segir, að vart komi til þess, að SAS- samsteypan klofni. Hins veg- ar sé nú stjórn borgaraflokk- anna í Noregi komin í fulla- andstöðu við stjórnir sósíal- demokrata í Svíþjóð og Nor- egi. Hætta sé nú á því, að ýmis flugfélög í Danmðrku reyni nú að skapa sér sams- konar aðstöðu og Braathen hafi nú fengið í Noregi. „Berlingske Tidende" seg- ir, að bæði danska og sænska stjórnin séu á þeirri skoðun, að SAS eigi að hafa einka- rétt á innanlandsflugi í lönd unum þremur, nema þvi að- eins, að um sé að ræða flug- leiðir, sem SAS hafi ekki á- huga fyrir. Samgöngumálaráðherra Svía, Olof l'alme, segir um ákvörðun norsku stjórnar- innar, að það, sem mest hafi komið á óvart í meðferð málsins, sé, að stjórn Per Borten hafi litla eða enga samvinnu haft við sænsku og dönsku stjórnina um mál- ið. Þá hafi norska stjórnin neitað að fresta ákvörðun sinni, þar til sænska og danska stjórnin hafi rætt það. Samgöngumálaráðherra Dana, Kai Lindberg, lét sér eftirfarandi um munn fara í fréttasendingu: „Ég held, að hér sé um vanmat á aðstæð- um að ræða. Það er öllum kunnugt, að þótt einhver brjótist inn hjá mér og ?teli, þá hef ég ekki rétt til að brjótast inn og stela". Samgöngumálaráðherra Norðmanna, Hákon Kylling- mark, segir, að ráðherrar samgöngumála í Svíþjóð og Danmörku hafi gert allt of mikið úr ákvörðun norsku stjórnarinnar. Norska stjórn- in hafi engan áhuga á því að leysa SAS upp.. Hins vegar geti SAS ekki annað, eitt síns liðs, innanlandsflutning- um í Noregi, þar sem taka verði upp flug á nýjum leið- um og byggja verði nýja (minni) flugvelli. Braathen, útgerðarmaður, segir sjálfur, að sér þyki það leitt, fyrir hve miklu aðkasti norska stjórnin hafi orðið, vegna þessa máls, en heldur því hins vegar fram, að grundvöllur sé fyrir sam- starfi milli flugfélags hans og SAS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.